The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317115750/http://www.ksi.is/mot/2007/02

Mótamál

ÍR

Afmælishátíð ÍR 10. og 11. mars - 28.2.2007

Íþróttafélag Reykjavíkur verður 100 ára á árinu. Af því tilefni heldur félagið mikla afmælishátíð í Breiðholtinu 10. og 11.mars næstkomandi.

Lesa meira
 
U17_karla_NM2006_Finnar

U17 og U19 karla æfa um helgina - 27.2.2007

Æfingar verða um helgina hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir Guðni Kjartansson, Kristinn R. Jónsson og Luka Kostic valið leikmenn til þessa æfinga.  Alls eru 96 leikmenn boðaðir á þessar æfingar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson sprettir úr spori á meðan kollegar hans fylgjast með

Dómarar í undirbúningi fyrir tímabilið - 27.2.2007

Líkt og knattspyrnumenn og konur þessa lands eru knattspyrnudómarar á fullu í undirbúningi sínum fyrir komandi keppnistímabil.  Þrekæfingar dómara fara fram tvisvar í viku á fjórum stöðum á landinu. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla á fimmtudaginn - 26.2.2007

Fimmtudaginn 1. mars næstkomandi mætast Víkingur og Fylkir í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla og hefst leikurinn kl. 19:15 í Egilshöll.  Aðgangur á úrslitaleikinn er ókeypis. Lesa meira
 
KR

KR Reykjavíkurmeistarar kvenna - 25.2.2007

Það voru leikmenn KR sem fögnuðu Reykjavíkurmeistaratitlinum á föstudagskvöldið eftir sigur á Val með fjórum mörkum gegn þremur.  Þetta var lokaleikur mótsins en KR stúlkur luku mótinu með fullt hús stiga. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Vann ferð á leik í meistaradeild UEFA - 23.2.2007

Nafn Svavars Hjaltested kom upp úr pottinum þegar dregið var í boðsmiðahappdrætti Landsbankadeildarinnar á dögunum.  Svavar vann þar með ferð fyrir fjóra á leik Chelsea og Porto í Meistaradeild UEFA.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslit Reykjavíkurmóts kvenna ráðast í kvöld - 23.2.2007

Valur og KR mætast í lokaleik Reykjavíkurmóts kvenna en leikurinn hefst kl. 19:00 í kvöld og er leikinn í Egilshöllinni.  Þessi félög hafa sigrað í öllum sínum leikjum til þessa en Vesturbæingum dugir jafntefli til þess að tryggja sér titilinn. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun Faxaflóamóts 2007 - 20.2.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka 2007 liggja nú fyrir og má sjá þau hér á vefnum.  Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikina og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Sjö félög unnu titla um síðustu helgi innanhúss - 20.2.2007

Úrslitakeppni yngri flokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu fór fram um helgina.  Keppt var til úrslita í átta flokkum og voru það sjö félög sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitla. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu? - 19.2.2007

KSÍ óskar að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins. Meginverkefnin eru störf sem tengjast dómaramálum.  Upplýsingar veitir mótastjóri í síma 510 2900. Umsóknum skal skilað með tölvupósti eigi síðar en 1. mars.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót yngri flokka 2007 - 16.2.2007

Leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka karla og kvenna hefur verið staðfest og má sjá í valmyndinni hér til vinstri.  Munið að hægt er að afmarka leit með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla - 16.2.2007

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 16. febrúar sl. riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla.  15 félög taka þátt að þessu sinni í 1. deild kvenna en 29 félög í 3. deild karla.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA-bikarnum - 16.2.2007

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum VISA-bikars karla og kvenna.  Að gefnu tilefni skal tekið fram að engar breytingar eru fyrirhugaðar á keppni í VISA-bikar karla í ár. Breytingar sem gerða verða munu taka gildi á næsta ári. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Starfshópur skipaður um jafnréttisstefnu KSÍ - 16.2.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að skipa þriggja manna starfshóp.  Hópurinn á að skila tillögum til stjórnar um jafnréttisstefnu KSÍ.  Starfshópinn skipa: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Guðrún Inga Sívertsen og Ingibjörg Hinriksdóttir.

Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Nýr framkvæmdastjóri KSÍ - 16.2.2007

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að veita formanni heimild til að ráða Þóri Hákonarson í stöðu framkvæmdastjóra KSÍ. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Knattspyrnufélag Siglufjarðar og hefur verið formaður frá árinu 2001.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fyrstu drög að Landsdeildum 2007 birt á vefnum - 16.2.2007

Drög að niðurröðun landsdeilda (Landsbankadeild karla, 1. deild karla, 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna), hafa verið birt.  Hægt er að skoða mótin með því að smella á "Mót félagsliða" að ofan og velja viðeigandi mót. 

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2007 - 15.2.2007

Í dag, fimmtudag, undirrituðu Knattspyrnusamband Íslands og Íslenskar getraunir samstarfssamning um að Deildarbikarkeppni karla og kvenna árið 2007 beri heitið Lengjubikarinn

Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Lengjubikarinn hefst á föstudaginn - 14.2.2007

Lengjubikarinn í  karlaflokki  hefst á föstudaginn kl. 19:00 þegar Akranes og Fjölnir leiða saman hesta sína í Akraneshöllinni.  Fjölmargir aðrir leikir verða á dagskránni um helgina. Lesa meira
 
Fram

Ólöglegur leikmaður með Fram gegn Víkingi - 13.2.2007

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Hjálmar Þórarinsson lék ólöglegur með liði Fram í leik gegn Víkingi í Reykjavíkurmóti karla fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn, en hann er skráður í skoskt félag.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Vegna Faxaflóamóts 2. flokks karla - 12.2.2007

Í vetur hefur verið leikið í Faxaflóamóti 2. flokks karla sem hófst 21. október sl.  Hér hefur verið um ákveðna tilraun að ræða þar sem leikið er yfir allan veturinn í 2. flokki karla í stað þess að hafa mótið í tvennu lagi; haust og vor. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Staðfestir leiktímar í úrslitakeppnum innanhúss - 7.2.2007

Búið er að staðfesta leikdaga og leiktíma í úrslitakeppnum yngri flokka í innanhúsmótum.  Leikið verður dagana 17. og 18. febrúar og er hægt að sjá leikstaði, leikdaga og leiktíma hér á síðunni. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun RM yngri flokka 2007 - 6.2.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum. Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikjaniðurröðun og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru. 

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Miðasala hafin á úrslitaleik Meistaradeildarinnar - 5.2.2007

Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en leikið er í Aþenu 23. maí.  Alls eru 9.000 miðar í boði og er hægt að sækja um miða í gegnum www.uefa.com til 19. febrúar. Lesa meira
 
urtaksaefing_Fjardabyggdarholl_2007_2

Fyrsta úrtaksæfingin í Fjarðabyggðarhöll - 5.2.2007

Um helgina fóru fyrstu landsliðsúrtaksæfingar fram í hinni nýju Fjarðabyggðarhöll á Reyðarfirði.  Voru þetta æfingar fyrir U16/U17 landslið karla og voru þær undir stjórn Freys Sverrissonar. Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan