The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317112540/http://www.ksi.is/mot/2014/07

Mótamál

Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA í kvöld - Stjarnan heima, FH úti - 31.7.2014

Tvö íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld þegar þau leika í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Stjarnan tekur á móti pólska liðinu Lech Poznan á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 18:30.  FH leika gegn Elfsborg í Boras í Svíþjóð og hefst sá leikur kl. 16:00.  Þetta eru fyrri leikir beggja viðureigna.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Undanúrslitin framundan - 30.7.2014

Framundan eru undanúrslitaleikirnir í Borgunarbikar karla og er fyrri leikurinn í kvöld, miðvikudaginn 30. júlí en sá seinni á morgun.  Í kvöld kl. 19:15 taka Keflvíkingar á móti Víkingum en á morgun, fimmtudaginn 31. júlí kl. 18:00 taka Eyjamenn á móti KR.  Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. ágúst Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar fimmtudaginn 31. júlí - 25.7.2014

Fimmtudagurinn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, fimmtudaginn 31. júlí. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Fyrsta skiptið sem tvö íslensk félög vinna tvær viðureignir sama árið í Evrópukeppni - 25.7.2014

Góður árangur FH og Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA hefur vakið verðskuldaða athygli en þetta er líka í fyrsta skiptið sem tvö íslensk félög vinna tvær viðureignir í Evrópukeppni sama árið. FH er svo fyrsta félagið til að ná þessum árangri tvisvar sinnum.

Lesa meira
 

FH og Stjarnan áfram í Evrópudeildinni - 24.7.2014

FH og Stjarnan tryggðu sér í kvöld í næstu umferð Evrópudeildarinnar með sigrum á heimavöllum sínum í kvöld. FH vann 2-0 sigur á Neman Grodno en Stjarnan vann 3-2 sigur í frábærum leik á Motherwell.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Leikið í Garðabæ og Hafnarfirði í kvöld - 24.7.2014

Stjarnan og FH leika í kvöld seinni leiki sína í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og leika þau bæði á heimavelli.  Stjarnan mætir Motherwell frá Skotlandi i Garðabænum og FH tekur á móti Neman Grodno frá Hvíta Rússlandi í Kaplakrika.  Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15 Lesa meira
 

EKKI TAPA ÞÉR! - 22.7.2014

KSÍ hefur sett á laggirnar samfélagslega verkefnið „Ekki tapa þér!“ sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR mætir Celtic í Edinborg - 22.7.2014

KR mætir Celtic í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45.  Leikið verður á Murrayfield vellinum í Edinborg.  Celtic vann fyrri leikinn á KR vellinum, 0 - 1, en liðið sem hefur betur úr þessum viðureignum mætir annað hvort írska liðinu St. Patrick eða pólska liðinu Legia Varsjá í þriðju umferð. Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Harpa best í fyrri hlutanum - 21.7.2014

Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni var valin best leikmanna í fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna en verðlaunin voru afhent í hádeginu í dag í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Jafnt í báðum leikjum kvöldsins - 17.7.2014

FH og Stjarnan léku í kvöld fyrri leiki sína í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og voru þeir báðir á útivelli.  FH gerði jafntefli gegn Neman Grodno í Hvíta Rússlandi, 1 - 1 og Stjarnan gerði 2 - 2 jafntefli gegn Motherwell í Skotlandi.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Stjarnan leika ytra í kvöld - 17.7.2014

FH og Stjarnan verða í eldlínunni í kvöld þegar þau leika fyrri leiki sína í 2. umferð Evrópudeildar UEFA.  FH leikur í Grodno í Hvíta Rússlandi gegn Neman kl. 17:00 en Stjarnan mætir skoska liðinu Motherwell á Fir Park kl. 18:45 Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - Naumt tap hjá KR - 16.7.2014

Íslandsmeistarar KR töpuðu naumlega gegn skosku meisturunum í Celtic í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA.  Skotarnir höfðu betur, 0 - 1 og kom sigurmarkið undir lok leiksins.  Seinni leikurinn fer fram í Edinborg, þriðjudaginn 22. júlí.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR tekur á móti Celtic - 15.7.2014

