The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140822205050/http://www.ksi.is/frettir/2012/03

Fréttir

U19kv-Byrjunarlid-gegn-Hollandi´12

U19 kvenna - Jafntefli gegn Hollandi í fyrsta leik - 31.3.2012

Stelpurnar í U19 léku í dag fyrsta leik sinn í milliriðli EM U19 en riðillinn er leikinn í Hollandi. Fyrstu mótherjarnir voru einmitt heimastúlkur og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1, eftir að Ísland hafði leitt í leikhléi. Lára Kristín Pedersen skoraði mark Íslands á 36. mínútu en heimastúlkur jöfnuðu á 78. mínútu. Hér að neðan má finna umfjöllun Tómasar Þóroddssonar um leikinn.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A landslið kvenna - Stelpurnar halda til Belgíu í fyrramálið - 31.3.2012

Framundan hjá A landsliði kvenna er gríðarlega mikilvægur leikur í undankeppni EM 2013 en þá sækir íslenska liðið það belgíska heim. Leikið verður í Dessel í Belgíu en þarna mætast þjóðirnar í efstu tveimur sætum riðilsins.  Belgar hafa tilkynnt hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Dregið í riðla úrslitakeppninnar á miðvikudaginn - 31.3.2012

Miðvikudaginn 4. apríl verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla en dregið verður í Slóveníu þar sem keppnin fer fram. Í dag varð ljóst hvaða þjóðir munu verða í hattinum en eins og kunnugt hefur íslenska liðið tryggt sér þátttökurétt í keppninni.

Lesa meira
 
U19-i-Hollandi

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Hollandi - 30.3.2012

Stelpurnar í U19 leika á morgun, laugardaginn 31 mars, sinn fyrsta leik í milliriðli EM. Riðillinn er leikinn í Hollandi og eru heimastúlkur einmitt fyrstu mótherjar Íslands í riðlinum. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson  hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Dómaraskiptaverkefni KSÍ og FA - 30.3.2012

FIFA-dómararnir Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín halda Englands til um mánaðamótin og dæma leiki í Nike Youth Cup, sem er mót hjá unglingaliðum félaganna í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er liður í dómaraskiptaverkefni á milli Knattspyrnusambanda Íslands og Englands.

Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Grasrótardagur UEFA og KSÍ 16. maí - 30.3.2012

Þann 16. maí er Grasrótardagur UEFA og KSÍ. Í þeirri viku munu aðildarlönd UEFA og félög innan aðildarlandanna gangast fyrir ýmsum viðburðum þar sem vakin er athygli á starfsemi félaganna.  En hvað er grasrótarknattspyrna? Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson skorar gegn Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í mars 2008.  Ísland vann með þremur mörkum gegn engu

Vináttulandsleikur við Færeyjar 15. ágúst - 30.3.2012

Samið hefur verið við Færeyinga um vináttulandsleik A liða karla þann 15. ágúst næstkomandi og er sá leikur lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2014, sem hefst í september. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og verður þetta 24. viðureign þessara frændþjóða.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Hin bjarta framtíð - 29.3.2012

Það er eflaust verið að bera í bakkafullan lækinn þegar talað er um hversu marga unga og efnilega leikmenn íslensk knattspyrna á, bæði í röðum karla og kvenna. Það þykir eflaust líka klisja að vera að tala um að framtíð íslenskrar knattspyrnu sé björt. En raunin er einfaldlega sú að þessar fullyrðingar eiga báðar rétt á sér.

Lesa meira
 
ÍH

Ólöglegur leikmaður hjá ÍH - 29.3.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Davíð Atli Steinarsson lék ólöglegur með ÍH gegn Aftureldingu í Lengjubikar karla, þann 23. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður í danskt félag. Lesa meira
 
Frá vinstri:  Frosti Viðar, Ragnheiður, Sigurður Óli og Þorvaldur.

