The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820154220/http://www.ksi.is/mot/2006/01

Mótamál

Valur Reykjavík

Ólöglegur leikmaður hjá Val gegn Fram - 30.1.2006

Í samræmi við starfsreglur mótanefndar KRR hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Jakob Spangsberg Jensen lék ólöglegur með liði Vals gegn Fram í Reykjavíkurmótinu sunnudaginn 29. janúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Úrslitakeppnir yngri flokka innanhúss 2006 - 30.1.2006

Úrslitakeppnir yngri flokka karla og kvenna í innanhússknattspyrnu fara fram dagana 18. og 19. febrúar.  Leikið verður í Laugardalshöll, Austurbergi, Varmá, Fylkishöll, Kaplakrika og á Akranesi.  Lesa meira
 
Knattspyrnuvellir á Íslandi

KSÍ gefur út rit mannvirkjanefndar - 30.1.2006

KSÍ hefur gefið út rit mannvirkjanefndar – Keppnisvellir í knattspyrnu og uppbyggingu þeirra á Íslandi.  Ritið var unnið í tengslum við starf milliþinganefndar sem skipuð var á ársþingi KSÍ 2005. Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Um deildarbikarinn 2006 - 30.1.2006

Deildarbikarkeppni KSÍ hefst um miðjan febrúar og hafa reglugerðir í deildarbikar karla og kvenna verið kynntar þeim félögum sem taka þátt.  Minnt er sérstaklega á ákvæði um ólöglega leikmenn.
Lesa meira
 
Stjarnan - 2. flokkur kvenna - Íslandsmeistarar 2005

Faxaflóamót kvenna 2006 hafið - 26.1.2006

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna hófst á miðvikudag með stórsigri Stjörnunnar á FH á Stjörnuvelli og heldur áfram í kvöld, fimmtudagskvöld,með nágrannaslag HK/Víkings og Breiðabliks í Fífunni. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hlutgengi leikmanna og þátttökuréttur félaga - 24.1.2006

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 23. janúar síðastliðinn breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót varðandi hlutgengi leikmanna og þátttökurétt félaga. Lesa meira
 
Úr leik Fram og ÍBV í 5. flokki karla 2005

KSÍ greiðir tæpar 11 milljónir til aðildarfélaga - 24.1.2006

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum 23. janúar síðastliðinn að greiða  tæpar 11  milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ.  Þetta er fimmta árið í röð sem aðildarfélög KSÍ njóta slíks framlags.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Niðurröðun leikja í Deildarbikarnum 2006 - 24.1.2006

Mótanefnd hefur lokið við niðurröðun leikja í Deildarbikarkeppni KSÍ 2006 og má skoða leiki félaga hér á vefnum.  Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 22. desember.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Niðurröðun í Faxaflóamóti mfl. kvenna staðfest - 23.1.2006

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna hefur verið staðfest og má sjá hér á vefnum. Sex félög taka þátt í mótinu og leika þau einfalda umferð í einum riðli.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið 2006 hefst á laugardag - 20.1.2006

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla hefst á laugardag með viðureign Leiknis og KR í B-riðli.  Leikið er í tveimur riðlum í mótinu og mætast sigurvegarar riðlanna í úrslitaleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Framkvæmd leikja í RM meistaraflokka - 18.1.2006

Að mörgu er að hyggja þegar kemur að framkvæmd leikja í Reykjavíkurmótum meistaraflokka karla og kvenna og því mikilvægt að þau félög sem taka þátt séu meðvituð um sinn þátt.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Norðurlandsmót Powerade 2006 - 12.1.2006

Norðurlandsmót Powerade hefst á laugardag með viðureign Magna og KA í Boganum á Akureyri.  Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið og hefur það náð að festa sig vel í sessi.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Þátttökutilkynning í Faxaflóamót yngri flokka - 10.1.2006

Faxaflóamót yngri flokka 2006 verður með með svipuðu sniði og undanfarin ár.  Leikið er í hraðmótum í 6. og 7. flokki í maí.  Þátttöku þarf að tilkynna eigi síðar en 17. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Hart barist í leik Fjarðabyggðar og Fram

Félagaskiptum fjölgar milli ára - 10.1.2006

Fjöldi félagaskipti á árinu sem leið var alls 1.427, sem er nokkur aukning frá árinu á undan.  Fjöldi félagaskipta árin 1999 - 2002 var tiltölulega stöðugur, en þeim fjölgaði nokkuð árið 2003 og aftur á síðasta ári.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Laugamót í knattspyrnu - 10.1.2006

Ákveðið hefur verið að fresta Laugamótinu til 3. febrúar í stað 27.janúar. Kvennalið etja kappi 3. febrúar og karlaliðin 4. febrúar. Vonast er eftir því að breytingin komi þátttakendum ekki illa. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun í Faxaflóamóti mfl. kvenna - 9.1.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna liggur nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Félög eru sérstaklega beðin að athuga að ekki verður leikið þrjár helgar vegna æfinga landsliða.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Innimót yngri flokka 2006 í fullum gangi - 9.1.2006

Innanhússmót yngri flokka karla og kvenna 2006 eru nú í fullum gangi.  Um síðustu helgi var m.a. leikið í 4. og 5. flokki kvenna og í 3. og 4. flokki karla.  Um næstu helgi fara fram fjölmargir riðlar í ýmsum aldursflokkum. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Þátttökutilkynning í RM yngri flokka 2006 - 6.1.2006

Reykjavíkurmót yngri flokka karla og kvenna verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og yngstu flokkarnir leika árgangaskipt í hraðmótum í Egilshöll.  Lokafrestur til að skila inn þátttökutilkynningu er 16. janúar.

Lesa meira
 
Úr leik Víkings og Hauka á Ólafsvíkurvelli

Minnt á lokaskiladag þátttökutilkynninga - 4.1.2006

Minnt er á að lokadagur til að skila þátttökutilkynningum í knattspyrnumót KSÍ 2006 er 19. janúar. Sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að félög skili sem fyrst upplýsingum í símaskrá KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Vel á fjórða þúsund leikmenn í Jólamóti KRR - 3.1.2006

Vel á fjórða þúsund leikmenn tóku þátt í vel lukkuðu Jólamóti KRR, sem fram fór í Egilshöll í desember.  Samanlagt fóru fram 565 leikir, en þátttökuliðin frá aðildarfélögunum níu voru alls 321.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Þátttökutilkynning í Faxaflóamót mfl. kvenna - 3.1.2006

Faxaflóamót í meistaraflokki kvenna hefst í byrjun febrúar og er stefnt að því að keppni sé lokið áður en keppni í Deildarbikar kvenna hefst.  Fyrirkomulag verður ákveðið þegar ljóst er hver fjöldi liða verður.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010