The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140824091824/http://www.ksi.is/frettir/2006/01

Fréttir

UEFA

UEFA ráðstefna gegn kynþáttafordómum - 31.1.2006

Í vikunni sækir Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, ráðstefnu á vegum UEFA sem ber yfirskriftina "Sameinuð gegn kynþáttafordómum".  Ráðstefnan fer fram í Barcelona á Spáni og taka um 250 manns þátt. Lesa meira
 
Fífan

Æfingar U17 og U19 kvenna 4. og 5. febrúar - 31.1.2006

Um næstu helgi fara fram æfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna.  Um 50 leikmenn hafa verið boðaðir til æfinga að þessu sinni, en æft verður í Fífunni, Reykjaneshöll, á Fylkisvelli og í Egilshöll.  Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Ólöglegur leikmaður hjá Val gegn Fram - 30.1.2006

Í samræmi við starfsreglur mótanefndar KRR hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Jakob Spangsberg Jensen lék ólöglegur með liði Vals gegn Fram í Reykjavíkurmótinu sunnudaginn 29. janúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Úrslitakeppnir yngri flokka innanhúss 2006 - 30.1.2006

Úrslitakeppnir yngri flokka karla og kvenna í innanhússknattspyrnu fara fram dagana 18. og 19. febrúar.  Leikið verður í Laugardalshöll, Austurbergi, Varmá, Fylkishöll, Kaplakrika og á Akranesi.  Lesa meira
 
Knattspyrnuvellir á Íslandi

KSÍ gefur út rit mannvirkjanefndar - 30.1.2006

KSÍ hefur gefið út rit mannvirkjanefndar – Keppnisvellir í knattspyrnu og uppbyggingu þeirra á Íslandi.  Ritið var unnið í tengslum við starf milliþinganefndar sem skipuð var á ársþingi KSÍ 2005. Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Um deildarbikarinn 2006 - 30.1.2006

Deildarbikarkeppni KSÍ hefst um miðjan febrúar og hafa reglugerðir í deildarbikar karla og kvenna verið kynntar þeim félögum sem taka þátt.  Minnt er sérstaklega á ákvæði um ólöglega leikmenn.
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjölmargar tillögur á ársþingi KSÍ 2006 - 27.1.2006

Fjölmargar tillögur eru til afgreiðslu á knattspyrnuþinginu 2006 - ársþingi KSÍ, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum 11. febrúar næstkomandi.  Fjölgun liða, varalið, fleiri varamenn og Futsal eru meðal viðfangsefna. Lesa meira
 
EM 2008

Mjög spennandi riðill í undankeppni EM 2008 - 27.1.2006

Dregið hefur verið í riðla í undankeppni EM 2008 og er óhætt að segja að riðillinn sem Ísland hafnaði í sé mjög spennandi.  Þrjú Norðurlandalið eru í riðlinum og fjögur af liðunum sjö léku í úrslitakeppni EM 2004.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla mætir Andorra í forkeppninni - 27.1.2006

Í morgun var dregið í undankeppni EM U21 landsliða karla og mætir Ísland Andorra í forkeppni, þar sem leikið er heima og heiman.  Liðið sem kemst áfram verður í riðli með Ítalíu og Austurríki, þar sem leikin er einföld umferð. Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

U18 karla til Tékklands - 26.1.2006

Knattspyrnusambandið hefur þekkst boð Tékka um að senda lið skipað leikmönnum fæddum 1989 og síðar á mót í Tékklandi 21. - 27. ágúst. Lesa meira
 
Stjarnan - 2. flokkur kvenna - Íslandsmeistarar 2005

Faxaflóamót kvenna 2006 hafið - 26.1.2006

Faxaflóamót meistaraflokks kvenna hófst á miðvikudag með stórsigri Stjörnunnar á FH á Stjörnuvelli og heldur áfram í kvöld, fimmtudagskvöld,með nágrannaslag HK/Víkings og Breiðabliks í Fífunni. Lesa meira
 

Hvaða lið fær U21 lið Íslands í forkeppninni? - 26.1.2006

Það verður ekki bara dregið í riðla í undankeppni EM A-landsliða karla á föstudag, heldur einnig í undankeppni EM U21 liða karla.  Ísland leikur í forkeppni ásamt 15 öðrum þjóðum. Lesa meira
 
EM 2008

Hvaða þjóðir verða með Íslandi í riðli? - 25.1.2006

Á föstudag kl. 11:00 verður dregið í riðla í undankeppni EM karlalandsliða 2008 og fer drátturinn fram í Montreux í Sviss.  Ísland er í 5. styrkleikaflokki, en hvernig gæti riðill íslenska liðsins litið út? Taktu þátt í könnuninni hér til hliðar.

Lesa meira
 
Frá vinstri: Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ, Eggert Magnússon formaður KSÍ, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Ómar Stefánsson bæjarráðsmaður

KSÍ og Kópavogsbær undirrita samkomulag - 25.1.2006

Kópavogsbær og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu nýlega samkomulag um afnot og aðstöðu í knatthúsi Kópavogsbæjar sem áætlað er að reisa í Vallakór í Vatnsendahverfi síðar á þessu ári.

Lesa meira
 
Eiður Smári og Heiðar eru í framlínunni

Dagsetningar komnar á þjálfaranámskeið KSÍ - 24.1.2006

KSÍ hefur nú sett niður dagsetningar fyrir flest þjálfaranámskeið sem eru fyrirhuguð á árinu 2006.  Á þessu ári mun KSÍ bjóða upp á öll 7 þjálfarastig KSÍ og fleiri námskeið.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hlutgengi leikmanna og þátttökuréttur félaga - 24.1.2006

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 23. janúar síðastliðinn breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót varðandi hlutgengi leikmanna og þátttökurétt félaga. Lesa meira
 
Úr leik Fram og ÍBV í 5. flokki karla 2005

KSÍ greiðir tæpar 11 milljónir til aðildarfélaga - 24.1.2006

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum 23. janúar síðastliðinn að greiða  tæpar 11  milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ.  Þetta er fimmta árið í röð sem aðildarfélög KSÍ njóta slíks framlags.

Lesa meira
 
EM 2008

Dregið í undankeppni EM á föstudag - 24.1.2006

Dregið verður í riðla í undankeppni EM föstudaginn 27. janúar í Montreux í Sviss kl. 11.00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Niðurröðun leikja í Deildarbikarnum 2006 - 24.1.2006

Mótanefnd hefur lokið við niðurröðun leikja í Deildarbikarkeppni KSÍ 2006 og má skoða leiki félaga hér á vefnum.  Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 22. desember.

Lesa meira
 
Reykjaneshöll

60 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla - 24.1.2006

Um 60 leikmenn hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla um næstu helgi.   KR á flesta fulltrúa í U19 æfingahópnum, en Blikar eru fjölmennastir hjá U17.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Niðurröðun í Faxaflóamóti mfl. kvenna staðfest - 23.1.2006

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna hefur verið staðfest og má sjá hér á vefnum. Sex félög taka þátt í mótinu og leika þau einfalda umferð í einum riðli.

Lesa meira
 
Félag íslenskra sjúkraþjálfara

Dagur sjúkraþjálfunar 3. febrúar - 20.1.2006

Föstudaginn 3. febrúar mun Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) halda Dag sjúkraþjálfunar. Dagurinn byggir á fræðslufyrirlestrum, kynningu á rannsóknarniðurstöðum og umræðum um þjálfun, hæfingu og endurhæfingu.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið 2006 hefst á laugardag - 20.1.2006

Reykjavíkurmót meistaraflokks karla hefst á laugardag með viðureign Leiknis og KR í B-riðli.  Leikið er í tveimur riðlum í mótinu og mætast sigurvegarar riðlanna í úrslitaleik.

Lesa meira
 
FH

Spilandi aðstoðarþjálfari fyrir mfl. kvenna óskast - 19.1.2006

Kvennaráð knattspyrnudeildar FH óskar eftir að ráða spilandi aðstoðarþjálfara fyrir meistaraflokk kvenna, sem einnig myndi aðstoða við þjálfun 2. flokks kvenna.

Lesa meira
 
Frá Laugardalsvelli

3.000 sæti á lausu - 19.1.2006

Nú standa yfir framkvæmdir við Laugardalsvöll og að þeim loknum mun eldri stúka vallarins með stækkun rúma um 6.500 manns.  Keypt verða ný sæti í stúkuna og því eru núverandi sæti á lausu, alls um 3.000. Lesa meira
 
Sparkvöllur við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum

Sparkvallaátak KSÍ heldur áfram 2006 og 2007 - 19.1.2006

Sparkvallaátak KSÍ hefur nú staðið í tvö ár og hafa verið byggðir 64 sparkvellir víðs vegar um landið. Stefnan hefur verið sett á að byggja um 30-40 velli á þessu og næsta ári og ná þannig 100 valla markinu árið 2007. Lesa meira
 
Loftus Road

Miðasala á Trinidad & Tobago - Ísland - 19.1.2006

KSÍ hefur fengið miða til sölu á landsleikinn við Trinidad og Tobago 28. febrúar á Loftus Road leikvanginum í London.  Miðaverð er kr. 2.500 fyrir fullorðna og kr. 600 fyrir yngri en 16 ára. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 95. sæti á FIFA-listanum - 19.1.2006

Ísland er í 95. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út fyrr í vikunni, og fellur því um eitt sæti frá því listinn var síðast gefinn út.  Brasilíumenn eru lang efstir sem fyrr.

Lesa meira
 
Kvennalandsliðið fagnar marki

Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir - 18.1.2006

Verkefnið "Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir" samanstendur af rannsókn sem gerð var í fimm Evrópulöndum á staðalímyndum og endurspeglun kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Framkvæmd leikja í RM meistaraflokka - 18.1.2006

Að mörgu er að hyggja þegar kemur að framkvæmd leikja í Reykjavíkurmótum meistaraflokka karla og kvenna og því mikilvægt að þau félög sem taka þátt séu meðvituð um sinn þátt.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Æfingar U17 og U19 kvenna 21. og 22. janúar - 18.1.2006

Rúmlega 50 leikmenn hafa verið boðaðir á æfingar U17 og U19 landsliða kvenna um næstu helgi, dagana 21. og 22. janúar.  U19 liðið æfir á Fylkisvelli og í Egilshöll, en U17 í Fífunni og Reykjaneshöll.

Lesa meira
 
U21-2004-0050

Æfingar U21 karla - 17.1.2006

Tuttugu og níu leikmenn úr þrettán félögum hafa verið boðaðir á undirbúningsæfingar U21 landsliðs karla um komandi helgi. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fimm félög skila leyfisgögnum - 13.1.2006

Breiðablik, Grindavík, ÍBV, KR og Valur skiluðu í dag leyfisgögnum sínum til KSÍ. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Norðurlandsmót Powerade 2006 - 12.1.2006

Norðurlandsmót Powerade hefst á laugardag með viðureign Magna og KA í Boganum á Akureyri.  Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið og hefur það náð að festa sig vel í sessi.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingar skila leyfisgögnum - 12.1.2006

Nýliðar Víkings urðu í dag fimmta félagið til að skila leyfisgögnum vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2006.  Áður höfðu Keflavík, Fylkir, ÍA og FH skilað sínum gögnum.

Lesa meira
 
Stjórn KSÍ 2005

Kosningar í stjórn á 60. ársþingi KSÍ - 12.1.2006

Framboð til stjórnar KSÍ skal samkvæmt 12. grein laga KSÍ berast skrifstofu sambandsins minnst hálfum mánuði fyrir þing.  Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar.

Lesa meira
 
Dwight Yorke

Aldrei mætt Trinidad og Tobago áður - 11.1.2006

Íslenska landsliðið hefur aldrei áður mætt liði Trinidad og Tobago, en eins og greint hefur verið frá munu liðin mætast í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum, heimavelli enska liðsins QPR, 28. febrúar næstkomandi. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar U16 karla 21. og 22. janúar - 11.1.2006

Alls hafa 35 leikmenn verið boðaðir til úrtaksæfinga fyrir U16 landslið karla, sem fram fara í Boganum á Akureyri 21. og 22. janúar næstkomandi.  Um er að ræða leikmenn frá félögum á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Guðni, Lúkas og Freyr endurráðnir - 10.1.2006

Knattspyrnusambandið hefur endurráðið þá Guðna Kjartansson, Lúkas Kostic og Frey Sverrisson til eins árs til að þjálfa yngri landslið karla.  Þá hefur Lúkas verið ráðinn til að sinna útbreiðslustörfum í fullu starfi á árinu 2006.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Þátttökutilkynning í Faxaflóamót yngri flokka - 10.1.2006

Faxaflóamót yngri flokka 2006 verður með með svipuðu sniði og undanfarin ár.  Leikið er í hraðmótum í 6. og 7. flokki í maí.  Þátttöku þarf að tilkynna eigi síðar en 17. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
FH

FH-ingar skila leyfisgögnum - 10.1.2006

FH-ingar hafa skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir komandi keppnistímabil í Landsbankadeild karla.  FH er því fjórða félagið til að skila leyfisgögnum sínum, en áður hafa Keflavík, Fylkir og ÍA skilað.

Lesa meira
 
Eyjólfur ásamt aðstoðarmönnum sínum

Leikið við Trinidad og Tobago 28. febrúar - 10.1.2006

Knattspyrnusambandið hefur samið við knattspyrnusamband Trinidad og Tobago um að leika vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum þriðjudaginn 28. febrúar. Lesa meira
 
Hart barist í leik Fjarðabyggðar og Fram

Félagaskiptum fjölgar milli ára - 10.1.2006

Fjöldi félagaskipti á árinu sem leið var alls 1.427, sem er nokkur aukning frá árinu á undan.  Fjöldi félagaskipta árin 1999 - 2002 var tiltölulega stöðugur, en þeim fjölgaði nokkuð árið 2003 og aftur á síðasta ári.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Laugamót í knattspyrnu - 10.1.2006

Ákveðið hefur verið að fresta Laugamótinu til 3. febrúar í stað 27.janúar. Kvennalið etja kappi 3. febrúar og karlaliðin 4. febrúar. Vonast er eftir því að breytingin komi þátttakendum ekki illa. Lesa meira
 
U19 landslið karla árið 2001

Um 60 leikmenn á úrtaksæfingum U17 og U19 karla - 10.1.2006

Alls hafa um 60 leikmenn verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla, sem fara fram dagana 14. og 15. janúar.  Æft verður í Egilshöll, Fífunni og Reykjaneshöll.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun í Faxaflóamóti mfl. kvenna - 9.1.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna liggur nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Félög eru sérstaklega beðin að athuga að ekki verður leikið þrjár helgar vegna æfinga landsliða.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuþing 2006 - 60. ársþing KSÍ - 9.1.2006

60. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 11. febrúar 2006.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér efnisatriði tengd þinghaldinu. Lesa meira
 
Fyrir jafnteflisleikinn 2002

A landslið kvenna leikur gegn Englandi í mars - 9.1.2006

Ákveðið hefur verið að A landslið kvenna leiki vináttulandsleik gegn Englendingum ytra fimmtudaginn 9. mars næstkomandi. Leikstaður hefur ekki verið ákveðinn, en þó er ljóst að leikið verður í nágrenni Lundúna. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Innimót yngri flokka 2006 í fullum gangi - 9.1.2006

Innanhússmót yngri flokka karla og kvenna 2006 eru nú í fullum gangi.  Um síðustu helgi var m.a. leikið í 4. og 5. flokki kvenna og í 3. og 4. flokki karla.  Um næstu helgi fara fram fjölmargir riðlar í ýmsum aldursflokkum. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Þátttökutilkynning í RM yngri flokka 2006 - 6.1.2006

Reykjavíkurmót yngri flokka karla og kvenna verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og yngstu flokkarnir leika árgangaskipt í hraðmótum í Egilshöll.  Lokafrestur til að skila inn þátttökutilkynningu er 16. janúar.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingur R. leitar að þjálfara fyrir 3. flokk karla - 6.1.2006

Unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings R. óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan þjálfara fyrir 3. flokk karla.  Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af þjálfun og tilskilin réttindi frá KSÍ eða sambærilega menntun.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladagur tillagna fyrir ársþing KSÍ er 11. janúar - 6.1.2006

60. ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 11. febrúar næstkomandi. Tillögur og málefni þau, er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi, skulu berast í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
ÍA

Skagamenn hafa skilað leyfisgögnum - 5.1.2006

Skagamenn hafa nú skilað gögnum með umsókn félagsins um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2006.  ÍA er þriðja félagið til að skila gögnum, en Keflavík og Fylkir höfðu þegar skilað. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

KSÍ heldur UEFA B próf laugardaginn 21. janúar - 5.1.2006

KSÍ heldur UEFA B próf í þjálfaramenntun laugardaginn 21. janúar klukkan 10.00 í fundarsal D og E í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal.  Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Viltu starfa við HM 2006 í Þýskalandi? - 5.1.2006

Alls munu um 15.000 sjálfboðaliðar starfa við úrslitakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar.  Áhugasamir aðilar geta sótt um þátttöku til og með 28. febrúar, en nú þegar hafa um 40.000 manns sótt um.

Lesa meira
 
U21-2004-0051

Dregið í undankeppni EM U21 landsliða 27. janúar - 4.1.2006

Dregið verður í undankeppni Evrópumóts U21 landsliða karla 27. janúar.  Keppnin verður með sérstöku sniði í ár þar sem UEFA hefur ákveðið að færa úrslitakeppnirnar á þau ár sem úrslitakeppnir EM og HM eru ekki. Lesa meira
 
Úr leik Víkings og Hauka á Ólafsvíkurvelli

Minnt á lokaskiladag þátttökutilkynninga - 4.1.2006

Minnt er á að lokadagur til að skila þátttökutilkynningum í knattspyrnumót KSÍ 2006 er 19. janúar. Sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að félög skili sem fyrst upplýsingum í símaskrá KSÍ. Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir,  Ásthildur Helgadóttur, Eiður Smári Guðjohnsen og Gunnar heiðar Þorvaldsson - Mynd:  Sigurjón Ragnar

Eiður Smári íþróttamaður ársins annað árið í röð - 4.1.2006

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var á þriðjudagskvöld krýndur íþróttamaður ársins 2005 af samtökum íþróttafréttamanna.  Þetta er annað árið í röð sem Eiður hlýtur þennan heiður.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna 2004

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna 7. og 8. janúar - 3.1.2006

Úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna fara fram um næstu helgi, dagana 7. og 8. janúar.  Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið kallaðir til æfinga að þessu sinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Vel á fjórða þúsund leikmenn í Jólamóti KRR - 3.1.2006

Vel á fjórða þúsund leikmenn tóku þátt í vel lukkuðu Jólamóti KRR, sem fram fór í Egilshöll í desember.  Samanlagt fóru fram 565 leikir, en þátttökuliðin frá aðildarfélögunum níu voru alls 321.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Þátttökutilkynning í Faxaflóamót mfl. kvenna - 3.1.2006

Faxaflóamót í meistaraflokki kvenna hefst í byrjun febrúar og er stefnt að því að keppni sé lokið áður en keppni í Deildarbikar kvenna hefst.  Fyrirkomulag verður ákveðið þegar ljóst er hver fjöldi liða verður.

Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Keflvíkingar og Fylkismenn fyrstir til að skila - 3.1.2006

Leyfisfulltrúar Keflavíkur og Fylkis voru fyrstir til að skila gögnum með leyfisumsóknum sinna félaga fyrir keppnistímabilið 2006.  Gögnin sem skilað er nú innihalda upplýsingar um ýmsa þætti. Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Íþróttamaður ársins 2005 krýndur í kvöld - 3.1.2006

Samtök íþróttafréttamanna tilkynna í kvöld, þriðjudagskvöld, hver verður fyrir valinu sem íþróttamaður ársins 2005.  Fimm knattspyrnumenn eru tilnefndir að þessu sinni, en þetta er í 50. sinn sem staðið er að kjörinu. Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-010