Knattspyrnudómarar söfnuðu 600 þúsund krónum í Mottumars - 29.3.2012

Félag deildadómara stóð fyrir sérstöku söfnunarátaki innan sinna raða í mars, til stuðnings hinu vel þekkta átaki Mottumars. Söfnunin fór þannig fram að dómararnir gáfu laun sín af leikjum í Lengjubikarnum og söfnuðust þannig alls kr. 600.000.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5471

Nóg að gera hjá félögunum í leyfismálunum - 29.3.2012

Þó svo að þátttökuleyfi hafi verið gefin út af leyfisráði til handa öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið er vinnunni ekki lokið. Félögin þurfa nefnilega að sýna fram á að þau séu ekki í vanskilum vegna félagaskipta og vegna skuldbindinga við leikmenn, þjálfara og aðra 1. apríl. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Sigurði Óla boðið á Dallas Cup - 28.3.2012

Sigurði Óla Þorleifssyni hefur verið boðið af bandaríska knattspyrnusambandinu til þess að starfa á Dallas Cup, 1. - 8. apríl. Þetta er í 33. skiptið sem mótið er haldið en það þykir með því sterkara sem haldið er í yngri flokkum á hverju ári.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn hjá Víði - 28.3.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Eyþór Guðjónsson, Davíð Guðlaugsson og Jón Gunnar Sæmundsson léku ólöglegir með Víði gegn Álftanesi í Lengjubikar karla, þann 16. mars síðastliðinn. Leikmennirnir voru skráðir í Keflavík.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Markmannsskóli KSÍ á Akranesi - 28.3.2012

Í ár ætlar Knattspyrnusamband Íslands að bjóða upp á Markmannsskóla KSÍ. Markmannsskólinn verður fyrir stúlkur og drengi í 4. aldurflokki og verður með svipuðu sniði og Knattspyrnuskóli KSÍ.

Lesa meira
 
IMG_4826

Nemar úr Grundarskóla í starfskynningu - 27.3.2012

Albert Hafsteinsson, Daníel Þór Heimisson og Tryggvi Hrafn Haraldsson, nemendur 10. bekkjar Grundaskóla á Akranesi komu í starfskynningu hjá okkur, þriðjudaginn 27. mars. Þeir kynntu sér starfssemi knattspyrnusambandsins frá öllum hliðum. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Breyting á hópnum - 27.3.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur í milliriðli EM í Hollandi. Sóley Guðmundsdóttir, úr ÍBV, kemur inn í hópinn í stað Aldísar Köru Lúðvíksdóttir sem gefur ekki kost á sér.

Lesa meira
 
UEFA

Vilhjálmur og Andri til Sviss - 27.3.2012

Tveir íslenskir dómarar eru á leiðinni til Sviss þar sem þeir sækja námskeið fyrir unga og efnilega dómara. Námskeiðið er á vegum UEFA og kallast “CORE”.  Er hér um að ræða áætlun um þjálfun og menntun dómara á aldrinum 25 - 30 ára. Íslendingarnir sem fara til Sviss eru dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og aðstoðardómarinn Andri Vigfússon

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu föstudaginn 30. mars - 26.3.2012

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn föstudaginn 30. marsklukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.   Að þessu sinni mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, fjalla um fæðingardagsáhrif í knattspyrnu.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ 65 ára í dag - 26.3.2012

Í dag, mánudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 65 ára. Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ

Lesa meira
 
Stjörnuvöllur

Umsóknir í Mannvirkjasjóð KSÍ 2012 - 26.3.2012

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. apríl en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Hópurinn sem mætir Belgum í undankeppni EM - 26.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari A kvenna tilkynnti í dag, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, hópinn er mætir Belgum í undankeppni EM 2013. Leikurinn fer fram á KFC Dessel Sport vellinum í Dessel, miðvikudaginn 4. apríl kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Ísland í úrslitakeppni EM U17 karla! - 25.3.2012

U17 landslið karla vann í dag 4-0 stórsigur á Litháen í milliriðil fyrir EM, og á sama tíma vann Danmörk 3-2 sigur á Skotum. Þessi úrslit þýða að Ísland er komið í úrslitakeppnina, sem fram fer í Slóveníu í maí.  Frábær árangur sem sýnir enn og aftur hið öfluga starf í uppeldi ungra knattspyrnumanna hér á landi. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Lokaumferð milliriðilsins hjá U17 á sunnudag - 24.3.2012

U17 landslið karla á möguleika á að komast í úrslitakeppni EM, en liðið leikur lokaleik sinn í milliriðli sem fram fer í Skotlandi á sunnudag. Mótherjarnir eru Litháar og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarlið sitt, sem er óbreytt frá síðasta leik. Lesa meira
 
Magni

Ólöglegur leikmaður lék með Magna gegn KF - 23.3.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ingvar Már Gíslason lék ólöglegur með Magna gegn KF í Lengjubikar karla, þann 18. mars síðastliðinn. Keikmaðurinn var skráður í KA.

Lesa meira
 
003

Börn af leikskólanum Garðaborg í heimsókn hjá KSÍ - 23.3.2012

Þau voru eldhress og áhugasöm, börnin af leikskólanum Garðaborg í Fossvoginum í Reykjavík, sem heimsóttu KSÍ í dag. Þeim fannst mest spennandi að sjá alla þessa landsliðsbúninga sem veggirnir eru skreyttir með. Auðvitað voru svo allir leystir út með gjöfum.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 landsliðshópur kvenna fyrir milliriðil - 23.3.2012

U19 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir EM í Hollandi um mánaðamótin. Ásamt heimamönnum og Íslendingum eru Frakkar og Rúmenar í riðlinum. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið hóp Íslands. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður frá Aga- og úrskurðarnefnd - 22.3.2012

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 20. mars 2012, var leikmaður í Leikni R. úrskurðaður í 6 leikja bann og leikmaður KR úrskurðaður í 3 leikja bann vegna atvika sem áttu sér stað í leik KR og Leiknis R. í Reykjavíkurmóti 3. flokks karla B-lið 11. febrúar 2012.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Gunnar Jarl og Birkir dæma í Lúxemborg - 22.3.2012

Gunnar Jarl Jónsson dómari og Birkir Sigurðarson aðstoðardómari verða við störf næstu daga í Lúxemborg þar sem fram fer einn af milliriðlum EM hjá U17 karla. Þjóðirnar sem leika í þessum riðli eru auk heimamanna, Tékkland, Pólland og Hvíta Rússland.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Frækinn sigur á Skotum - 22.3.2012

Strákarnir í U17 unnu frækinn sigur á Skotum í kvöld í milliriðli EM en riðillinn er leikinn í Skotlandi. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og gerði Kristján Flóki Finnbogson eina mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6885

Níu þátttökuleyfi gefin út á seinni fundi leyfisráðs - 22.3.2012

Leyfisráð fundaði öðru sinni í yfirstandandi leyfisferli miðvikudaginn 21. mars og tók þá ákvarðanir um leyfisveitingu til þeirra félaga sem voru með útistandandi atriði á fyrri fundi ráðsins 13. mars.  Þar með hafa leyfisumsóknir allra þeirra 24 félaga sem leika í efstu tveimur deildum karla verið samþykktar. Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Skotum - 22.3.2012

Strákarnir í U17 karla leika í kvöld annan leik sinn í milliriðli EM en leikið er í Skotlandi. Mótherjarnir í kvöld eru einmitt heimamenn en leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson landsliðsþjálfari U17 karla hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og er það skipað sömu leikmönnum og hófu leikinn gegn Dönum. Lesa meira
 
Beinmaeling

Glærur frá fyrirlestri um sjúkrakostnað - 22.3.2012

Í gær fór fram í höfuðstöðvum KSÍ, fyrirlestur er bar yfirskriftina "Sjúkrakostnaður íþróttafélaga: Leiðbeiningar um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar hjá ÍSÍ og SÍ" og var það Svavar Jósefsson sem var fyrirlesari.  Það voru 30 manns sem sóttu fundinn frá 22 félögum

Lesa meira
 
Þróttur

Unglingadómaranámskeiði í Verkmenntaskóla Austurlands frestað - 21.3.2012

Fyrirhuguðu unglingadómaranámskeiði í Verkmenntaskóla Austurlands, sem halda átti fimmtudaginn 22. mars, hefur verið frestað vegna ónógrar þátttöku. Athugað verður síðar með að halda námskeiðið ef þátttaka verður næg. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Úrslitakeppni EM U17 kvenna haldin á Íslandi 2015 - 21.3.2012

Framkvæmdastjórn UEFA ákvað á fundi sínum á þriðjudag að samþykkja umsókn KSÍ um að halda úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna. Mun hún því fara fram hér á landi árið 2015.  UEFA hefur ákveðið að stækka úrslitakeppnina í þessum aldursflokki og verða þjóðirnar 8 sem leika þar frá og með 2014 en þá verður keppnin haldin í Englandi. Íslendingar verða svo gestgjafar 2015 og Hvíta Rússland 2016.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Jafntefli í hörkuleik gegn Dönum - 20.3.2012

Strákarnir í U17 hófu í kvöld leik í milliriðli EM en leikið er í Skotlandi. Fyrsti leikur liðsins var við Dani og lyktaði leiknum með jafntefli, 2 - 2, eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Daði Bergsson og Gunnlaugur Birgisson skoruðu mörk Íslendinga í leiknum.  Næsti leikur Íslendinga í riðlinum verður gegn Skotum á fimmtudaginn

Lesa meira
 
U17-kvenna-gegn-Donum-byrjunarlidid

U17 kvenna - Markalaust jafntefli gegn Dönum - 20.3.2012

Stelpurnar í U17 gerðu í kvöld markalaust jafntefli gegn stöllum sínum frá Danmörku en leikið var í Egilshöllinni. Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna í þessum aldursflokki en fyrri leiknum, sem leikinn var síðastliðinn sunnudag, lauk með 2 - 1 sigri Íslendinga.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveir nemar úr Háskóla Íslands í vettvangsnámi hjá KSÍ - 20.3.2012

Þær Ellen Agata Jónsdóttir og Þórunn Þrastardóttir eru þessa dagana í vettvangsnámi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Þær stunda nám í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og eru á 2. ári. Lesa meira
 
2012-U17-kvenna-byrjunarlid-Danmorki

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Dönum í kvöld - 20.3.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í kvöld er mætir Dönum í vinnáttulandsleik. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 18:00. Þetta er síðari leikur þjóðanna en Ísland vann fyrri leikinn 2-1.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum í kvöld - 20.3.2012

Strákarnir í U17 eru nú í Skotlandi þar sem þeir leika í milliriðli EM U17 karla. Fyrsti leikur Íslands er gegn Dönum í kvöld kl. 19:30 að íslenskum tíma. Á sama tíma leika hinar þjóðirnar í riðlinum, Skotar og Litháar. Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í kvöld.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 19.3.2012

Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari hefur valið útakshóp til æfinga hjá U16 kvenna. Æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum og verða 24. og 25. mars næstkomandi. Æfingarnar áttu upphaflega að vera um nýliðna helgi en var frestað vegna vináttulandsleikja hjá U17 kvenna við Danmörku.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 26. mars - 19.3.2012

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 26. mars kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþing 2012

Þinggerð 66. ársþings KSÍ - 19.3.2012

Hér að neðan má sjá þinggerð 66. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica Hótel 11. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Hamar

Hamar óskar eftir þjálfurum - 19.3.2012

Knattspyrnudeild Hamars í Hveragerði auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir 1 – 2 yngri flokka deildarinnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Þessa dagana er æft innahúss í íþróttahúsi bæjarins, en í vor færast allar æfingar út á gras-æfingasvæði.

Lesa meira
 
2012-U17-kvenna-byrjunarlid-Danmorki

U17 kvenna - Danir lagðir að velli - 18.3.2012

Stelpurnar í U17 lögðu stöllur sínar frá Danmörku í dag í vináttulandsleik sem fram fór í Egilshöll. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Ísland eftir að heimastúlkur leiddu 1 - 0 í leikhléi. Þjóðirnar mætast aftur á þriðjudaginn.   Aftur verður leikið í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 18:00.

