The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317115434/http://www.ksi.is/mot/2011/02

Mótamál

Þjálfari að störfum

Fræðslufundur KSÍ haldinn 16. apríl - 25.2.2011

KSÍ stendur fyrir fræðslufundi laugardaginn 16. apríl kl. 11.00 þar sem farið verður yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur aðildarfélaga KSÍ.  Fræðslufundurinn er opinn öllum þeim er áhuga hafa á að kynna sér betur ýmis málefni er snúa m.a. að daglegum rekstri knattspyrnufélaga og samskiptum við KSÍ.

Lesa meira
 
Fram-Throttur-2008

XML-þjónustan á vef KSÍ - 25.2.2011

Hægt er að kalla fram ýmislegt gagnlegt og áhugavert úr XML-vefþjónustu af ksi.is fyrir aðrar vefsíður.  Þannig er hægt að nálgast mótaupplýsingar til að setja upp á öðrum vefsíðum, sem verða þá beintengdar við gagnagrunn KSÍ.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á Braga - Lech - 23.2.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik portúgalska liðsins Braga og Lech Poznan frá Póllandi, en liðin mætast í Portúgal á fimmtudag.  Þetta er síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Íslandsmótin 2011 - Niðurröðun yngri flokka í fullum gangi - 21.2.2011

Þessa dagana er unnið að leikjaniðurröðun fyrir Íslandsmót yngri flokka árið 2011.  Stefnt er að því að drög að leikjaniðurröðun verði tilbúin mánudaginn 7. mars.  Mótanefnd hefur ákveðið að engir leikir verði á tímabilinu 18. júlí til og með 3. ágúst í 4. flokki og yngri aldursflokkum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar fjórða árið í röð - 21.2.2011

Valsstúlkur tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í gærkvöldi, fjórða árið í röð, þegar þær unnu öruggan sigur á HK/Víking í lokaleik mótsins.  Valur hafði sigur í öllum fimm leikjum sínum og fékk ekki á sig mark í leið sinni að titlinum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2011 - Keppni í A deild karla hefst í kvöld - 17.2.2011

Í kvöld, fimmtudaginn 17. febrúar, hefst keppni í A deild Lengjubikars karla með tveimur leikjum sem verða báðir leiknir í Egilshöll.  Fram og HK leika kl. 19:00 og kl. 21:00 leika Fjölnir og Víkingur Reykjavík.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í 5. fl. kvenna 2011 í Futsal

Sigurvegarar Íslandsmóta í Futsal hjá yngri flokkum - 14.2.2011

Um síðastliðna helgi fóru fram síðustu úrslitakeppnir yngri flokka Íslandsmótsins í Futsal. Valur og Breiðablik tryggðu sér 2 Íslandsmeistaratitla og Fjölnir, Fylkir, Snæfellsnes og Víðir 1 hvort.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla - Drög að leikjaniðurröðun tilbúin - 11.2.2011

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2011. Drög að leikjaniðurröðun í þessum deildum hefur einnig verið birt hér á heimasíðu KSÍ  Fjögur félög leika í ár í 3. deild karla sem ekki tóku þátt á síðasta tímabili. 

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla í kvöld - 11.2.2011

Í kvöld, föstudagskvöld, verður leikið í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla og verða báðir leikirnir í Egilshöllinni.  KR og Fram mætast kl. 18:45 og eftir þeim leik, eða kl. 20:45 leika Valur og Fylkir.  Sigurvegarar leikjanna í kvöld leika svo til úrslita, sunnudaginn 6. mars. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í tvær fyrstu umferðir VISA bikars karla og kvenna - 9.2.2011

Dregið hefur verið í tvær fyrstu umferðirnar í undankeppni VISA bikars karla og kvenna.  Áætlað er að keppni hefjist hjá körlunum 1. maí en hjá konunum 18. maí.  Leikina má sjá hér að neðan en að venju er mikið af forvitnilegum leikjum í gangi og búast má við miklu fjöri að vanda.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitakeppnir yngri flokka í Futsal um helgina - 4.2.2011

Um helgina fara fram úrslitakeppni yngri flokka í Futsal en leikið er um Íslandsmeistaratitilinn 2011.  Leikið verður til úrslita í 2. 3. og 5. flokki karla og kvenna en úrslitakeppnir 4. flokks karla og kvenna fara fram sunnudaginn 13. febrúar.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan