The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140822015602/http://www.ksi.is/frettir/2005/11

Fréttir

Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...

ABC-dómarar KSÍ 2006 - 30.11.2005

Dómaranefnd KSÍ hefur lokið við flokkun landsdómara sambandsins fyrir árið 2006, en þeim er raðað í þrjá flokka - A, B og C.  Nokkrar breytingar eru á listanum milli ára.

Lesa meira
 
Vefverðlaunahafar 2005

Íslensku vefverðlaunin 2005 - 30.11.2005

Vefur KSÍ var tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna í ár í flokknum Besti íslenski vefurinn.  Sigurverðlaunin féllu í hlut mbl.is fyrir leitarvélina Emblu.  Engu að síður er það mikil viðurkenning fyrir ksi.is að hljóta tilnefningu. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Hvaða lið hampa sigri á innimótunum 2005? - 30.11.2005

Um næstu helgi fer fram keppni í 1. deildum karla og kvenna innanhúss og ræðst þar hvaða lið verða Íslandsmeistarar innanhúss í meistaraflokkum 2005.  Keppni í 3. deild karla fer fram á sunnudag. Lesa meira
 
Frá NM U17 landsliða karla 2005

Úrtaksæfingar U17 karla fyrstu helgina í desember - 30.11.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram í Fífunni í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík fyrstu helgina í desember.  Æft verður undir stjórn Lúkasar Kostic, þjálfara U17 landsliðs karla. Lesa meira
 
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

Landsleikir komnir í gagnagrunn KSÍ - 29.11.2005

Skrifstofa KSÍ hefur á þessu ári unnið í því að koma öllum eldri úrslitum inn í gagnagrunn sambandsins.  Allir landsleikir Íslands frá upphafi í öllum landsliðum hafa verið skráðir, ásamt öllum leikjum í efstu deild karla.

Lesa meira
 
Vígsla á Djúpavogi

Fjórir sparkvellir vígðir - 29.11.2005

Í lok síðustu viku og byrjun þessarar voru fjórir sparkvellir til viðbótar vígðir - Á Kirkjubæjarklaustri, Egilsstöðum, Eskifirði og Djúpavogi.  Þeir vellir sem byggðir hafa verið eru sérlega vinsælir hjá yngri kynslóðinni. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Háttvísimat eftirlitsmanna 2005 - 28.11.2005

KSÍ leggur mikla áherslu á háttvísi innan vallar sem utan. Í Landsbankadeild karla gefa eftirlitsmenn KSÍ liðunum einkunn eftir hvern leik sem tekur mið af ýmsum þáttum.

Lesa meira
 
Norðurlönd

Gögn frá norrænni grasrótarráðstefnu - 28.11.2005

Norræn ráðstefna um knattspyrnu í grasrótinni fór fram í Helsinki í Finnlandi í október og sótti Halldór Örn Þorsteinsson ráðstefnuna fyrir hönd KSÍ. Gögn frá ráðstefnunni eru nú aðgengileg hér á ksi.is.

Lesa meira
 
Íslensku vefverðlaunin

Vefur KSÍ tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna - 28.11.2005

Vefur KSÍ hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum Besti íslenski vefurinn.  Fimm vefsíður eru tilnefndar í hverjum flokki, en flokkarnir eru alls fimm.  KSÍ opnaði nýjan vef í maí á þessu ári. Lesa meira
 
UEFA

Ráðstefna UEFA um unglingaknattspyrnu - 28.11.2005

Árleg ráðstefna UEFA - Knattspyrnusambands Evrópu um knattspyrnu barna og unglinga er haldin á Kýpur í vikunni.  Ástráður Gunnarsson og Luka Kostic sitja ráðstefnuna fyrir hönd KSÍ.

Lesa meira
 
Sparkvöllur opnaður á Vík í Mýrdal

Sparkvöllur á Vík í Mýrdal - 28.11.2005

Síðastliðinn fimmtudag var vígður sparkvöllur á Vík í Mýrdal.  Fjölmargir voru viðstaddir vígsluna, þar á meðal fulltrúar bæjarfélagsins og íþróttamála í bænum, sem og fulltrúar KSÍ. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Keppni í 2. og 4. deild innanhúss lokið - 28.11.2005

Keppni í 2. og 4. deild karla á Íslandsmótinu innanhúss fór fram um helgina í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti í Reykjavík.  Leiknir R., Fylkir, Grótta og Víkingur R. tryggðu sér sæti í 1. deild að ári. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Keppt í 2. og 4. deild karla um helgina - 24.11.2005

Um helgina fer fram keppni í 2. og 4. deild karla á Íslandsmótinu innanhúss og er leikið í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti.  Keppni í 4. deild fer fram á laugardag, en 2. deildin er leikin á sunnudag.

Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 93. sæti á FIFA-listanum - 23.11.2005

A landslið karla hefur fallið um eitt sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og er nú í 93. sæti.  Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, en tékkar lauma sér upp fyrir Hollendinga í 2. sætið og þar fyrir neðan eru Argentínumenn og Frakkar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Hollands

Leikið gegn Hollandi í Zwolle - 23.11.2005

A landslið kvenna mætir Hollandi í vináttulandsleik 12. apríl á næsta ári og hefur leikstaður nú þegar verið ákveðinn. Leikurinn fer fram á Oosterenk leikvanginum í Zwolle, um 125 kílómetrum frá Amsterdam.

Lesa meira
 
SPORTFIVE

Sóttu vinnufund um markaðsmál - 23.11.2005

Fulltrúar KSÍ og formaður samtaka félaga í efstu deild karla (SED), ásamt fulltrúum Landsbankans og VISA, sóttu á mánudag vinnufund um markaðsmál í knattspyrnu hjá fyrirtækinu Sport Five í Hamborg í Þýskalandi.

Lesa meira
 
Klippt á borðann

Sparkvöllur vígður í Vogum á Vatnsleysuströnd - 23.11.2005

Síðastliðinn föstudag var sparkvöllur formlega tekinn í notkun í Vogum á Vatnsleysuströnd. Völlurinn er við Stóru-Vogaskóla, en sama dag var nýr áfangi skólans vígður.

Lesa meira
 
SPK

Jólamót Sparisjóðs Kópavogs 2005 - 23.11.2005

Jólamót Sparisjóðs Kópavogs verður haldið í 22. skipti dagana 27. - 30. desember næstkomandi og er keppt í öllum yngri flokkum karla og kvenna, frá 2. flokki til 7. flokks.  Leikið verður í Fífunni, Digranesi og Smáranum.

Lesa meira
 
ksi_merki

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna - 22.11.2005

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar U17 og U19 landsliða kvenna. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ og ÍSÍ halda sameiginlega ráðstefnu 26. nóvember - 21.11.2005

Á undanförnum árum hafa fjölmargir knattspyrnuþjálfarar heimsótt erlend félagslið og kynnt sér þjálfun þeirra. Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Deildarbikarkeppni KSÍ 2006 - 18.11.2005

Deildarbikarkeppni KSÍ fer af stað um miðjan febrúar og hafa öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2005 heimild til að taka þátt.  Þátttaka skal tilkynnt í síðasta lagi föstudaginn 25. nóvember.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót meistaraflokka 2006 - 18.11.2005

Reykjavíkurmót meistaraflokka karla og kvenna hefjast í lok janúar og er stefnt að því að riðlakeppni sé lokið áður en keppni í Deildabikar hefst. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 28. nóvember.

Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV veitt viðurkenning fyrir grasrótarstarf - 18.11.2005

ÍBV var á dögunum veitt sérstök viðurkenning fyrir besta grasrótarviðburð ársins 2005 - Shellmót ÍBV.  Það voru fulltrúar KSÍ sem afhentu fulltrúum ÍBV viðurkenninguna á Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Formenn og framkvæmdastjórar funduðu í Eyjum - 18.11.2005

Formenn og framkvæmdastjórar félaga í Landsbankadeild karla funduðu í Vestmannaeyjum á fimmtudag.  Rætt var um ýmis mál tengd Landsbankadeildinni 2005 annars vegar og 2006 hins vegar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afreksstuðlar leikmanna 2006 - 17.11.2005

Samkvæmt reglugerð KSÍ um samninga og stöðu félaga og leikmanna hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.

Lesa meira
 
Opin mót félaga eru vinsæl hjá yngri kynslóðinni

Opin mót félaga 2006 á ksi.is - 16.11.2005

Félögum sem halda opin mót 2006 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið [email protected].  Munið eftir tengli á vefsíðu mótins, þar sem við á.

Lesa meira
 
Ólafur þjálfari er til vinstri á myndinni

Úrtaksæfingar U19 kvenna 19. og 20. nóvember - 15.11.2005

Dagana 19. og 20. nóvember næstkomandi fara fram úrtaksæfingar fyrir U19 landslið kvenna á Stjörnuvelli í Garðabæ og í Egilshöll í Reykjavík.  Æfingarnar fara fram undir stjórn Ólafs Þórs Guðbjörnssonar, þjálfara liðsins.

