The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140825092220/http://www.ksi.is/frettir/2014/03

Fréttir

UEFA EM U17 karla

Þriggja marka tap gegn Portúgal hjá U17 karla - 31.3.2014

U17 landslið karla tapaði með þremur mörkum í dag, mánudag, í síðasta leik sínum í milliriðli fyrir EM.  Portúgal hafði unnið báða sína leiki í milliriðli fyrir EM U17 karla, gegn Lettlandi og Úkraínu, með sömu markatölu, 3-0, og sú varð einnig raunin gegn Íslandi. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

Lillý Rut Hlynsdóttir valin í U19 kvenna - 31.3.2014

Breyting hefur verið gerð á leikmannahópi U19  kvenna fyrir milliriðla EM, sem fram fara í Króatíu í apríl.  Sandra María Jessen er meidd og getur ekki leikið með íslenska liðinu, og í hennar stað hefur Lillý Rut Hlynsdóttir verið valin.

Lesa meira
 
11.-supufundur

Súpufundur um ferðakostnað knattspyrnufélaga - 31.3.2014

Miðvikudaginn 2. apríl klukkan mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð og verður sýndur beint á Sport TV Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Portúgal - 31.3.2014

Þorlákur Már Árnason, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir lokaleik liðsins í milliriðili EM, sem fram fer í dag, mánudag, og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Mótherji dagsins er Portúgal, en milliriðillinn er einmitt leikinn þar í landi.

Lesa meira
 

Fyrrverandi kennarar við Varmárskóla í heimsókn hjá KSÍ - 31.3.2014

Fyrrverandi kennarar við Varmárskóla í Mosfellsbæ og makar þeirra komu saman í höfuðstöðvum KSÍ í vikunni sem leið.  Um er að ræða mánaðarlega kynnisferð þessa hóps.  Það voru þeir Ásgrímur og Stefán Teitur, 10. bekkjarnemendur af Akranesi, sem tóku myndirnar með þessari frétt.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla mætir Portúgölum í dag - 31.3.2014

U17 landslið karla mætir Portúgal í dag, mánudag kl. 15:00, lokaleik sínum í milliriðli EM sem er einmitt leikinn þar í landi.  Lið heimamanna er ógnarsterkt og hafa þeir þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í úrslitakeppninni.  Báðir leikir riðilsins hefjast kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Markalaust hjá U17 karla gegn Lettum - 28.3.2014

Þrátt fyrir að vera umtalsvert sterkari aðilinn gegn Lettlandi tókst U17 landsliði karla ekki að koma knettinum í markið þegar liðin mættust í milliriðli EM í dag, föstudag, og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Lesa meira
 
Þóra Björg og Dóra María

Þóra Björg og Dóra María komnar í 100-leikja klúbbinn - 28.3.2014

Katrín Jónsdóttir er sem kunnugt er lang leikjahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna frá upphafi.  Á Algarve-mótinu í ár bættust svo tveir leikmenn í þennan 100-leikja hóp, þær Þóra Björg Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland upp um 3 sæti á heimslista FIFA - 28.3.2014

Íslenska kvennalandsliðið fór upp um 3 sæti á heimslista FIFA en íslenska liðið er núna í 16. sæti listans. Frábært gengi Íslands á Algarve-mótinu, þar sem Ísland vann bronsverðlaun, hafa mikil áhrif á listann. Ísland vann þrjá af fjórum leikjum liðsins á mótinu.

Lesa meira
 
Starfskynning

Ungir Skagamenn í starfskynningu hjá KSÍ - 28.3.2014

Átta ungir Skagamenn voru í starfskynningu hjá KSÍ í vikunni og er starfskynningin hluti af skólagöngu 10. bekkinga.  Piltunum voru falin ýmis verkefni og eitt af þeim var að skrifa frétt á ksi.is.  Björn Ingi og Gylfi Brynjar tóku það verk að sér.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Lettum - 28.3.2014

U17 landslið karla mætir Lettlandi í dag og hefst leikurinn kl. 14:00.  Leikið er í Tocha í Portúgal.  Um er að ræða annan leik liðsins í milliriðli fyrir úrslitakeppni EM.  Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla mætir Lettlandi í dag kl. 14:00 - 28.3.2014

U17 landslið karla leikur í milliriðlum fyrir úrslitakeppni EM þessa dagana og er annar leikur liðsins í dag, föstudag, kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Mótherji dagsins er Lettland og er afar mikilvægt að vinna sigur í leiknum eftir 0-2 tap í fyrstu umferð, gegn Úkraínumönnum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna sem leikur í EM-milliriðli í Króatíu tilkynnt - 27.3.2014

U19 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir EM í apríl og fer riðillinn fram í Króatíu.  Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt leikmannahóp Íslands.  Hópurinn telur 18 leikmenn og koma þeir úr átta félögum.

Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Ný UEFA-keppni A-landsliða karla - 27.3.2014

Á þingi UEFA sem haldið var í vikunni í Astana í Kasakstan, samþykktu öll 54 aðildarlöndin að stofna sérstaka keppni A-landsliða karla, sem verður leikin samhliða undankeppnum EM og HM og fer þessi nýja UEFA-keppni fyrst fram að lokinni úrslitakeppni HM 2018.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Átta Evrópuþjóðir í úrslitakeppni HM kvenna 2015 - 27.3.2014

Úrslitakeppni HM fer fram í Kanada í júní/júlí 2015.  Átta Evrópuþjóðir munu leika í í úrslitakeppninni, fleiri en nokkru sinni fyrr. Sigurvegarar riðlanna sjö komast beint í úrslitakeppnina og fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti keppa um áttunda Evrópusætið í sérstöku umspili.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Tveggja marka tap gegn Úkraínu - 26.3.2014

U17 landslið karla tapaði gegn Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM U17 landsliða karla.  Úkraínumenn komust yfir með marki á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og bættu svo við marki á þriðju mínútu seinni hálfleiks.
Lesa meira
 

U17 karla - Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu - 26.3.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið liðið sem leikur fyrsta leikinn í milliriðli í undankeppni EM. Leikurinn fer fram klukkan 14:00 að íslenskum tíma og eru mótherjarnir Úkraína.

Lesa meira
 
Vonarstræti  4 þar sem stofnfundur KSÍ var haldinn 26. mars 1947

KSÍ 67 ára - 26.3.2014

Í dag, miðvikudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 67 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var stofnfundurinn haldinn við Vonarstræti í Reykjavík.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-215

Súpufundi um ferðakostnað félaga frestað um eina viku - 26.3.2014

Súpufundi um ferðakostnað félaga, sem halda átti í hádeginu í dag, miðvikudaginn 26. mars, hefur verið frestað um eina viku þar sem annar fyrirlesaranna kemst ekki til fundarins vegna ófærðar.  Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. apríl.

Lesa meira
 

Þinggerð 68. ársþings KSÍ - 25.3.2014

Hér að neðan má sjá þinggerð 68. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, 15. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 

Íslenska U17 landslið karla hefur leik á miðvikudag - 25.3.2014

Íslenska U17 ára landslið karla leikur í milliriðli í Portúgal vegna EM 2014 en fyrsti leikur liðsins er á miðvikudag. Íslensku strákarnir hefja leik gegn Úkraínu, en svo er leikið við Lettland á föstudaginn og seinasti leikurinn er við heimamenn í Portúgal á mánudaginn.

Lesa meira
 

Leikmannahópurinn sem leikur gegn Ísrael og Möltu - 25.3.2014

Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir leiki við Ísrael og Möltu í undankeppni fyrir HM kvenna 2015. Íslenska liðið leikur við Ísrael þann 5. apríl og Möltu 10. apríl.

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeiði hjá FH frestað um óákveðinn tíma - 25.3.2014

Unglingadómaranámskeiði sem átti að fara fram hjá FH á morgun hefur verið frestað um óákveðin tíma. Nánari upplýsingar um námskeiðið koma síðar.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Undirbúningur fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna 2015 hafinn - 24.3.2014

Úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna fer fram á Íslandi sumarið 2015.  Undirbúningur er þegar hafinn, bæði hjá UEFA og KSÍ og mun sendinefnd frá UEFA heimsækja Ísland í þessari viku.  Fundað verður um ýmis mál og aðstæður skoðaðar.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-126

Félögin þurfa að sýna fram á engin vanskil 1. apríl - 24.3.2014

Þó svo að þátttökuleyfi hafi verið gefin út af leyfisráði til handa öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið er vinnunni ekki lokið. Fjárhagskröfurnar eru stífar og þá sérstaklega gagnvart því að ekki sé um vanskil að ræða gagnvart öðrum félögum, og svo gagnvart leikmönnum og þjálfurum.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Breyting á hópnum sem leikur í Portúgal - 21.3.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur gert breytingu á hópnum sem leikur í milliriðli fyrir EM í Portúgal. Birkir Guðmundsson, úr Aftureldingu, kemur inn í hópinn í stað Alberts Guðmundssonar sem fær ekki leyfi frá félagi sínu, Heerenveen í Hollandi, til að taka þátt í þessu móti. Lesa meira
 
Úrslitaleikur Valitors bikars kvenna Valur - KR

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 27. mars - 21.3.2014

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 27. mars kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Gunnar Jarl Jónsson FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu. Lesa meira
 
11.-supufundur

Súpufundur um ferðakostnað knattspyrnufélaga beint á Sport TV - FRESTAÐ UM EINA VIKU! - 19.3.2014

Miðvikudaginn 26. mars klukkan 12.00-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesarar eru Halla Kjartansdóttir og Bjarni Ólafur Birkisson.

Lesa meira
 
U17-karla-i-Russlandi-sigurlidid

U17 karla - Hópurinn sem leikur í Portúgal - 19.3.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM í Portúgal dagana 26. - 31. mars.  Mótherjarnir verða, auk heimamanna, Lettar og Úkraínumenn en fyrsti leikurinn er gegn síðastnefndu þjóðinni.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ eftir ársþingið í Hofi 15. febrúar 2014

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar 13. mars - 18.3.2014

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var 13. mars var m.a. skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ. Gísli Gíslason er nýr ritari stjórnar og Jóhannes Ólafsson kemur nýr inn í stjórn Knattspyrnusambandsins ásamt því að Ingvar Guðjónsson kemur inn í varastjórn.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

U17 kvenna - Úrtaksæfingar helgina 22. og 23. mars - 17.3.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 28 leikmenn á úrtaksæfingar sem fram fara helgina 22. og 23. mars.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og á sunnudeginum verður leikinn æfignaleikur í Egilshöll. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Vilhjálmur Alvar og Ívar Orri til Englands - 17.3.2014

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Ívar Orri Kristjánsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni.  Þeir munu einnig starfa á leikjum í U21 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.
Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Öll þátttökuleyfi 2014 veitt - 14.3.2014

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014 fór fram í dag, föstudaginn 14. mars.   Niðurstaðan var sú að allar umsóknir voru samþykktar og hafa öll 24 félögin því fengið útgefin leyfi fyrir sumarið.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Tap í seinni leiknum gegn Finnum - 13.3.2014

Stelpurnar í U19 biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Finnlandi í síðari vináttulandsleik liðanna sem leikinn var í Finnlandi. Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimastúlkur sem leiddu með einu marki í leikhléi. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 52. sæti - 13.3.2014

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Ísland er í 52. sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar á toppnum og Þjóðverjar koma þar næstir. Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Vináttulandsleikur gegn Eistlandi 4. júní á Laugardalsvelli - 13.3.2014

Knattspyrnusambönd Íslands og Eistlands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 4. júní.  Samkomulagið felur einnig í sér að þjóðirnar mætist aftur í Tallinn, 31. mars 2015. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Finnum 11. mars

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Finnum - 13.3.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag, seinni vináttulandsleik sinn gegn Finnum en leikið er í Eerikkilä Sport School.  Fyrri leiknum lauk með 4 - 1 sigri Finna og ljóst að erfiður leikur bíður stelpnanna í dag.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið og má sjá það hér að neðan. Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið hjá Vikingi mánudaginn 17. mars - 12.3.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking og hefst kl. 19:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.  Lesa meira
 

A kvenna - Þriðja sætið tryggt á Algarve með sigri á Svíum - 12.3.2014

Ísland tryggði sér þriðja sætið á Algarve mótinu sem lýkur í dag en þær lögðu Svía í frábærum leik, 2 - 1.  Þetta er aðeins í annað skiptið sem Ísland leggur Svíþjóð hjá A landsliði kvenna í 15 leikjum.

Lesa meira
 
Grindavík

Unglingadómaranámskeið hjá Grindavík mánudaginn 17. mars - 12.3.2014

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Knattspyrnudeild UMFG og hefst kl. 20:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem verða 15 ára á almanaksárinu og eldri. Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir verður fyrirliði í sínum 100 landsleik þegar leikið verður gegn Svíum á Algarve

A kvenna - Dóra María fyrirliði í sínum 100 landsleik - 12.3.2014

Dóra María Lárusdóttir leikur sinn 100 landsleik í dag fyrir íslenska landsliðið en liðið leikur við Svía um bronsið á Algarve-mótinu. Leikurinn hefst klukkan 11:00 og fer fram í Lagos.  Dóra verður fyrirliði íslenska liðsins en Freyr Alexandersson hefur tilkynnt byrjunarliðið og má sjá það að neðan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Finnum 11. mars

U19 kvenna - Finnskur sigur í fyrri leiknum - 11.3.2014

Stelpurnar í U19 töpuðu gegn Finnum í fyrri vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Eerikkilä Sport School í dag.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir heimastúlkur sem leiddu í leikhléi, 2 - 0.

Liðin eigast við aftur, á sama stað, fimmtudaginn 13. mars og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A kvenna - Ísland leikur um bronsið klukkan 11:00 á morgun - 11.3.2014

Íslenska A-landslið kvenna leikur um bronsið á Algarve-mótinu á mótinu en leikurinn fer fram klukkan 11:00 í Lagos. Upphaflega stóð til að leikurinn yrði seinna um daginn en Svíar óskuðu eftir breytingu á leiktíma sem var samþykkt af íslenska liðinu.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Byrjunarliðið í fyrri vináttulandsleiknum gegn Finnum - 11.3.2014

Stelpurnar í U19 leika í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn Finnum og er leikið ytra, í Eerikkilä Sport School.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag og má sjá það hér að neðan.

Lesa meira
 

Knattspyrnulögin 2013 - 2014 - 11.3.2014

Knattspyrnulögin 2013 - 2014 eru nú aðgengileg hér á heimasíðunni í íslenskri þýðingu.  Alþjóðanefndin (IFAB) kom saman 1. mars síðastliðinn og voru engar efnislegar breytingar gerðar á lögunum heldur var eingöngu um smávægilegar breytingar á texta laganna. Lesa meira
 
Frosti Viðar Gunnarsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson

Frosti og Gunnar á aðstoðardómararáðstefnu UEFA - 11.3.2014

FIFA aðstoðardómararnir, Frosti Viðar Gunnarsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson, eru þessa dagana staddir í Lissabon í Portúgal þar sem þeir sitja UEFA ráðstefnu fyrir aðstoðardómara. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA heldur slíka ráðstefnu sem einblínir eingöngu á aðstoðardómara. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Drög að leikjaniðurröðun 2014 - Athugasemdafrestur til 20. mars - 11.3.2014

Drög að leikjaniðurröðun í mótum sumarsins hefur verið birt á vef KSÍ. Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 20. mars
Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Fyrri fundur leyfisráðs í ferlinu fyrir 2014 - 10.3.2014

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014 fór fram í kvöld, mánudagskvöld.  Ekki voru gefin út nein þátttökuleyfi á fundi leyfisráðs í kvöld og bíða þau öll lokaafgreiðslu á seinni fundi ráðsins, sem fram fer næstkomandi föstudag.

Lesa meira
 

A kvenna - Kínverjar lagðir á Algarve - 10.3.2014

Ísland vann sætan sigur á Kínverjum í lokaleik liðsins í riðlakeppninni á Algarve mótinu í Portúgal.  Íslenska liðið vann með einu marki gegn engu og kom markið í uppbótartíma þegar Fanndís Friðriksdóttir skoraði beint úr hornspyrnu.  Þessi sigur þýðir að íslenska liðið mætir því sænska í leik um þriðja sætið á miðvikudaginn

Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Hæfileikamótun KSÍ á Ísafirði á þriðjudag og miðvikudag - 10.3.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Ísafirði á þriðjudaginn og miðvikudaginn 11. - 12. mars. Þorlákur Árnason verður með æfingar fyrir bæði stelpur og stráka í 3. og 4. flokki.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Írlandi í milliriðli EM í Rúmeníu

U16 og U17 karla - Æfingar um komandi helgi - 10.3.2014

Um komandi helgi verða æfingar hjá U16 og U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Þorlákur Árnason, valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá nöfn þeirra hér að neðan.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Þjálfarateymi kvennalandsliðsins, Ólafur Pétursson, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Kína á Algarve - 10.3.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kína í síðasta leik riðlakeppni Algarve mótsins. Leikurinn hefst kl. 17:30 og með sigri tryggir Ísland sér annað sætið í riðlinum.

Lesa meira
 

A kvenna - Sætur sigur á Noregi - 7.3.2014

Stelpurnar unnu góðan sigur á Noregi í dag á Algarve mótinu en þetta var annar leikur Íslands á mótinu. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir íslenska liðið eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni verður svo á mánudaginn þegar leikið verður gegn Kína.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve í dag - 7.3.2014

Byrjunarliðið Íslands gegn Noregi hefur verið opinberað og má sjá það með því að smella hér að neðan.  Fjölmargar breytingar eru gerðar frá leiknum gegn Þýskalandi. Þóra B. Helgadóttir leikur sinn 100 leik og mun því bera fyrirliðabandið í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Moldavíu

Æfingar framundan hjá U16 U17 og U19 kvenna - Uppfærðir æfingatímar - 7.3.2014

Helgina 8. - 9. mars verða æfingar hjá U16, U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn á þessar æfingar og má sjá nöfn þeirra hér að neðan.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Öruggur sigur U19 karla á Svíum í Egilshöll - 6.3.2014

U19 landslið karla vann 2-0 sigur á Svíum í vináttulandsleik sem fram fór í Egilshöll í dag, fimmtudag.  Sigurinn var talsvert öruggari en tölurnar gefa til kynna, því sænska liðið missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náði ekki að ógna íslenska markinu.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Byrjunarlið U19 karla í seinni leiknum við Svía - 6.3.2014

U19 landslið karla mætir Svíum í annað sinn á þremur dögum í Egilshöll í dag, fimmtudag, og hefst leikurinn, sem er í beinni útsendingu á Sport TV, kl. 09:45.  Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Þýskur fimm marka sigur á Algarve - 6.3.2014

A landslið kvenna tapaði með fimm mörkum gegn engu þegar liðið mætti Þýskalandi í fyrsta leik á Algarve-mótinu í Portúgal á miðvikudag.   Þýska liðið, sem var ógnarsterkt að venju, skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og tvö í þeim seinni.

Lesa meira
 
Úr leik Wales og Íslands (mynd frá faw.org.uk)

Velskur 3-1 sigur í Cardiff - 5.3.2014

Það er óhætt að segja að dýrasti knattspyrnumaður heims, Gareth Bale, hafi átt góðan dag í Cardiff þegar Wales mætti Íslandi í vináttulandsleik.  Bale, sem leikur eins og kunnugt er með Real Madrid á Spáni, lagði upp tvö fyrstu mörk heimamanna og skoraði svo það þriðja í 3-1 sigri á Íslendingum. 

Lesa meira
 

Byrjunarlið A karla gegn Wales - 5.3.2014

Byrjunarlið A karla gegn Wales hefur verið opinberað, en liðin mætast í vináttulandsleik í Cardiff sem hefst kl. 19:45 í kvöld, miðvikudagskvöld, og er í beinni útsendingu á Skjásport.  Það er ekki margt sem hefur á óvart í liðsvali og uppstillingu þeirra Lars og Heimis, en þó er athyglisvert að Theodór Elmar Bjarnason leikur í hægri bakverði.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Kasakstan

Grátlegt tap hjá U21 karla í Astana - 5.3.2014

U21 landslið karla tapaði með grátlegum hætti 3-2 gegn Kasakstan í undankeppni EM 2015, en leikið var í Astana í Kasakstan í dag, miðvikudag.  Þrátt fyrir úrslit dagsins er Ísland í vænlegri stöðu og stefnir enn hraðbyri í umspil um sæti í lokakeppninni.

Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi - 5.3.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið byrjunarliðið sem mætir Þýskalandi í dag á Algarve-mótinu. Tveir leikmenn stíga sín fyrstu spor á stóra sviðinu en Ásgerður Stefanía og Soffía Arnþrúður byrja inn á í leiknum, sem hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Kasakstan í dag - 5.3.2014

U21 landslið karla mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 í dag, miðvikudag.  Leikið er í Astana og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef UEFA.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Lesa meira
 

Dóra María varafyrirliði íslenska landsliðsins - 4.3.2014

Dóra María Lárusdóttir er orðin varafyrirliði íslenska landsliðsins en þetta var tilkynnt á fundi með liðinu í kvöld á Algarve. Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði liðsins en hún tók við fyrirliðabandinu af Margréti Láru Viðarsdóttur.

Lesa meira
 
Æfing á æfingasvæði Cardiff fyrir vináttulandsleik Wales og Íslands

A karla - Vináttulandsleikur gegn Wales framundan - 4.3.2014

Framundan er vináttulandsleikur hjá karlalandsliði okkar gegn Wales á morgun, miðvikudaginn 5. mars kl. 19:45.  Liðið æfði í dag á æfingasvæði úrvalsdeildarliðs Cardiff en það er í göngufæri frá hóteli íslenska liðsins.  Létt æfing verður þar einnig á leikdag en æfingavellirnir eru nokkuð blautir eftir miklar rigningar síðustu misseri en engu að síður í þokkalegu ástandi.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Öruggur 3-0 sigur U19 karla á Svíum - 4.3.2014

Ísland mætti Svíþjóð í vináttuleik U19 karla í Kórnum fyrr í dag, þriðjudag, og fór Ísland með öruggan 3-0 sigur af hólmi. Íslenska liðið leiddi með einu marki í hálfleik og bætti við öðru marki fljótlega í þeim seinni, auk þess sem Svíar skoruðu eitt sjálfsmark. 

Lesa meira
 
Geir og Haukur eftir undirritun samningsins

Borgun framlengir farsælu samstarfi við KSÍ - 4.3.2014

Borgun hefur framlengt samstarfssamningi sínum við Knattspyrnusamband Íslands til fjögurra ára. Borgun hefur verið einn af bakhjörlum KSÍ og mun áfram vera meðal þeirra öflugu fyrirtækja sem hafa séð sóknarfærin í því að vera öflugur samherji KSÍ.

Lesa meira
 
Mottumars 2014

Knattspyrnuhreyfingin tekur þátt í Mottumars 2014 - 4.3.2014

Nú er hafinn marsmánuður, sem er auðvitað miklu meira en bara einn af tólf mánuðum ársins.  Þetta er Mottumars, og mun knattspyrnuhreyfingin að sjálfsögðu taka virkan þátt eins og áður.  KSÍ hvetur alla sem þetta lesa til að skrá sig til þátttöku. Lesa meira
 
Fyrir æfingu í Wales

A karla - Strákarnir komnir til Cardiff - 3.3.2014

Karlalandsliðið er komið til Cardiff en framundan er vináttulandsleikur gegn Wales sem fram fer á miðvikudaginn.  Æft var á keppnisvellinum, Cardiff City Stadium, í dag en á þeim velli leikur landsliðsfyrirliðinn , Aron Einar Gunnarsson, heimaleiki með félagsliði sínu Cardiff.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ III á Akureyri aflýst - 3.3.2014

Knattspyrnusamband Íslands hefur neyðst til að aflýsa 3. stigs þjálfaranámskeiði, sem fara átti fram helgina 21.-23. mars á Akureyri. Ástæða aflýsingarinnar er dræm þátttaka. Lesa meira
 
Kristinn og Ágúst með viðurkenningar sínar

Vallarstjórar ársins heiðraðir á aðalfundi SÍGÍ - 3.3.2014

Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag. Þar voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins.  Þetta er annað árið sem valið fer fram, en það eru dómarar og þjálfarar í efstu deild karla sem velja knattspyrnuvallastjóra ársins.

Lesa meira
 
Frá æfingu hjá U16 og U17 karla í Fjarðabyggðahöllinni í mars 2009

Úrtaksæfing fyrir drengi fædda 1999 á Reyðarfirði á miðvikudag - 3.3.2014

Úrtaksæfing  fyrir drengi fædda 1999 verður á Reyðarfirði næstkomandi miðvikudag kl. 18.30.  Æfingin verður í Fjarðabyggðarhöllinni og er mæting kl.18.00. Freyr Sverrisson þjálfari U16 mun sjá um æfinguna. Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Hæfileikamótun KSÍ í Fjarðabyggðarhöll - 3.3.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Fjarðarbyggðarhöllinni í Reyðarfirði næstkomandi miðvikudag. Þar verða æfingar fyrir bæði stelpur og stráka í 4. flokki.  Stúlkurnar byrja kl.16.00 og strákarnir kl.17.15.  Smellið hér að neðan til að skoða nánar.


Lesa meira
 

Sex landsleikir á fjórum dögum - 3.3.2014

Það verður svo sannarlega nóg um að vera hjá landsliðunum okkar  í vikunni, bæði hér heima og á erlendri grundu.  Alls leika fjögur landslið sex landsleiki á fjórum dögum.  U19 karla leikur tvo leiki hérlendis, U21 karla leikur í Kasakstan, A karla í Wales, og A kvenna leikur tvo leiki í Algarve-bikarnum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla - Seinni leikur við Noreg 2014

Norskur þriggja marka sigur í Kórnum - 2.3.2014

U17 karlalandslið Íslands og Noregs mættust öðru sinni í Kórnum í Kópavogi í dag, sunnudag, en liðin mættust á sama stað á föstudag.  Norðmenn höfðu betur í fyrri leiknum og það gerðu þeir einnig í þeim síðari, þegar þeir unnu 3-0 sigur.

Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-001