
Evrópudeild UEFA - FH og Stjarnan leika ytra í kvöld
Fyrri leikir félaganna í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA
FH og Stjarnan verða í eldlínunni í kvöld þegar þau leika fyrri leiki sína í 2. umferð Evrópudeildar UEFA. FH leikur í Grodno í Hvíta Rússlandi gegn Neman kl. 17:00 en Stjarnan mætir skoska liðinu Motherwell á Fir Park kl. 18:45.
FH sló út Glenavon frá Norður Írlandi í fyrstu umferðinni og Stjarnan lagði Bangor frá Wales. Mótherjar íslensku liðanna komu hinsvegar beint í aðra umferðina og hafa því ekki leikið til þessa í keppninni.
Neman er í 8. sæti sem stendur í deildinni í Hvíta Rússlandi eftir 17. umferðir. Skoska deildin hefst 9. ágúst en Motherwell hafnaði í 3. sæti á síðasta tímabili.
Minnt er á að hægt er að fylgjast með textalýsingu frá þessum leikjum á heimasíðu UEFA.