The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140825011729/http://www.ksi.is/frettir/2014/05

Fréttir

A karla - Guðjón Baldvinsson tekur sæti Jóhanns Berg - 31.5.2014

Ein breyting hefur orðið á landsliði karla sem leikur við Eistland á miðvikudaginn. Jóhann Berg Guðmundsson leikur ekki með sökum meiðsla en Guðjón Baldvinsson tekur hans sæti. Jóhann Berg lék ekki með liðinu í Austurríki af sömu ástæðu.

Lesa meira
 

A karla - Jafntefli í Innsbrück - 30.5.2014

Íslendingar gerðu jafntefli gegn Austurríki í kvöld í vináttulandsleik sem leikinn var í Innsbrück.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að heimamenn höfðu leitt í leikhléi.  Framundan er annar vináttulandsleikur, gegn Eistlandi á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 4. júní kl. 19:15.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla – Stórt tap gegn Serbum - 30.5.2014

Strákarnir í U19 náðu sér engan veginn á strik í dag þegar leikið var gegn Serbum í milliriðli EM en leikið er í Dublin.  Lokatölur urðu 6 – 0 fyrir Serba sem leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.

Íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á efsta sæti riðilsins en liðið leikur lokaleik sinn í riðlinum, gegn Tyrkjum, á mánudaginn.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Eistland á miðvikudag: Miðar fyrir handhafa KSÍ-skírteina - 30.5.2014

Handhafar A og DE skírteina frá KSÍ fá aðgöngumiða á vináttulandsleik karlalandsliða Íslands og Eistlands  afhenta þriðjudaginn 3. júní frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Hannes Þ. Sigurðsson skýtur að marki Svía í Grindavík - 2004

U21 karla - Sænski hópurinn sem mætir Íslandi - 30.5.2014

Svíar hafa tilkynnt hópinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik hjá U21 karla, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15, á Norðurálsvellinum á Akranesi.  Svíar velja 20 leikmenn og koma flestir frá liðum í Svíþjóð en einnig eru leikmenn sem eru á mála hjá félögum eins og Arsenal, Benfica, Chelsea og Liverpool. Lesa meira
 

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir mæta KV - 30.5.2014

Dregið var í dag í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og var vettvangurinn höfuðstöðvar KSÍ.  Bikarmeistarar Fram sækja KV heim og mótherjar þeirra í úrslitunum í fyrra, Stjarnan, fá Þróttara í heimsókn.  Leikirnir fara fram 18. og 19. júní.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Serba í dag - 30.5.2014

Strákarnir í U19 leika í dag sinn annan leik í milliriðli EM en leikið er í Dublin á Írlandi.  Mótherjar dagsins eru Serbar og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

Austurríki – Ísland í kvöld kl. 18:30 - 30.5.2014

A landslið karla mætir Austurríki í vináttulandsleik í Innsbrück í kvöld, föstudagskvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma og fer fram á Tivoli Stadion.  Rúmlega 11 þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu.  Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Vesturlandi 3. júní - 30.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Borganesi þriðjudaginn 3.júní.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Vesturlandi.  Æfingar verða á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn sem mætir Svíum á Akranesi - 30.5.2014

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Svíum sem fram fer á Akranesi, fimmtudaginn 5. júní kl. 19:15.  Alls eru 11 leikmenn í hópnum sem ekki hafa áður leikið U21 landsleik.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

KSÍ býður yngri flokkum og forráðamönnum á leik Íslands og Eistlands - 29.5.2014

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri)  allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Eistlands sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 4. júní og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 

"Stuðningsmenn hafa meiri þýðingu en fólk getur ímyndað sér" - 29.5.2014

Austurríki og Ísland mætast í vináttuleik A landsliða karla í Innsbrück á föstudag.  Vefur KSÍ hitti landsliðsmiðverðina Ragnar Sigurðsson og Sölva Geir Ottesen á liðshótelinu í Austurríki og spjallaði við þá um komandi verkefni og fótboltann í Rússlandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Írum í fyrsta leik í milliriðli - 28.5.2014

Strákarnir í U19 töpuðu fyrsta leik sínum í milliriðli EM í kvöld en riðillinn er leikinn á Írlandi. Leikið var gegn heimamönnum sem höfðu betur, 2 - 1, eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Næsti leikur Íslands er gegn Serbum á föstudaginn en þeir gerðu 1 - 1 jafntefli gegn Tyrkjum fyrr í dag. Lesa meira
 

Frá blaðamannafundi í Austurríki - 28.5.2014

Annar af þjálfurum A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, og fyrirliði liðsins, Aron Einar Gunnarsson, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem haldinn var á Tivoli Stadion í Innsbrück í dag, miðvikudag.  Austurríki og Ísland mætast þar í vináttulandsleik á föstudag.
Lesa meira
 

Hvað mega vera margir varamenn skráðir á leikskýrslu? - 28.5.2014

Að gefnu tilefni skal áréttað að í keppni 11 manna liða skulu ekki vera fleiri en 5 varamenn og 5 í liðsstjórn skráðir á leikskýrslu. Undantekning á þessu er keppni í meistaraflokki þar sem varamenn mega vera allt að 7 og allt að 7 í liðsstjórn.  Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistararnir fá Hött í heimsókn - 28.5.2014

Í dag, miðvikudag, var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin 10 úr Pepsi-deildinni koma inn í keppnina núna ásamt þeim sex félögum sem komust í gegnum tvær fyrstu umferðirnar. Leikirnir fara fram 6. og 7. júní.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Íra í kvöld - 28.5.2014

Strákarnir í U19 hefja í kvöld leik í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn á Írlandi. Það eru einmitt heimamenn sem eru fyrstu mótherjarnir en leikurinn hefst á Tallaght Stadium í Dublin kl. 18:00 að íslenskum tíma. Hinn leikur riðilsins hefst kl. 15:00 en þar mætast Serbar og Tyrkir. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Helgi Kolviðsson

Austurrískir fjölmiðlar ræða við Helga Kolviðsson - 28.5.2014

Nokkuð er fjallað um vináttulandsleik Austurríkis og Íslands í Austurrískum fjölmiðlum og rætt við leikmenn og þjálfara úr röðum heimamanna, en einnig er rætt við Helga Kolviðsson, sem þjálfað hefur Austria Lustenau við góðan orðstír. 

Lesa meira
 
Frá æfignu austurríska landsliðsins

Góður undirbúningur fyrir leikina við Svía - 28.5.2014

Í viðtali við austurríska fjölmiðla segjast Austurríkismenn nota vináttuleikinn við Ísland á föstudag til að undirbúa sig undir leikina við Svía í undankeppni EM 2016, en auk fyrrgreindra þjóða eru Rússar, Moldóvar, Svartfellingar og Liechtenstein-menn í G-riðli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Eistlands

Þrír leikir Eistlands fyrir leikinn við Ísland 4. júní - 26.5.2014

A landslið karla mætir Eistlandi í fyrsta og eina vináttulandsleik liðsins á Laugardalsvelli á árinu þann 4. júní næstkomandi.  Áður heldur liðið þó til Austurríkis þar sem leikið verður við heimamenn í Innsbrück.  Eistneska landsliðið hefur nóg að gera fram að leiknum í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Merki austurríska knattspyrnusambandsins

Landsliðshópur Austurríkis - 26.5.2014

Knattspyrnusamband Austurríkis hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir vináttuleikinn við Ísland, en liðin mætast í Innsbrück föstudaginn 30. maí.  Marcel Koller, hinn svissneski þjálfari austurríska liðsins, hefur valið 24 manna hóp, og 9 að auki eru til vara utan hóps.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Suðurlandi 28. maí - 26.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Selfossi miðvikudaginn 28. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Suðurlandi.  Æfingar verða á Selfossvelli.

Lesa meira
 

Borgunarbikars-vika - 26.5.2014

Það er óhætt að segja að Borgunarbikarinn verði í öndvegi í vikunni.  Leikið verður í 32-liða úrslitum karla og 2. umferð kvenna á mánudag, þriðjudag og miðvikudag.  Auk þess fara fram tveir Borgunarbikarsdrættir, því dregið verður í 16-liða úrslit hjá konunum á miðvikudag og hjá körlunum á föstudag. Lesa meira
 

Fjallað um íslenska kvennaknattspyrnu á UEFA Study Group - 23.5.2014

Í vikunni fór fram UEFA fræðsluviðburður á Íslandi sem nefnist UEFA Study Group og er tilgangur verkefnisins að bjóða aðildarlöndum upp á tækifæri til að læra hvert af öðru, deila sínu vinnulagi og sínum hugmyndum með öðrum.  Viðburðurinn náði yfir þrjá daga og var mikil ánægja með framkvæmdina alla á meðal þátttakenda.

Lesa meira
 

Íslandsleikar Special Olympics eru á sunnudaginn - 23.5.2014

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða á KR velli, sunnudaginn 25. maí kl. 12.00 – 14.00 Keppt verður í 7 manna blönduðum liðum fatlaðra og ófatlaðra skv. reglum Unified football. Liðin eru skipuð 4 fötluðum og 3 ófötluðum.

Lesa meira
 
Frá blaðamannafundinum

A landsliðshópur karla gegn Austurríki og Eistlandi - 23.5.2014

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki á næstu vikum, fyrst gegn Austurríki í Innsbrück 30. maí og svo gegn Eistlandi á Laugardalsvellinum 4. júní.  Þjálfarar liðsins, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir þessa tvo leiki.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur Þór og ÍBV færður fram um 2 klst - 22.5.2014

Breyting hefur verið gerð á leik Þórs og ÍBV í Pepsi-deild karla, sem fram fer þann 1. júní á Þórsvelli á Akureyri.  Upprunalegur leiktími var kl. 17:00, en leikurinn hefur nú verið færður fram um tvær klukkustundir og verður því kl. 15:00. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Þrjár breytingar á U19 landsliðshópnum - 22.5.2014

Gerðar hafa verið þrjár breytingar á leikmannahópi U19 karla, sem leikur í milliriðli EM á Írlandi um mánaðamótin.  Þrír leikmenn úr upprunalega hópnum verða ekki með og í þeirra stað hefur Kristinn R. Jónsson, þjálfari íslenska liðsins, valið þá Heiðar Ægisson úr Stjörnunni, Jón Ingason úr ÍBV og Sindra Björnsson úr Leikni R.

Lesa meira
 
Flóð á Balkanskaganum

Flóð á Balkanskaga - Leggjum söfnun Rauða krossins lið - 22.5.2014

Fyrir alla leiki í Pepsi-deild karla í kvöld mun iðkandi frá félagi heimaliðs ganga inn á völlinn með liðunum merktur Rauða krossinum.  Á Balkanskaga hafa mikil flóð verið að undanförnu og vegna sérstakra tengsla íslenskrar knattspyrnu við knattspyrnumenn frá Balkanskaga vilja félögin sýna þeim stuðning í verki með því að leggja söfnun Rauða krossins vegna flóðanna lið.

Lesa meira
 
Merki ÍBR

Reykjavík hafði sigur í knattspyrnu höfuðborga Norðurlandanna - 22.5.2014

Reykjavík fór með sigur í knattspyrnukeppni Grunnskólamóts höfuðborganna en mótið fór fram í Laugardal að þessu sinni.  Reykjavík lék sinn síðasta leik í dag og gerði þá jafntefli, 1 - 1, gegn Osló sem tryggði efsta sætið.

Lesa meira
 
Ldv_2011_Atburdir-145

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Borgunar fyrir opin mót 2014 - 21.5.2014

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk sem er merktur KSÍ og Borgun - "Knattspyrna - leikur án fordóma".

Lesa meira
 
Merki FIFA

FIFA fagnar 110 ára afmæli - 21.5.2014

FIFA fagnar í dag, miðvikudaginn 21. maí, 110 ára afmæli.  Stofnfundurinn var haldinn að Rue St. Honore nr. 229 í París, þar sem saman voru komnir fulltrúar knattspyrnusambanda Frakklands, Belgíu, Danmerkur, Hollands, Spánar, Svíþjóðar og Sviss.   Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tímasetningu tveggja leikja í Pepsi-deild karla breytt - 21.5.2014

Tímasetningu tveggja leikja í Pepsi-deild karla hefur verið breytt þar sem báðir leikir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport.  Um er að ræða leikina Breiðablik-Stjarnan 2. júní og Stjarnan-KR 11. júní. Lesa meira
 

Miðasala á Ísland-Eistland á midi.is - 20.5.2014

A landslið karla mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 4. júní kl. 19:15.  

Forsala á leikinn er í gangi og er minnt á að forsöluafsláttur er 500 krónur af fullu verði og enn fremur 50% afsláttur af fullu verði  fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Yngstu iðkendurnir eru skemmtilegastir!

Frá ráðstefnu um fjölgun iðkenda í kvennaknattspyrnu - 20.5.2014

Í byrjun maí stóð KSÍ fyrir ráðstefnu þar sem fjallað var um mögulegar leiðir til að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum.  Ýmis áhugaverð erindi voru flutt og er hægt að horfa á þau öll með því að smella hér að neðan.

Lesa meira
 
Fellavöllur í Fellabæ var vígður 11. janúar 2008

Hæfileikamótun KSÍ í Fljótsdalshéraði 24. maí - 20.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Fljótsdalshéraði laugardaginn 24. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Austurlandi.  Æfingarnar verða á Fellavelli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur Stjörnunnar og Vals kl. 19:15 á fimmtudag - 20.5.2014

Þar sem leikur Stjörnunnar og Vals í Pepsi-deild karla verður ekki í beinni útsendingu sjónvarps eins og áætlað var, hefur tímasetning leiksins verið færð í upprunalegt horf.  Leikurinn fer fram fimmtudaginn 22. maí eins og áætlað var, en hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Átján manna hópur U19 karla valinn - 19.5.2014

U19 landslið karla leikur í milliriðli fyrir EM og fer riðillinn fram á Írlandi dagana 26. maí til 3. júní.  Með Íslandi í milliriðlinum eru heimamenn, Serbar og Tyrkir.  Kristinn Rúnar Jónsson er þjálfari liðsins og hefur hann valið 18 manna leikmannahóp.  

Lesa meira
 
Leikskýrsla - Skjáskot

Leikskýrslur í yngri aldursflokkum sumarið 2014 - 19.5.2014

Nú þegar keppni í Íslandsmótum yngri aldursflokka er að fara af stað er gott að hafa í huga hverning skal fara með leikskýrslurnar.  Hér að neðan má finna upplýsingar um þetta en mikilvægt er að vanda til verks.

Lesa meira
 

Yfirlit félagaskipta - 19.5.2014

Á vef KSÍ eru birtar ýmsar upplýsingar um allt sem tengist knattspyrnunni og aðildarfélögum sambandsins.  Á meðal áhugaverðra upplýsinga eru félagaskipti, en eins og kunnugt er lokaði félagaskiptaglugginn þann 15. maí síðastliðinn.  Lesa meira
 

Ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi - 19.5.2014

Á vef KSÍ er hægt að skoða ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi.  Meðal annars er hægt að kalla fram yfirlitstöflu yfir alla leiki liðs á tilteknu ári, og sjá upplýsingar um leikmenn, skiptingar, mörk, fyrirliða, gul og rauð spjöld, o.s.frv. Lesa meira
 

Þremur leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 19.5.2014

Breytingar hafa verið gerðar á þremur leikjum í Pepsi-deild karla.  Annars vegar er um að ræða færslu á leik Fram og Breiðabliks af Laugardalsvelli á Gervigrasvöllinn í Laugardal, og hins vegar víxlun á heimaleikjum í viðureignum Fylkis og Þórs.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Norðurlandi 23. maí - 19.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Akureyri föstudaginn 23. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi.  Æfingarnar verða á KA-velli.

Lesa meira
 

Stórleikur KR og FH í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla - 15.5.2014

Dregið var í 32-liða úrslit Borgunarbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í dag, fimmtudag, að viðstöddu fjölmenni. Óhætt er að segja að framundan séu margir athyglisverðir leikir, en stórleikur umferðarinnar er klárlega viðureign KR og FH.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti fimmtudaginn 15. maí - 14.5.2014

Fimmtudagurinn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokks- eða samningsbundna leikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.  Félagaskipti þurfa að berast, fullkláruð, á skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti en mælst er til þess að þau berist fyrir kl. 16:00, fimmtudaginn 15. maí, svo hægt sé að ganga úr skugga um að þau séu fullnægjandi.

Lesa meira
 
Ólympíuleikvangurinn í Nanjing í Kína

Ísland í riðli með Hondúras og Perú - 14.5.2014

Íslenskt drengjalandslið skipað leikmönnum fæddum 1999 og síðar leikur á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Nanjing í Kína í sumar.  Dregið hefur verið í riðla fyrir Ólympíuleikana og er Ísland í riðli með tveimur Ameríkuliðum – Hondúras og Perú. 

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks - 14.5.2014

Næstu 5 mánuði fara fram mörg þúsund leikir í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem um 20 þúsund iðkendur reyna með sér í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ. Slíkt krefst skipulags og undirbúnings sem staðið hefur í allan vetur. Þetta er grunnurinn í starfsemi KSÍ og besti vitnisburðurinn um öflugt uppbyggingarstarf aðildarfélaga KSÍ.

