The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140824175908/http://www.ksi.is/frettir/2012/04

Fréttir

Knattspyrna á Íslandi

Bikarkeppni KSÍ hefst 1. maí - 30.4.2012

Þó svo að margir marki upphaf knattspyrnusumarsins við upphaf Pepsi-deildarinnar eða Meistarakeppni KSÍ er fyrsti leikur þessa sumar-keppnistímabils leikur í bikarkeppni KSÍ. Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tekur á móti Hömrunum á Hvammstangavelli þann 1. maí.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks - 30.4.2012

Það er komið sumar og knattspyrnan fer í gang á völlum landsins. Mörg þúsund leikir munu fara fram í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem um 20 þúsund iðkendur reyna með sér.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Úrslitahópur U17 karla klár - 30.4.2012

Gunnar Guðmundsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir úrslitakeppni EM, sem fram fer í Slóveníu og hefst 4. maí. Ísland er í riðli með Frakklandi, Georgíu og Þýskalandi, og eru fyrstu mótherjarnir Frakkar.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5580

Félagaskiptaglugginn lokar þriðjudaginn 15. maí - 30.4.2012

Þriðjudaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta. Félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokks- eða samningsbundna leikmenn aftur fyrr en 15. júlí, nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.

Lesa meira
 
Laugardalsvollur-1

Meistarakeppni karla á Laugardalsvelli 1. maí - 30.4.2012

KR og FH mætast í Meistarakeppni KSÍ þriðjudaginn 1. maí kl. 19:15 og fer þessi árlegi leikur nú fram á Laugardalsvelli í fyrsta skipti í mörg ár.  Valsmenn hafa oftast fagnað sigri í Meistarakeppni KSÍ, eða 9 sinnum. KR-ingar hafa unnið þrjá sigra og FH-ingar fjóra.

Lesa meira
 
FH

FH vann sigur í B-deild Lengjubikars kvenna - 30.4.2012

FH fagnaði um liðna helgi sigri í B-deild Lengjubikars kvenna. Ekki er leikið til úrslita í B-deildinni, heldur er um að ræða fimm liða riðil. Tryggði FH sér efsta sætið með 5-1 sigri á KR í lokaumferðinni í leik sem fram fór að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Breiðablik og Valur leika til úrslita - 30.4.2012

Það verða Breiðablik og Valur sem leika til úrslita í A-deild Lengjubikars kvenna í ár eftir sigra á andstæðingum sínum í undanúrslitum síðasta föstudag. Úrslitaleikurinn fer fram í Kórnum á miðvikudag og hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
KR

KR-ingar Lengjubikarmeistarar karla 2012 - 30.4.2012

KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar karla árið 2012 eftir 1-0 sigur á Frömurum í úrslitaleik A-deildar í Kórnum í Kópavogi á laugardag. Eina mark leiksins kom á 57. mínútu og var þar að verki Þorsteinn Már Ragnarsson.

Lesa meira
 
Handbók leikja 2012

Handbók leikja 2012 komin út - 30.4.2012

Handbók leikja 2012 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ. Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti, eyðublöð og fleira. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Athygli vakin á breytingum á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál - 27.4.2012

Á stjórnarfundi 8. mars síðastliðinn voru samþykktar breytingar á reglugerð um aga- og úrskurðarmál og hefur félögunum verið tilkynnt um þessa breytingu með dreifibréfi. Rétt er, nú þegar stutt er í að Íslandsmótin og Bikarkeppni hefja göngu sína, að vekja athygli á þessum breytingum.

Lesa meira
 
Þór

Unglingadómaranámskeið hjá Þór miðvikudaginn 3. maí (breyting) - 27.4.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ fimmtudaginn 2. maí og hefst kl. 20:00 í Hamri. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - Dregur til tíðinda í neðri deildunum - 27.4.2012

Um helgina fara línur að skýrast í neðri deildum Lengjubikars karla og kvenna og meðal annars ráðst úrslitin í B deild kvenna. Ekki er um eiginlegan úrslitaleik að ræða í þeirri deild en FH og KR mætast á sunnudaginn og berjast þessi félög um sigur B deildinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar A deild kvenna - Undanúrslitin fara fram í kvöld - 27.4.2012

Í kvöld, föstudaginn 27. apríl, verður leikið í undanúrslitum A deildar Lengjubikars kvenna en úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram miðvikudaginn 2. maí. Breiðablik og Fylkir mætast í Fífunni kl. 18:00 og Valur og Stjarnan hefja leik í Egilshöllinni kl. 19:00.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fram og KR mætast í úrslitum A deildar Lengjubikars karla á laugardaginn - 27.4.2012

Reykjavíkurfélögin Fram og KR mætast í úrslitum A deildar Lengjubikars karla, laugardaginn 28. apríl. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 16:00. KR hefur unnið þennan titil í fjögur skipti en Fram hefur aldrei unnið þenna titil.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður í banni? - Fær þitt félag örugglega ekki tölvupóst? - 27.4.2012

Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál eru úrskurðir Aga-og úrskurðarnefndar sendir með tölvupósti til aðildarfélaga. Áríðandi er að öll aðildarfélög KSÍ athugi að rétt tölvupóstföng séu skráð hjá sambandinu vegna úrskurða Aga-og úrskurðarnefndar.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2012 - 27.4.2012

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo. Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Könnun á meðal leyfisumsækjenda 2012 - 26.4.2012

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins. Einn mikilvægur þáttur í þessu endurmati er að óska eftir upplýsingum frá leyfisumsækjendum um þessi atriði. Hvað fannst fulltrúum félaganna?  Svör bárust frá 16 félögum af þeim 24 sem undirgengust leyfiskerfið að þessu sinni.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_125

Fundur með fjölmiðlafulltrúum félaga í Pepsi-deild - 26.4.2012

Fundað var með fjölmiðlafulltrúum félaga í Pepsi-deild karla 2012 í vikunni.  Starf þeirra á leikjum í Pepsi-deildinni verður sífellt mikilvægara með auknum fjölda miðla sem fjalla um deildina. Því er afar mikilvægt að fjölmiðlafulltrúarnir séu vel undirbúnir undir þetta krefjandi starf. Lesa meira
 
Frá undirritun samningsins - Mynd af visir.is (Vilhelm)

Umfangsmikill samningur um Pepsi-deildirnar 2012 - 25.4.2012

KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag, miðvikudag, umfangsmikinn samning um Pepsi-deildir karla og kvenna í knattspyrnu.  Umfjöllun í opinni dagskrá verður stóraukin, Pepsi-mörkin í opinni dagskrá og beinar útsendingar frá Pepsi-deild kvenna.

Lesa meira
 
ÍH

Ólöglegur leikmaður með ÍH - 25.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Sigurður Örn Arnarson lék ólöglegur með ÍH gegn Reyni S. í Lengjubikar karla, þann 22. apríl síðastliðinn. Leikmaðurinn er skráður í FH.

Lesa meira
 
Fram

Unglingadómaranámskeið í Framheimilinu fimmtudaginn 26. apríl - 25.4.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fram í Framheimilinu Safamýri fimmtudaginn 26. apríl og hefst kl. 18:00. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Fram og KR mætast í úrslitum A deildar - 24.4.2012

Nú er ljóst að Reykjavíkurfélögin Fram og KR mætast í úrslitum A deildar Lengjubikars karla. Fram lagði Stjörnuna í undanúrslitum, 2 - 1, eftir framlengingu og KR lagði Breiðablik 2 - 0. Úrslitaleikurinn fer laugardaginn 28. apríl kl. 16:00 og verður leikinn í Kórnum. Lesa meira
 
League Managers Association

Þjálfaranámskeið í fjarnámi – Evaluating performance - 23.4.2012

KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi (í gegnum tölvu). Þetta námskeið nefnist „Evaluating performance“ og er um hvernig við metum frammistöðu í knattspyrnu

Lesa meira
 
League Managers Association

Þjálfaranámskeið í fjarnámi - Creating a culture of excellence - 23.4.2012

KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi (í gegnum tölvu). Námskeiðið inniheldur m.a. 6 klukkutíma af vídeóviðtölum við nokkra af kunnustu framkvæmdastjórum í ensku úrvalsdeildinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit A deildar karla á mánudaginn - 20.4.2012

Nú er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum A deildar Lengjubikars karla en keppni í 8 liða úrslitum lauk í gær. Undanúrslitaleikirnir fara fram mánudaginn 23. apríl og verða leiknir á Framvellinum í Úlfársárdal annarsvegar og á KR vellinum hinsvegar. Úrslitaleikurinn fer svo fram í Kórnum, laugardaginn 28. apríl. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni 2012 - 20.4.2012

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og bikarkeppni karla og kvenna fyrir árið 2012. Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast misskilning.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin 2012

Fantasydeildin.is - 20.4.2012

Fantasydeildin

er draumaliðsleikur fyrir allt það knattspyrnuáhugafólk sem hefur áhuga á Pepsi-deild karla. Leikurinn er í anda draumaliðsleiksins fyrir ensku úrvalsdeildina.  Hefurðu eitthvað vit á þessu? Sannaðu það ...

Lesa meira
 
Icelandair

Samstarfssamningur við Icelandair framlengdur - 20.4.2012

Á miðvikudag undirritaði formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, framlengingu á samstarfssamningi KSÍ við Icelandair, og gildir samningurinn því út árið 2014. Samningurinn felur í sér víðtækt samstarf sem felst m.a. í því að öll knattspyrnulandslið Íslands ferðast með Icelandair.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Vináttulandsleikir gegn Skotum hjá A og U23 kvenna - 20.4.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um vináttulandsleiki á milli þjóðanna hjá A landsliði kvenna og U23 kvenna. Leikirnir fara fram í Skotlandi 4. og 5. ágúst næstkomandi.  Stefnt er að því að Skotar endurgjaldi heimsóknina með A landsliði sínum sumarið 2013.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Stelpurnar hársbreidd frá úrslitakeppninni - 18.4.2012

Stelpurnar í U17 voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna en lokaumferð milliriðils þeirra fór fram í dag. Ísland lagði Belgíu með þremur mörkum gegn einu en á sama tíma vann Sviss England, 1 - 0. Sviss tryggði sér þar með efsta sætið í riðlinum og þátttökurétt í úrslitakeppninni í Sviss.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Sumardagurinn fyrsti - Grasleikur á Hellu - 18.4.2012

Landsmenn fagna sumarkomu, samkvæmt dagatali, á morgun fimmtudaginn 19. apríl. Það er líka vel við hæfi að leikið verður á grasi í Lengjubikarnum þennan dag en þá mætast HK og KFR á iðagrænum Helluvelli. Leikurinn er í B deild Lengjubikars karla og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
Huginn

Ólöglegur leikmaður hjá Hugin - 18.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ívar Karl Hafliðason lék ólöglegur með Hugin gegn KFS í Lengjubikar karla þann 15. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegir leikmenn hjá BÍ/Bolungarvík - 18.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Gunnlaugur Jónasson og Sölvi G. Gylfason léku ólöglegir með BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla. Gunnlaugur lék ólöglegur gegn Fram þann 13. apríl síðastliðinn en Sölvi gegn Haukum, 15. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
ÍR

Ólöglegur leikmaður hjá ÍR - 18.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Jón Gísli Ström lék ólöglegur með ÍR gegn Víkingi R. í Lengjubikar karla, þann 23. mars síðastliðinn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjarnan tekur sæti Víkings í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla - 18.4.2012

Komið hefur í ljós að Víkingur R lék með ólöglegan leikmann í leik liðsins í Lengjubikar karla gegn Stjörnunni 11. apríl sl. Af þeim sökum hefur úrslitum leiksins verið breytt Stjörnunni í vil 3 - 0.  Mótanefnd KSÍ hefur því ákveðið að Stjarnan taki sæti ÍA í úrslitakeppni Lengjubikars karla, en áður hafði verið ákveðið að Víkingur R tæki það sæti.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Ólöglegur leikmaður hjá Víkingi R. - 18.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Reynir Leósson lék ólöglegur með Víkingi R. gegn Stjörnunni í Lengjubikar karla, þann 13. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Belgum - 18.4.2012

Stelpurnar í U17 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli EM sem fram fer í Belgíu. Mótherjarnir eru heimastúlkur og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7484

Breytingar á knattspyrnulögunum 2012 - Stutt samantekt - 17.4.2012

Alþjóðanefnd FIFA hefur gert nokkrar breytingar á knattspyrnulögunum sem taka gildi 1. júní. Að venju munu þessar breytingar taka gildi á Íslandi við upphaf Íslandsmótsins/Bikarkeppninnar 1. maí. Nákvæmur texti verður birtur í nýrri útgáfu af knattspyrnulögunum um leið og endanlegur texti berst frá FIFA.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum KSÍ - Samþykkt á stjórnarfundi 12. apríl - 16.4.2012

Á stjórnarfundi KSÍ, 12. apríl síðastliðinn, voru samþykktar breytingar á reglugerðum KSÍ og má finna þesar breytingar hér til hægri undir "Dreifibréf til félaga". Gerðar voru breytingar á reglugerð um knattspyrnuleikvanga og einnig á reglugerð um knattspyrnumót sem gerir það að verkum að leyfilegt er að vera með 7 varamenn og 7 í liðsstjórn í 2. deild karla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Víkingur R. í stað ÍA í Lengjubikar karla - 16.4.2012

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að Víkingur R. taki sæti ÍA í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla. ÍA hafði með góðum fyrirvara ákveðið að fara í æfingaferð 14. - 22. apríl og hafði gert KSÍ viðvart um það. Það reyndist þó ekki unnt að gera breytingar á úrslitakeppninni þannig að ÍA gæti tekið þátt og dró ÍA því lið sitt úr keppni. Lesa meira
 
Blái naglinn

Blái naglinn og KSÍ - 16.4.2012

Aðildarfélögum KSÍ stendur til boða að taka þátt í söluátakinu Bláa naglanum og með þátttöku geta félögin skapað sér góðar tekjur. KSÍ vonast eftir góðri þátttöku knattspyrnufélaga á landsvísu til að styðja við þetta mikilvæga málefni, og hvetur jafnframt félögin til að nýta söluátakið sem fjáröflun vegna eigin starfsemi.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn – A deild karla úrslitakeppni - 16.4.2012

Hér að neðan má sjá niðurröðun leikja í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla. Einn leikur í 8 liða úrslitum fer fram miðvikudaginn 18. apríl og hinir þrír verða fimmtudaginn 19. apríl. Undanúrslitin fara fram mánudaginn 23. apríl og úrslitaleikurinn verður leikinn í Kórnum, laugardaginn 28. apríl.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá Hvíta Riddaranum - 16.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Marinó Haraldssson lék ólöglegur með Hvíta Riddaranum gegn Árborgu í Lengjubikar karla, þann 31. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn var skráður í Aftureldingu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólöglegur leikmaður hjá Ými - 16.4.2012

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Stefán Ari Björnsson lék ólöglegur með Ými gegn Létti í Lengjubikar karla, þann 11. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn var skráður í HK.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Undirbúningshópur fyrir úrslitakeppni EM - 16.4.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu 4. - 16. maí. Ísland mun þar leika í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Georgíu.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Tap gegn Sviss - 15.4.2012

Stelpurnar í U17 töpuðu gegn Sviss í dag með einu marki gegn engu og kom eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins lögðu Englendingar Belga með sömu markatölu og er því mikil spenna fyrir síðustu umferðina í riðlinum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Enskar lagðar í Leper - 13.4.2012

Stelpurnar í U17 lögðu England í dag í fyrsta leik liðsins í milliriðli EM. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Sandra María Jessen markið á 14. mínútu leiksins en leikið var í Leper í Belgíu.  Næsti leikur Íslands er gegn Sviss og fer hann fram á sunnudag kl. 13:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið á Hvammstanga þriðjudaginn 17. apríl - 13.4.2012

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Kormák í Grunnskólanum á Hvammstanga 17. apríl og hefst kl. 17:30. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund.  Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Lesa meira
 
Laugardalsvollur-3

Vorverkin á Laugardalsvellinum - 13.4.2012

Það styttist óðum í að flautað verði til leiks á Íslandsmótinu í knattspyrnu en Pepsi-deild karla hefst 6. maí og Pepsi-deild kvenna viku síðar. Verið er að undirbúa Laugardalsvöll fyrir sumarið en þar verður fyrsti leikur 7. maí þegar Fram tekur á móti Val.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Englandi - 13.4.2012

Stelpurnar í U17 hefja í dag leik í milliriðli EM en leikið er í Belgíu. Mótherjarnir í dag eru Englendingar og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Á undan leika heimastúlkur gegn Sviss.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
Nemendur úr Vættaskóla í starfskynningu

Nemendur úr Vættaskóla í starfskynningu - 12.4.2012

Hér voru þrír strákar úr Vættaskóla í Grafarvogi í starfskynningu dagana 11. og 12. apríl. Þeir töluðu við ýmsa starfsmenn sambandsins og kynntust starfi þeirra, m.a. fjölmiðlafulltrúa, dómarastjóra og mótastjóra og stóðu sig með mikilli prýði.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Eitt laust sæti í 3. deild karla í sumar - 11.4.2012

Vængir Júpiters og Skallagrímur hafa hætt þátttöku í 3. deild karla og Bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki.  Eitt sæti er því laust í A riðli 3. deildar karla.  Félög sem hafa áhuga á að taka sæti þeirra er bent á að hafa samband við KSÍ.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 131. sæti á styrkleikalista FIFA - 11.4.2012

A landslið karla er í 131. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hefur aldrei verið neðar á listanum. Liðið fellur um tíu sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Spánn er sem fyrr í efsta sætinu, á meðan Þýskaland og Úrúgvæ fara upp fyrir Hollendinga í næst tvö sæti.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Þrjátíu leikmenn á úrtaksæfingar U16 og U17 - 11.4.2012

Þrjátíu leikmenn frá átta félögum á Austurlandi, fæddir 1996 og 1997, hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar vegna U16 og U17 landsliða karla. Æfingarnar fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni sunnudaginn 15. apríl.  Sindri Hornafirði á flesta leikmenn í æfingahópnum. Lesa meira
 
IMG_1377-leikskolakrakkar

Leikskólakrakkar af Rauðhóli í heimsókn - 11.4.2012

Glaðlegur og áhugasamur 22 manna hópur barna af leikskólanum Rauðhóli í Árbænum í Reykjavík heimsótti KSÍ í dag. Krakkarnir fengu skoðunarferð um höfuðstöðvar KSÍ og um Laugardalsvöllinn, sjálfan þjóðarleikvanginn.  Auðvitað voru allir leystir út með gjöfum og yfirgáfu litlu snillingarnir höfuðstöðvar KSÍ með bros á vör.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Unglingadómaranámskeið í Víkinni 12. apríl - 10.4.2012

Unglingadómaranámskeið verður haldið í Víkinni fimmtudaginn 12. apríl kl. 19:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Víking í Víkinni fimmtudaginn 12. apríl, hefst kl. 18:00 og stendur í um tvær og hálfa klukkustund. Allir sem náð hafa 15 ára aldri eru velkomnir á námskeiðið.

Lesa meira
 
2012-U19kv-byrjunarlid-gegn-Rumeniu

U19 kvenna - Naumt tap gegn Frökkum í lokaleiknum - 6.4.2012

Stelpurnar í U19 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM sem leikinn var Hollandi. Frakkar voru mótherjir í lokaleiknum og höfðu þeir betur, 1 - 0 en eina mark leiksins kom strax á 8. mínútu. Tómas Þóroddsson sendi okkur umfjöllun um leikinn og má sjá hana hér að neðan.

Lesa meira
 
2012-U19kv-byrjunarlid-gegn-Rumeniu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 5.4.2012

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli EM en leikið er í Hollandi. Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A landslið kvenna - Svekkjandi ósigur gegn Belgum í Dessel - 4.4.2012

Stelpurnar í A landsliði kvenna gengu niðurlútar af velli eftir svekkjandi tap gegn Belgum í Dessel í kvöld. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimastúlkur og kom eina mark leiksins á 66. mínútu en íslenska liðið sótti mun meira í leiknum. Belgíska liðið skaust því á toppinn á riðlinum með 14 stig eftir sjö leiki, Ísland hefur 13 stig eftir sex leiki og Noregur er með 12 stig eftir sex leiki.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Ísland í riðli með Frakklandi, Georgíu og Þýskalandi - 4.4.2012

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U17 karla en dregið var í Slóveníu þar sem úrslitakeppnin fer fram, 4. - 16. maí. Átta þjóðir leika í úrslitakeppninni og er Ísland í A riðli ásamt: Frökkum, Georgíu og Þýskalandi.

Lesa meira
 
Keppnisvellir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði

Fimm leikvangar félaga heimilaðir sérstaklega með samþykkt stjórnar KSÍ - 4.4.2012

Á fundi stjórnar KSÍ þann 8. mars síðastliðinn var samþykkt sérstaklega að heimila fimm leikvanga fyrir leyfisumsóknir félaganna sem þar leika, með ákveðnum skilyrðum vegna framfara varðandi aðstöðu áhorfenda.  Þessi félög eru Fylkir, ÍBV og Selfoss í Pepsi-deild, auk BÍ/Bolungarvíkur og KA í 1. deild. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Dregið verður kl. 14:00 í dag - 4.4.2012

Í dag verður dregið í riðla í úrslitakeppni U17 karla en dregið verður í Slóveníu þar sem keppnin fer dagana 4. - 16. maí. Drátturinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

A landslið kvenna - Byrjunarliðið gegn Belgum tilbúið - 3.4.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Belgum í undankeppni EM á morgun, miðvikudaginn 4. apríl. Leikurinn hefst kl. 18.00 að íslenskum tíma og þarna eigast við tvær efstu þjóðirnar í riðlinum en efsta sæti riðilsins gefur beint sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð 2013.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A landslið kvenna - Styttist í stórleikinn gegn Belgum - 3.4.2012

Það styttist í stórleikinn gegn Belgum í undankeppni EM en hann fer fram á morgun, miðvikudaginn 4. apríl og hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma. Liðið hélt utan á sunnudagsmorgun og hefur æft vel úti og verður æft á keppnisvellinum í Dessel í dag.

Lesa meira
 
U17-kvenna-gegn-Donum-hopurinn

U17 kvenna - Hópurinn er leikur í milliriðli í Belgíu - 3.4.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli EM. Leikirnir fara fram dagana 13. - 18. apríl en auk heimastúlkna leika í riðlinum England og Sviss. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Englandi, föstudaginn 13. apríl.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður um leikbönn í deildarbikar KSÍ - 3.4.2012

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ 30. mars 2012 voru leikmenn úrskurðaðir í leikbönn. Hafa skal í huga að, samkvæmt reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni KSÍ 2012, eru sjálfkrafa leikbönn ekki tilkynnt.  Þetta er því eingöngu tilkynning um leikbönn þar sem leikmenn hafa fengið viðbótar leikbann.

Lesa meira
 
2012-U19kv-byrjunarlid-gegn-Rumeniu

U19 kvenna - Rúmenar höfðu betur í Hollandi - 2.4.2012

Stelpurnar í U19 léku í dag annan leik sinn í milliriðli EM en riðillinn er leikinn í Hollandi og voru Rúmenar mótherjarnir. Rúmenska liðið reyndist sterkara og fór með sigur af hólmi, 2 – 0.  Lokaleikur Íslands er gegn Frökkum á fimmtudaginn. Tómas Þóroddsson sendi okkur umfjöllun um leikinn og má sjá hana hér að neðan

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Aðgönguskírteini fyrir dómara 2012 - 2.4.2012

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ. Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Viðurlög vegna leyfiskerfis 2012 - 2.4.2012

Samkvæmt afgreiðslu leyfisráðs 13. og 22 mars á umsóknum félaga um þátttökuleyfi 2012 uppfylltu fimm félög ekki kröfu um menntun unglingaþjálfara. Þá skilaði eitt félag fjárhagslegum leyfisgögnum 16 dögum eftir lokaskiladag. Þessi félög voru því beitt viðeigandi viðurlögum.

Lesa meira
 
U19kv-Byrjunarlid-gegn-Hollandi´12

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Rúmenum tilbúið - 1.4.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Rúmenum í milliriðli EM sem fram fer í Hollandi. Leikið verður á morgun, mánudaginn 2. apríl, og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Gervigras á Laugardalsvöllinn? - 1.4.2012

Veðurfar á norðlægum slóðum gerir viðhald náttúrulegs grass á keppnisvöllum afar erfitt, auk þess sem nýting á gervigrasvöllum er vitanlega umtalsvert betri heldur.  Af þessum ástæðum var á fundi stjórnar KSÍ þann 8. mars síðastliðinn ákveðið að stofna starfshóp sem myndi kanna kosti og galla, þess að leggja gervigras á þjóðarleikvanginn.  Það tilkynnist hér með að þetta var aprílgabb ksi.is í ár .....  :-)

Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-001