The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20130922174430/http://www.ksi.is:80/frettir

Fréttir

Nemendur í fjölmiðlafræði við FÁ

Fjölmiðlafræðinemendur í heimsókn - 22.9.2013

Í liðinni viku heimsóttu nemendur úr FÁ höfuðstöðvar KSÍ og hlýddu á fyrirlestur um samskipti og þjónustu við fjölmiðla í tengslum við landsleiki, með áherslu á leiki á Laugardalsvelli.  Um var að ræða hóp 15 nemenda í fjölmiðlafræði
Lesa meira
 
U18-karla-Svithjodarmot

U19 karla - Sigur á Svíum í síðasta leik Svíþjóðarmótsins - 21.9.2013

Strákarnir í U19 unnu góðan sigur á Svíum í lokaleik liðsins á Svíþjóðarmótinu.  Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Ísland sem leiddu í leikhléi, 1 - 0.  Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti á þessu móti en Norðmenn höfðu sigur. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Öruggur sigur á gestgjöfunum - 21.9.2013

Stelpurnar byrjuðu undankeppni EM á besta mögulegan máta þegar þær lögðu Búlgari í fyrsta leik sínum í dag en leikið var við gestgjafana.  Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir okkar stelpur sem leiddu í leikhléi 2 - 0. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Jafntefli gegn Aserum í hörkuleik - 21.9.2013

Strákarnir í U17 hófu leik í dag í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn í Rússlandi.  Mótherjar dagsins voru Aserar og eftir hörkuleik lauk leiknum með jafntefli, 3 - 3.  Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Slóvakíu og fer fram mánudaginn 23. september og hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
image

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum - 21.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í lokaleik liðsins í Svíþjóðarmótinu.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma en Ísland gerði jafntefli í fyrsta leik sínum gegn Slóvakíu en beið svo lægri hlut gegn Norðmönnum.

Lesa meira
 
U17 karla í Rússlandi

U17 karla - Leikið við Asera í fyrsta leik í undankeppni EM - 21.9.2013

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Aserum í undankeppni EM í dag.  Leikið er í Rússlandi og hefst leikurinn í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eða kl. 13:00 að staðartíma:

Lesa meira
 
Merki KF

Fjallabyggð auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla - 20.9.2013

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Lárus Orri Sigurðsson hefur ákveðið að hætta með KF eftir tímabilið en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Viðburðarík knattspyrnuhelgi - 20.9.2013

Það er viðburðarík helgi framundan í knattspyrnunni en þá ráðast m.a. úrslitin í toppbaráttu 1. og 2. deildar karla og heil umferð er í Pepsi-deild karla. Þá eru þrjú af okkar landsliðum í eldlínunni, U17 og U19 karla og U19 kvenna, en öll leika þau ytra um helgina. Lesa meira
 
Hilmar Þór Guðmundsson

Hilmar Þór hefur störf hjá KSÍ - 20.9.2013

Hilmar Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn á skrifstofu KSÍ. Hilmar mun sinna kynningar- og markaðsmálum, en þar hefur hann mikla reynslu eftir áralangt starf á þessum vettvangi. Hlutverk Hilmars verður m.a. að styðja við markaðsstarf aðildarfélaga KSÍ og efla frekar tengsl og samstarf við samstarfsaðila KSÍ. Lesa meira
 
image

U19 karla - Tap gegn Noregi á Svíþjóðarmótinu - 19.9.2013

Strákarnir í U19 töpuðu gegn Norðmönnum á Svíþjóðarmótinu í dag en þetta var annar leikur liðsins á mótinu. Norðmenn höfðu betur, 1 - 2, eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Lokaleikur Íslands er svo gegn heimamönnum í Svíþjóð á laugardaginn en Svíar leika gegn Slóvakíu í kvöld

Lesa meira
 
Friður í einn dag - Peace one day

Peace One Day í 15. sinn - 19.9.2013

Þann 21. september næstkomandi verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 15. sinn – Peace One Day . Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag, þennan mánaðardag ár hvert.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Noregi - 19.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Noregi í dag á Svíþjóðarmótinu. Þetta er annar leikur liðsins en jafntefli varð í fyrsta leiknum gegn Slóvakíu, 1 - 1. Á sama tíma lögðu Norðmenn gestgjafa Svía, 3 - 1. Lesa meira
 
Island

Ísland mætir Sviss í undankeppni HM - Miðasala hafin - 18.9.2013

Miðasala er hafin á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM kvenna 2015 en leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni og einnig fyrst leikurinn undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 18.9.2013

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 4.-6. október og eitt helgina 18.-20. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 4.-6. október og 35 laus pláss helgina 18.-20. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR og Stöðvar 2 Sport - 18.9.2013

Grunnskólamót KRR og Stöðvar 2 Sport hefst í Egilshöll, mánudaginn 23. september en þarna leika 7. og 10 bekki grunnskóla Reykjavíkur. Leikið er í riðlakeppni en úrslit fara svo fram á sama stað, laugardaginn 28. september og verða þá Grunnskólameistarar 2013 krýndir.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Kýpur : Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 18.9.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Kýpur  í undankeppni HM miðvikudaginn 18. september kl. 09:00 til kl. 16:00 eða eins og miðarnir endast.  Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á þennan leik og því er ekki hægt að verða við óskum um að kaupa aukamiða í þetta skiptið. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Jafntefli gegn Slóvakíu í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu - 17.9.2013

Strákarnir í U19 gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum á Svíþjóðarmótinu en um er að ræða æfingamót fjögurra þjóða. Leikið var gegn Slóvakíu í dag og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1.  Næsti leikur liðsins á mótinu er gegn Noregi og fer hann fram á fimmtudaginn. Lesa meira
 
Rúnar Arnarson

Futsal 2014 - 17.9.2013

Nú í lok ágúst tók Víkingur Ólafsvík þátt í Evrópukeppni félagsliða í Futsal (innanhúsfótbolta) en þeir tryggðu sér þar þátttökurétt sem ríkjandi Íslandsmeistarar.  Stórhuga, eins og Ólafsvíkingum sæmir, þá sóttu þeir um að halda riðil á heimavelli sem þeir og fengu. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Slóvakíu - 17.9.2013

Strákarnir í U19 hefja í dag leik á Svíþjóðarmótinu en fyrsti leikur liðsins hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og er gegn Slóvakíu. Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Hópurinn sem mætir Sviss - 17.9.2013

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Sviss í undankeppni HM 2015. Leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. september kl. 18:30. Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni sem og fyrsti leikurinn undir stjórn Freys sem landsliðsþjálfara.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010



Þetta vefsvæði byggir á Eplica