The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140824175809/http://www.ksi.is/frettir/2008/06

Fréttir

Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Naumt tap íslensku stelpnanna í fyrsta leik - 30.6.2008

Opna Norðurlandamótið hjá U16 kvenna hófst í dag og voru fjórir leikir á dagskránni.  Íslensku stelpurnar töpuðu, 0-1, gegn Dönum á Selfossi í hörkuleik en þær mæta Norðmönnum í Þorlákshöfn á morgun, þriðjudaginn 1. júlí. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Norðurlandamót U16 kvenna hefst í dag - 30.6.2008

Opna Norðurlandamótið hjá U16 kvenna hefst í dag og fer mótið fram hér á landi.  A riðill, þar sem Ísland leikur, fer fram á Suðurlandi en B riðill er leikinn á Suðurnesjum.  Á Selfossi taka Íslendingar á móti Dönum og hefst leikurinn kl. 16:00. 

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Fylkir úr leik í Inter Toto keppninni - 29.6.2008

Fylkismenn eru úr leik í Inter Toto keppninni eftir að hafa tapað gegn lettneska liðinu FK RIga á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0-2 gestunum í vil og dugði þar með ekki góður sigur Fylkismanna í fyrri leiknum. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Takk fyrir - 27.6.2008

Nú er nýlokið tveimur leikjum hjá A-landsliði kvenna í knattspyrnu og afar mikilvægir sigrar unnust í þeim báðum.  Liðið lék frábærlega og hefur færst enn nær því markmiði að leika í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi á næsta ári. Lesa meira
 
Henri Desgrange völlurinn í Frakklandi

Leikið við Frakka 27. september - 27.6.2008

Laugardaginn 27. september leikur íslenska kvennalandsliðið lokaleik sinn í undankeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn er einn sá mikilvægasti sem íslenskt landslið hefur leikið en jafntefli tryggir liðinu sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008.  Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Sól og sigur í Laugardalnum - 26.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið bætti enn einni rósinni í hnappagatið er þær lögðu Grikki á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 7 - 0 íslenska liðinu í vil og skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir þrennu í leiknum.  Íslandi dugir jafntefli í síðasta leik sínum í Frakklandi 27. september til þess að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2009. Lesa meira
 
Allt klárt í búningsklefanum á Laugardalsvelli

Allt klárt fyrir leikinn á Laugardalsvelli - 26.6.2008

Það styttist í leik Íslands og Grikklands sem hefst á Laugardalsvelli kl. 16:30.  Allt er klárt í búningklefa íslenska liðsins og vallarstarfsmenn að leggja lokahönd á að völlurinn verði tilbúinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008.  Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Ísland - Grikkland í dag kl. 16:30 - Myndband - 26.6.2008

Það ætti ekki að fara framhjá neinum að í dag leikur íslenska kvennalandsliðið sinn síðasta heimaleik í undankeppni fyrir EM 2009.  Hér að neðan má sjá myndbönd sem að þjálfarinn, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, hefur notað í sínum undirbúningi. Lesa meira
 
Stelpurnar fagna marki

Syrpa fyrir leikinn gegn Slóveníu - 26.6.2008

Viltu sjá hvernig Sigurður Ragnar Eyjólfsson kemur stelpunum upp á tærnar fyrir leik?  Þetta sýndi hann þeim fyrir leikin gegn Slóveníu. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Byrjunarliðið gegn Grikkjum - 26.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn mikilvæga gegn Grikkjum.  Leikurinn hefst kl. 16:30 í dag á Laugardalsvelli og hefst miðasala á leikstað kl. 15:30. Lesa meira
 
Fótboltasumarið 2008

Fótboltasumarið 2008 er komið út - 26.6.2008

Tímaritið Fótboltasumarið 2008 er komið út og er sérlega glæsilegt í ár. Mjög vönduð umfjöllun er um liðin í Landsbankadeildum karla og kvenna og liðin í 1. og 2.deild karla kynnt.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Handhafar A passa fyrir leikinn gegn Grikklandi - 25.6.2008

Handhafar A passa KSÍ þurfa ekki að nálgast miða fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM kvenna sem fram fer fimmtudaginn 26. júní kl. 16:30.  Nóg er að sýna passana við innganginn á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
ksi-Akvenna

