The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160322140045/http://www.ksi.is/mot/2006/04

Mótamál

Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Úrslitaleikur A-deildar kvenna í dag - 30.4.2006

Í dag kl. 16:30 í Egilshöll eigast við Valur og Breiðablik í úrslitaleik deildarbikars kvenna.  Valsstúlkur eru núverandi handhafar bikarsins en Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa unnið titilinn oftast allra, fjórum sinnum.

Lesa meira
 
faroe_logo

Atlantic bikarinn eftir í Færeyjum - 30.4.2006

Færeysku meistararnir í B36 höfðu betur gegn Íslandsmeisturum FH í leik þeirra um Atlantic bikarinn er háður var í Þórshöfn á laugardaginn.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-2. Lesa meira
 
FH

B36 og FH leika í dag - 29.4.2006

Í dag kl. 15:00 leika Íslandsmeistarar FH við Færeyjameistarana í B36.  Leikurinn fer fram í Þórshöfn í Færeyjum að þessu sinni en leiknum er skipt á milli landanna.  Hafnfirðingar eru handhafar titilsins eftir að hafa sigrað HB í Egilshöllinni á síðasta ári. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Keflavík og FH í úrslitum deildarbikars - 29.4.2006

Það verða Keflvíkingar sem að mæta Íslandsmeisturum FH í úrslitaleik deildarbikarkeppni KSÍ.  Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum eftir sigur á ÍBV með tveimur mörkum gegn einu.  Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður í Middlesbrough - 26.4.2006

Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á seinni leik Middlesbrough og Steua Búkarest.  Leikurinn er í undanúrslitum UEFA keppninnar og verður leikinn á morgun, fimmtudag. Lesa meira
 
Fífan

Eyjamenn eða Keflvíkingar í úrslit - 26.4.2006

Seinni undanúrslitaleikur í A deild deildarbikars karla fer fram í Egilshöll, föstudaginn 28. apríl kl. 19:00.  Eigast þá við lið ÍBV og Keflavíkur og mun sigurvegarinn úr þeirri viðureign mæta FH í úrslitum. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Samband að komast á - 25.4.2006

Vegna framkvæmda við Laugardalsvöll er erfitt að ná sambandi við skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Valur og Breiðablik í úrslitum deildarbikars kvenna - 25.4.2006

Eftir leiki gærdagsins er ljóst að Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik deildarbikars kvenna.  Breiðablik bar sigurorð af Stjörnunni í undanúrslitum og Valsstúlkur slógu út KR eftir vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
Úr leik í Deildarbikarnum

Þrjú lið komin í undanúrslit B-deildar karla - 25.4.2006

Þrjú lið hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum B-deildar Deildarbikars karla, en fjórða liðið verður annað hvort Fjarðabyggð og Höttur.  Hattarmenn þurfa að vinna leik sinn á fimmtudag til að komast upp fyrir Fjarðabyggð í riðlinum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Undanúrslit deildarbikars kvenna í kvöld - 24.4.2006

Undanúrslit í A-deild deildarbikars kvenna fara fram í kvöld.  Á Stjörnuvelli kl. 18:30 mætast Stjarnan og Breiðablik og þar á eftir, kl. 20:30, eigast við Reykjavíkurfélögin Valur og KR. Lesa meira
 
FH

FH-ingar í úrslitaleikinn eftir sigur á Þór - 24.4.2006

FH-ingar tryggðu sér á sunnudag sæti í úrslitaleik Deildarbikars karla með því að leggja Þórsara með tveimur mörkum gegn engu í undanúrslitaleik í Fífunni.  Mótherjar þeirra verða annað hvort Keflvíkingar eða Eyjamenn.