Lesa meira
 
Völsungur

Athygliverð rannsókn tengd vímuvarnasamningi hjá Völsungi - 16.3.2012

KSÍ vill vekja athygli á rannsókn sem gerð var á síðasta ári er tengist vímuvarnarsamningi sem Völsungur gerði við sína iðkendur og hefur verið í gangi frá árinu 2004. Rannsóknin var unnin af Kjartani Páli Þórarinssyni.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Fyrirhuguðu dómaranámskeiði fyrir konur frestað - 16.3.2012

Fyrirhuguðu dómaranámskeiði fyrir konur, sem halda átti mánudaginn 19. mars, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Námskeiðið hafði verið auglýst hér á heimasíðu KSÍ. Námskeiðið verður auglýst síðar þegar af verður. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

FIFA styrkleikalisti kvenna - Ísland í 15. sæti - 16.3.2012

Íslenska kvennalandsliðið er í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Þetta er sama sæti og á síðasta lista en sem fyrr eru það Bandaríkin sem tróna á toppi listans en Þjóðverjar eru skammt undan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Breyting á hópnum fyrir Danaleikinn á sunnudaginn - 15.3.2012

Þorlákur Árnason hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Dönum í vináttulandsleik á sunnudaginn í Egilshöll. Bergrún Linda Björgvinsdóttir úr ÍBV kemur í stað Hildar Antonsdóttur úr Val, sem er meidd. Bergrún er einnig í hópnum fyrir leikinn á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn með KB - 15.3.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sigmar Egill Baldursson, Hrannar Bogi Jónsson og Freyr Saputra Daníelsson léku ólöglegir með KB gegn KFR í Lengjubikar karla, þann 10. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður með BÍ/Bolungarvík - 15.3.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Pétur Georg Markan lék ólöglegur með BÍ/Bolungarvík gegn Breiðabliki í Lengjubikar karla, þann 25. febrúar síðastliðinn. Leikmaðurinn var skráður í Víking. BÍ/Bolungarvík er því sektað um 30.000 krónur og skulu úrslit leiksins standa óbreytt.

Lesa meira
 
Þróttur

Unglingadómaranámskeið í Verkmenntaskóla Austurlands 22. mars - Frestað - 15.3.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt Neskaupstað í Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði fimmtudaginn 22. mars og hefst kl. 17:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR (Sportmyndir)

Fimmtán félögum veitt þátttökuleyfi - 14.3.2012

Leyfisráð fundaði síðast þriðjudag vegna og fór yfir umsóknir allra 24 leyfisumsækjenda í efstu tveimur deildum karla. Ákveðið var að gefa út þátttökuleyfi til 7 félaga í Pepsi-deild og 8 félaga í 1. deild.  Öðrum félögum var gefinn frestur til föstudags til að ganga frá útistandandi atriðum.

Lesa meira
 
Danski-U17-hopurinn

U17 kvenna - Leikið við Dani á sunnudag og þriðjudag - 14.3.2012

Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Dönum hjá U17 kvenna og fara báðir leikirnir fram í Egilshöll. Fyrri leikurinn verður sunnudaginn 18. mars og hefst kl. 11:45 en sá síðari verður þriðjudaginn 20. mars og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sjúkrakostnaður íþróttafélaga og umsóknir um endurgreiðslu - 14.3.2012

Miðvikudaginn 21. mars milli kl. 13 og 15 býður KSÍ upp á fyrirlesturinn Sjúkrakostnaður íþróttafélaga: Leiðbeiningar um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar hjá ÍSÍ og SÍ. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum KSÍ. Forsvarsmönnum allra knattspyrnudeilda landsins er boðið og er áhersla lögð á að framkvæmdastjórar eða aðrir sem sinna umsóknum um endurgreiðslu sjúkrakostnaðar sæki fyrirlesturinn. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 14.3.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í  Kórnum og er seinni æfingin utanhúss. Alls eru 23 leikmenn valdir á þessar æfingar um helgina.

Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Dómaranámskeið fyrir konur í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 19. mars - Frestað - 13.3.2012

Dómaranámskeið fyrir konur verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 19. mars kl. 19:00.  Þetta námskeið ætlað konum sem hafa áhuga á því gerast héraðsdómarar og dæma í efri deildum.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Knattspyrnumót sumarsins 2012 - Athugasemdafrestur rennur út í dag - 13.3.2012

Drög að mótum sumarsins hafa verið birt hér á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 22. mars.