Viðtal við Ólínu G. Viðarsdóttur - 25.6.2008

Viðtal við Ólínu G. Viðarsdóttur á blaðamannafundi fyrir landsleikinn gegn Grikkjum. Lesa meira
 
Sigurjón Brink

Gunni Óla og Sjonni Brink skemmta í hálfleik - 25.6.2008

Gunnar Ólason og Sigurjón Brink munu halda uppi fjörinu með gítarleik og söng í hálfleik á viðureign Íslands og Grikklands á Laugardalsvelli á fimmtudag.  Þeir félagar eru magnað tvíeyki með mikla reynslu úr tónlistarbransanum.

Lesa meira
 
Dóra Stefánsdóttir

Viðtal við Dóru Stefánsdóttur - 25.6.2008

Viðtal við landsliðskonuna Dóru Stefánsdóttur á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Grikkjum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008.  Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Leikmannahópurinn fyrir Grikkjaleikinn - Myndband - 25.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Grikkjum í undakeppni EM kvenna 2009.  Ein breyting er á hópnum frá því í síðasta leik, Dóra Stefánsdóttir kemur inn í hópinn í stað Pálu Marie Einarsdóttur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Myndband frá knattspyrnuskóla stúlkna - 25.6.2008

Síðustu daga hefur knattspyrnuskóli KSÍ verið starfræktur á Laugarvatni.  Dagana 9. - 13. júní voru það stúlkurnar sem voru við æfingar á Laugarvatni og drengirnir á sama stað, 16. - 20. júní. Lesa meira
 
ksi-merki

Frá knattspyrnuskóla stúlkna á Laugarvatni - 25.6.2008

Frá heimsókn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara, í knattspyrnuskóla stúlkna á Laugarvatni. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi - 25.6.2008

Dómari leiks Íslands og Grikklands í undankeppni EM kvenna kemur frá Þýskalandi.  Hún heitir Anja Kunick og henni til aðstoðar verða löndur hennar, Moiken Jung og Marina Wozniak. Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Eddu Garðarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur

Ásta og Rakel gestir á æfingu fatlaðra - Myndaband - 25.6.2008

Síðasta sunnudag var knattspyrnuæfing fatlaðra á sparkvellinum við Laugarnesskóla en æfingin er liður í samstarfsverkefni KSÍ og ÍF.  Landsliðskonurnar Ásta Árnadóttir og Rakel Hönnudóttir voru sérstakir gestir. Lesa meira
 
Frá knattspyrnuæfingu fatlaðra við Laugarnesskóla

Frá æfingu knattspyrnuæfingu fatlaðra - 25.6.2008

Frá knattspyrnuæfingu fatlaðra sem fram fór 22. júní.  Sérstakir gestir á æfingunni voru landsliðskonurnar Ásta Árnadóttir og Rakel Hönnudóttir. Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Sjónvarpsleikir næstu umferða í Landsbankadeild karla - 24.6.2008

Ákveðnir hafa verið þeir leikir er sýndir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu umferðum.  Í flestum tilfellum breytast tímasetningar þessara leikja. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Klæðum stúkuna í blátt! - 24.6.2008

Áttu gamlan landsliðsbúning, eða nýjan?  Áttu bláa úlpu eða bláa peysu, bláa húfu eða trefil?  Áttu bláa skó, bláa vettlinga?  Áttu eitthvað blátt?  Klæðum stúkuna í blátt á fimmtudaginn og styðjum stelpurnar okkar til sigurs!

Lesa meira
 
Sérstakir gestir KSÍ á landsleiknum gegn Slóveníu voru liðsmenn landsliðsins er léku fyrsta landsleik kvenna gegn Skotum árið 1982

Fyrsta kvennalandsliðið gestir á leiknum gegn Slóveníu - 23.6.2008

Liðsmenn fyrsta kvennalandsliðs Íslands voru heiðursgestir á landsleik Íslands og Slóveníu á laugardag. Fyrsti leikurinn var gegn Skotum ytra þann 20. september 1981, en leiknum lauk með sigri Skota 2-1. Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Kristján Helga Jóhannsson - 23.6.2008

Viðtal við Kristján Helga Jóhannsson, framkvæmdastjóra Reynis Sandgerði, eftir dráttinn í 16 liða úrslitum VISA bikars karla Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Þorvald Örylygsson - 23.6.2008

Viðtal við Þorvald Örlygsson, þjálfara Fram, eftir dráttinn í 16 liða úrslitum VISA bikars karla Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtal við Jón Óskar Þórhallsson - 23.6.2008

Viðtal við Jón Óskar Þórhallsson, forráðamann hjá ÍBV, eftir dráttinn í 16 liða úrslita VISA bikars karla Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

"Það er alltaf rosalega gaman á vellinum hjá okkur" - 23.6.2008

Nú er landsleikurinn búinn gegn Slóveníu þar sem vannst mikilvægur 5-0 sigur í riðlakeppni Evrópumótsins.  Það komu 3.922 áhorfendur að styðja við bakið á okkur og það var frábær stemmning á leiknum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikbann Karitasar fellt úr gildi - 23.6.2008

Áfrýjunardómstóll KSÍ tók fyrir í dag áfrýjun Knatspyrnusambands ÍA gegn Aga - og úrskurðarnefnd KSÍ.  ÍA fór fram á að úrskurði aga - og úrskurðarnefndar um leikbann  Karitasar Hrafns Elvarsdóttur yrði fellt úr gildi. Lesa meira
 
Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Hópurinn hjá U16 kvenna fyrir Norðurlandamótið - 23.6.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sinn er leikur á Opna Norðurlandamótinu U16 kvenna sem fram hér á landi dagana 30. júní - 5. júlí.  Mótið fer að mestu fram á Suðurlandi og á Suðurnesjum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Bikarmeistararnir sækja Keflvíkinga heim - 23.6.2008

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla og ljóst að margir athygliverðir leikir fara fram í þeirri umferð.  Leikirnir fara fram miðvikudaginn 2. júlí og fimmtudaginn 3. júlí. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Ísland - Grikkland fimmtudaginn 26. júní kl. 16:30 - 23.6.2008

Ísland tekur á móti Grikklandi í undankeppni EM kvenna 2009 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. júní kl. 16:30.  Leikurinn er síðasti heimaleikur stelpnanna í þessari undankeppni EM. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 16 liða úrslit VISA bikars karla í hádeginu - 23.6.2008

Í dag verður dregið í 16 liða úrslit VISA bikars karla.  Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00.  Af þeim 16 félögum sem eru eftir í keppninni eru tíu úr Landsbankadeildinni, þrjú koma úr 1. deild og önnur þrjú úr 2. deild. Lesa meira
 
Fylkir

Góður sigur Fylkis í Lettlandi - 23.6.2008

Fylkismenn gerðu góða ferð til Lettlands en þar lögðu þeir FK Riga í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar.  Lokatölur urðu 1-2 en heimamenn minnkuðu muninn eftir að Fylkismenn höfðu komist í 0-2. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild karla 2008 - 23.6.2008

Framundan eru leikir í Landsbankadeild karla.  Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni frá félögunum sjálfum. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Öruggur sigur á Slóveníu - 21.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Slóvenum í dag með fimm mörkum gegn engu.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrjú mörk í leiknum og þær Katrín Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu eitt hvor. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Slóvenía í dag kl. 14:00 - 21.6.2008

Í dag mætast Ísland og Slóvenía í undankeppni EM 2009 og hefst leikurinn kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir báðar þjóðir og treysta stelpurnar á stuðning íslensku þjóðarinnar. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu - 20.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóvenum á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. júní kl. 14:00.  Guðrún Sóley Gunnarsdóttir mun leika sinn 50. landsleik og Edda Garðarsdóttir fer í 60 landsleiki. Lesa meira
 
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Leikur Guðrún Sóley sinn 50. landsleik? - 20.6.2008

Varnarmaðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir mun væntanlega leika sinn 50. A landsleik á morgun gegn Slóveníu en hún hefur verið einn af lykilmönnum í varnarleik liðsins.  Þá mun Edda Garðarsdóttir líklega leika sinn 60. landsleik gegn Slóveníu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Sigurður valdi 19 leikmenn fyrir leikinn gegn Slóveníu - 20.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 19 leikmenn í hópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu.  Átján leikmenn verða á skýrslu en vegna meiðsla í hópnum hefur Sigurður Ragnar nítján leikmenn til taks fyrir leikinn. Lesa meira
 
Leikskráin fyrir Ísland-Slóvenía og Ísland-Grikkland

Leikskrá gefin út fyrir landsleikina gegn Slóveníu og Grikklandi - 20.6.2008

KSÍ ákvað á síðasta ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki og er því haldið áfram nú fyrir kvennalandsleikina gegn Slóveníu og Grikklandi í undankeppni EM 2009. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Guðmundur valinn bestur í fyrstu 7 umferðunum - 20.6.2008

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrstu sjö umferðirnar í Landsbankadeild karla.  Guðmundur Steinarsson úr Keflavík var valinn besti leikmaður þessara umferða og Kristján Guðmundsson, var valinn þjálfari umferðanna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 16 liða úrslitin á mánudaginn - 20.6.2008

Í gærkvöldi kom í ljóst hvaða félög verða í skálinni góðu þegar dregið verður í 16 liða úrslit VISA bikars karla.  Drátturinn fer fram mánudaginn 23. júní í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild karla - 20.6.2008

Í hádeginu í dag, föstudag, verða veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild karla og fer afhendingin fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Lesa meira
 
Ingó Veðurguð

Ingó Veðurguð skemmtir í hálfleik - 20.6.2008

Í hálfleik á landsleik Íslands og Slóveníu á morgun laugardag, mun Veðurguðinn Ingó skemmta vallargestum með gítarleik og söng.  Staðfest er að hið geysivinsæla "Bahama" sé á meðal þeirra laga sem hann mun leika. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Mætum tímanlega - Hátíðin hefst kl. 12:30 - 19.6.2008

Laugardagurinn 21. júní er dagur kvennaknattspyrnunnar á Íslandi og verður hann haldinn hátíðlegur á Laugardalsvelli þar sem Ísland og Slóvenía mætast í undankeppni EM 2009.

Lesa meira
 
Alidkv1981-0001

Fyrstu landsliðskonur Íslands sérstakir gestir - 19.6.2008

Sérstakir gestir KSÍ á landsleiknum við Slóvena á laugardaginn verða þeir leikmenn er skipuðu fyrsta landsliðshóp Íslands í knattspyrnu kvenna.  Fyrsti landsleikurinn var leikinn gegn Skotum ytra og fór fram í Kilmarnock 20. september. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Að gera það sem engum hefur áður tekist - 19.6.2008

Þann 6. janúar 2007 sat ég fund með 40 bestu leikmönnum Íslands. Á þeim fundi ákváðum við að gera það sem engum hefur áður tekist í sögu íslenskrar knattspyrnu. Lesa meira
 
Facebook

Stelpurnar okkar á Facebook - 19.6.2008

Á vefsíðunni Facebook er að finna aðdáendasíðu kvennalandsliðsins. Allir Facebook notendur eru hvattir til að kíkja á síðuna og skrá sig í klúbbinn.

Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra með landsliðskonunum Eddu Garðarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ í fullum gangi - 19.6.2008

Fyrsta æfingin í Sparkvallarverkefni ÍF og KSÍ fór fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla 15. júní. Sérstakir gestir á æfingunni voru Edda Garðarsdóttir og Hólmfríður Magúsdóttir.  Önnur æfing verður haldinn á sama stað sunnudaginn 22. júní Lesa meira
 
VISA-bikarinn

32 liða úrslitin klárast í kvöld - 19.6.2008

Í kvöld klárast 32 liða úrslitin í VISA bikar karla en þó hófust með pompi og prakt í gærkvöldi.  Landabankadeildarliðin Þróttur og ÍA eru dottin úr lestinni en í kvöld fara fram átta athygliverðir leikir og má búast við skemmtilegu VISA bikar kvöldi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Fyrsta æfingin hjá stelpunum í kvöld - 18.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið hóf undirbúning sinn fyrir landsleikinn gegn Slóvenum í kvöld.  Dagur Sveinn Dagbjartsson, mætti með myndavélina á æfinguna í kvöld og hitti þar fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur og Ástu Árnadóttur Lesa meira
 
