
Borgunarbikar kvenna - Rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00
Gefin hefur verið út rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn í Borgunarbikar kvenna en þar mætast Selfoss og Stjarnan á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00. Búast má við hörkuleik en í leikskránni má finna fróðleik hvað varðar leikinn, keppnina og liðin sem þar mætast.