
Úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ 2014
Leikið SV-lands og NL/AL
Svæðisbundin úrslitakeppni í Hnátumóti KSÍ fer fram dagana 24.-28. ágúst. Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL. Leikið verður á virkum degi SV-lands og hefst keppni kl. 15:00 og ætti keppni að vera lokið eigi síðar en 19:30. Styttur leiktími 2 x10 mínútur. Í NL/AL riðli er leikið á Þórsvelli sunnudaginn 24. ágúst.