The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140903162522/http://www.ksi.is/mot/2014/08

Mótamál

Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Aðsóknarmetið á bikarúrslitaleik kvenna slegið - 30.8.2014

Aðsóknarmetið á úrslitaleik bikarkeppni kvenna var slegið annað árið í röð þegar Selfoss og Stjarnan mættust í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli.  Áhorfendur voru 2.011 talsins, en fyrra metið var 1.605, þegar Breiðablik og Þór/KA mættust í úrslitaleik síðasta árs. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Þrenna frá Hörpu tryggði Stjörnusigur - 30.8.2014

Stjarnan fagnaði bikarmeistaratitli eftir 4-0 sigur á Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna, sem fram fór á Laugardalsvellinum í dag.  Harpa Þorsteinsdóttir gerði þrennu í leiknum Kristrún Kristjánsdóttir lagði upp tvö mörk.

Lesa meira
 

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst á laugardaginn - 29.8.2014

Úrslitakeppni 4. deildar karla hefst nú á laugardaginn en þá fara fram fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum.  Riðlakeppni 1. deildar kvenna lýkur einnig um helgina en þar er ljóst hvaða félög leika í úrslitakeppninni sem hefst laugardaginn 6. september. Lesa meira
 
Laugardalsvollur-ur-flodljosum

Borgunarbikar kvenna - Miðasala í fullum gangi - 29.8.2014

Miðasala á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna er nú í fullum gangi og fer miðasalan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fá sér miða í tíma og einnig er minnt á að miðasala fer fram á Laugardalsvelli á leikdegi og hefst þá kl. 12:00 á hádegi.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn - 29.8.2014

Gefin hefur verið út rafræn leikskrá fyrir úrslitaleikinn í Borgunarbikar kvenna en þar mætast Selfoss og Stjarnan á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.  Búast má við hörkuleik en í leikskránni má finna ýmsan fróðleik hvað varðar leikinn og liðin sem þar mætast. Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Miðasala hafin á úrslitaleikinn - 26.8.2014

Miðasala er nú hafin á einn af stærstu leikjum ársins, úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna en hann fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 30. ágúst kl. 16:00.  Þarna mætast Selfoss og Stjarnan og má búast við hörkuleik og mikilli spennu. Lesa meira
 

Stjarnan mætir rússnesku meisturunum - 22.8.2014

Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum þegar dregið var í 32-liða úrslit í Meistaradeild kvenna í höfuðstöðvum UEFA í dag, föstudag.  Mótherjar Stjörnunnar, WFC Zvezda-2005, koma frá Rússlandi og er þetta þriðja árið í röð sem íslenskt lið mætir rússnesku liði í þessari umferð keppninnar. Lesa meira
 

Stjörnubjart í Laugardalnum - 21.8.2014

Stjarnan beið lægri hlut gegn Internazionale í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, þegar liðin mættust undir björtum flóðljósunum á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld.  Lokatölurnar urðu 0-3 Inter í vil, en Stjörnumenn og ekki síður stuðningsmenn þeirra geta borið höfuðið hátt. Lesa meira
 

Afhending miða vegna A-passa á leik Stjörnunnar og Inter - 18.8.2014

Afhending aðgöngumiða til A, E, D -passahafa KSÍ á leik Stjörnunnar og Inter fer fram í Stjörnuheimilinu klukkan 16:00 -17:00 í dag mánudag. Vinsamlega athugið að miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma en þessum.

Lesa meira
 

KR-ingar bikarmeistarar í 14. sinn - 16.8.2014

KR-ingar fögnuðu í dag sínum 14. bikarmeistaratitli eftir sigur á Keflvíkingum í úrslitaleik Borgunarbikars karla, sem fram fór á Laugardalsvellinum að viðstöddum tæplega 4.700 áhorfendum.  Sigurmarkið kom í uppbótartíma og var þar að verki Kjartan Henry Finnbogason.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur Víkings R. og FH í Pepsi-deild karla færður aftur um einn dag - 16.8.2014

Leikur Víkings R. og FH í Pepsi-deild karla verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, og hefur leikurinn verið færður af sunnudeginum 24. ágýst og á mánudaginn 25. ágúst af þeim sökum. Lesa meira
 

KR og Keflavík mætast í úrslitaleiknum á laugardag - Rafræn leikskrá - 14.8.2014

Á laugardag kl. 16:00 fer fram úrslitaleikur Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli, þar sem mætast KR og Keflavík.  Miðasalan er þegar hafin á midi.is.  Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um leikinn.

Lesa meira
 

Stórleikur Stjörnunnar og Inter Milan! - 14.8.2014

Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 21:00 fer fram sannkallaður stórleikur á Laugardalsvelli þegar mætast lið Stjörnunnar og lið Inter.  Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.  Miðasalan á midi.is hefst kl. 10:00 á föstudag.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Nýir leiktímar fyrir frestaða leiki í Pepsi-deild karla - 13.8.2014

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið nýja leiktíma fyrir frestaða leiki úr 14. umferð Pepsi-deildar karla.  Um er að ræða leikina Víkingur R - Stjarnan og FH - KR.  Af þeim sökum breytist jafnframt leikurinn Stjarnan - Keflavík. Lesa meira
 
hnatur-IMG_1932

Úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ 2014 - 11.8.2014

Svæðisbundin úrslitakeppni í Hnátumóti KSÍ fer fram dagana 24.-28. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL.  Leikið verður á virkum degi SV-lands en í NL/AL riðli er leikið á Þórsvelli sunnudaginn 24. ágúst. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppni Pollamóts KSÍ 2014 - 11.8.2014

Svæðisbundin úrslitakeppni í Pollamóti KSÍ fer fram dagana 16.-21. ágúst.  Leikið er annars vegar SV-lands og hins vegar NL / AL.  Leikið verður á virkum degi SV-lands en í NL/AL riðli er leikið á Fellavelli sunnudaginn 17. ágúst. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum Stjörnunnar í Pepsi-deild karla breytt - 11.8.2014

Tveimur leikjum Pepsi-deildar karla hefur verið breytt vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA.  Um er að ræða leiki Stjörnunnar við Val og Breiðablik, sem fara áttu fram 18. og 25. ágúst, en verða nú 15. og 24. ágúst.   Lesa meira
 
Fram-bikarmeistari-2013---0774

Miðasala á úrslitaleik Borgunarbikars karla hafin - 11.8.2014

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á úrslitaleik Borgunarbikars karla og fer miðasalan í gegnum vefinn midi.is.  Í úrslitaleiknum, sem fram fer á Laugardalsvelli laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00, mætast KR og Keflavík.

Lesa meira
 
Dregið í Evrópudeild UEFA (Mynd:  uefa.com)

Stjarnan mætir Inter í umspili! - 8.8.2014

Dregið hefur verið í umspil fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA, en sem kunnugt er var Stjarnan í pottinum þegar drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.  Mótherji Stjörnunnar í umspilinu er aldeilis ekki af verri endanum – ítalska liðið Internazionale frá Mílanó.  Lesa meira
 
Evrópudeildin

Frækinn árangur í Evrópudeild UEFA - 8.8.2014

Stjörnumenn eru komnir í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn Lech Poznan í seinni leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar.  FH-ingar eru hins vegar úr leik þrátt fyrir fínan leik og 2-1 sigur gegn sænska liðinu Elfsborg í Kaplakrika.

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 16. ágúst - 7.8.2014

Í síðustu viku fóru fram undanúrslitaleikir Borgunarbikars karla og voru það lið KR og Keflavíkur sem tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum, sem fram fer á Laugardalsvellinum laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00 (bein útsending á Stöð 2 sport).

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Seinni leikir FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni á fimmtudag - 6.8.2014

Seinni leikir FH og Stjörnunnar í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA fara fram á fimmtudag.  FH mætir sænska liðinu Elfsborg í Kaplakrika og hefst leikurinn kl. 18:30, en Stjarnan leikur í Póllandi gegn Lech Poznan og hefst sá leikur kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Tveimur leikjum í 14. umferð frestað - 5.8.2014

Mótanefnd KSÍ hefur frestað tveimur leikjum í 14. umferð Pepsi-deildar karla sem fram áttu að fara á morgun, miðvikudaginn 6. ágúst. Leikjunum er frestað vegna þátttöku FH og Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands - KSÍ

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 13:00 föstudaginn 1. ágúst - 1.8.2014

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 13:00, föstudaginn 1. ágúst, og opnar að nýju kl. 08:00, þriðjudaginn 5. ágúst.  Ef sérstök tilvik koma upp þá er hægt að nálgast upplýsingar um síma hjá starfsmönnum hér á síðunni undir "Um KSÍ" og "Starfsfólk".  Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Glæstur sigur Stjörnunnar - 1.8.2014

Stjarnan og FH voru í eldlínunni í gærkvöldi þegar þau léku fyrri leiki sína í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Stjarnan tók á móti Lech Poznan á heimavelli sínum í Garðabæ og vann frábæran sigur, 1 - 0.  FH lék gegn Elfsborg í Svíþjóð og höfðu Svíarnir betur, 4 - 1. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010