Ásta Árnadóttir

Viðtal við Ástu Árnadóttur - 18.6.2008

Viðtal við Ástu Árnadóttur landsliðskonu úr Val, fyrir landsleikinn gegn Slóvenum Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Viðtal við Katrínu Jónsdóttur landsliðsfyrirliða - 18.6.2008

Viðtal við Katrínu Jónsdóttur fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins fyrir leikinn gegn Slóveníu Lesa meira
 
UEFA

Dómarar leiksins gegn Slóveníu koma frá Hollandi - 18.6.2008

Dómarar leiksins sem verða við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Slóveníu á laugardaginn koma frá Hollandi.  Dómarinn heitir Sjoukje De Jong og henni til aðstoðar verða löndur hennar Vivian Peeters og Nicolet Bakker. Lesa meira
 
KR

Úrskurðað í máli Fylkis gegn KR - 18.6.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fylkis gegn KR en kært var vegna leiks félaganna í 3. flokki karla B sem fram fór á KR velli, 5. júní 2008.  Í úrskurðarorðum kemur fram að Fylkismönnum er dæmdur sigur í leiknum með markatölunni 3-0 og þá er Knattspyrnudeild KR sektuð um 10.000 krónur.

Lesa meira
 
Merki Slóvenska knattspyrnusambandsins

Landsliðshópur Slóveníu sem mætir Íslandi - 18.6.2008

Slóvenar hafa tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í undankeppni EM 2009 hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. júní kl. 14:00.  Ellefu leikmenn landsliðshópsins koma frá tveimur sterkustu félögunum í Slóveníu. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast - 18.6.2008

Að horfa upp í stúku og hlusta á alla syngja þjóðsönginn með okkur gaf manni þvílíka gæsahúð og fyllti mann þannig þjóðarstolti og það var aldrei að fara að koma til greina annað en að leggja lífið að veði fyrir sigur” - Sif Atladóttir Lesa meira
 
VISA-bikarinn

32 liða úrslit í VISA bikarnum hefjast í kvöld - 18.6.2008

Í kvöld hefjast 32 liða úrslit VISA bikars karla og eru átta leikir á dagskránni.  Liðin 12 úr Landsbankadeildinni koma nú inn í keppnina og eru átta leikir á dagskránni í kvöld og lýkur svo umferðinni á morgun, fimmtudag. Lesa meira
 
Grindavíkurblaðið 2008

Grindavíkurblaðið 2008 komið út - 16.6.2008

Blað knattspyrnudeildar Grindavíkur kemur út í dag og er ýmislegt áhugavert efni að finna í blaðinu, m.a. viðtöl við Scott Ramsay, Tomasz Stolpa, Orra Frey Hjaltalín og Ólaf Örn Ólafsson bæjarstjóra Grindavíkur. Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Góður árangur hingað til gegn Grikklandi - 16.6.2008

Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir gegn Slóveníu og Grikklandi hjá kvennalandsliðinu en liðið er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni EM 2009.   Lliðinu hefur gengið vel gegn Grikkjum en aðeins einu sinni hefur verið leikið gegn Slóveníu. Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir umferðir 1 - 6 í Landsbankadeild kvenna 2008

Dóra María best í fyrstu sex umferðunum - 16.6.2008

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir fyrstu 6 umferðirnar í Landsbankadeild kvenna. Dóra María Lárusdóttir úr Val þótti best leikmanna í þessum umferðum og þjálfarar hennar hjá Val voru valdir bestir. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild kvenna - 16.6.2008

Framundan eru leikir í Landsbankadeild kvenna.  Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni frá félögunum sjálfum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vegna umræðu um dómaramál - 13.6.2008

Af gefnu tilefni vill KSÍ koma eftirfarandi á framfæri: Ólafur Ragnarsson dómari sem dæmdi leik Keflavíkur og ÍA þann 25. maí sl. stóðst öll þau próf, bæði fræðileg og líkamleg, sem sett eru fyrir dómara í efstu deild.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Hópurinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi valinn - 13.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi sem fara fram á Laugardalsvelli 21. og 26. júní næstkomandi.  Tveir nýliðar eru í hópnum. Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Hverjar voru bestar í fyrstu 6 umferðunum? - 13.6.2008

Í hádeginu á mánudag verða afhentar viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild kvenna.  Hvaða leikmenn hafa staðið sig best?  Hvaða þjálfari hefur náð bestum árangri?  Hvaða stuðningsmenn hafa vakið mesta athygli?

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Slóvenía laugardaginn 21. júní - 13.6.2008

Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni EM kvenna 2009, laugardaginn 21. júní kl. 14:00.  Íslensku stelpurnar eru í baráttu um sæti í úrslitakeppni EM 2009 og yrði það í fyrsta skipti sem A landslið Íslands í knattspyrnu tæki þátt í úrslitakeppni stórmóts. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Starfshópur um ábyrga framkomu aðila innan vébanda KSÍ í fjölmiðlum - 13.6.2008

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 12. júní að skipa starfshóp til þess að fjalla um ábyrga framkomu aðila innan vébanda KSÍ í fjölmiðlum.  Starfshópnum er ætlað að kynna sér stöðu þessara mála í nágrannalöndum.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

Norðmenn sterkari á Vodafonevellinum - 13.6.2008

Norðmenn lögðu Íslendinga í gærkvöldi í vináttulandsleik hjá U21 karla en leikið var á Vodafonevellinum.  Lokatölur urðu 1-4 eftir að Norðmenn leiddu í hálfleik, 0-1.  Það var Jón Vilhelm Ákason sem að skoraði mark Íslendinga. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Ísland - Noregur í kvöld - 12.6.2008

Í kvöld fer fram á Vodafonevellinum vináttulandsleikur hjá U21 karlalandsliðum Íslands og Noregs.  Leikurinn hefst kl. 19:15 og er aðgangur ókeypis.  Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í kvöld. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Knattspyrnuskóli drengja á Laugarvatni 16. - 20. júní - 11.6.2008

Knattspyrnuskóli drengja verður sem fyrr á Laugarvatni og verður hann starfræktur dagana 16. - 20. júní að þessu sinni.  Þátttakendur skólans eru fæddir árið 1994.  Von er á góðum gestum og gestakennurum til þess að leiðbeina drengjunum. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Úrtaksæfingar fyrir Norðurlandamót hjá U16 kvenna - 11.6.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp til úrtaksæfinga og eru þetta síðustu úrtaksæfingarnar fyrir Opna Norðurlandamótið er hefst hér á landi 30. júní næstkomandi. Lesa meira
 
ÍA

Frá fundi Aga- og úrskurðarnefndar - 11.6.2008

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar þann 10. júní síðastliðinn úrskurðaði nefndin í máli vegna leikskýrslu í leik ÍA/Aftureldingar - Haukar í 2. flokki kvenna sem fram fór 26. maí síðastliðinn.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Guðmundur Pétursson í landsliðshópinn - 10.6.2008

Luka Kostic hefur kallað inn nýjan mann í hópinn hjá U21 karla.  Guðmundur Pétursson úr KR kemur inn í hópinn í stað Alberts Brynjars Ingasonar úr Val sem er meiddur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Skúli Jón inn í landsliðshópinn - 10.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Norðmönnum á fimmtudaginn.  Skúli Jón Friðgeirsson úr KR kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Eggerts Rafns Einarssonar, sem er meiddur. Lesa meira
 
Frá æfingu fatlaðra í sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ 2008 - 10.6.2008

Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ hófst árið 2007 og ákveðið hefur verið að halda verkefninu áfram og standa fyrir þremur æfingum í júní 2008.  Tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra karla og kvenna í knattspyrnu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Tvær breytingar á hópnum hjá U21 karla - 9.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik, fimmtudaginn 12. júní kl. 19:15.  Leikurinn fer fram á hinum nýja Vodafonevelli.Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtaksæfingar um helgina hjá strákunum í U17 - 9.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 29 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ en einnig sækja strákarnir fyrirlestur þessa helgi. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Ráðstefna þýskra knattspyrnuþjálfara í Wiesbaden - 9.6.2008

Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Wiesbaden 28. júlí - 30. júlí í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um EURO 2008. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Skilagrein fyrir bikarkeppni á excel formi - 6.6.2008

Á heimasíðu sambandsins má nú finna skilagrein fyrir bikarkeppni í excel formi og er handhægt fyrir félögin að fylla beint inn í skjalið og senda til KSÍ.  Athugið að það er sérstakt eyðublað fyrir fyrstu umferðir bikarkeppninnar og svo annað eyðublað fyrir 8 og 16 liða úrslit. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Breytingar á tveimur leikjum í Landsbankadeild karla - 6.6.2008

Leikdagar og leiktímar tveggja leikja í Landsbankadeild karla hafa breyst og er um ræða leiki ÍA og Vals úr 7. umferð og leik Fylkis og Grindavíkur í 8. umferð.  Lesa meira
 
Vidir

Víðir í Evrópukeppni í Futsal - 6.6.2008

Í dag var gengið frá umsókn Víðismanna í Evrópukeppni í Futsal og mun því Víðir verða fyrsta íslenska félagið sem tekur þátt í þeirri keppni.  Dregið verður í riðla 2. júlí næstkomandi í höfuðstöðvum UEFA og þá mun einnig koma í ljós hvar verður leikið   Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tólfan ætlar að fjölmenna - 6.6.2008

A landslið kvenna leikur tvo heimaleiki í undankeppni EM 2009 á næstu vikum.  Fyrst gegn Slóvenum 21. júní og síðan gegn Grikkjum 26. júní.  Tólfan, stuðningssveit íslenska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar að fjölmenna.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennlandsliðið upp um eitt sæti - 6.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið hækkaði sig upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er gefinn var út í dag.  Ísland er nú í 18. sæti listans og í því 11. ef aðeins eru taldar Evrópuþjóðir. Lesa meira
 

Netsala aðgöngumiða - 6.6.2008

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir miðasölukerfi Miða.is.  Ferlið fyrir bæði kaupanda og félögin er tiltölulega einfalt, en mikilvægt er að viðeigandi aðilar innan félaganna séu meðvitaðir um virkni þessa miðasölukerfis.

Lesa meira
 
ÍA

Þjálfari ÍA dæmdur í eins leiks bann - 5.6.2008

Aga- og úrskurðarnefnd ákvað á fundi sínum í dag að úrskurða Guðjón Þórðarson, þjálfara ÍA, í eins leiks bann vegna framkomu hans eftir leik Keflavíkur og ÍA sem fram fór 25. maí síðastliðinn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Búlgaríu

Umsókn CSKA Sofia um þátttökuleyfi synjað - 5.6.2008

CSKA Sofia er sigursælasta félag í sögu búlgarskrar knattspyrnu.  Umsókn félagsins um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2008-2009 var synjað af leyfisráði búlgarska knattspyrnusambandsins. 

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Athygli vakin á breytingum í 5. flokki - 5.6.2008

Vegna fjölda fyrirspurna vill mótanefnd  KSÍ  minna á  breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi í keppni 5. aldursflokks karla og kvenna.  Forráðamenn félaganna og flokkanna eru beðnir um að kynna sér þessar breytingar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn að gera sig kláran - 5.6.2008

Kristinn Jakobsson, FIFA dómari, verður í eldlínunni í úrslitakeppni EM 2008 sem hefst næstkomandi laugardag.  Keppnin er haldin í Sviss og Austurríki og hefur Kristni nú þegar verið úthlutað tveimur verkefnum sem fjórði dómari. Lesa meira
 
Guðrún Inga Sívertsen

Vertu með 21. júní! - 5.6.2008

Ákveðið  hefur verið að halda dag kvennaknattspyrnunnar hátíðlegan laugardaginn 21. júní. Þann dag verður skemmtidagskrá á Laugardalsvelli frá 12:30 en klukkan 14:00 spilar íslenska kvennalandsliðið við Slóveníu í undankeppni EM. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið stendur í stað - 4.6.2008

