The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140822015026/http://www.ksi.is/frettir/2013/12

Fréttir

Gylfi Þór Sigurðsson útnefndur íþróttamaður ársins 2013 - 28.12.2013

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Tottenham, var rétt í þessu útnefndur íþróttamaður ársins 2013 af samtökum íþróttafréttamanna. Hann átti frábært ár með landsliðinu sem og félagsliði sínu á Englandi.

Lesa meira
 
Æfing A landsliðs kvenna í Serbíu

A kvenna - Vinnudagur föstudaginn 3. janúar - 20.12.2013

Freyr Alexandarsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur boðað 35 leikmenn á vinnudag A landsliðs kvenna en hópurinn mun hittast, föstudaginn 3. janúar. Hópurinn mun hittast í höfuðstöðvum KSÍ en ýmislegt er á dagskránni á þessum vinnudegi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðsæfingar á nýju ári - 128 leikmenn boðaðir á æfingar - 20.12.2013

Fyrstu helgina á nýju ári verða landsliðsæfingar hjá U17, U19 og U21 karla.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason, Kristinn R. Jónsson og Eyjólfur Sverrisson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar og eru 128 leikmenn boðaðir á þessar æfingar. Lesa meira
 
Jólakort 2013

Gleðileg jól - Hátíðarkveðja frá KSÍ - 20.12.2013

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu. Skrifstofa KSÍ lokar kl. 12:00, föstudaginn 20. desember og opnar aftur, fimmtudaginn 2. janúar kl. 08:00.

Lesa meira
 

Íslenskt landsliðsfólk heimsótti Barnaspítala Hringsins - 20.12.2013

Dóra María Lárusdóttir og Gunnleifur Gunnleifsson, landsliðsfólk, heimsóttu í gær barnaspítala Hringsins en þau komu í jólaskapi með gjafir handa þeim frábæru krökkum sem þar dvelja. Krakkarnir fengu fótboltabækur, veggspjöld og auðvitað fótbolta. Einnig fékk barnaspítalinn landsliðstreyju áritaða af karlalandsliðinu en treyjan var árituð fyrir umspilsleikina gegn Króatíu.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um eitt sæti - 19.12.2013

Íslenska karlalandsliðið fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 49. sæti en litlar breytingar eru á efstu sætum listans þar sem Spánverjar tróna á toppnum sem fyrr. Lesa meira
 

A karla – Vináttulandsleikur gegn Svíum 21. janúar - 18.12.2013

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 21. janúar næstkomandi. Leikið verður í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, í höfuðborginni Abu Dhabi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjöldi þingfulltrúa á 68. ársþingi KSÍ - 16.12.2013

68. ársþing KSÍ verður haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri 15. febrúar næstkomandi.  Að neðan er listi yfir fjölda þingfulltrúa. Sambandsaðilar eru beðnir um að fara yfir listann og gera athugasemdir ef þörf krefur. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla - 16.12.2013

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 4. flokk karla sem getur hafið störf strax. Viðkomandi þarf vera með reynslu af þjálfun og viðeigandi menntun. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis, Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða með því að hringja í síma 571-5604.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Gylfi og Sara knattspyrnufólk ársins 2013 - 16.12.2013

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2013. Þetta er í tíunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2014 - 13.12.2013

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2014  hefur verið birt á vef KSÍ undir mót 2014.  Athugasemdum við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi sunnudaginn 29. desember.  Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til hlutaðeigandi aðila innan ykkar félags, m.a. til vallarstjóra viðkomandi félaga.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um fjögur sæti - 13.12.2013

Íslenska kvennalandsliðið fellur um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland er nú í 19. sæti listans en Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti listans og Þjóðverjar koma þar næstir. Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2013

Íslensk knattspyrna 2013 komin út - 12.12.2013

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 33. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Í ár eru tímamót í útgáfu bókarinnar því hún er öll litprentuð í fyrsta skipti en áður hafa mest 37 prósent hennar verið í lit, 96 síður af 256, og fyrir vikið er uppsetning hennar og efnisröðun talsvert breytt að þessu sinni. Lesa meira
 

Ólafur Páll og Rúna Sif með flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum - 12.12.2013

Ólafur Páll Snorrason úr FH og Rúna Sif Stefánsdóttir úr Stjörnunni áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2013. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í gær, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi. Lesa meira
 
Nordic Football Coaches Conference

Glæsileg ráðstefna um unglingaþjálfun - Lækkað verð - 11.12.2013

KÞÍ í samvinnu við knattspyrnuþjálfarafélög á Norðurlöndum kynna glæsilega ráðstefnu um unglingaþjálfun.  Ráðstefnan er haldin í nýjum höfuðstöðvum enska knattspyrnusambandsins í St George´s Park.  Ráðstefnan er metin sem UEFA-B endurmenntun. Við getum nú boðið meðlimum okkar lækkað verð á ráðstefnuna. Verð 950 evrur í tvíbýli og 1200 evrur í einbýli á Hilton hótelinu sem er á svæðinu

Lesa meira
 
Arnar Bill Gunnarsson

Arnar Bill Gunnarsson ráðinn fræðslustjóri KSÍ - 10.12.2013

Arnar Bill Gunnarsson hefur verið ráðinn fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands og tekur við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni þann 1. febrúar næstkomandi.  Arnar Bill hefur starfað síðustu ár hjá Breiðabliki, fyrst sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla svo sem yfirþjálfari yngri flokka en hefur síðasta ár verið aðalþjálfari 2. og 3. flokks karla.

Lesa meira
 
U18-karla-Svithjodarmot

U17 og U19 karla - Æfingar 14. og 15. desember - 9.12.2013

Framundan eru æfingar hjá U17 og U19 karla og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni, helgina 14. og 15. desember næstkomandi.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar en tveir hópar verða við æfingar hjá U17 karla. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Meistaradeild ungmenna - 9.12.2013

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Manchester United og Shaktar Donetsk í Meistaradeild ungmenna en leikið verður í Leigh, mánudaginn 9. desember.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Ásgeir Þór Ásgeirsson og Andri Vigfússon. Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Landsliðshópur æfir laugardaginn 14. desember - 9.12.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hóp sem kemur saman og æfir, laugardaginn 14. desember, í Kórnum.  Alls eru 23 leikmenn boðaðir á þessa æfingu og eru þeir langflestir frá íslenskum félagsliðum. Lesa meira
 
Nystuka2007-0144

Fundað með leyfisfulltrúum félaga 2014 - 5.12.2013

Á vinnufundi með leyfisfulltrúum félaga, sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ, var farið yfir breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og ýmis hagnýt atriði, auk þess sem ítarlega var farið yfir nýjar fjárhagsreglur um hámarksskuldabyrði og eiginfjárstöðu félaga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuþing 2014 - Boðun - 5.12.2013

68. ársþing KSÍ verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 15. febrúar næstkomandi Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 15. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
Allir sem einn - Áfram sjálfboðaliðar!

Alþjóðadagur sjálfboðaliðans er 5. desember - 5.12.2013

Fimmtudaginn 5. desember 2013 er alþjóðadagur sjálfboðaliðans.  Af því tilefni kynnir ÍSÍ sjálfboðaliðavefinn Allir sem einn sem tekinn var í notkun á síðasta íþróttaþingi. Meðlimir knattspyrnufjölskyldunnar eru hvattir til að kynna sér vefinn og skrá sína sjálfboðaliðavinnu þar. Lesa meira
 
Aðildarfélag á vef KSÍ

Símanúmer og tölvupóstföng hjá aðildarfélögum KSÍ - 4.12.2013

Hér á vefnum er hægt að leita upplýsinga um öll aðildarfélög innan KSÍ.  Mikilvægt er að þessar upplýsingar séu sem nákvæmastar og er þeim tilmælum beint til forsvarsmanna félaganna að fara yfir upplýsingar tengdar sínu félagi og láta vita ef þær eru ekki réttar. Lesa meira
 
Magni_Mohr

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna með Magna Mohr - 4.12.2013

Helgina 7.-8. desember mun Magni Mohr halda námskeið um líkamsþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og í Hveragerði. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa.  Magni hefur tvisvar áður komið hingað til lands og haldið námskeið við mjög góðan orðstír. Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-010