Lesa meira
 
Þjálfarar ársins 2005 - Ólafur Jóhannesson og Úlfar Hinriksson

Ólafur og Úlfar þjálfarar ársins hjá KÞÍ 2005 - 15.11.2005

Á aðalfundi  KÞÍ 12. nóvember síðastliðinn voru Ólafur Jóhannesson þjálfari FH og Úlfar Hinriksson þjálfari Breiðabliks útnefndir þjálfarar ársins í Landsbankadeildum karla og kvenna fyrir árið 2005.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Jólamót KRR 2005 í Egilshöll - 15.11.2005

Jólamót KRR - Knattspyrnuráðs Reykjavíkur verða haldin í Egilshöll í desember.  Í ár verður gerð tilraun með að leika árgangaskipt í 5. flokki og yngri í 7 manna liðum samkvæmt reglum KSÍ í miniknattspyrnu.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Fjórir hlutu Gullmerki KÞÍ - 14.11.2005

Á aðalfundi KÞÍ síðastliðinn laugardag veitti formaður félagsins, Sigurður Þórir Þorsteinsson, fjórum aðilum gullmerki KÞÍ fyrir framlög sín til þjálfaramenntunar í knattspyrnu hér á landi.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Keppni í 2. og 3. deild kvenna innanhúss lokið - 14.11.2005

Keppni í 2. og 3. deild kvenna í innanhússknattspyrnu fór fram í íþróttahúsinu í Austurbergi á sunnudag.  Haukar og Sindri tryggðu sér sæti í 1. deild að ári, Grindavík og Ægir fóru upp í 2. deild.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Formannafundur á Nordica um liðna helgi - 14.11.2005

Síðastliðinn laugardag fór fram fundur með formönnum aðildarfélaga KSÍ og var hann haldinn á Hótel Nordica í Reykjavík.  Á fundinum var rætt um ýmis málefni sem tengjast knattspyrnunni hér á landi.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Hverjir mætast í fyrstu umferðunum? - 14.11.2005

Um helgina var dregið í töfluröð í landsdeildum karla og kvenna, þ.e. Landsbankadeildum karla og kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla.  Óhætt er að segja að framundan séu margar spennandi viðureignir í öllum deildum. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006 - 11.11.2005

Laugardaginn 12. nóvember verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006, þ.e. Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla.  Drátturinn fer fram Hótel Nordica kl. 13:00. Lesa meira
 
HK

Tindsmót HK haldið í annað sinn - 11.11.2005

Knattspyrnudeild HK og Bókaútgáfan Tindur halda mót fyrir meistaraflokkslið í knattspyrnuhúsinu Fífunni í Kópavogi sunnudaginn 11. desember.  Leikið er í 7 manna liðum, en á stór mörk. 

Lesa meira
 
Íslenska liðið gegn Hollandi í Den Ham 5. júní 1996

Vináttuleikur A-kvenna gegn Hollandi í apríl - 10.11.2005

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi.  Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Innimót meistaraflokka hefjast um helgina - 9.11.2005

Íslandsmót meistaraflokka í innanhússknattspyrnu fer af stað næstkomandi sunnudag þegar keppni í 2. og 3. deild kvenna fer fram í íþróttahúsinu í Austurbergi í Breiðholti.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið 11-13. nóvember - 8.11.2005

KSÍ heldur IV. stigs þjálfaranámskeið helgina 11-13. nóvember næstkomandi.  Alls hafa rúmlega 40 þjálfarar skráð sig á námskeiðið.  IV.stigs þjálfarar fara síðan í UEFA B próf í janúar 2006.

Lesa meira

 
ESSO mót KA

Esso-mót KA 2006 - 8.11.2005

Esso-mót KA 2006 hefst miðvikudaginn 5. júlí og endar með kvöldvöku laugardaginn 8 júlí.  KA mun taka í notkun nýtt keppnissvæði sem gerir umgjörð mótsins enn glæsilegri.  Mótið sem fram fer næsta sumar er tuttugasta Esso-mótið og verða ýmsar skemmtilegar uppákomur í tengslum við það.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Formannafundur á Hótel Nordica á laugardag - 8.11.2005

Fundur með formönnum allra aðildarfélaga KSÍ fer fram á Hótel Nordica laugardaginn 12. nóvember næstkomandi kl. 10:00. Dregið verður í töfluröð í Landsdeildum karla og kvenna 2006 á sama stað kl. 13:00.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Fjármálaráðstefna ÍSÍ 2005 - 8.11.2005

ÍSÍ stendur fyrir fjármálaráðstefnu föstudaginn 11. nóvember kl. 16:00 - 18:00.  Fjallað verður um fjárhagsstöðu boltaíþrótta og meðal annars um hlutafélagavæðingu knattspyrnufélaga.

Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

FIFA sektar KSÍ um 230.000 krónur - 8.11.2005

FIFA hefur sektað KSÍ um 5.000 svissneska franka, andvirði um 230.000 króna, vegna fjögurra áminninga sem leikmenn Íslands hlutu í lokaleik liðsins í undankeppni HM 2006, gegn Svíum á Råsunda 12. október.

Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Úrtaksæfingar U17 karla 12. og 13. nóvember - 8.11.2005

Úrtaksæfingar fyrir U17 landslið karla fara fram í Fífunni og Egilshöll um næstu helgi.  Alls hafa 36 leikmenn verið boðaðir til æfinga að þessu sinni og koma þeir frá félögum víðs vegar um landið.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Leikjum ársins í undankeppni HM lokið - 7.11.2005

Í byrjun mánaðarins fóru fram tveir leikir í riðli Íslands í undankeppni HM kvennalandsliða, síðustu leikirnir í riðlinum á þessu ári.  Portúgal lék heimaleiki við Svía og Tékka og tapaði þeim báðum með þriggja marka mun.

Lesa meira
 
UEFA

Vinnufundur um nýja leyfishandbók UEFA - 4.11.2005

Í vikunni fór fram fundur UEFA um nýja handbók vegna leyfiskerfisins, sem væntanlega verður tekin í gagnir hér á landi fyrir keppnistímabilið 2007.  Fulltrúar KSÍ á fundinum voru Ómar Smárason og Lúðvík S. Georgsson. Lesa meira
 
Norðurlönd

Norræn grasrótarráðstefna í Helsinki - 4.11.2005

Dagana 28. og 29. október fór fram í annað sinn norræn ráðstefna um knattspyrnu í grasrótinni - Grassroots.  Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Helsinki í Finnlandi og var Halldór Örn Þorsteinsson, starfsmaður mótamála, fulltrúi KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á reglugerð fyrir innanhússknattspyrnu - 3.11.2005

Samkvæmt 19. grein laga KSÍ hefur stjórn sambandsins gert breytingar á keppnisfyrirkomulagi í meistaraflokki kvenna innanhúss. Opnað er á þann möguleika að fjölga deildum kvenna úr tveimur í þrjár.

Lesa meira
 
www.fifa.com

Íslenskir FIFA dómarar 2006 - 3.11.2005

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2006.  Engar breytingar voru gerðar frá listanum á þessu ári. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Þjálfararáðstefna KÞÍ í samvinnu við KSÍ - 3.11.2005

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ, í samvinnu við KSÍ, heldur ráðstefnu fyrir knattspyrnuþjálfara og áhugamenn um knattspyrnu laugardaginn 12. nóvember næstkomandi á Grand Hótel við Sigtún kl. 10:30. Lesa meira
 

Framhaldsskólamót - FB og Kvennó sigruðu - 2.11.2005

Úrslitakepni Framhaldsskólamótsins fór fram sl. laugardag. FB2 sigraði Borgarholtsskóla í úrslitaleik karla og í kvennaflokki lagði Kvennó lið MK í úrslitaleik. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Úrtaksæfingar U19 karla 5. og 6. nóvember - 1.11.2005

Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari U19 landsliðs karla, hefur valið 29 leikmenn úr 17 félögum á úrtaksæfingar U19 landsliðs karla um komandi helgi. Lesa meira
 
Luka Kostic þjálfar U17 landslið karla

Lúkas Kostic ráðinn þjálfari U21 karla - 1.11.2005

Lúkas Kostic hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og mun hann stjórna liðinu í næstu tveimur keppnum, en samningur hans og KSÍ er til þriggja ára. Lúka hefur stjórnað U17 landsliði karla frá 2003. Lesa meira
 
ksi_merki

Úrtaksæfingar yngri landsliða - 1.11.2005

Úrtaksæfingar yngi landsliða karla og kvenna hefjast næstu helgi með æfingum U19 landsliðs karla í Fífunni og Egilshöll og næstu helgar þar á eftir verða úrtaksæfingar hjá fjórum öðrum yngri landsliðum karla og kvenna. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmótum KRR lokið - 1.11.2005

Haustmótum KRR (Knattspyrnuráðs Reykjavíkur) í öllum yngri aldursflokkum er lokið.
Lesa meira
 
Þessir eru mjög sáttir við gervigrasið ...

Ian Rush Icelandair Masters - 1.11.2005

Fótboltamótið Ian Rush Icelandair Masters verður haldið dagana 4.-5. nóvember nk. Mótið  sem er alþjóðlegt fótboltamót fyrir lengra komna byggir á Masters mótaröðinni sem haldin er á Englandi ár hvert. Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-010