Íslenska karlalandsliðið stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er í 85. sæti listans en það eru Argentínumenn sem eru á toppi listans en litlar breytingar eru á efstu sætum listans. Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Leikir í beinni á Stöð 2 Sport - 4.6.2008

Ákveðið hefur verið hvaða leikir úr 7. og 8. umferð Landsbankadeildar karla verða í beinni útsendingu.  Leikina má sjá hér að neðan en það er Stöð 2 Sport sem sýnir leiki úr Landsbankadeild karla í beinni útsendingu. Lesa meira
 
Frá vígslu sparkvallar á Þórshöfn á Langanesi

Nýr sparkvöllur vígður á Þórshöfn - 4.6.2008

Um helgina var vígður nýr og glæsilegur sparkvöllur á Þórshöfn á Langanesi.  Völlurinn er staðsettur við glæsilegt íþróttahús og knattspyrnuvöll Þórshafnar og er þessi sparkvöllur góð viðbót við glæsileg íþróttamannvirki staðarins. Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrsta sinn - 4.6.2008

Stjórn KSÍ samþykkti fyrr á árinu að stofna mannvirkjasjóð KSÍ og var reglugerðin kynnt fyrir aðildarfélögum KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar.  Stjórn KSÍ samþykkti úthlutun til 7 aðildarfélaga samtals að upphæð 36 milljónir króna. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Hópurinn hjá U21 karla er mætir Norðmönnum - 4.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik á hinum nýja Vodafonevelli.  Leikurinn verður leikinn 12. júní næstkomandi og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leikirnir klárir fyrir 32 liða úrslit VISA bikars karla - 4.6.2008

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ.  Dagur Sveinn Dagbjartsson var á staðnum með myndavélina og fékk viðbrögð frá nokkrum aðilum eftir dráttinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

32 liða úrslit VISA bikars karla - Dregið í dag - 4.6.2008

Í dag kl. 12:00 verður dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin 12 í Landsbankadeild karla koma nú inn í keppnina og bætast við liðin 20 sem komust upp úr undankeppni VISA bikars karla. Lesa meira
 
Merki danska knattspyrnusambandsins

Tveir vináttulandsleikir við Dani hjá U21 karla - 3.6.2008

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki.  Fyrri leikurinn fer fram hér á landi þann 20. ágúst nk. en seinni leikurinn fer fram ytra, 19. ágúst 2009. Lesa meira
 
Leikur án fordóma

Foreldrabæklingur gefinn út á fjórum tungumálum - 3.6.2008

Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku.  Alþjóðahúsið og Landsbankinn standa að útgáfunni með KSÍ.  Lesa meira
 
KR-blaðið 2008

KR-blaðið 2008 komið út - 3.6.2008

KR blaðið 2008 er komið út og þar má finna ýmislegt áhugavert efni, viðtöl og fleira.  Blaðinu var dreift á leik KR og Fram en einnig má finna það á þjónustustöðum í Vesturbænum. 

Lesa meira
 
Frá pæjumótinu á Siglufirði 2006

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 9. - 13. júní - 3.6.2008

Knattspyrnuskóli stúlkna verður sem fyrr á Laugarvatni og verður hann starfræktur dagana 9. - 13. júní að þessu sinni.  Þátttakendur skólans eru fæddir árið 1994.  Von er á góðum gestum og gestakennurum til þess að leiðbeina stúlkunum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 32-liða úrslit á miðvikudag - 2.6.2008

Dregið verður í 32-liða úrslit VISA-bikars karla í hádeginu á miðvikudag.  Undankeppninni lýkur á þriðjudagskvöld og þá kemur í lljós hvaða 20 lið verða í pottinum, ásamt liðunum 12 úr Landsbankadeild.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið fimmtudaginn 5. júní - 2.6.2008

Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.  Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Námskeiðið er ókeypis. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Grundarfjarðar gegn Snæfelli - 2.6.2008

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Grundarfjarðar gegn Snæfelli vegna leiks félaganna í VISA-bikar karla sem leikinn var 24. maí síðastliðinn.  Úrskurðurinn hljóðar þannig að Grundarfirði er dæmdur sigur í leiknum, 0-3.

Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-001