The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820170636/http://www.ksi.is/mot/2010/07

Mótamál

VISA-bikarinn

FH og KR mætast í úrslitum VISA bikars karla - 30.7.2010

Í gærkvöldi varð ljóst að það verða KR sem mæta FH í úrslitum VISA bikars karla en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 14. ágúst.  KR lagði fram af velli í undanúrslitunum en FH bar sigurorð af Víkingi Ólafsvík.

Lesa meira
 
KR - Þróttur R. í VISA-bikarnum 2010 (Sportmyndir)

Félagaskiptaglugginn lokar laugardaginn 31. júlí - 28.7.2010

Laugardaginn 31. júlí lokar félagaskiptaglugginn og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti innanlands þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, laugardaginn 31. júlí.  Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera tímanlega ef reyna á að fá félagaskipti erlendis frá.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Undanúrslitin framundan - 27.7.2010

Tveir stórleikir eru framundan í undanúrslitum VISA bikars karla.  Á Kaplakrikavelli, á morgun miðvikudaginn 28. júlí, mætast FH og Víkingur Ólafsvík.  Hinn leikurinn fer fram á KR velli, fimmtudaginn 29. júlí, en þá taka KR á móti Fram.  Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Naum töp íslensku liðanna í Evrópudeildinni - 23.7.2010

Tvö íslensk félög, KR og Breiðablik, voru í eldlínunni í gærkvöldi í Evrópudeild UEFA þegar þau léku seinni leiki sína í annarri umferð undankeppninnar.  Breiðablik tók á móti skoska félaginu, Motherwell en í Úkraínu léku KR gegn Karpaty.  Bæði íslensku félögin þurftu að þola naum töp í þessum leikjum. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Blikar mæta Motherwell í kvöld - KR leikur í Úkraínu - 22.7.2010

Tvö íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld í Evrópudeild UEFA.  KR mætir Karpaty frá Úkraínu ytra og hefst sá leikur kl. 16:15.  Breiðablik leikur sinn fyrsta heimaleik í Evrópukeppni karla í kvöld þegar þeir taka á móti skoska félaginu Motherwell.  Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH tekur á móti Bate í kvöld - 21.7.2010

FH leikur seinni leik sinn í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar þeir taka á móti Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi.  Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst kl. 19:15.

Lesa meira
 
Breiðablik

Miðar á Breiðablik - Motherwell fyrir handhafa A-passa - 19.7.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Breiðablik - Motherwell afhenta þriðjudaginn 20. júlí frá kl. 13:00 - 15:00. Miðarnir verða afhentir í afgreiðslu Smárans gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Naumt tap Blika í Skotlandi - 15.7.2010

KR og Breiðablik léku í Evrópudeild UEFA í kvöld og voru þetta fyrri leikir liðanna í annarri umferð undakeppninnar.  KR tók á móti Karpaty frá Úkraínu á heimavelli og mátti þola 0 - 3 tap eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Blikar sóttu Motherwell frá Skotlandi heim og Skotarnir skoruðu eina mark leiksins í seinni hálfleik og tryggðu sér nauman sigur. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH tapaði gegn Bate í fyrri leiknum - 15.7.2010

FH lék fyrri leik sinn í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í gær gegn Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi.  Eftir að staðan hafði verið markalaust í leikhléi gengu heimamennirnir á lagið og lögðu FH með fimm mörkum gegn einu.  Atli Viðar Björnsson skoraði mark FH á 89. mínútu Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR tekur á móti Karpaty - Blikar leika í Skotlandi - 15.7.2010

Íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld en bæði KR og Breiðablik leika fyrri leiki sína í annarri umferð undakeppni Evrópudeildar UEFA.  KR mætir Karpaty frá Úkraínu á KR vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.  Breiðablik leikur sinn fyrsta Evrópuleik í karlaflokki í kvöld þegar þeir leika gegn skoska liðinu Motherwell á Fir Park.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - FH leikur í Hvíta Rússlandi í dag - 14.7.2010

Íslandsmeistarar FH hefja leik í Meistaradeild UEFA í dag þegar þeir mæta Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi á Gorodskoi vellinum í Borisov.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en síðari leikurinn verður á Kaplakrika 21. júlí.

Lesa meira
 
Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

VISA bikarinn - Viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson - 13.7.2010

Eftir að dregið hafði verið í undanúrslitum VISA bikarsins í dag fór hinn ljóðmælti, Dagur Sveinn Dagbjartsson, á stúfana og fékk viðbrögð við drættinum.  Hér má sjá viðtal við Ólaf Þór Guðbjörnsson, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar.

Lesa meira
 
Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

VISA bikar - Viðtal við Jón Óla Daníelsson - 13.7.2010

Eftir að dregið hafði verið í undanúrslitum VISA bikarsins í dag fór hinn ljóðmælti, Dagur Sveinn Dagbjartsson, á stúfana og fékk viðbrögð við drættinum.  Hér má sjá viðtal við Jón Óla Daníelsson, þjálfara kvennaliðs ÍBV. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar - Viðtöl eftir undanúrslitadráttinn - 13.7.2010

Eftir að dregið hafði verið í undanúrslitum VISA bikarsins í dag fór hinn ljóðmælti, Dagur Sveinn Dagbjartsson, á stúfana og fékk viðbrögð við drættinum.  Hér má sjá viðtal við Brynjar Gauta Guðjónsson fyrirliða Víkings Ólafsvíkur.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Mateja Zver besti leikmaður fyrri umferðar - 13.7.2010

RÚV kynnti í dag hverjir hefðu skarað fram úr í fyrri helmingi Pepsi-deildar kvenna.  Besti þjálfari umferða 1-9 var Freyr Alexandersson hjá Val, besti leikmaðurinn Mateja Zver hjá Þór/KA og Valsmærin Dagný Brynjarsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar fimmtudaginn 15. júlí - 13.7.2010

Fimmtudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka.  Glugginn er opinn til 31. júlí og eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð hérlendis.  Þá eru félög hvött til þess að vera tímanlega í því ef á að fá félagaskipti erlendis frá. Lesa meira
 
Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

VISA bikarinn - Ólafsvíkingar heimsækja Íslandsmeistarana - 13.7.2010

Í dag var dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum fá Íslands- og bikarmeistarar Vals Þór/KA í heimsókn og ÍBV tekur á móti Stjörnunni.  Hjá körlunum verður Reykjavíkurslagur í Vesturbænum þegar KR tekur á móti Fram og Íslandsmeistarar FH taka á móti 2. deildarliði Víkings Ólafsvíkur.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar - Dregið í undanúrslitum karla og kvenna í hádeginu - 13.7.2010

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum karla og kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Dregið verður bæði hjá körlum og konum og verða félögin sett í skálina góðu kl. 12:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Hverjir komast í undanúrslitin? - 12.7.2010

Í kvöld kemur í ljós hvaða félög leika í undanúrslitum VISA bikars karla en þrír leikir fara þá fram í kvöld 8 liða úrslitum.  KR tekur á móti Þrótti, Fram og Valur mætast á Laugardalsvellinum og í Ólafsvík taka heimamenn á móti Stjörnunni.  Leikirnir á KR vellinum og Laugardalsvellinum hefjast kl. 19:15. en leikurinn í Ólafsvík hefst kl. 20:00

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Góð aðsókn á fyrri hluta mótsins - 9.7.2010

Nú er keppni í Pepsi-deild karla liðlega hálfnuð, því 11. umferð var leikin í gær að undanskildum leik Fylkis og KR sem var frestað vegna þátttöku liðanna í Evrópudeild UEFA.  Aðsóknin á leikina hefur verið með besta móti en á leikina 65 hafa 77.794 áhorfendur mætt á leikina til þess sem gerir 1.200 áhorfendur að meðaltali á hvern leik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - 8 liða úrslitin fara fram í kvöld - 9.7.2010

Átta liða úrslit VISA bikars kvenna fara fram í dag og í kvöld en fyrsti leikurinn hefst kl. 16:00 í Vestmannaeyjum þegar að 1. deildarlið ÍBV tekur á móti Haukum.  Aðrir leikir hefjast kl. 19:15 en þá tekur Stjarnan á móti Grindavík, FH tekur á móti Þór/KA og Fylkir fær Íslands- og bikarmeistara Vals í heimsókn.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR áfram í 2. umferð Evrópudeildarinnar - Fylkir úr leik - 8.7.2010

KR tryggði sér þátttökurétt í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA þegar liðið gerði jafntefli á útivelli gegn Glentoran frá Norður Írlandi.  Lokatölur urðu 2 - 2 en KR vann heimaleikinn örugglega, 3 - 0.  Fylkismenn eru hinsvegar fallnir úr leik eftir 1 - 3 tap fyrir Torpedo frá Hvíta Rússlandi

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fylkir leikur á Laugardalsvelli - KR í Belfast - 8.7.2010

Fylkir og KR verða í eldlínunni í kvöld í Evrópudeild UEFA en þá fara fram seinni leikir liðanna í fyrstu umferð undankeppninnar.  Fylkismenn mæta Torpedo Zhodino frá Hvíta Rússlandi á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:00.  Í Belfast mætast svo Glentoran og KR og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Dregið í riðla í Futsal-bikar UEFA - 6.7.2010

Dregið hefur verið í riðla í Futsal-bikar UEFA og eru Keflvíkingar, ríkjandi Íslandsmeistarar í Futsal, gestgjafar í G-riðli forkeppninnar.  Riðillinn er fjögurra liða og fer fram á tímabilinu 14. til 22. ágúst.  Liðin í riðlinum koma úr fjórum styrkleikaflokkum.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Seinni leikir Fylkis og KR í Evrópudeildinni á fimmtudag - 6.7.2010

Seinni leikir Fylkis og KR í forkeppni Evrópudeildar UEFA fara fram á fimmtudag.  Fylkir leikur gegn Torpedo Zhodino á Laugardalsvelli og hefst sá leikur kl. 19:00.  KR-ingar mæta Glentoran á The Oval í Belfast og hefst sá leikur kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Heil umferð í Pepsi-deild kvenna - 6.7.2010

Í kvöld, þriðjudagskvöld, fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og er stórleikur umferðarinnar klárlega viðureign Vals og Breiðabliks á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.  Annar lykilleikur í toppbaráttu deildarinnar er leikur Þórs/KA gegn Aftureldingu á Akureyri. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Sigur og tap í Evrópu - 2.7.2010

Tvö íslensk félagslið voru í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í gær en þá fóru fram fyrri leikir í fyrstu umferð undakeppninni.  KR vann góðan 3 - 0 sigur á Glentoran frá Norður Írlandi á heimavelli en leikið var á KR velli.  Fylkir beið hinsvegar lægri hlut með sömu markatölu fyrir Torpedo frá Hvíta Rússlandi en leikið var ytra.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

1. deild karla - Leikur Fjarðabyggðar og Fjölnis flautaður af - 1.7.2010

Leikur Fjarðabyggðar og Fjölnis í 1. deild karla sem hófst í kvöld kl. 18:30 var flautaður af vegna erfiðra vallaraðstæðna en mikið rigndi á Eskifirði.  Leikurinn fer fram á morgun, föstudaginn 2. júlí og hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Úr 100 ára sögu Íslandsmótsins

100 ára saga Íslandsmótsins - Facebook síða - 1.7.2010

Opnuð hefur verið á Facebook síða sem kallar eftir ýmsum upplýsingum og myndum úr Sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Glötum ekki sögunni - ef þið vitið um gamlar knattspyrnumyndir í albúmum eða ýmsa gamla knattspyrnumuni, látið vita. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - FH mætir KA í 8 liða úrslitum í kvöld - 1.7.2010

Í kvöld, fimmtudaginn 1. júlí, fer fram einn leikur í 8 liða úrslitum VISA bikars karla en þá taka FH á móti KA á Kaplakrikavelli.  Þessi leikur var færður fram vegna þátttöku FH í Meistaradeild UEFA.  Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:00 en aðrir leikir 8 liða úrslita fara fram mánudaginn 12. júlí. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-001