The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20141007032054/http://www.ksi.is/mot

Mótamál

Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR lauk um helgina - 6.10.2014

Grunnskólamóti KRR lauk nú um helgina og fór það fram í Egilshöllinni.  Að venju eru það 7. og 10. bekkir grunnskólanna sem leika á þessu móti, hjá drengjum og stúlkum.  Lista  af sigurvegurum má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Stjarnan Íslandsmeistarar 2014

Pepsi-deild karla - Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta skipti - 6.10.2014

Stjarnan tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið eftir sigur á FH á Kaplakrikavelli.  Þarna áttust við tvö efstu félögin var því um úrslitaleik að ræða.  Hvorki fleiri né færri en 6.450 áhorfendur fylltu Kaplakrikavöll og urðu vitni að gríðarlega spennandi leik.  Spennan var líka mikil á öðrum vígstöðvum í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Harpa og Ólafur valin best - 1.10.2014

Í dag voru afhent, í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar, verðlaun fyrir þá leikmenn sem sköruðu fram úr í Pepsi-deild kvenna í sumar.  Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru áberandi en fimm leikmenn Garðbæinga voru í liði ársins auk þess sem Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaðurinn og Ólafur Þór Guðbjörnsson besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Viðamikil útsending Stöðvar 2 Sport frá lokaumferðinni - 30.9.2014

Eins og kunnugt er þá er lokaumferð Pepsi-deildar karla næstkomandi laugardag og þá ræðst hvort það verða FH eða Stjarnan sem hampa titlinum.  Spennan er þó mikil á fleiri vígstöðvum því baráttan um Evrópusæti og fallsæti eru líka í algleymingi.  Stöð 2 Sport mun bjóða upp á viðamikla og langa útsendingu frá lokaumferðinni á laugardaginn. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breytingar á leikjum í lokaumferð Pepsi-deildar karla - 29.9.2014

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að gera breytingar á tímasetningum allra leikja í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Leikur FH og Stjörnunnar verður kl. 16.00. Aðrir leikir umferðarinnar færast fram til kl. 13.30.

Lesa meira
 

Stjarnan Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna - 22.9.2014

Stjarnan er Íslandsmeistari í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, en liðið vann 3-0 sigur á Aftureldingu í Garðabænum. Þrátt fyrir að ein umferð sér eftir þá á ekkert annað lið möguleika á að ná Stjörnunni að stigum og því fór bikarinn á loft eftir leikinn í kvöld.

Lesa meira
 
Af leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM

Myndasíða KSÍ - Er mynd af þér? - 15.9.2014

Vert er að minna á myndasíðu KSÍ sem hægt er að nálgast á forsíðu heimasíðu KSÍ og er merkt "Myndasafn".  Þar má finna ýmsar myndir frá starfsemi KSÍ og t.a.m. má nú finna fjölmargar myndir frá leikjunum gegn Tyrkjum og Ísrael. Lesa meira
 

Seinni leikir 8 liða úrslita 4. deildar karla í kvöld - 2.9.2014

Nú þegar september mánuður er genginn í garð þá fara línur að skýrast í ýmsum deildum í knattspyrnunni hér heima.  Úrslitakeppnin í 4. deild karla er hafin og eru seinni leikir 8 liða úrslita á dagskrá í kvöld og má búast við hörkuleikjum.  Undanúrslitin hefjast svo á laugardaginn og er leikið þar heima og heiman. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Aðsóknarmetið á bikarúrslitaleik kvenna slegið - 30.8.2014

Aðsóknarmetið á úrslitaleik bikarkeppni kvenna var slegið annað árið í röð þegar Selfoss og Stjarnan mættust í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli.  Áhorfendur voru 2.011 talsins, en fyrra metið var 1.605, þegar Breiðablik og Þór/KA mættust í úrslitaleik síðasta árs. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Þrenna frá Hörpu tryggði Stjörnusigur - 30.8.2014

Stjarnan fagnaði bikarmeistaratitli eftir 4-0 sigur á Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna, sem fram fór á Laugardalsvellinum í dag.  Harpa Þorsteinsdóttir gerði þrennu í leiknum Kristrún Kristjánsdóttir lagði upp tvö mörk.

Lesa meira
 

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst á laugardaginn - 29.8.2014

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst nú á laugardaginn en þá fara fram fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum.  Riðlakeppni 1. deildar kvenna lýkur einnig um helgina en þar er ljóst hvaða félög leika í úrslitakeppninni sem hefst laugardaginn 6. september. Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

Borgunarbikar kvenna - Miðasala í fullum gangi - 29.8.2014

Miðasala á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna er nú í fullum gangi og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fá sér miða í tíma og einnig er minnt á að miðasala fer fram á Laugardalsvelli á leikdegi og hefst þá kl. 12:00 á hádegi.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn - 29.8.2014

Gefin hefur verið út rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn í Borgunarbikar kvenna en þar mætast Selfoss og Stjarnan á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.  Búast má við hörkuleik en í leikskránni má finna ýmsan fróðleik hvað varðar leikinn og liðin sem þar mætast. Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Miðasala hafin á úrslitaleikinn - 26.8.2014

Miðasala er nú hafin á einn af stærstu leikjum ársins, úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna en hann fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.  Þarna mætast Selfoss og Stjarnan og má búast við hörkuleik og mikilli spennu. Lesa meira
 

Stjarnan mætir rússnesku meisturunum - 22.8.2014

Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum þegar dregið var í 32-liða úrslit í Meistaradeild kvenna í höfuðstöðvum UEFA í dag, föstudag.  Mótherjar Stjörnunnar, WFC Zvezda-2005, koma frá Rússlandi og er þetta þriðja árið í röð sem íslenskt lið mætir rússnesku liði í þessari umferð keppninnar. Lesa meira
 

Stjörnubjart í Laugardalnum - 21.8.2014

Stjarnan beið lægri hlut gegn Internazionale í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, þegar liðin mættust undir björtum flóðljósunum á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld.  Lokatölurnar urðu 0-3 Inter í vil, en Stjörnumenn og ekki síður stuðningsmenn þeirra geta borið höfuðið hátt. Lesa meira
 

Afhending miða vegna A-passa á leik Stjörnunnar og Inter - 18.8.2014

Afhending aðgöngumiða til A, E, D -passahafa KSÍ á leik Stjörnunnar og Inter fer fram í Stjörnuheimilinu klukkan 16:00 -17:00 í dag mánudag. Vinsamlega athugið að miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma en þessum.

Lesa meira
 

KR-ingar bikarmeistarar í 14. sinn - 16.8.2014

KR-ingar fögnuðu í dag sínum 14. bikarmeistaratitli eftir sigur á Keflvíkingum í úrslitaleik Borgunarbikars karla, sem fram fór á Laugardalsvellinum að viðstöddum tæplega 4.700 áhorfendum.  Sigurmarkið kom í uppbótartíma og var þar að verki Kjartan Henry Finnbogason.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur Víkings R. og FH í Pepsi-deild karla færður aftur um einn dag - 16.8.2014

Leikur Víkings R. og FH í Pepsi-deild karla verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, og hefur leikurinn verið færður af sunnudeginum 24. ágýst og á mánudaginn 25. ágúst af þeim sökum. Lesa meira
 

KR og Keflavík mætast í úrslitaleiknum á laugardag - Rafræn leikskrá - 14.8.2014

Á laugardag kl. 16:00 fer fram úrslitaleikur Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli, þar sem mætast KR og Keflavík.  Miðasalan er þegar hafin á midi.is.  Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um leikinn.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010