The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317121919/http://www.ksi.is/mot/2013/06

Mótamál

Borgunarbikarinn_01

Þór/KA, Stjarnan, Fylkir og Breiðablik í undanúrslitum - 29.6.2013

Leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna fóru allir fram á föstudagskvöld.  Íslandsmeistarar Þórs/KA, ríkjandi Borgunarbikarmeistarar Stjörnunnar, 1. deildarlið Fylkis og Breiðablik tryggðu sér sæti í undanúrslitum.  Dregið verður í hádeginu á mánudag.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í kvöld - 28.6.2013

Í kvöld, föstudagskvöld, fara fram leikirnir í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og er óhætt að segja að það séu stórleikir á dagskrá.  Á Hásteinsvelli mætast ÍBV og Breiðablik, á Þórsvelli taka leikmenn Þórs/KA á móti Þrótti, Fylkir sækir HK/Víking heim, og Valur tekur á móti Stjörnunni. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Þrír Evrópuleikir á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí - 25.6.2013

Það verður mikið um að vera í knattspyrnulífinu á Íslandi, fimmtudaginn 4. júlí.  Þrír leikir í Evrópudeild UEFA verða hér á landi þennan dag og verður leikið í Vestmannaeyjum, á KR vellinum og í Kópavogi.  Þennan dag fara einnig fram fjórir landsleikir á Norðurlandamóti U17 kvenna en þeir verða leiknir á Fylkisvelli og N1 vellinum í Sandgerði.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - ÍBV mætir HB frá Færeyjum - 24.6.2013

Rétt í þessu var dregið í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en dregið var í höfuðstöðvum UEFA. Þrjú íslensk lið voru í pottinum og eru athygliverðar viðureignir framundan hjá þeim.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH mætir Ekranas frá Litháen í Meistaradeild UEFA - 24.6.2013

Dregið hefur verið í fyrstu tveimur umferðunum í forkeppni Meistaradeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í morgun. Íslandsmeistarar FH mæta Ekranas frá Litháen í 2. umferð forkeppninnar og fer fyrri leikurinn fram ytra 16/17 júlí en sá síðar á Kaplakrikavelli, 23/24 júlí. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Dregið í Meistaradeild UEFA og Evrópudeild UEFA á mánudaginn - 21.6.2013

Næstkomandi mánudag, 24. júní, verður dregið í fyrstu umferðir í Meistaradeild UEFA og Evrópudeild UEFA. Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA og verða fjögur íslensk félög í pottinum, FH í Meistaradeildinni en KR, Breiðablik og ÍBV í Evrópudeildinni. Lesa meira
 
Siggi-Vikingur

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir til Eyja - 21.6.2013

Í hádeginu í dag var dregið um það hvaða félög mætast í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Bikarmeistarar síðasta árs, KR, fara til Vestmannaeyja en leikir þessara umferðar fara fram 7. - og 8. júlí.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 8-liða úrslitum í hádeginu - 21.6.2013

Í hádeginu í dag, föstudaginn 21. júní, verður dregið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Eins og gefur að skilja eru átta félög eftir í keppninni og koma sex þeirra úr Pepsi-deildinni og sitt hvort félagið úr 1. og 2. deild. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - 16-liða úrslitum lýkur í kvöld - 20.6.2013

Síðustu tveir leikir 16-liða úrslita Borgunarbikars karla fara fram í kvöld og má búast við hörkuviðureignum.  ÍA og Breiðablik mætast á Akranesi kl. 19:15 og kl. 20:00 tekur Stjarnan á móti FH í Garðabæ.  Það kemur því í ljós í kvöld hver verða tvö síðustu félögin í pottinn en dregið verður í 8-liða úrslitum, föstudaginn 21. júní.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Fimm leikir fara fram í kvöld í 16-liða úrslitum - 19.6.2013

Í kvöld, miðvikudaginn 19. júní, heldur áfram keppni í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla og eru fimm leikir á dagskránni. Tveir leikir fara svo fram á morgun, fimmtudag, en einum leik er þegar lokið og hafði ÍBV betur þar gegn BÍ/Bolungarvík. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Valur og Stjarnan mætast í 8-liða úrslitum - 12.6.2013

Í dag var dregið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin sem léku til úrslita á síðasta tímabili, Valur og Stjarnan mætast á Vodafonevellinum en allir leikirnir fara fram 28. júní. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Dregið í 8 liða úrslitum í dag - 12.6.2013

Í hádeginu í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir leiki gærkvöldsins eru ljóst hvaða félög verða í pottinum í dag en sjö þeirra eru í Pepsi-deildinni en eitt úr 1. deild, Fylkir. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Polla- og Hnátumót 2013 - Staðfestir leikdagar - 11.6.2013

Leikdagar í Polla og Hnátumótum hafa nú allir verið staðfestir á heimasíðu KSÍ. Úrslitakeppnir Pollamóta fara fram 17. og 18. ágúst. Úrslitakeppnir Hnátumóta fara fram 24. og 25. ágúst.  Athugið að allmargar breytingar hafa orðið á leikdögum og eins hafa hafa átt sér stað tímabreytingar frá því að drög voru send út.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - 16 liða úrslit klárast í kvöld - 11.6.2013

Í kvöld klárast keppni í 16 liða úrslitum Borgunbikars kvenna en þá eru sex leikir á dagskránni. ÍBV og Þór/KA hafa þegar tryggt sér áframhaldandi sæti í keppninni en dregið verður í 8 liða úrslitum í hádeginu á miðvikudag og hefst athöfnin kl. 12:00

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir fara í Breiðholtið - 3.6.2013

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Bikarmeistarar KR fara í Breiðholtiið og leika gegn Leikni. Stjarnan tekur á móti FH í Garðabænum en viðureignirnar eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 16 liða úrslitum í dag - 3.6.2013

Í hádeginu í dag verður dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Eins og ætíð er mikil spenna yfir því hvaða félög etja kappí í næstu umferð en úrslitaleikur Borgunarbikarsins fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 17. ágúst.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan