The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160322140814/http://www.ksi.is/mot/2012/10

Mótamál

Futsal  Ísland - Lettland

Drög að keppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í Futsal 2013 - 31.10.2012

Drög hafa verið birt af niðurröðun í keppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu – Futsal og má finna þau hér á heimasíðunni. Vakin er athygli á breyttu keppnisfyrirkomulagi en keppt er í hraðmótsfyrirkomulagi bæði hjá körlum og konum en úrslitakeppnin fer fram 5. – 6. janúar 2013. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formanna- og framkvæmdastjórafundur í höfuðstöðvum KSÍ 10. nóvember - 30.10.2012

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 10. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12.00 - 15.00.   Um kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1., 2. deild og 3. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Framlög UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga árið 2012 - 29.10.2012

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2011/2012 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. Lesa meira
 
bleikur

Bleikur dagur hjá Knattspyrnusambandinu - 12.10.2012

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Það sem meira er, 12. október eru allir hvattir til þess að klæðast einhverju bleiku til að vekja athygli á málefninu. Starfsfólk KSÍ lætur sitt ekki eftir liggja í þessu máli og klæddist bleiku í tilefni dagsins. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sektir vegna leikja 2012 - 12.10.2012

Mótanefnd KSÍ hefur tekið saman sektir vegna leikja á keppnistímabilinu 2012 samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Þessar sektir eru tilkomnar vegna þess ef lið hafa hætt þátttöku eftir upphaf móts, ef lið hafa ekki mætt til leiks og vegna vanrækslu á skilum á leikskýrslum. Lesa meira
 
Blatter-i-Smaranum

Frá heimsókn Joseph S. Blatter til Íslands - 9.10.2012

Forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, Joseph S. Blatter, kom í heimsókn til landsins í gær og hélt til Færeyja í dag. Forseti FIFA nýtti tímann til að skoða knattspyrnumannvirki sem og að hann heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss - Futsal 2013 - 8.10.2012

Skráning er hafin í Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu - Futsal en frestur til að tilkynna þátttöku er til föstudagsins 12. október. Þátttökutilkynningar hafa verið senda út til félaganna en hana má einnig finna hér að neðan

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan úr leik - 4.10.2012

Stjörnustúlkur eru úr leik í Meistaradeild kvenna en þær léku síðari leik sinn í 32 liða úrslitum í dag þegar þær mættu Zorkiy í Rússlandi. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli á Stjörnuvelli en þær rússnesku höfðu 3 - 1 sigur í dag eftir að hafa leitt, 1 - 0, í leikhléi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

1.034 áhorfendur mættu að meðaltali á leikina í Pepsi-deild karla - 4.10.2012

Alls mættu 136.470 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.034 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Flestir mættu að jafnaði á heimaleiki Íslandsmeistara FH eða 1.595 að meðaltali á leik.  Næstflestir komu á KR völlinn eða 1.452 að meðaltali á hvern leik.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan leikur gegn Zorky ytra - 4.10.2012

Stjarnan leikur síðari leik sinn í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag þegar þær mæta Zorky frá Rússlandi og er leikið ytra. Stjörnustúlkur eygja möguleika á að komast áfram en fyrri leiknum á Stjörnuvelli lauk með markalausu jafntefli.  Leikurinn í dag hefst kl 11:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslit í Grunnskólamótinu 2012 - 3.10.2012

Grunnskólamóti KRR lauk um helgina en að venju er keppt hjá 7. og 10 bekk karla og kvenna. Leikið var í Egilshöll og mátti sjá glæsilegt tilþrif á meðal spennandi leikja. Rimaskóli vann tvöfalt hjá 10. bekk en stelpurnar í Breiðagerðisskóla og strákarnir í Hólabrekkuskóla unnu í 7. bekk.

Lesa meira
 
Sepp Blatter

Forseti FIFA heimsækir Ísland - 2.10.2012

Forseti FIFA, Joseph S. Blatter, mun heimsækja Ísland í næstu viku en hann mun koma til landsins næstkomandi mánudag, 8. október. Þetta er í annað skiptið sem Blatter heimsækir landið síðan hann tók við sem forseti FIFA en hann kom hingað sama ár og hann tók við embættinu, árið 1998.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfara fyrir 3. flokk kvenna - 2.10.2012

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir 3.flokk kvenna sem er tilbúinn til að vinna skv. stefnu félagsins. Nýtt tímabil hófst um miðjan september og þarf viðkomandi að geta hafið störf strax. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun skilyrði. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Atli Guðnason og Chantel Jones valin best í Pepsi-deildunum - 1.10.2012

Afhending verðlauna fyrir nýliðið keppnistímabil 2012 fór fram í Silfurbergi Hörpu í kvöld og var athöfnin sýndi í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Atli Guðnason FH var valinn besti leikmaðurinn í Pepsi-deild karla og Chantel Jones úr Þór/KA var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna. Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


Mottumars