The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820153858/http://www.ksi.is/mot/2008/04

Mótamál

Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars karla 1. maí - 30.4.2008

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars karla fer fram fimmtudaginn 1. maí og mætast þá Reykjavíkurliðin Fram og Valur.  Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 19:15. Aðgangseyrir á leikinn er 1000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, tekur við sigurlaununum fyrir Meistarakeppni kvenna 2008

Valur sigraði í Meistarakeppni kvenna - 29.4.2008

Valur tryggði sér í gær sigur í Meistarakeppni kvenna en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Valsstúlkur eftir að þær höfðu haft forystu í hálfleik, 1-0.  Valur hefur unnið þennan titil í fjögur skipti á síðustu fimm árum. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2008 - 28.4.2008

Skrifstofa KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum bréf sem inniheldur lista yfir þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð.  Hafa ber í huga að listi þessi er aðeins til upplýsinga og áminningar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Valur og KR mætast í Meistarakeppni kvenna - 28.4.2008

Valur og KR mætast í kvöld í Meistarakeppni kvenna og fer leikurinn fram í Kórnum kl. 20:00.  Í þessari keppni mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

KR Lengjubikarmeistari í A deild kvenna - 25.4.2008

KR sigraði Val í kvöld í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna en leikið var í Egilshöllinni.  Lokatölur urðu 4-0 KR í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-0.  Þessi lið mætast að nýju á mánudaginn í Meistarakeppni kvenna. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Reykjavíkurslagur í kvöld - 25.4.2008

Í kvöld eigast við Reykjavíkurliðin KR og Valur í úrslitaleik A deildar Lengjubikars kvenna.  Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19:00.    Þessi félög léku til úrslita í þessari keppni á síðasta tímabili og fóru þá Valsstúlkur með sigur af hólmi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Valur og Fram leika til úrslita í A deild Lengjubikars karla - 24.4.2008

Í kvöld var það ljóst að Reykjavíkurliðin Valur og Fram leika til úrslita í A deild Lengjubikars karla.  Valsmenn lögðu ÍA í fyrri undanúrslitaleiknum og Fram hafði betur gegn Breiðablik eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit Lengjubikars karla á sumardaginn fyrsta - 23.4.2008

Leikið verður í undanúrslitum A deildar Lengjubikars karla fimmtudaginn 24. apríl.  Valur og ÍA eigast við í Kórnum og hefst leikur þeirra kl. 14:00.  Í Egilshöllinni leika svo Fram og Breiðablik og hefst leikur þeirra kl. 19:00. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

KR og Valur leika til úrslita í A deild Lengjubikars kvenna - 23.4.2008

Í gærkvöldi var það ljóst að KR og Valur leika til úrslita í A deild Lengjubikars kvenna.  KR sigraði Stjörnuna í undanúrslitum með fjórum mörkum gegn engu og sama markatala var upp á teningnum þegar að Valur lagði Breiðablik. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Fylkir mætir FK Riga í Inter Toto - 21.4.2008

Í dag var dregið í Inter Toto keppninni en Fylkismenn eru fulltrúar Íslendinga í ár.  Fylkismenn drógust á móti FK Riga frá Lettlandi og fer fyrri leikurinn fram í Riga 21. eða 22. júní.  Seinni leikurinn fer fram hér heima viku síðar eða 28. eða 29. júní. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna - 21.4.2008

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna fara fram á morgun, þriðjudag.  KR og Stjarnan mætast í KR velli kl. 18:00 og Valur og Breiðablik leika í Kórnum kl. 19:00.  Úrslitaleikurinn fer svo fram í Egilshöllinni, föstudaginn 25. apríl kl. 19:00. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Knattspyrnufélagið Víkingur er 100 ára í dag - 21.4.2008

Knattspyrnufélagið Víkingur er 100 ára í dag.  Félagið var stofnað af ungum drengjum, 21. apríl 1908 og voru 32 drengir sem mættu á stofnfundinn sem haldinn var að Túngötu 12. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Leikir meistaraflokks 2008 staðfestir - 18.4.2008

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við að staðfesta alla leiki meistaraflokks í mótum sumarsins.  Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum er send voru út í mars og því mikilvægt að taka öll eldri drög úr umferð. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á heimasíðunni - 16.4.2008

Í dag var tekið í notkun nýtt útlit á heimasíðu KSÍ og á sama tíma eru nýir möguleikar í boði á síðunni.  Meðal þess sem boðið er upp á eru myndbönd en í framtíðinni verður hægt að skoða myndbönd frá ýmsum hliðum starfsemi KSÍ. Lesa meira
 
Íslandskort

Landshlutafundir KSÍ - 16.4.2008

Í dag, miðvikudaginn 16. apríl, verður á Reyðarfirði fyrsti fundur KSÍ með aðildarfélögunum, en fyrirhugaðir eru fundir víðsvegar um landið á næstu dögum.  Fundurinn í dag verður á Hótel Reyðarfirði og hefst kl. 17:00. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn undirbýr sig í Sviss - 15.4.2008

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari, er nú staddur í Sviss þar sem hann sækir undirbúningsfund fyrir dómara er starfa í úrslitakeppni EM í Sviss og Austurríki.  Allir þeir dómarar er starfa við úrslitakeppnina sækja þennan undirbúningsfund. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjórðungsúrslit í Lengjubikar karla - 15.4.2008

Ljóst er hvaða félög leika saman í fjórðungsúrslitum A deildar Lengjubikars karla.  Leikirnir fara fram föstudagskvöldið 18. apríl og laugardaginn 19. apríl.  Leikið verður í Egilshöll, Kórnum og á Framvelli. Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Valsmenn lögðu Færeyjameistarana - 12.4.2008

Í dag fór fram í Kórnum leikur Íslandsmeistara Vals og Færeyjameistarana í NSÍ.  Lokatölur urðu þær að Valsmenn fór með sigur af hólmi með fimm mörkum gegn tveimur. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjör í Lengjubikarnum um helgina - 11.4.2008

Margir leikir fara fram í Lengjubikar karla og kvenna um helgina.  Línur eru farnar að skýrast í A deild karla og hafa 7 félög tryggt sér sæti í fjórðungsúrslitum.  Þróttur og ÍA berjast um síðasta sætið en þessi félög mætast í Egilshöllinni á sunnudaginn. Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Valsmenn leika gegn NSÍ í Kórnum - 11.4.2008

Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu Valur taka á móti Færeyjarmeisturunum í NSÍ frá Rúnavík á morgun, laugardag.  Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 14:30.  Aðgangur á leikinn er ókeypis. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir og Gunnlaugur Jónsson með Landsbankadeildarknöttinn er verður notaður keppnistímabilið 2008

Nýr Landsbankadeildarknöttur afhentur - 11.4.2008

Öll lið í Landsbankadeild karla og kvenna fá þessa dagana afhentan vandaðan og sérmerktan Landsbankadeildarknött. Boltinn er af gerðinni Uhlsport TC Precision Classic. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild karla hefst 10. maí - 10.4.2008

Í dag er réttur mánuður í að boltinn fari að rúlla í Landsbankadeild karla en fyrsta umferðin verður leikin 10. maí.  Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörnina suður með sjó þegar þeir heimsækja Keflavík Lesa meira
 
MasterCard

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Mastercard fyrir opin mót - 9.4.2008

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk sem er merktur KSÍ og Mastercard - "Knattspyrna - leikur án fordóma". Lesa meira
 
ÍBV

Ólöglegur leikmaður með ÍBV í Lengjubikar kvenna - 9.4.2008

Í samræmi við lið 10.2 í reglugerð um Deildarbikarkeppni hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Lind Hrafnsdóttir lék ólögleg með ÍBV í leik gegn Haukum sem fram fór í Lengjubikar kvenna, 5. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
Ungar og efnilegar knattspyrnukonur á Pæjumóti TM á Siglufirði

Sektir vegna úrsagna úr mótum hækka 10. apríl - 8.4.2008

Þessa dagana eru starfsmenn mótadeildar að vinna í þeim óskum er komið hafa fram vegna breytinga leikja í yngri flokkum.  Vert er að vekja athygli aðildarfélaga á því að sektir vegna úrsagna úr mótum hækka 10. apríl næstkomandi. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður UEFA á Stamford Bridge - 7.4.2008

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Chelsea og Fenerbahce sem fram fer á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge.  Leikurinn er seinni viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fjölmargir leikir í Lengjubikarnum um helgina - 4.4.2008

Um helgina eru fjölmargir leikir í Lengjubikarnum og er leikið víðsvegar um landið.  Keppni hefst nú  í C deild Lengjubikars kvenna en neðri deildirnar í Lengjubikarnum verða fyrirferðamiklar þessa helgi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjórn KSÍ fjallaði um tillögu BÍ88 og Höfrungs - 4.4.2008

Stjórn KSÍ tók til umfjöllunar tillögu BÍ88 og Höfrungs sem lögð var fram á ársþinginu og vísað var til stjórnar.  Stjórn KSÍ ákvað að gera ekki breytingar á reglugerðinni í þessa veru. Lesa meira
 
Brasilíumenn fagna heimsmeistaratitlinum

Strandfótbolti hefur innreið sína til Íslands - Aprílgabb ksi.is - 1.4.2008

Strandfótbolti er nýjasta æðið í knattspyrnuheiminum og hefur þessi skemmtilega útfærsla á íþróttinni nú hafið innreið sína til Íslands.  Nýr strandfótboltavöllur hefur nú verið byggður í Laugardalnum fyrir fjármagn frá FIFA. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010