Lesa meira
 
Steingrímur Jóhannesson

Kveðja frá KSÍ - 12.3.2012

Sumir búa yfir þeim hæfileika í knattspyrnu að skora mörk. Framherjinn knái úr Vestmannaeyjum, Steingrímur Jóhannesson, var slíkur leikmaður. Steingrímur lék um árabil með knattspyrnuliði ÍBV við góðan orðstír, var lykilmaður í liði ÍBV sem varð tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari á árunum 1997 og 1998, og varð markakóngur efstu deildar árin 1998 og 1999

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Málþing um íþróttadómara miðvikudaginn 21. mars - 12.3.2012

ÍSÍ, KSÍ, HSÍ, KKÍ og BLÍ boða til málþings um íþróttadómara og þeirra mikilvægu störf í tengslum við íþróttirnar. Fulltrúar sérsambandanna munu fjalla um stöðu mála og framtíðarhorfur. Málþingið er öllum opið, endurgjaldslaust á meðan húsrúm leyfir. Allir sem áhuga hafa á þessum málum eru hvattir til að mæta.

Lesa meira
 
Afturelding

Unglingadómaranámskeið að Varmá Mosfellsbæ fimmtudaginn 15. mars - 12.3.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Aftureldingu að Varmá fimmtudaginn 15. mars og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Hópurinn fyrir milliriðil EM í Skotlandi - 12.3.2012

Gunnar Guðmundson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM dagana 20. - 25. mars næstkomandi. Riðillinn verður leikinn í Skotlandi og eru mótherjar Íslendinga, auk heimamanna, Danir og Litháar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Hópar fyrir vináttulandsleiki gegn Dönum - 12.3.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópa fyrir vináttulandsleiki gegn Dönum. Þorlákur velur tvo hópa fyrir þessa leiki en leikið verður í Egilshöllinni, sunnudaginn 18. mars og þriðjudaginn 20. mars.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Fræðslufundur um dómgæslu á Reyðarfirði - 9.3.2012

Kristinn Jakobsson, FIFA dómari, dæmir leik Hattar og Fjölnis þann 17. mars n.k. kl. 14:00 í Fjarðarbyggðarhöllinni. Í tengslum við leikinn verður fræðslufundur í Grunnskólanum á Reyðarfirði þar sem Kristinn mun ásamt reyndum aðstoðardómara fara yfir helstu þætti dómgæslunnar.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5752

Sjónvarpsútsendingar frá íslenskri knattspyrnu - 9.3.2012

Allt frá árinu 1994 hefur KSÍ selt Sportfive (áður UFA) sýningarrétt frá íslenskri knattspyrnu, fyrst landsleikjum en síðan einnig frá Íslandsmóti og bikarkeppni frá árinu 1998. Með þessu hafa tekjur til íslenskrar knattspyrnu aukist verulega. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Frækinn sigur á Englendingum - 8.3.2012

Stelpurnar í U19 lögðu í dag Englendinga með þremur mörkum gegn tveimur í vináttulandsleik á La Manga. Þetta var þriðji og síðasti leikur stelpnanna í ferðinni en þær höfðu tapað naumlega fyrir Skotum og Norðmönnum áður. Íslenska liðið lenti tveimur mörkum undir í síðari hálfleik en, með elju og seiglu, tókst þeim að innbyrða sigur.

Lesa meira
 
UEFA

Tilkynningar um leiki við erlend lið og leiki erlendis - 8.3.2012

Þann 1. ágúst 2011 tóku gildi nýjar reglur FIFA um alþjóðlega leiki, þar með talið alla vináttu- og æfingaleiki félagsliða. Nú þarf að tilkynna UEFA og FIFA um alla leiki þar sem lið frá tveimur knattspyrnusamböndum mætast eða ef lið frá einu sambandi mætast á leikvelli í öðru landi. UEFA þarf svo að gefa leyfi sitt fyrir því að viðkomandi leikur fari fram.

Lesa meira
 
Íþróttabókin

„Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár” - 8.3.2012

Í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ gaf Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands út bók sem ber heitið „Íþróttabókin - ÍSÍ saga og samfélag í 100 ár”. Með útgáfu hennar er leitast við að geyma í senn sögu sambandsins og merka atburði í íslensku íþróttalífi. Lesa meira
 
Þróttur R.

