
Breytingar á leikjum í lokaumferð Pepsi-deildar karla
Leikur FH og Stjörnunnar verður kl. 16:00 en hinir leikir umferðarinnar færast til 13:30
Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að gera breytingar á tímasetningum allra leikja í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Leikur FH og Stjörnunnar verður kl. 16.00. Aðrir leikir umferðarinnar færast fram til kl. 13.30.
Leikir lokaumferðar Pepsi-deildar karla verða því eftirfarandi:
Pepsi-deild karla - 22. umferð
1 | lau. 04. okt. 14 | 13:30 | Fjölnir - ÍBV | Fjölnisvöllur | |
2 | lau. 04. okt. 14 | 13:30 | Keflavík - Víkingur R. | Nettóvöllurinn | |
3 | lau. 04. okt. 14 | 13:30 | KR - Þór | KR-völlur | |
4 | lau. 04. okt. 14 | 13:30 | Breiðablik - Valur | Kópavogsvöllur | |
5 | lau. 04. okt. 14 | 13:30 | Fram - Fylkir | Laugardalsvöllur | |
6 | lau. 04. okt. 14 | 16:00 | FH - Stjarnan | Kaplakrikavöllur |