The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140824175750/http://www.ksi.is/frettir/2007/11

Fréttir

KSÍ 60 ára

Riðill U17 karla fyrir EM 2009 leikinn á Íslandi - 29.11.2007

Í dag var dregið í undankeppni EM 2009 hjá U17 og U19 karla.  Hjá U17 drógust Íslendingar í riðil með Sviss, Noregi og Úkraínu og verður riðillinn leikinn á Íslandi. Hjá U19 karla leika Íslendingar gegn Svíþjóð, Austurríki og Makedóníu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Milliriðillinn klár hjá U19 karla - 29.11.2007

Í dag var dregið í milliriðla EM 2008 hjá U19 karla og var Ísland í pottinum.  Ísland lenti í riðli með Noregi, Ísrael og Búlgaríu.  Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitakeppnina sem fram fer í Tékklandi 14. - 26. júlí. Lesa meira
 
Árborg

Metnaðarfullt félag auglýsir eftir þjálfara - 29.11.2007

Knattspyrnufélag Árborgar á Selfossi auglýsir eftir þjálfara til að þjálfa meistaraflokk félagsins á komandi keppnistímabili. Árborg leikur sem kunnugt er í 3. deild. Stjórn félagsins leitar að metnaðargjörnum þjálfara Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Leikjaniðurröðun á Algarve Cup 2008 - 29.11.2007

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt á hinu sterka Algarve Cup 2008 en mótið fer fram dagana 5. - 12. mars.  Ísland er í riðli með Póllandi, Írlandi og Portúgal á mótinu. Lesa meira
 
UEFA

Drætti í milliriðla hjá U19 karla frestað um einn dag - 28.11.2007

Drætti í milliriðla fyrir EM U19 karla, er fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um einn dag vegna tæknilegra örðugleika.  Á morgun, fimmtudag, verður því dregið í milliriðla fyrir EM 2008 og fyrir undankeppni EM 2009. Lesa meira
 
Íslandskort

Þjálfaramenntun að aukast á landsbyggðinni - 28.11.2007

KSÍ hefur haldið mörg þjálfaranámskeið á utan höfuðborgarsvæðisins undanfarið og fleiri námskeið eru fyrirhuguð.  KSÍ mun reyna eftir fremsta megni að fara með þjálfaranámskeiðin út á landsbyggðina til að efla enn frekar menntun þjálfara þar. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Úrtaksæfingar hjá U19 karla um helgina - 28.11.2007

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 36 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í milliriðla EM hjá U19 karla - 27.11.2007

Ísland verður í pottinum þegar dregið verður í milliriðla í EM 2008 hjá U19 karla.  Drátturinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember, og verður dregið í Cannes í Frakklandi.  Úrslitakeppni fer fram í Tékklandi 14. - 26. júlí. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands - 27.11.2007

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 29. nóvember n.k. klukkan 20:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U19 kvenna 1. og 2. desember - 27.11.2007

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið 25 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar um helgina, í Kórnum og í Egilshöllinni.  Athygli skal vakin á því að U17 kvenna æfir ekki um þessa helgi. Lesa meira
 
Dagur Sveinn Dagbjartsson

Nýr starfsmaður í fræðslumál - 27.11.2007

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Dag Svein Dagbjartsson sem starfsmann í fræðslumál.  Dagur hefur lokið B.S. gráðu í íþróttafræðum frá KHÍ Laugarvatni og á að baki 12 landsleiki fyrir U-17 ára landslið Íslands. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Dregið í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna 11. desember - 27.11.2007

Dregið verður í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna 11. desember næstkomandi.  Landslið U19 kvenna er í efsta styrkleikaflokki en U17 kvenna er í öðrum styrkleikaflokki. Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Ísland í 5. styrkleikaflokki fyrir HM 2010 - 23.11.2007

Næstkomandi sunnudag verður dregið í undankeppni HM 2010 í Suður Afríku og fer drátturinn fram í Durban.  Ísland er í 5. styrkleikaflokki en níu þjóðir eru í hverjum styrkleikaflokki nema þeim síðasta sem skipaður er 8 þjóðum. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 89. sæti styrkleikalista FIFA - 23.11.2007

Íslenska karlalandsliðið er í 89. sæti styrkleikalista FIFA en nýr listi var birtur í dag.  Ísland fellur um 10 sæti frá því að síðasti listi var birtur.  Argentína er í efsta sætinu og Brasilíumenn koma þar á eftir. Lesa meira
 
Fram

Fram auglýsir eftir þjálfara - 22.11.2007

Fram FFR leitar að metnaðarfullum þjálfara til að taka að sér þjálfun 2. flokks karla fyrir tímabilið 2008.  Fram býður uppá fyrsta flokks æfingaaðstöðu í Safamýrinni, stórt grasæfingasvæði þar sem liðið leikur heimaleiki sína. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri um helgina - 22.11.2007

KSÍ II þjálfaranámskeið fer fram á Akureyri nú um helgina og hefst námskeiðið kl. 14:30 í Félagsheimili Þórs, Hamri.  Hér að neðan má sjá dagskrá námskeiðsins en kennarar verða þeir Janus Guðlaugsson og Pétur Ólafsson. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Danir sterkari á Parken - 21.11.2007

Danir lögðu Íslendinga í kvöld í lokaleik þjóðanna í undankeppni fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu 3-0 fyrir Dani eftir að staðan hafði verið 2-0 í hálfleik.  Íslendingar enduðu því í sjötta sæti riðilsins með átta stig. Lesa meira
 
Allt klárt í búningsklefanum á Parken

Allt klárt fyrir leikinn - 21.11.2007

Leikur Danmerkur og Íslands hefst kl. 19:00 í kvöld að íslenskum tíma.  Leikurinn fer fram á Parken og ljóst er að mikill fjöldi Íslendinga verður á staðnum og mun vonandi láta heyra vel í sér.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Sætur sigur á Belgum - 20.11.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið lagði Belga í dag í Brussel með tveimur mörkum gegn einu.  Leikurinn var í undankeppni EM U21.  Þeir Birkir Bjarnason og Arnór Smárason skoruðu mörk Íslendinga í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Búningastjórinn búinn að gera klárt fyrir síðustu æfingu fyrir leik

Æft á Parken í kvöld - Síðasta æfing fyrir leik - 20.11.2007

Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Dönum og í kvöld æfði liðið á keppnisvellinum sjálfum, hinum kunna Parken.  Ólafur Jóhannesson tilkynnti byrjunarliðið þar og má sjá það annars staðar hér á síðunni. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Ísland yfir gegn Belgum í hálfleik - 20.11.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur nú gegn Belgum og er leikurinn í undankeppni EM.  Staðan í hálfleik er sú að Íslendingar leiða í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu.  Það voru þeir Birkir Bjarnason og Arnór Smárason sem skoruðu mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku tilkynnt - 20.11.2007

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Dönum í lokaleik þjóðanna í undankeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn fer fram á Parken á morgun, miðvikudag og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Þátttökutilkynning í Deildarbikarkeppni KSÍ 2008 - 20.11.2007

Hér að neðan má finna þátttökutilkynningu fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ í knattspyrnu fyrir árið 2008. Tilkynna ber þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 26. nóvember.  Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

U21 karla leikur gegn Belgum í kvöld - 20.11.2007

Landslið U21 karla leikur í dag við Belga í undankeppni EM og fer leikurinn fram í Brussel.  Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.  Íslendingar hafa fengið þrjú stig til þessa í riðlinum eftir fjóra leiki en Belgar hafa fjögur stig eftir jafn marga leiki. Lesa meira
 
Parken, þjóðarleikvangur Dana

Mikill áhugi Íslendinga á leiknum - 19.11.2007

Landsliðið æfir af krafti fyrir leikinn gegn Dönum og voru tvær æfingar á dagskránni í dag.  Gengu þær vel og fer vel um mannskapinn í Kaupmannahöfn.  Mikill áhugi Íslendinga er á leiknum og hafa rúmlega 1000 miðar verið seldir landanum. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna - 19.11.2007

Úrtaksæfingar verða um komandi helgi hjá U17 og U19 kvenna um komandi helgi.  Þau Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 kvenna, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Landslið U21 karla komið til Belgíu - 18.11.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið er komið til Belgíu en þar leikur liðið við heimamenn á þriðjudaginn.  Leikurinn er liður í undankeppni EM U21 karla og fer leikurinn fram í Brussel. Lesa meira
 
