The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20141007043054/http://www.ksi.is/frettir

Fréttir

Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamóti KRR lauk um helgina - 6.10.2014

Grunnskólamóti KRR lauk nú um helgina og fór það fram í Egilshöllinni.  Að venju eru það 7. og 10. bekkir grunnskólanna sem leika á þessu móti, hjá drengjum og stúlkum.  Lista  af sigurvegurum má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

U16 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 6.10.2014

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U16 karla og hefur Þorlákur Árnaons valið hóp fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og hafa 38 leikmenn verið valdir frá 16 félögum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 karla - Hópurinn sem fer til Moldóvu - 6.10.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM en riðill Íslands fer fram í Moldóvu, dagana 15. - 20. október.  Ísland leikur þar gegn Ítalíu, Armeníu og gestgjöfunum sem verða fyrstu mótherjarnir. Lesa meira
 
Stjarnan Íslandsmeistarar 2014

Pepsi-deild karla - Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta skipti - 6.10.2014

Stjarnan tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið eftir sigur á FH á Kaplakrikavelli.  Þarna áttust við tvö efstu félögin var því um úrslitaleik að ræða.  Hvorki fleiri né færri en 6.450 áhorfendur fylltu Kaplakrikavöll og urðu vitni að gríðarlega spennandi leik.  Spennan var líka mikil á öðrum vígstöðvum í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Ívar Orri dæmir í Wales - 3.10.2014

Ívar Orri Kristjánsson mun um helgina dæma leik Bangor City og Carmarthen Town í welsku úrvalsdeildinni en leikið verður á Book People vellinum í Bangor.  Úrvalsdeildin þar er nýlega farin af stað en verkefni þetta er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales.

Lesa meira
 

Samningar við samstarfsaðila KSÍ staðfestir - 3.10.2014

Á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag voru tilkynntir landsliðshópar A karla og U21 karla fyrir mikilvæga leiki sem framundan eru.  Þar voru einnig boðnir formlega velkomnir í landsliðið samstarfsaðilar KSÍ en staðfestir voru samningar til fjögurra ára við þessi frábæru fyrirtæki.

Lesa meira
 
Marki Kolbeins gegn Tyrkjum fagnað

A karla - Hópurinn gegn Lettlandi og Hollandi - 3.10.2014

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í undankeppni EM.  Leikið verður gegn Lettum ytra, föstudaginn 10. október en gegn Hollendingum á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. október.

Lesa meira
 
U21-karla

U21 karla - Hópurinn fyrir umspilsleikinga gegn Dönum - 3.10.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Dönum í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi.  Fyrri leikurinn verður í Álaborg, föstudaginn 10. október en sá seinni á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15.  Það lið sem hefur betur úr þessum viðureignum samanlagt, tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Harpa og Ólafur valin best - 1.10.2014

Í dag voru afhent, í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar, verðlaun fyrir þá leikmenn sem sköruðu fram úr í Pepsi-deild kvenna í sumar.  Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru áberandi en fimm leikmenn Garðbæinga voru í liði ársins auk þess sem Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaðurinn og Ólafur Þór Guðbjörnsson besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Bleika slaufan 2014

Bleika slaufan í bleikum október - 1.10.2014

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. KSÍ styður sem fyrr baráttuna gegn krabbameinum og verður slaufan sýnileg á vef KSÍ í októbermánuði.  Allt um þetta verkefni á vef Bleiku slaufunnar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

Æfingaáætlun yngri landsliða 2014 - 2015 - 1.10.2014

Æfingaáætlun yngri landsliða veturinn 2014 - 2015 liggur nú fyrir og má sjá hana í skjali hér að neðan.  Félög skulu heimila leikmönnum sínum þátttöku í æfingum og æfingaleikjum á þessum dögum og eru því minnt á að taka mið af þessum dagsetningum við skipulagningu æfinga og leikja hjá sér. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Meistaradeild ungmenna - 30.9.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir á morgun, miðvikudaginn 1. október, leik Arsenal og Galatasaray í Meistaradeild ungmenna.  Leikið verður á Borehamwood vellinum og Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Ísland-Tyrkland

U21 karla - Mótsmiðahöfum boðið á Ísland - Danmörk - 30.9.2014

Um leið og KSÍ þakkar góðar viðtökur á sölu mótsmiða viljum við bjóða hverjum og einum þeim sem keyptu slíka miða á landsleik U21 liðs karla sem fram fer á Laugardalsvelli 14. október n.k. en þá mætir liðið Danmörku í leik um sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Lesa meira
 

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Danmörk - 30.9.2014

Strákarnir í U21 mæta Dönum á Laugardalsvelli en um er að ræða seinni leik þjóðanna í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla.  Í húfi er sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Tékklandi á næsta ári.  Það er ljóst að stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessu leik og eru landsmenn hvattir til þess að fjölmenna og styðja strákana.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Viðamikil útsending Stöðvar 2 Sport frá lokaumferðinni - 30.9.2014

Eins og kunnugt er þá er lokaumferð Pepsi-deildar karla næstkomandi laugardag og þá ræðst hvort það verða FH eða Stjarnan sem hampa titlinum.  Spennan er þó mikil á fleiri vígstöðvum því baráttan um Evrópusæti og fallsæti eru líka í algleymingi.  Stöð 2 Sport mun bjóða upp á viðamikla og langa útsendingu frá lokaumferðinni á laugardaginn. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Holland : Miðar fyrir handhafa KSÍ-skírteina - 30.9.2014

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Hollands í undankeppni EM, fimmtudaginn 2. október frá kl. 12:00 á hádegi til kl. 16:00 eða á meðan birgðir endast.  Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Æfingar í Fagralundi - 29.9.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir æfingar sem fara fram í Fagralundi, föstudaginn 3. október og laugardaginn 4. október.  Alls eru valdir 22 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 12 félögum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð

U16 og U17 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 29.9.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið hópa til æfinga sem fram fara um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll en ríflega 50 leikmenn eru boðaðir til þessara æfinga. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breytingar á leikjum í lokaumferð Pepsi-deildar karla - 29.9.2014

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að gera breytingar á tímasetningum allra leikja í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Leikur FH og Stjörnunnar verður kl. 16.00. Aðrir leikir umferðarinnar færast fram til kl. 13.30.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla leikur í undankeppni EM í Króatíu - 29.9.2014

U19 landslið karla leikur í undankeppni EM í október, og fer riðill Íslands fram í Króatíu dagana 5.-13. október.  Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið 18 manna hóp í verkefnið.  Þriðjungur hópsins er á mála hjá erlendum félagsliðum Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-001