Lesa meira
 

Dregið í 32-liða úrslit Borgunarbikars karla á fimmtudag - 13.5.2014

Borgunarbikarinn er kominn á fulla ferð og leikir í 2. umferð karla fara fram í kvöld, þriðjudagskvöld, og á miðvikudag.  Dregið verður í 32-liða úrslit í höfuðstöðvum KSÍ á fimmtudag og þar koma Pepsi-deildarliðin inn í keppnina.

Lesa meira
 
Helgi Daníelsson

Kveðja frá KSÍ - 13.5.2014

Á knattspyrnusviðinu var Helgi í essinu sínu þegar flestir áhorfendur voru að fylgjast með og lék hann við hvurn sinn fingur og söng. Helgi var maður augnabliksins - sannkallaður "Wembley-leikmaður" sem kunni best við sig þegar uppselt var! Hans stærsta stund á sviðinu í landsliðsbúningi Íslands var án efa er hann lék Ólympíuleik fyrir framan 27.000 áhorfendur á Idrætsparken í Kaupmannahöfn 1959, þar sem Friðrik Danakonungur IX var meðal áhorfenda.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Stjörnunni spáð titlinum - 12.5.2014

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fór fram í dag í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar og að venju var þar birt spá forráðamanna félaganna. Stjörnunni er spá titlinum en Aftureldingu og ÍA er spáð falli.  Deildin hefst svo með krafti þriðjudaginn 13. maí þegar að fjórir leikir eru á dagskránni

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 12.5.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 40 leikmenn á úrtaksæfingar sem fara fram um komandi helgi í Kórnum. Æfingarnar eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir keppni á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína í sumar.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla - 9.5.2014

Breytingar hafa verið gerðar á leikjum í Pepsi-deild karla. Fylkir og ÍBV hafa komist að samkomulagi um að víxla heimaleikjum í Pepsi-deild karla. Leikur KR og FH færist á Gervigrasið í Laugardal. Eftirfarandi leikir breytast því: Lesa meira
 
Grindavíkurvöllur

Hæfileikamótun KSÍ á Suðurnesjum þriðjudaginn 13. maí - 9.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Suðurnesjum þriðjudaginn 13. maí. Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með fund og æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Suðurnesjum. Æfingar verða á Grindavíkurvelli en fundur verður haldinn í Hópsskóla. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna á mánudag - 9.5.2014

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fer fram mánudaginn 12. maí kl. 16:30 í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Á fundinum verður kynnt markaðs- og kynningarstarf fyrir deildina í sumar og hin sívinsæla spá um lokastöðu liða verður að sjálfsögðu á sínum stað. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

Svissneskur sigur í Nyon - 8.5.2014

A landslið kvenna beið í dag, fimmtudag, lægri hlut gegn Sviss í undankeppni HM 2015, en liðin mættust á Colovray-leikvanginum í Nyon, rétt við höfuðstöðvar UEFA.  Lokatölur leiksins voru 3-0.  Svissneska liðið, sem er lang efst í riðlinum, er feykisterkt og rétt er að fylgjast vel með því í náinni framtíð.
Lesa meira
 

Byrjunarlið A kvenna gegn Sviss í Nyon - 8.5.2014

A landslið kvenna mætir Sviss í undankeppni HM 2015 í dag, fimmtudag, kl. 17:00 að íslenskum tíma og er leikið í Nyon í Sviss, rétt við höfuðstöðvar UEFA.  Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, hefur opinberað byrjunarlið Íslands. Lesa meira
 
Hópurinn á leið á æfingu á Möltu

A kvenna - Ísland mætir Sviss í dag - 8.5.2014

Ísland mætir Sviss í dag í undankeppni HM 2015 en leikið verður í Nyon. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma en þarna mætast tvær efstu þjóðirnar í riðlinum. Minnt er á textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Staðfest niðurröðun í yngri aldursflokkum og eldri flokki 2014 - 7.5.2014

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur – 5 manna bolti). Lesa meira
 
Rúna Kristín að störfum

Rúna aðstoðardómari á leik Englands og Úkraínu - 7.5.2014

Rúna Kristín Stefánsdóttir verður aðstoðardómari á leik Englands og Úkraínu í undankeppni HM kvenna 2015 en leikið verður í Shrewsbury á morgun, fimmtudaginn 8. maí. Rúna starfar á leiknum með sænskum dómara og aðstoðardómara. Þá hefur Rúna einnig verið valin sem einn átta af aðstoðardómurum í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer í Noregi, 15. - 27. júlí. Lesa meira
 
Æfing á Möltu

A kvenna - Leikið gegn Sviss á morgun - 7.5.2014

Kvennalandsliðið undirbýr sig nú af kostgæfni fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni HM en leikið verður í Nyon á morgun, fimmtudaginn 8. maí. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma en þarna mætast þjóðirnar sem verma tvö efstu sætin í riðlinum. Lesa meira
 

Pepsi-deild karla - Breiðablik tekur á móti KR á Samsung vellinum - 6.5.2014

Leikur Breiðabliks og KR í 2. umferð Pepsi-deildar karla hefur fengið nýjan leikvöll. Leikurinn verður leikinn á Samsung vellinum í Garðabæ en ekki á Kópavogsvelli vegna vallaraðstæðna þar. Leikdagur og leiktími er sá sami, fimmtudaginn 8. maí kl. 19:15. Lesa meira
 

Pepsi-deild karla - Valur mætir Keflavík á Gervigrasinu í Laugardal - 6.5.2014

Mótanefnd hefur ákveðið að leikur Vals og Keflavíkur í Pepsi-deild karla verður leikinn á Gervigrasinu í Laugardal, fimmtudaginn 8. maí kl. 20:30. Tveir leikir verða því á vellinum þetta kvöld og hefur tímasetning á leik Víkings og Fram því einnig verið breytt.

Lesa meira
 

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur - 5.5.2014

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefurt staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar varðandi leikbann leikmanns Augnabliks vegna atviks í leiks Vatnaliljanna og Augnabliks í Lengjubikar karla sem fram fór 16. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag - Fimm leikir í Pepsi-deild karla - 4.5.2014

Langþráður dagur er runninn upp, Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag, sunnudaginn 4. maí, þegar fimm leikir fara fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Umferðinni lýkur svo á morgun, mánudaginn 5. maí, þegar að FH tekur á móti Breiðablik á Kaplakrikavelli. Lesa meira
 

Breiðablik vann meistarakeppni KSÍ kvenna - 3.5.2014

Breiðablik vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturunum Stjörnunnar í gær og tryggði sér um leið nafnbótina meistarar meistaranna. Eina mark leiksins kom strax á 6. mínútu en þá skoraði Telma Hjaltalín Þrastardóttir eftir mistök í vörn Stjörnunnar.

Lesa meira
 

A Kvenna - Ásgerður Stefanía inn fyrir Rakel - 3.5.2014

Sú breyting er á landsliðshóp kvenna sem mætir Sviss að Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, þurfti að draga sig úr hópnum sökum meiðsla en Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Stjörnunnar, kemur í hennar stað í hópinn.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar 15. maí - Erlendir leikmenn - 2.5.2014

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar fyrir 15. maí fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Félögum er bent á að vera tímanlega í félagaskiptunum og á það sérstaklega við um félagaskipti leikmanna erlendis frá.  Félagaskipti þaðan taka sinn tíma og á það sérstaklega við þegar leikmenn koma frá löndum utan EES.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Reglugerð KSÍ um aga – og úrskurðarmál - Mismunun - 2.5.2014

Í janúar 2014 voru sett inn ný ákvæði í reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál vegna tilskipunar FIFA og áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum.  Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp. Lesa meira
 
Handshake of peace

"Handshake for Peace" - 2.5.2014

Handshake for Peace er verkefni sem er á vegum FIFA og Friðarverðlauna Nóbels. Verkefnið snýst um að leikmenn sýni strax að leik loknum vinskap og virðingu sem felst í því að takast í hendur eftir leik. Með þessari táknrænu athöfn skilja liðin sem vinir og jafningjar.

Lesa meira
 

Meistarakeppni kvenna - Stjarnan og Breiðablik mætast í kvöld - 2.5.2014

Stjarnan og Breiðablik mætast í kvöld, föstudaginn 2. maí, í Meistarakeppni kvenna en leikurinn hefst kl. 19:15 á Samsung vellinum í Garðabæ.  Í þessum árlega leik mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Breiðablik og FH víxla á heimaleikjum - 1.5.2014

Breiðablik og FH hafa komist að samkomulagi um að víxla á heimaleikjum sínum en félögin mætast í 1. umferð Pepsi-deildar karla, mánudaginn 5. maí kl. 19:15.  Upphaflega átti leikurinn að vera á Kópavogsvelli en verður þess í stað á Kaplakrikavelli og verður því heimaleikur FH. Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-010