KR tekur á móti skosku meisturunum í Celtic í kvöld á KR velli og hefst leikurinn kl. 19:00. Þetta er fyrri leikur félaganna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA en seinni leikurinn fer fram í Edinborg eftir rétta viku. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar þriðjudaginn 15. júlí - 14.7.2014

Þriðjudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Stjarnan áfram - 11.7.2014

FH og Stjarnan tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA en seinni leikir fyrstu umferðar fóru fram í gærkvöldi.  Fram féll naumlega úr leik.  FH mætir Neman frá Hvíta Rússlandi í næstu umferð og fer fyrri leikurinn fram ytra 17. júlí. Stjarnan mætir Motherwell frá Skotlandi, einnig ytra þann 17. júli Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Seinni leikir íslensku félaganna í dag - 10.7.2014

Íslensku félögin, FH, Fram og Stjarnan, verða í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í dag þegar þau leika seinni leiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.  FH og Stjarnan unnu fyrri leiki sína á heimavelli en Fram mætir í seinni leikinn, einu marki undir. Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - ÍBV fær KR í heimsókn - 8.7.2014

Í dag var dregið í undanúrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Keflavík tekur á móti Víkingi og ÍBV fær KR í heimsókn.  Leikirnir fara fram 30. og 31. júlí en úrslitaleikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. ágúst.

Lesa meira
 

Leik BÍ/Bolungarvíkur og Víkings R. seinkað til mánudags - 5.7.2014

Viðureign BÍ/Bolungarvíkur og Víkings R. í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla, sem fara átti fram á sunnudag, hefur verið breytt.  Leikurinn fer nú fram á Torfnesvelli á Ísafirði á mánudag.  Dregið verður í undanúrslit í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á þriðjudag. Lesa meira
 

Tveir sigrar og sjö mörk - 4.7.2014

Þrjú íslensk lið voru í eldlínunni í Evrópudeild UEFA á sama tíma á fimmtudagskvöldið og öll léku þau á heimavelli.  Í Laugardalnum biðu Framarar lægri hlut gegn eistneska liðinu JK Nomme Kaiju, Stjarnan vann 4-0 sigur á Bangor frá Wales, og FH-ingar lögðu Norður-írska liðið Glenavon3-0.

Lesa meira
 

Uppfært:  Leikið í 8-liða úrslitum á sunnudag og mánudag - 4.7.2014

Uppfært:  Á sunnudag og mánudag verður leikið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla.  Tveir leikir fara fram á sunnudag - á Laugardalsvelli og á Kópavogsvelli - og tveir á mánudag - á Valbjarnarvelli og á Torfnesvelli á Ísafirði.  Dregið verður í undanúrslit þriðjudaginn 8. júlí. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

18 dómarar og eftirlitsmenn á vegum UEFA á leikjum kvöldsins - 3.7.2014

Eins og kunnugt er leika þrjú íslensk félög heimaleiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. FH, Fram og Stjarnan verða öll í eldlínunni á sínum heimavöllum kl. 19:15.  Alls eru 18 dómarar og eftirlitsmenn á vegum UEFA á þessum leikjum. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Íslensku félögin öll á heimavelli í kvöld - 3.7.2014

Þrjú íslensk félög verða í eldlinunni í kvöld þegar þau leika fyrri leiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Félögin leika öll fyrri leikina á sínum heimavelli og eru því þrír Evrópuleikir á höfuðborgarsvæðinu í kvöld sem hefjast allir kl. 19:15. Lesa meira
 
Stjarnan

Handhafar KSÍ-skírteina sem ætla á Evrópuleik Stjörnunnar - 1.7.2014

Þeir handhafar KSÍ-skírteina sem ætla á leik Stjörnunnar og Bangor frá Wales í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag þurfa að sækja miða til félagsins í dag, þriðjudag, milli kl. 12:00 og 18:00. 

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan