The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820164712/http://www.ksi.is/mot/2014/01

Mótamál

Lengjubikarinn

Tindastóll og Afturelding hafa deildaskipti í Lengjubikar karla - 27.1.2014

Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt erindi Tindastóls um að Tindastóll flytjist úr A-deild Lengjubikars karla og leiki í B-deild.  Við þessa breytingu færist Afturelding upp í A-deild.  Breytingin hefur jafnframt í för með sér breytingar á einstökum leikjum í viðkomandi deildum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Síðasti dagur til að skila inn þátttökutilkynningum er 20. janúar - 20.1.2014

Í dag, mánudaginn 20. janúar, er lokadagurinn til að skila inn þátttökutilkynningum fyrir mót sumarsins 2014.  Skila þarf inn frumriti af þátttökutilkynningum og þurfa þá félög að póstleggja sína tilkynningu í dag. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölnir og Valur Íslandsmeistarar í Futsal - 13.1.2014

Fjölnir og Valur tryggðu sér fyrstu Íslandsmeistaratitlana á þessu ári þegar þau höfðu sigur í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu - Futsal.  Keppni í meistaraflokki lauk um helgina og fóru úrslitaleikirnir fram í íþróttahúsinu á Álftanesi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmeistarar í Futsal 2014 krýndir um helgina - 10.1.2014

Íslandsmeistarar í Futsal 2014 verða krýndir um helgina en keppni í 8 liða úrslitum meistaraflokks karla hefst í kvöld, föstudagskvöld, en undanúrslit meistaraflokks kvenna hefjast á laugardag. Undanúrslita og úrslit karla fara svo fram á Álftanesi en konurnar leika á Selfossi. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2014 - Staðfest niðurröðun - 9.1.2014

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2014. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöld - 9.1.2014

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöld en allir leikir mótsins fara sem fyrr fram í Egilshöllinni. Fyrsti leikur mótsins að þessu sinni er leikur Fylkis og Vals og hefst hann kl. 19:00 í kvöld. Strax á eftir, eða kl. 21:00, leika svo Fram og Leiknir. Lesa meira
 
bunadur-leikmanna

Aldrei fleiri félagaskipti en árið 2013 - 8.1.2014

Aldrei hafa verið afgreidd fleiri félagaskipti heldur en á nýliðnu ári 2013. Alls voru félagaskiptin 2.404 sem skrifstofa KSÍ afgreiddi en flest höfðu þau verið áður árið 2012, alls 2.230. Fjöldi félagaskipta hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2004 þegar þau voru 1.246.

Lesa meira
 

Þátttökutilkynningar 2014 hafa verið póstlagðar - 7.1.2014

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ í almennum pósti og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-001