The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160509111233/http://www.ksi.is/mot/nr/11975
Mótamál

Borgunarbikar karla - Undanúrslitin framundan

Keflavík tekur á móti Víkingum og ÍBV á móti KR

30.7.2014

Framundan eru undanúrslitaleikirnir í Borgunarbikar karla og er fyrri leikurinn í kvöld, miðvikudaginn 30. júlí en sá seinni á morgun.  Í kvöld kl. 19:15 taka Keflvíkingar á móti Víkingum en á morgun, fimmtudaginn 31. júlí kl. 18:00 taka Eyjamenn á móti KR.  Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. ágúst.

Bikarpunktar:

  • Á síðustu 10 árum hafa alls 10 félög komist í úrslitaleikinn.  Ríkjandi Borgunarbikarmeistarar Fram hafa þrisvar leikið til úrslita á þessu tímabili.  KR-ingar hafa leikið til úrslita í fimm af þessum 10 skiptum.  Næst koma Keflavík, Fjölnir, FH og Stjarnan með tvo úrslitaleiki og þar af hafa Garðbæingar leikið til úrslita síðustu tvö árin.  Breiðablik, Þór, KA og Valur hafa svo einu sinni leikið til úrslita á þessum 10 árum. 

  • Félögin sem eiga lið í undanúrslitum Borgunarbikars karla í ár koma öll úr Pepsi-deildinni.

  • Félögin fjögur sem eru í undanúrslitum höfðu öll betur á útivelli í 8-liða úrslitunum.

  • Öll félögin í undanúrslitum hafa hampað þessum titili, KR vann síðast 2012, Keflavík vann síðast 2006, ÍBV 1998 og Víkingur hefur unnið þennan titil einu sinni, 1971.

  • Félögin í undanúrslitum hafa tryggt sér verðlaunafé að upphæð kr. 300.000. Taplið í úrslitaleik hlýtur kr. 500.000 og Borgunarbikarmeistari hlýtur verðlaunafé að upphæð kr. 1.000.000.




Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan