The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140822015729/http://www.ksi.is/frettir/2014/06

Fréttir

U17-karla-Slovakia

U17 karla - 33 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar 11. og 12. júlí - 30.6.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 33 leikmenn fyrir úrtaksæfingar sem fram fara á grasvellinum við Kórinn dagana 11. og 12. júlí.  Listi yfir þá leikmenn sem valdir hafa verið má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistararnir fá Íslandsmeistarana í heimsókn - 30.6.2014

Bikarmeistarar Breiðabliks taka á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna en þetta varð ljóst þegar dregið var hádeginu í dag.  Í hinum undanúrslitaleiknum tekur Fylkir á móti Selfossi og því ljóst að nýtt félag mun leika til úrslita í ár því hvorugt þessara félaga hefur komist í úrslitaleikinn áður.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Dregið í undanúrslitin í dag - 30.6.2014

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna og fer athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Fjögur félög eru eftir í pottinum og koma þau öll úr Pepsi-deildinni, Breiðablik, Fylkir, Selfoss og Stjarnan.  Blikar eru núverandi handhafar þessa titils og hafa því möguleika á því að verja titilinn. Lesa meira
 

Fylkir-Fram færður aftur um einn dag - 30.6.2014

Breyting hefur verið gerð á viðureign Fylkis og Fram í Pepsi-deild karla.  Leikurinn var upphaflega settur á sunnudaginn 13. júlí, en hefur nú verið færður aftur um einn dag, til mánudagsins 14. júlí.

Lesa meira
 

Leikið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna um helgina - 26.6.2014

Um helgina fara fram 8-liða úrslit í Borgunarbikar kvenna.  Tveir leikir eru á föstudag, Þróttur-Stjarnan og Fylkir-KR, og tveir á laugardag, Valur-Breiðablik og Selfoss-ÍBV.  Dregið verður í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á mánudag.

Lesa meira
 

Ertu góð vítaskytta? - 25.6.2014

Í tilefni af Ólympíudeginum býður KSÍ félögum að koma og hitta landsliðsmarkmennina Gunnleif Gunnleifsson, Söndru Sigurðardóttur og Ögmund Kristinsson. Viðburðurinn verður á gervigrasvellinum í Laugardal mánudaginn 30. júní á milli kl. 10.00-11.30.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Svíþjóð - 24.6.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð dagana 4. - 9. júlí. Ísland er í riðli með Hollandi, Englandi og Svíþjóð og er fyrsti leikurinn gegn heimastúlkum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna frestað til miðvikudags - 24.6.2014

Leik ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna, sem fara átti fram í dag, þriðjudag, hefur verið frestað til miðvikudags. Þá hefur leik Þróttar og Stjörnunnar í Borgunarbikar kvenna verið flýtt um einn dag og fer hann fram á föstudag. Lesa meira
 
Balkan vs Ísland

Balkan - Ísland á föstudag - 24.6.2014

Á föstudag mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur í vináttuleik til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga.  Allur ágóðinn rennur óskipt til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í gegnum Rauða kross Íslands.

Lesa meira
 

Evrópudeild UEFA - FH mætir Glenavon frá Norður Írlandi - 23.6.2014

Dregið hefur verið í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA og voru þrjú íslensk félög í pottinum.  FH fær Glenavon frá Norður Írlandi í fyrstu umferð.  Fram mætir JK Nõmme Kalju frá Eistlandi og Stjarnan mætir Bangor frá Wales. 

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Dregið í undankeppni Evrópudeildar UEFA í dag - 23.6.2014

Dregið verður í undankeppni Evrópudeildar UEFA síðar í dag en þar eru þrjú íslensk félög í pottinum, Fram, Stjarnan og FH.  Hægt er að fylgjast með drættinum í í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

KR mætir Celtic í Meistaradeild UEFA - 23.6.2014

Íslandsmeistarar KR drógust gegn Celtic frá Skotlandi í Meistaradeild UEFA en dregið var rétt í þessu í höfuðstöðvum UEFA.  Fyrri leikurinn fer fram í Glasgow 15. eða 16. júlí en sá síðari fer fram viku síðar hér heima.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland niður um eitt sæti - 20.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið er í sautjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Íslenska liðið fer niður um eitt sæti frá síðata lista en Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti og Þjóðverjar koma þar á eftir. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Hornafirði - 20.6.2014

Þorlákur Árnason yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1 verður á Hornafirði, mánudaginn 23. júní.  Þorlákur verður með æfingar fyrir 4. flokk drengja frá 12:00 - 13:30 og svo fyrir 4. flokk stúlkna frá 16:30 - 18:00.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Víkingar á Vestfirði - 20.6.2014

Á föstudag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Bikarmeistarar Fram fá Keflvíkinga í heimsókn í Laugardalinn en leikir 8 liða úrslita fara fram dagana 6. og 7. júlí.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Dregið í 8 liða úrslitum í hádeginu í dag - 20.6.2014

Í hádeginu í dag, föstudaginn 20. júní, verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikjum 16 liða úrslita lauk í gærkvöldi og þá varð endanlega ljóst hvaða félög verða í pottinum í dag.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Ívar Orri dæmir í Færeyjum - Finnskir og færeyskir dómarar dæma hér á landi - 20.6.2014

Eins og undanfarin ár standa norrænu knattspyrnusamböndin að dómaraskiptum þar sem efnilegum dómurum gefst kostur á því að dæma í öðrum löndum.  Ívar Orri Kristjánsson dæmir tvo leiki í Færeyjum og færeyskir og finnskir dómarar verða að störfum hér á landi á laugardaginn.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

A kvenna - Öruggur sigur í Laugardalnum - 19.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur í kvöld á Möltu með fimm mörkum gegn engu en leikurinn var í undankeppni fyrir HM í Kanada og fór fram á Laugardalsvelli.  Yfirburðir íslenska liðsins voru miklir frá upphafi til enda en forystan var þrjú mörk þegar flautað var til leikhlés.  Ísland er í öðru sæti riðilsins með 13 stig. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland mætir Möltu í kvöld - 19.6.2014

Stelpurnar okkar mæta Möltu í kvöld í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli kl. 18:00.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðlinum og þar getur hvert stig og hvert mark skipt miklu máli.  Miðasala er í fullum gangi á heimasíðu midi.is og miðasala opnar á Laugardalsvelli kl. 16:30. Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir Ísland - Möltu - 19.6.2014

Út er komin rafræn leikskrá í tilefni af landsleiks Íslands og Möltu í undankeppni HM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld, fimmtudaginn 19. júní og hefst kl. 18:00.  Ýmislegt efni er í leikskránni m.a. viðtöl við Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða, Glódís Perlu Víggósdóttur og landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Ísland mætir Möltu - KSÍ skírteini gilda við innganginn - 18.6.2014

Handhafar A og DE skírteina geta framvísað þeim við innganginn fyrir leik Íslands og Möltu í undankeppni HM kvenna en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní kl. 18:00.  Ekki þarf því að nálgast miða á skrifstofu KSÍ fyrir leikinn.

Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Spennandi leikir framundan í 16 liða úrslitum - 18.6.2014

Í kvöld, miðvikudagskvöld, og á morgun verður leikið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla en umferðin hófst í gær þegar BÍ/Bolungarvík tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum eftir sigur á ÍR eftir framlengdan leik.  Fjórir leikir eru á dagskránni í kvöld og þrír leikir eru á morgun.  Dregið verður í 8 liða úrslit á föstudag.

Lesa meira
 

U16 karla - Úrtaksæfing fer fram sunnudaginn 29. júní - 18.6.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingu sem fram fer sunnudaginn 29. júní á Framvelli.  Freyr velur 30 leikmenn fyrir þessa æfingu en þetta er hluti af undirbúningi fyrir þátttöku Íslands á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína í ágúst.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Úrtaksæfingar í Fífunni miðvikudaginn 18. júní - 16.6.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar sem fram fara í Fífunni, miðvikudaginn 18. júní.  Æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir Norðurlandamót U17 kvenna sem fram fer í sumar. Lesa meira
 
Marki Dóru Maríu Lárusdóttur gegn Dönum fagnað

A kvenna - Miðasala hafin á Ísland - Malta - 16.6.2014

Miðasala er hafin á leik Íslands og Möltu í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní kl. 18:00.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðli sínum þegar fjórir leikir eru eftir hjá liðinu.  Allir þeir leikir eru á heimavelli og markar þessi leikur gegn Möltu upphafið af þessari heimaleikjahrinu. Lesa meira
 

A kvenna - Thelma og Sonný í landsliðshópinn - 16.6.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt breytingu á landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Möltu en Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, kemur í hópinn í staðinn fyrir Mist Edvardsdóttur.

Lesa meira
 

1-1 jafntefli í Vejle - 15.6.2014

A landslið kvenna gerði í dag, sunnudag, 1-1 jafntefli við Dani í undankeppni HM 2015, en liðin mættust í Vejle í Danmörku.  Þetta var lykilleikur fyrir bæði lið og þó sigur hefði verið mun þýðingarmeiri fyrir íslenska liðið í baráttunni um sæti í umspili heldur liðið öðru sæti riðilsins.

Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

HM kvenna 2015:  Byrjunarlið Íslands gegn Dönum - 15.6.2014

A landslið kvenna mætir Dönum í lykilleik í undankeppni HM 2015 í dag, sunnudag.  Leikið er í Vejle í Danmörku og hefst leikurinn klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Smellið hér að neðan til að skoða byrjunarlið Íslands.  Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA. Lesa meira
 
Merki danska knattspyrnusambandsins

A kvenna - Danski hópurinn sem mætir Íslendingum - 12.6.2014

Danir hafa tilkynnt hópinn sem mætir Íslendingum í undankeppni HM í Vejle, sunnudaginn 15. júní kl. 11:00 að íslenskum tíma. Af 18 leikmönnum í danska hópnum koma 13 þeirra frá tveimur félagsliðum, meisturum Fortuna Hjorring og Brondby. Lesa meira
 
Æft í Vefle

A kvenna - Stelpurnar komnar til Vejle - 12.6.2014

Íslenska kvennalandsliðið kom til Vejle í gær en framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Dönum í undankeppni HM. Leikurinn fer fram sunnudaginn 15. júní og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma. Liðið æfði í gær og heldur undirbúningur áfram fram að þessum mikilvæga leik. Lesa meira
 
Ný stúka hjá Fylki

Fylkismenn vígja stúku - 11.6.2014

Fylkismenn hafa staðið í stórræðum síðustu misseri og hefur risið hjá þeim ný og glæsileg stúka við Fylkisvöll.  Stúkan er Árbæingum mikil prýði og dugir ekkert minna en tveir vígsluleikir fyrir hana.  Í gærkvöldi var stúkan tekin í notkun þegar Fylkir tók á móti FH í Pepsi-deild kvenna og í kvöld verður annar vígsluleikur þegar Fylkir tekur á móti Breiðablik í Pepsi-deild karla. Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli drengja – Laugarvatn 16. – 20. júní 2014 - 10.6.2014

Knattspyrnuskóli karla 2014 fer fram að Laugarvatni 16. - 20. júní næstkomandi. Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 2000.  Hér að neðan má sjá dagskrá og lista yfir þátttakendur.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Valur fær bikarmeistara Breiðabliks í heimsókn - 10.6.2014

Í dag var dregið í 8 liða úrslit Borgunarbikars kvenna í dag og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Bikarmeistarar Breiðabliks fara á Hlíðarenda þar sem þær mæta Val.  Leikirnir fara fram dagana 27. - 28. júní. Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Dregið í 8 liða úrslit - 9.6.2014

Dregið verður í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna, þriðjudaginn 10. júní kl. 12:00 og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikirnir fara fram dagana 27. - 28. júní næstkomandi en sex Pepsi-deildar félög eru í potinnum ásamt tveimur 1. deildar félögum. Lesa meira
 
Æfing á Möltu

A kvenna - Hópurinn sem mætir Danmörku og Möltu - 6.6.2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Dönum og Möltu í undankeppni HM.  Leikið verður gegn Dönum í Vejle, sunnudaginn 15. júní, en gegn Möltu á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. júní.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - 16 liða úrslit hefjast í kvöld - 6.6.2014

Keppni í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna hefst í kvöld og eru þá sjö leikir á dagskránni.  Síðasti leikur umferðarinnar er svo á morgun þegar Breiðablik tekur á móti Hetti.  Við hvetjum knattspyrnuáhugafólk til þess að fjölmenna á vellina og styðja sitt félag. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Tveggja marka tap á Skaganum - 5.6.2014

Svíar höfðu betur gegn Íslendingum í vináttulandsleik sem fram fór á Akranesi í kvöld.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Svía sem skoruðu mark í hvorum hálfleik.  Ellefu nýliðar voru í íslenska hópnum í þessum leik og komu þeir allir við sögu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Leikið gegn Svíum á Akranesi í kvöld - 5.6.2014

Strákarnir í U21 leika í kvöld vináttulandsleik gegn Svíum og verður leikið á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 19:15.  Fróðlegt verður að fylgjast með íslenska liðinu í þessum leik en 11 nýliðar eru í hópnum fyrir þennan vináttulandsleik. Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 

Stígur Diljan vann flug með Icelandair fyrir skot í slánna - 5.6.2014

Stígur Diljan Þórðarson, 8 ára, var aldeilis heppinn á leik Íslands og Eistlands í gær en hann tók þátt í leik Icelandair þar sem reynt er að skjóta í slánna.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 6 sæti - 5.6.2014

Á nýjum styrkleikalista karlalandsliða, sem birtur var í morgun, er Ísland í 52. sæti og fer upp um sex sæti frá síðasta lista.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans, Þjóðverjar koma þar næstir og Brasilía í þriðja sæti. Lesa meira
 

Eins marks sigur í Laugardalnum - 4.6.2014

Ísland bar sigurorð af Eistlandi í kvöld í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 1 – 0 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir undankeppni EM en fyrsti leikur þar verður gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli 9. september. Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Liechtenstein - 4.6.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir í dag, miðvikudaginn 4. júní,  leik Liechtenstein og Úkraínu í undankeppni EM hjá U21 karla en leikið verður í Eschen í Liechtenstein.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Birkir Sigurðarson og varadómari er Gunnar Jarl Jónsson. Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Bílastæði í Laugardalnum - 4.6.2014

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.  Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.  Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

Ísland tekur á móti Eistlandi í kvöld - 4.6.2014

Ísland tekur á móti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15.  Þetta er síðasti heimaleikur Íslands áður en undankeppni EM 2016 hefst, en þar hefja íslensku strákarnir leik gegn Tyrkjum á heimavelli þann 9. september.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi á midi.is og þá verður miðasala á Laugardalsvelli frá kl. 16:00 í dag. Lesa meira
 

Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi - 3.6.2014

A landslið karla mætir Eistlandi á miðvikudag í síðasta undirbúningsleiknum fyrir undankeppni EM 2016, sem hefst í haust með heimaleik á móti Tyrklandi.  Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt og má sjá það með því að smella hér að neðan.  Þetta er öflugt íslenskt landslið og verður spennandi að sjá marga af sterkustu leikmönnum Íslands sýna sínar bestu hliðar á Laugardalsvellinum.

Lesa meira
 
Leikskráin fyrir Ísland - Eistland

Rafræn leikskrá fyrir Ísland-Eistland - 3.6.2014

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttuleik á Laugardalsvelli á miðvikudag kl. 19:15.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur liðsins áður en undankeppni EM 2016 hefst í haust. Til fræðslu og skemmtunar er komin út vegleg rafræn leikskrá fyrir þennan leik.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Sindri Snær í hópinn - 3.6.2014

Sindri Snær Magnússon úr Keflavík hefur verið kallaður inn í hópinn hjá U21 karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Svíum.  Sindri Snær kemur í stað Andra Rafns Yeomans sem er meiddur.  Leikurinn við Svía fer fram á Norðurálsvellinum á Akranesi, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15.
Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 9. – 13. júní 2014 - 3.6.2014

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 2000.  Hér að neðan má finna upplýsingar um skólann ásamt dagskrá vikunnar og lista yfir þátttakendur.

Lesa meira
 
Enar Jääger hefur leikið 103 leiki fyri Eistland

Lokahópur Eistlands fyrir leikinn á miðvikudag - 2.6.2014

Eistland hefur tilkynnt lokahóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi á Laugardalsvellinum á miðvikudag.  Leikmennirnir eru á mála hjá félögum víðs vegar um Evrópu og eru góð blanda ungra og efnilegra leikmanna annars vegar og svo reynslumikilla hins vegar.  

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Tyrkjum í markaleik - 2.6.2014

Strákarnir í U19 léku í dag lokaleik sinn í milliriðli EM en leikið var á Írlandi.  Mótherjarnir voru Tyrkir og höfðu þeir betur í miklum markaleik, 4 - 3, eftir að staðan hafði verið 2 - 2 í leikhléi.  Íslendingar biðu því lægri hlut í öllum þremur leikjunum. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Ísland mætir Tyrkjum - 2.6.2014

Strákarnir í U19 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli EM en mótherjar dagsins eru Tyrkir.  Íslendingar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum og eiga því ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.  Leikið er í Dublin og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

A karla - Guðlaugur Victor í hópinn - 1.6.2014

Landsliðsþjálfarar A-landsliðs karla hafa kallað Guðlaug Victor Pálsson í hópinn sem mætir Eistlandi á miðvikudaginn. Guðlaugur bætist við hópinn en enginn dettur út í hans stað.

Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-010