
Stjarnan mætir Inter í umspili!
Risaleikir framundan hjá Stjörnumönnum í Evrópudeildinni
Dregið hefur verið í umspil fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, en sem kunnugt er var Stjarnan í pottinum þegar drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Mótherji Stjörnunnar í umspilinu er aldeilis ekki af verri endanum – ítalska liðið Internazionale frá Mílanó.
Samkvæmt drætti er fyrri leikur Stjörnunnar hér á landi þann 21. ágúst og sá seinni ytra viku síðar, eða 28. ágúst.