Lesa meira
 
Fífan

Undanúrslit í Deildarbikar karla hefjast á sunnudag - 22.4.2006

Undanúrslitin í Deildarbikarkeppni karla hefjast á sunnudag þegar FH og Þór mætast í Fífunni kl. 17:00.  Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll á fimmtudag, en þar mætast Keflavík og ÍBV. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Óúttekin leikbönn fyrir 2006 - 21.4.2006

Skrifstofa KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum bréf með lista yfir þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð.  Hafa ber í huga að listi þessi er aðeins til upplýsinga og áminningar. Lesa meira
 
Bendingar aðstoðardómara

Unglingadómaranámskeið hefst 28. apríl - 19.4.2006

Annað unglingadómaranámskeið ársins hefst 28. apríl næstkomandi og er sem fyrr að mestu leyti um heimanám að ræða.  Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá send verkefni með tölvupósti.

Lesa meira
 
KSÍ

Úrslit í leik Víkings Ó. og FH skulu standa - 19.4.2006

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Víkings Ólafsvíkur og FH í meistaraflokki karla sem fram fór í deildarbikarkeppni karla hinn 19. mars 2006.  Úrslit leiksins skulu standa óbreytt.

Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Lokasprettur deildarbikarsins - 19.4.2006

Riðlakeppni deildarbikarkeppni KSÍ er að renna sitt skeið á enda þessa dagana.  Riðlakeppni A deildar kvenna kárast í kvöld, miðvikudag og riðlakeppni í A deild karla klárast á fimmtudag. Lesa meira
 
7 manna bolti

Niðurröðun staðfest í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks - 18.4.2006

Staðfesta leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks  má nú finna hér til vinstri í valmyndinni.  Leikið er á hinum ýmsu völlum á Faxaflóasvæðinu í maí og eru heimalið umsjónaraðilar viðkomandi riðla. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Niðurröðun staðfest í RM 6. og 7. flokks - 10.4.2006

Staðfest leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti 6. og 7. flokks liggur nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Athugið að afmarka má leit að leikjum með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Keflvíkingar til Norður-Írlands - 10.4.2006

Í morgun var dregið í Intertotobikarnum og drógust Keflvíkingar á mót liði frá Norður-Írlandi í fyrstu umferð. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Dregið í Intertoto-keppninni 2006 á mánudag - 7.4.2006

Á mánudag verður dregið í Intertoto-keppninni í höfuðstöðvum UEFA í Sviss og eru Keflvíkingar fulltrúar íslenskra liða í ár.  Fyrirkomulagi keppninnar hefur verið breytt nokkuð.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjölmargir leikir í deildarbikarnum um helgina - 7.4.2006

Um helgina fara fram fjölmargir leikir í Deildarbikarkeppni KSÍ, bæði í karla - og kvennaflokki.  Einnig verður leikið í Faxaflóa- og Reykjavíkurmótum flestra yngri flokka karla og kvenna.

Lesa meira
 
Álftanes

Álftanesmótið í 7. flokki karla 2006 - 7.4.2006

Í sumar verður Álftanesmótið fyrir 7. flokk karla haldið 26. ágúst. Þetta mót var haldið fyrst sumarið 2005 og tókst mjög vel.  Keppt verður í A, B, C og D liðum og fara allir leikir fram á glæsilegum grasvelli félagsins.

Lesa meira
 
Þorvaldur Ingimundarson

Nýr starfsmaður KSÍ - 6.4.2006

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Þorvaldar Ingimundarsonar sem starfsmanns í mótadeild.  Meginverkefni hans verða störf sem tengjast mótamálum, ásamt því að hafa umsjón með vef KSÍ.

Lesa meira
 
7 manna bolti

Drög að niðurröðun Faxaflóamóts 6. og 7. flokks - 5.4.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Leikið er á hinum ýmsu völlum á Faxaflóasvæðinu í maí og eru heimalið umsjónaraðilar viðkomandi riðla.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun RM 6. og 7. flokks - 3.4.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti 6. og 7. flokks liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum, en leikið er í Egilshöll dagana 6. - 7. og 13. - 14. maí.  Upplýsingar um umsjónaraðila verða sendar út á næstunni.

Lesa meira
 
Ólafur Kristjánsson stýrði upphitun

Íslandsleikar Special Olympics tókust vel - 3.4.2006

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram síðastliðinn laugardag, en verkefnið er samstarfsverkefni Special Olympics á Íslandi og KSÍ.  Umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi er Íþróttasamband Fatlaðra.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


Mottumars