
Borgunarbikar karla - ÍBV fær KR í heimsókn
Víkingar sækja Keflvíkinga heim
Í dag var dregið í undanúrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Keflavík tekur á móti Víkingi og ÍBV fær KR í heimsókn. Leikirnir fara fram 30. og 31. júlí en úrslitaleikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. ágúst.