The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317122335/http://www.ksi.is/mot/2013/09

Mótamál

Fótbolti

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 - 30.9.2013

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 3. október næstkomandi.  Forráðamönnum félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna 2013 er boðið að vera viðstaddir viðburðinn. Fulltrúar fjölmiðla eru jafnframt boðnir sérstaklega velkomnir.

Lesa meira
 
Twitter

KSÍ er komið á Twitter - 30.9.2013

KSÍ er komið með Twitter-aðgang þar sem sambandið mun pósta inn ýmsu sem tengist starfinu dags daglega. Stefnan er að hafa tístið á léttu nótunum og er öllum sjálfsagt að henda þar inn spurningum og slíku sem KSÍ mun reyna að svara eins og kostur er. Sé um formlegar fyrirspurnir að ræða þá bendum við fólki á að hafa beint samband við KSÍ.

Lesa meira
 
KR Íslandsmeistari 2013

Íslandsmeistarar KR fengu titilinn afhentan í 26. skiptið - 28.9.2013

Íslandsmeistarar voru krýndir á KR vellinum í dag en þá fengu KR afhentan titilinn við mikinn fögnuð en þeir höfðu tryggt sér sigur í deildinni fyrir leikinn gegn Fram í dag.  Ekkert félag á Norðurlöndunum hefur unnið deildina oftar en KR vann titilinn nú í 26. skiptið.

Lesa meira
 
Blys

Notkun blysa á íþróttaviðburðum er með öllu bönnuð - 26.9.2013

Að gefnu tilefni vill Knattspyrnusamband Íslands ítreka að öll notkun blysa er stranglega bönnuð á leikvöngum á Íslandi. Blysin brenna við gríðarlegan hita og tilgangslaust er að reyna að slökkva í þeim með vatni og geta þau skapað mikla hættu ef ekki er rétt farið með þau. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Vegna leiks ÍA og KR í Pepsi-deild karla í dag - 25.9.2013

Í dag fer fram leikur ÍA og KR í Pepsi-deild karla kl. 16:30 á Akranesi. Í ljósi mikillar úrkomu á Akranesi eru vallarskilyrði slæm eins og staðan er núna og meta heimamenn Norðurálsvöll óleikhæfan. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar karla færð fram á laugardag - 23.9.2013

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa lokaumferð Pepsi-deildar karla á upphaflegan leiktíma, þ.e. til laugardagsins 28. september. Eftirfarandi breytingar hafa því verið gerðar á leikjum Pepsi-deildar karla: Lesa meira
 
KR fagna sigri í Pepsi-deild karla 2013

KR Íslandsmeistari 2013 - 22.9.2013

KR tryggði sér í dag sigur í Pepsi-deild karla með því að leggja Valsmenn að velli á Vodafonevellinum. KR hefur því 49 stig og fimm stiga forystu á FH, sem er í öðru sæti, en Hafnfirðingar eiga einungis einn leik eftir.  KR hefur oftast allra félaga orðið Íslandsmeistari í karlaflokki en þeir hafa unnið þennan titil í 26 skipti. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Viðburðarík knattspyrnuhelgi - 20.9.2013

Það er viðburðarík helgi framundan í knattspyrnunni en þá ráðast m.a. úrslitin í toppbaráttu 1. og 2. deildar karla og heil umferð er í Pepsi-deild karla. Þá eru þrjú af okkar landsliðum í eldlínunni, U17 og U19 karla og U19 kvenna, en öll leika þau ytra um helgina. Lesa meira
 
Hilmar Þór Guðmundsson

Hilmar Þór hefur störf hjá KSÍ - 20.9.2013

Hilmar Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn á skrifstofu KSÍ. Hilmar mun sinna kynningar- og markaðsmálum, en þar hefur hann mikla reynslu eftir áralangt starf á þessum vettvangi. Hlutverk Hilmars verður m.a. að styðja við markaðsstarf aðildarfélaga KSÍ og efla frekar tengsl og samstarf við samstarfsaðila KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR og Stöðvar 2 Sport - 18.9.2013

Grunnskólamót KRR og Stöðvar 2 Sport hefst í Egilshöll, mánudaginn 23. september en þarna leika 7. og 10 bekki grunnskóla Reykjavíkur. Leikið er í riðlakeppni en úrslit fara svo fram á sama stað, laugardaginn 28. september og verða þá Grunnskólameistarar 2013 krýndir.