Brynjar Björn Gunnarsson á nuddbekknum í undirbúningnum fyrir landsleikinn gegn Dönum

Landsliðið æfði tvisvar í dag - 18.11.2007

Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af krafti fyrir landsleikinn gegn Danmörku á miðvikudag.  Í dag æfði liðið tvisvar sinnum en seinni æfingin stóð yfir aðeins í um 40 mínútur en þá fór rafmagnið af æfingavellinum. Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson stjórnar sinni fyrstu landsliðsæfingu í Kaupmannahöfn

Fyrsta æfing Ólafs í dag - 17.11.2007

Íslenska karlalandsliðið er komið til Kaupmannahafnar en þar verður leikið við Dani á Parken, næstkomandi miðvikudag.  Ólafur Jóhannesson stjórnaði sinni fyrstu landsliðsæfingu í dag. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Búið að draga í töfluraðir í landsdeildunum - 17.11.2007

Í dag var dregið í töfluröði í landsdeildum karla og kvenna fyrir Íslandsmótið 2008.  Drátturinn fór fram í lok fundar formanna og framkvæmdastjóra KSÍ sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ.  Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

Tap gegn Þjóðverjum hjá U21 karla - 16.11.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið tapaði í kvöld fyrir Þjóðverjum í vináttulandsleik en leikið var í Trier.  Lokatölur urðu 3-0 heimamönnum í vil eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

Byrjunarliðið hjá U21 karla tilbúið - 16.11.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik í Trier í kvöld.  Leikurinn er undirbúningur fyrir leik gegn Belgum sem fer fram á þriðjudaginn og er í undankeppni EM. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Ásgeir Gunnar kemur inn í hópinn - 16.11.2007

Ólafur Jóhannesson hefur gert aðra breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Dönum í undankeppni EM á miðvikudaginn.  Ásgeir Gunnar Ásgeirsson úr FH kemur inn í hópinn í stað Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er veikur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót U16 stúlkna á Íslandi 2008 - 16.11.2007

Næsta sumar mun Ísland halda Opna Norðurlandamót U16 stúlkna en mótið var hér síðast sumarið 2002 og fór þá fram í Reykjavík.   Næsta sumar er stefnt að því að leikið verði á Suðurnesjum og á Suðurlandi Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir á Norður Írlandi - 16.11.2007

Jóhannes Valgeirsson verður við stjórnvölinn þegar Norður Írland og Luxemburg mætast í undankeppni EM hjá U21 karla.  Til aðstoðar verða Einar Sigurðsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.  Garðar Örn Hinriksson verður fjórði dómari leiksins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Breyting á landsliðshópnum - 15.11.2007

Ólafur Jóhannesson hefur þurft að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum fyrir leikinn gegn Dönum.  Eiður Smári Guðjohnsen hefur dregið sig út úr hópnum af persónulegum ástæðum og í hans stað hefur Ólafur valið Eyjólf Héðinsson. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ athugar með þátttöku á KSÍ II 23-25 nóvember - 15.11.2007

KSÍ er að athuga með áhuga á þátttöku á KSÍ II þjálfaranámskeið í Reykjavík, helgina 23. - 25. nóvember.  Ef næg þátttaka fæst ekki verður námskeiðið haldið að hausti 2008.  KSÍ  II námskeið verður haldið á Akureyri þessa sömu helgi. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þjálfaranámskeið á Reyðarfirði um helgina - 15.11.2007

KSÍ heldur þjálfaranámskeið I á Reyðarfirði um helgina.  Námskeiðið fer fram í Grunnskólanum á Reyðarfirði og Fjarðabyggðarhöllinni.  Um 20 manns eru skráðir á þetta námskeið. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