Fjárhagsgögn allra 24 félaga hafa nú borist - 8.3.2012

Öll 24 félögin sem leika í efstu tveimur deildum karla og undirgangast þar með leyfiskerfi KSÍ hafa nú skilað fjárhagsgögnum sínum. Þróttur R. skilaði sínum gögnum á miðvikudag og var hringnum þar með lokað. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við England í dag á La Manga - 8.3.2012

Stelpurnar í U19 leika í dag síðasta leik sinn af þremur á La Manga en leikið verður við England í dag. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - 6. sætið á Algarve Cup - 7.3.2012

Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í 6. sæti á Algarve Cup sem lauk í dag. Íslendingar biðu lægri hlut gegn Dönum í leik um 5. sætið, 1 - 3. Það var Hólmfríður Magnúsdóttir sem skoraði mark Íslands undir lok fyrri hálfleiks og minnkaði þá muninn í 1 - 2. Lesa meira
 
Blikkid_poster

Blikkið - Saga Melavallarins - 7.3.2012

Blikkið, saga Melavallarins, verður frumsýnd föstudaginn 9.mars næstkomandi. Myndin verður sýnd daglega í Bíó Paradís á Hverfisgötu 54 frá 10.mars og eru sýningar kl. 18:00 og 20:00 Um er að ræða heimildarmynd um Melavöllinn eftir Kára G. Schram.

Lesa meira
 

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um 18 sæti - 7.3.2012

Íslenska karlalandsliðið fellur um 18 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið er nú í 121. sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sætinu og Hollendingar í því öðru en þeir síðarnefndu velta Þjóðverjum niður í þriðja sætið.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Eins marks tap gegn Norðmönnum á La Manga - 6.3.2012

Stelpurnar í U19 töpuðu naumlega gegn stöllum sínum frá Noregi í dag. Leikurinn var vináttulandsleikur sem leikinn var á La Manga. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Norðmenn eftir markalausan fyrri hálfleik. Elín Metta Jensen skoraði mark Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Dönum - 6.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum í leik um 5. sætið á Algarve Cup. Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum á Facebooksíðu KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Norðmönnum á La Manga - 6.3.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Norðmönnum í dag á La Manga. Þetta er annar leikur liðsins í þessari ferð en fyrsta leiknum tapaði Ísland gegn Skotum, 0 - 1.

Lesa meira
 
A-kvenna-Algarve

A kvenna - Kínverjar lagðir á Algarve - 5.3.2012

Íslendingar lögðu Kínverja í dag í lokaleik liðsins í riðakeppni Algarve Cup. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sigurmarkið á 79. mínútu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 og U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 5.3.2012

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 og U19 karla og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni. Tveir hópar verða við æfingar hjá U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-215

Lokayfirferð leyfisgagna - 5.3.2012

Nú stendur yfir lokayfirferð leyfisgagna þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ og hyggjast leika í efstu tveimur deildum Íslandsmóts karla 2012. Lokaathugasemdir vegna fjárhagsþátta verða senda til félaganna í byrjun vikunnar ásamt því sem minnt verður á útistandandi athugasemdir vegna annarra þátta. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum

U19 kvenna - Tap gegn Skotum á La Manga - 5.3.2012

Stelpurnar í U19 eru nú staddar á La Manga þar sem þær leika þrjá vináttulandsleiki.  Leikið var gegn Skotum í gær í fyrsta leik liðsins og höfðu þær skosku betur, 1 - 0. 

Næsti leikur Íslands er á morgun, þriðjudag, en þá verður leikið gegn Noregi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Kína - 4.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Kínverjum á Algarve Cup á morgun, mánudaginn 5. mars. Leikurinn hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma og er síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum - 4.3.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Skotum á æfingamóti á La Manga. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma en aðrar þjóðir á mótinu eru Noregur og England.

Lesa meira
 
A-kvenna-Algarve

A kvenna - Sænskur sigur á Algarve - 2.3.2012

Svíar lögðu Íslendinga með fjórum mörkum gegn einu í annarri umferð á Algarve Cup í dag. Svíar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik þar sem þær léku mjög vel en öll mörk leiksins komu á fyrstu 45. mínútunum og hófst markasúpan strax á fyrstu mínútu.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve - 1.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Svíum á Algarve Cup. Þetta er annar leikur Íslands á mótinu en liðið tapaði gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum, 0 - 1. Svíar lögðu Kínverja í fyrsta leik sínum, 1 - 0.

Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-010