The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820151458/http://www.ksi.is/mot/2011/04

Mótamál

Knattspyrnusamband Íslands

Twitter, Facebook og aðrir samfélagsvefir - 30.4.2011

Það færist stöðugt í aukana að leikmenn, þjálfarar og aðrir fulltrúar knattspyrnunnar tjái sig um knattspyrnutengd málefni á samskiptavefjum eins og Twitter og Facebook, hér á landi sem erlendis. Rétt er þó að hafa í huga að það er ýmislegt sem ber að varast við notkun á þessum samskiptatækjum. Lesa meira
 
Fyrsta eintakið afhent

100 ára saga Íslandsmótsins komin út - 29.4.2011

Í dag kom út fyrra bindið af 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu en um er að ræða glæsilega, 384 síðna, bók um upphaf knattspyrnunnar á Íslandi og sögu Íslandsmótsins.  Sagan er rituð af Sigmundi Ó. Steinarssyni. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Fylkir-Grindavík í Kórinn - 29.4.2011

Vegna vallaraðstæðna á Fylkisvelli hefur leikvelli í viðureign Fylkis og Grindavíkur í Pepsi-deild karla verið breytt.  Leikurinn hefur verið færður í knattspyrnuhúsið Kórinn í Kópavogi.  Leikdagur og leiktími breytast ekki. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Val og FH spáð sigri í Pepsi-deildunum - 28.4.2011

Í dag fór fram kynningarfundur Pepsi-deildanna 2011 en þar eru m.a. kynntar spár forráðamanna félaga í Pepsi-deildum karla og kvenna.  Val er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna en í karladeildinni er því spáð að FH hampi titlinum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna í kvöld - 28.4.2011

Undanúrslit A deildar Lengjubikars kvenna fara fram í kvöld en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram sunnudaginn 1. maí.  Í Boganum mætast Þór/KA og Stjarnan og hefst sá leikur kl. 17:15.  Á Hlíðarenda kl. 19:00 leika svo Valur og Breiðablik.

Lesa meira
 
Handbók leikja 2011

Handbók leikja 2011 komin út - 28.4.2011

Handbók leikja 2011 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ.  Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti, eyðublöð og fleira.  Lesa meira
 
Merki Valitor bikarsins

Valitor-bikarinn 2011 - 27.4.2011

Valitor, KSÍ og Sportfive hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um bikarkeppni KSÍ. Keppnin hefur borið nafnið VISA-bikarinn síðan árið 2003, en hefur nú fengið nýtt nafn og mun hér eftir kallast Valitor-bikarinn.  Keppnin hefst með 20 leikjum sunnudaginn 1. maí. Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Heimaleikjum Fylkis og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna víxlað - 27.4.2011

Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt ósk Fylkis og Stjörnunnar um að heimaleikjum þeirra í Pepsi-deild kvenna verði víxlað.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Kynningarfundur Pepsi-deildanna 2011 á fimmtudag - 26.4.2011

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram í Háskólabíói fimmtudaginn 28. apríl og hefst kl. 16:00.   Á fundinn mæta fulltrúar liðanna í deildunum tveimur (þjálfarar, fyrirliðar, og formenn).  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Afturelding vann B deild Lengjubikars karla - 26.4.2011

Afturelding vann Tindastól/Hvöt í úrslitaleik B deildar Lengjubikars karla en úrslitaleikurinn fór fram í Akraneshöllinni í gær.  Lokatölur urðu 4 - 2 fyrir Mosfellinga eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 3 - 0.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Valsmenn höfðu sigur í A deild Lengjubikarsins - 26.4.2011

Valsmenn tryggðu sér sigur í A deild Lengjubikars karla í gær með því að leggja Fylkismenn úrslitaleik.  Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1 - 1, en Valsmenn skoruðu tvö mörk í framlengingu og tryggðu sér titilinn.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fylkir og Valur leika í úrslitum A deildar karla - 23.4.2011

Mánudaginn 25. apríl, annan í páskum, verða leiknir úrslitaleikirnir í A og B deildum Lengjubikars karla.  Í Kórnum kl. 19:00 leika Fylkir og Valur í úrslitum A deildar karla en fyrr sama dag, kl. 14:30, leika Tindastóll/Hvöt og Afturelding til úrslita í B deild karla.  Sá leikur fer fram í Akraneshöllinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Leikið í Lengjubikarnum um hátíðirnar - 21.4.2011

Þó svo að margir landsmenn taki því rólega í páskafrí næstu daga þá mun knattspyrnufólk vera önnum kafið á knattspyrnuvellinum og fagna þannig sumarkomu.  Leikið er í Lengjubikar karla og kvenna og ráðast úrslitin í nokkrum deildum á næstu dögum.

Lesa meira
 
Páskaungar

Páskakveðja frá KSÍ - Gleðilega páska - 20.4.2011

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum sínar óskir um gleðilega páskahátíð.  Skrifstofa KSÍ verður lokuð um páskahátíðina en opnar að nýju, kl. 08:00, þriðjudaginn 26. apríl.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars karla - 19.4.2011

Á morgun, miðvikudaginn 20. apríl, verður fyrri undanúrslitaleikur A-deildar Lengjubikars karla en þá mætast Fylkir og KR á Fylkisvelli kl. 19:00.  Síðari undanúrslitaleikurinn fer svo fram á fimmtudaginn, skírdag, 21. apríl en þá leika Valur og FH í Kórnum.  Sá leikur hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundaði með aðildarfélögum á Akureyri og Egilsstöðum - 19.4.2011

KSÍ hefur fundað með aðildarfélögum sínum á Norðurlandi og Austurlandi síðustu daga en framundan eru einnig fundir á Suðurlandi og Suðurnesjum.  Verða þeir fundir haldnir eftir páskahátiðina.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar með aðildarfélögum - Fundi á Selfossi frestað - 18.4.2011

Fyrirhuguðum fundi KSÍ með aðildarfélögum á Suðurlandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma.  Fundurinn átti að fara fram í dag, mánudaginn 18. apríl, á Hótel Selfossi.  Nýr fundartími verður auglýstur síðar. Lesa meira
 
FH

Meistarakeppni karla - FH vann þriðja árið í röð - 17.4.2011

Það voru bikarmeistararnir í FH sem tryggðu sér sigur í Meistarakeppni karla í gær þegar þeir lögðu Íslandsmeistarana í Breiðablik.  Leikið var í Kórnum og tryggði FH sé sigur með því að skora þrjú mörk án þess að Blikar næðu að svara fyrir sig.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni 2011 - 15.4.2011

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og VISA bikar karla og kvenna.  Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast misskilning. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - Breiðablik og FH mætast - 13.4.2011

Breiðablik og FH mætast í Meistarakeppni karla laugardaginn 16. apríl.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15.  Þetta er árlegur leikur á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta tímabils og eru Blikar handhafar Íslandsmeistaratitilsins en FH handhafar VISA bikarsins.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Gunnar vettvangsstjóri UEFA á Braga – Dynamo Kiev - 13.4.2011

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik portúgalska liðsins Braga og Dynamo Kiev frá Úkraínu, en liðin mætast í Portúgal á fimmtudag.  Þetta er síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en fyrri leiknum, í Kænugarði lauk með 1 – 1 jafntefli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar á Suðurnesjum - Fundi frestað - 12.4.2011

Fyrirhuguðum fundi KSÍ með aðildarfélögum á Suðurnesjum hefur verið frestað. Fundurinn átti að vera fimmtudaginn 14. apríl á Flughótelinu í Keflavík en hefur verið frestað um óákveðinn tíma og verður nánar auglýstur síðar.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og Sigmundur Ó. Steinarsson, hödundur 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu

100 ára sagan farin í prentun - 11.4.2011

Þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst 1. maí næstkomandi er það í 100. skiptið sem mótið fer fram.  Knattspyrnusambandið fékk af þessu tilefni Sigmund Ó. Steinarsson til þess að rita sögu Íslandsmótsins í 100 ár.  Fyrra bindið er komið í prentun og verður fyrsta eintakið afhent, 29. apríl.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar með aðildarfélögum á Austurlandi - 7.4.2011

Miðvikudaginn 13. apríl nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Austurlandi á Fjarðarhóteli Reyðarfirði kl. 16.30.  Forsvarsmenn félaga á svæðinu hvattir til þess að mæta.  Aðildarfélög eru vinsamlegast beðin um að staðfesta hvort fulltrúar þeirra mæta á fundinn.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Breyting á Evrópudeildinni - Bikarmeistarar hefja leik í 1. umferð forkeppni - 6.4.2011

UEFA hefur ákveðið að breyta listanum sem segir á hvaða stigi keppninar félög hefja leik í Evrópudeildinni fyrir keppnistímabilin 2012-2015.  Þessi breyting þýðir það fyrir íslensk lið að frá og með tímabilinu 2012-13 munu VISA-bikarmeistararnir hefja leik í 1. umferð forkeppninnar en ekki í 2. umferð eins og verið hefur.  
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ fundar með aðildarfélögum á Norðurlandi - 6.4.2011

Mánudaginn 11. apríl nk. boðar KSÍ til fundar með aðildarfélögum á Norðurlandi á Hótel KEA á Akureyri kl. 17.00.  Forsvarsmenn félaga á svæðinu eru hvattir til þess að mæta.  Fyrirhugaðir eru svo fundir í öðrum landshlutum á næstunni.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Upphafi Íslandsmótsins frestað um eina viku - Aprílgabb! - 1.4.2011

Vegna bágborins ástands keppnisvalla víða um land hefur stjórn KSÍ samþykkt að fresta upphafi Íslandsmótsins 2011, sem er 100. Íslandsmótið frá upphafi, um eina viku, og munu fyrstu leikirnir fara fram 8. maí.  Af þessum sökum verður ekkert hlé gert á Íslandsmótinu vegna þátttöku U21 landsliðs karla í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-001