U21 karla leikur í Þýskalandi og Belgíu - 15.11.2007

U21 landslið karla hélt í morgun til Þýskalands en á föstudaginn leika þeir vináttulandsleik við Þjóðverja í Trier.  Þaðan heldur liðið svo til Belgíu en att verður kappi við heimamenn á þriðjudaginn í undankeppni EM. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Úrtaksæfingar hjá landsliði U19 karla - 15.11.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið úrtakshópa til æfinga um komandi helgi.  Valdir eru tveir hópar til þessara æfinga en hvor hópurinn mun æfa tvisvar sinnum í Egilshöll annars vegar og Kórnum hinsvegar. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Þrír nýliðar í 20 manna hópnum - 13.11.2007

Fyrsti landsliðshópur Ólafs Jóhannessonar, þjálfara A-landsliðs karla, var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þriðjudag.  Þrír nýliðar eru í hópnum, sem telur 20 leikmenn.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Fundur formanna og framkvæmdastjóra 17. nóv - 12.11.2007

KSÍ hefur boðað til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 17. nóvember.  Einnig verður dregið í töfluröð í Landsbankadeild, 1. og 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Fjármagn frá UEFA og KSÍ til íslenskra félagsliða 2007 - 12.11.2007

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2006/2007 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Listi landsdómara fyrir keppnistímabilið 2008 - 8.11.2007

Dómaralistinn fyrir keppnisstímabilið 2008 hefur verið tilkynntur en það er listi landsdómara.  Tveir nýir dómarar færast upp í A hóp en það eru þeir Þóroddur Hjaltalín úr Þór og Örvar Sær Gíslason úr Fram. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Íslandsmót yngri flokka innanhúss 2008 - 7.11.2007

Búið er að senda til félaga riðlaskiptingu og umsjónarfélög fyrir Íslandsmót yngri flokka innanhúss.  Leikið verður eftir Futsal reglunum og er félög beðin um að kynna sér Futsal knattspyrnulögin. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Kynningarfundir fyrir Futsal standa yfir - 7.11.2007

KSÍ stendur fyrir kynningarfundum þar sem innanhússknattspyrna - Futsal er kynnt en keppt verður eftir Futsal reglum í framtíðinni.  Fundað hefur verið víðsvegar um land og hafa fundirnir gengið vel. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Geir eftirlitsmaður UEFA í München - 7.11.2007

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Bayern München og Bolton í UEFA bikarnum fimmtudaginn 7. nóvember.  Leikurinn er í F- riðli UEFA bikarsins. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir stórleik í Moskvu - 7.11.2007

Kristinn Jakobsson dæmir leik Spartak Moskvu og Bayern Leverkusen í UEFA bikarnum nk. fimmtudag.  Kristni til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Sigurður Óli Þorleifsson en Egill Már Markússon verður fjórði dómari. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Kvennalandsliðið til Algarve í mars - 7.11.2007

Íslenska kvennalandsliðið mun taka þátt á hinu sterka Algarve Cup 3. - 13. mars næstkomandi.  Ísland verður í C-riðli með Póllandi, Portúgal og Írlandi en auk leikja við þessar þjóðir, verður leikið um sæti á mótinu. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Akranesi 9. nóvember - 7.11.2007

Unglingadómaranámskeið verður haldið á vegum KSÍ í Akranesi kl. 16:00 föstudaginn 9. nóvember.  Þátttakendur þurfa að hafa náð 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

U21 landsliðshópurinn gegn Þjóðverjum og Belgum - 6.11.2007

Lúkas Kostic, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik 16. nóvember og Belgum í undankeppni Evrópumótsins 20. nóvember.  Smellið hér að neðan til að skoða nánar.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Púlsklukkurnar fyrir félagsmenn KÞÍ tilbúnar - 5.11.2007

Púlsklukkan sem fylgir félagsgjaldinu fyrir félagsmenn KÞÍ í ár er nú tilbúin til afhendingar til félagsmanna sem greitt hafa félagsgjaldið í ár, á skrifstofu KSÍ í Laugardal. Lesa meira
 
Fram-Fylkir_Futsal_des2006_1

Kynningarfundir um Futsal - 5.11.2007

Futsal innanhússknattspyrna mun ryðja sér til rúms hér á landi í vetur og næstu daga verður KSÍ með kynningarfundi um Futsal.  Farið verður yfir reglurnar og leikurinn kynntur félögunum.  Allir áhugasamir eru velkomnir á þessa fundi. Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-010