Lesa meira
 
Stjarnan-Islandsmeistari-kvk-2013---0141

Stjarnan fékk titilinn afhentan á heimavelli - 16.9.2013

Stjörnustúlkur fengu í gær afhent sigurlaunin í Pepsi-deild kvenna en þær eru verðugir handhafar Íslandsmeistaratitilsins. Stjarnan lauk keppni með fullt hús stiga, unnu alla sína leiki með markatölunni 69 - 6.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokaumferð 3. deildar karla um helgina - 13.9.2013

Lokaumferð 3. deildar karla fer fram laugardaginn 14. september og er baráttan hörð um efsta sætið.  Fjarðabyggð og Huginn hafa fyrir nokkru tryggt sér sæti í 2. deildinni að ári en berjast hatrammri baráttu um efsta sætið.  Félögin eru jöfn að stigum fyrir síðustu umferðina en markatala Fjarðabyggð er hagstæðari.

Lesa meira
 
Sauðárkróksvöllur

Úrslitaleikur 4. deildar karla á Sauðárkróksvelli kl. 13:00 - 13.9.2013

Á laugardaginn, 14. september, verður leikið til úrslita í 4. deild karla en þar mætast Berserkir og Einherji á Sauðárkróksvelli kl. 13:00.  Sama dag verður leikið um 3. sætið en þar mætast Elliði og KFG á Fylkisvelli og hefst sá leikur kl. 14:00.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram á sunnudegi - 9.9.2013

Vegna breytinga sem gerðar voru á nokkrum leikjum í Pepsi- deild karla frá 15. september og yfir á 16. september, hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að færa lokaumferð Pepsi-deildar kvenna frá mánudeginum 16. september og fram til sunnudagsins 15. september kl. 13.00.

Lesa meira
 
Fylkir

1. deild kvenna - Fylkir stóð uppi sem siguvegari - 9.9.2013

Fylkisstúlkur stóðu uppi sem sigurvegarar í úrslitaleik 1. deildar kvenna þegar þær lögðu ÍA í úrslitaleik, 2 - 1, á Fylkisvelli. Staðan í leikhléi var 1 - 0 fyrir Fylki. Bæði félögin höfðu tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili og mega því vel við una. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

1. deild kvenna - Leikið til úrslita á Fylkisvelli á laugardag - 6.9.2013

Fylkir og ÍA mætast í úrslitaleik 1. deildar kvenna, laugardaginn 7. september kl. 14:00. Leikið verður á Fylkisvelli en bæði félögin hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári. Nú verður barist um sigurlaunin í 1. deild kvenna og má búast við hörkuleik á Fylkisvelli. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Þór/KA mætir Zorky frá Rússlandi - 5.9.2013

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar síðasta árs, Þór/KA, voru í pottinum og mæta Zorky frá Rússlandi og leika fyrri leikinn á heimavelli
Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Dregið í 32 liða úrslitum í dag - 5.9.2013

Í dag verður dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar síðasta árs, Þór/KA, verða í pottinum en félögunum er skipt í 2 styrkleikaflokka og eru Akureyringar í neðri flokknum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanúrslit 4. deildar karla hefjast á laugardag - 4.9.2013

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða félög komust í undanúrslit 4. deildar karla en síðari leikirnir í 8 liða úrslitum fóru þá fram.  Undanúrslitin hefjast á laugardaginn þegar fyrri leikirnir fara fram en síðari leikirnir eru svo miðvikudaginn 11. september.  Siguvegarar viðureignanna tryggja sér sæti í 3. deild karla að ári. Lesa meira
 
Skagastúlkur fagna sæti í Pepsi-deild kvenna

Fylkir og ÍA í Pepsi-deild kvenna - 4.9.2013

Fylkir og ÍA tryggðu sér í gærkvöldi sæti í Pepsi-deild kvenna að ári þegar þau höfðu betur í undanúrslitaviðureignum sínum.  Fylkir lagði Grindavík 3 - 2 á heimavelli og samtals 6 - 3.  Á KR velli voru það KR sem lagði ÍA, 2 - 0, en ÍA hafði betur samanlagt 3 - 2.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðamiklar breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla - 3.9.2013

Nokkrar viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á leikjum Pepsi-deildar karla og eru viðkomandi félög beðin um að kynna sér þær gaumgæfilegar.  Hér að neðan má sjá þær breytingar sem gerðar hafa verið og hefur þessu verið breytt í leikjalista Pepsi-deild karla hér á heimasíðunni.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni 4. deildar karla - Seinni leikir 8 liða úrslita fara fram í dag - 3.9.2013

Úrslitakeppni 4. deildar karla heldur áfram í dag en þá eru á dagskrá síðari viðureignir 8 liða úrslita. Búast má við spennandi viðureignum en barist er um að tryggja sér sæti í undanúrslitum, sem hefjast næstkomandi laugardag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna - Hverjir fara í Pepsi-deildina? - 3.9.2013

Í dag fara fram síðari leikir undanúrslita í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og hefjast báðir leikirnir kl. 17:30. Á KR velli mætast KR og ÍA og á Fylkisvelli taka heimastúlkur á móti Grindavík.  Siguvegarar viðureignanna, samanlagt, tryggja sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan