The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140824092558/http://www.ksi.is/frettir/2011/10

Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á reglugerðum KSÍ - Samþykktar af stjórn KSÍ 27. október - 31.10.2011

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 27. október sl. breytingar á reglugerðum KSÍ.  Samþykkt var ný leyfisreglugerð KSÍ sem tekur þegar gildi og gildir því fyrir næsta ferli leyfiskerfis.  Í samræmi við nýja leyfisreglugerð voru gerðar breytingar á reglugerðum um knattspyrnumót og aga- og úrskurðarmál.  Þá voru einnig samþykktar breytingar á reglugerð um knattspyrnudómara og eftirlitsmenn.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri 11. - 13. nóvember - 31.10.2011

Helgina 11. - 13. nóvember er fyrirhugað að halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri.  Unnið er að dagskrá námskeiðsins og verður hún auglýst um leið og kostur gefst.
Lesa meira
 
bolti_i_marki

Verkefnið "Fótbolti fyrir alla" aftur af stað - 31.10.2011

Verkefnið "Fótbolti fyrir alla" fer aftur stað sunnudaginn 13. nóvember.  Æfingar hefjast klukkan 11:30 og verða í stóra salnum í Ásgarði í Garðabæ.  Æfingarnar eru ætlaðar öllum börnum sem geta ekki nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf vegna fötlunar eða þroskafrávika og er markmiðið að allir njóti boltans með sínu lagi.

Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

Þjálfun eftir leikstöðum - Dick Bate og John Peacock - 31.10.2011

Helgina 4.-6. nóvember heldur KSÍ endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A/UEFA A gráðu þjálfa. Námskeiðið ber yfirskriftina "Þjálfun eftir leikstöðum" og er kennsla alfarið í höndum þeirra Dick Bate og John Peacock. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Rúmeníu - 31.10.2011

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni næstkomandi fimmtudag, 3. nóvember, þegar hann dæmir leik Vaslui frá Rúmeníu og Sporting frá Portúgal.  Leikurinn er í D riðli Evrópudeildar UEFA og fer fram í Rúmeníu.  Þá eru þeir Þorvaldur Árnason og Birkir Sigurðarson að störfum í Lúxemborg þessa dagana

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Írunn og Lára í liði mótsins - 28.10.2011

Þær Írunn Þorbjörg Aradóttir og Lára Kristín Pedersen voru valdar í lið mótsins eftir úrslitakeppni EM U17 kvenna en úrslitakeppnin fór fram í Sviss í sumar.  Það er tækninefnd UEFA sem sér um að velja lið mótsins og birtir niðurstöðurnar í skýrslu sem kom út á dögunum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Sannfærandi sigur í Belfast - 26.10.2011

Kvennalandsliðið lék sinn síðasta leik á árinu þegar liðið mætti Norður Írum í kvöld.  Leikið var í Belfast og var leikurinn í undankeppni EM.  Lokatölur urðu  0 -2 eftir að Íslendingar höfðu skorað bæði mörkin í fyrri hálfleiknum.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Framlög frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ 2011 - 26.10.2011

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA 2010/2011 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 45 milljónir króna til viðbótar sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina - 26.10.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Kórnum og í Egilshöll.  Þjálfararnir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Jafntefli gegn Noregi og liðið ekki áfram - 26.10.2011

Strákarnir í U19 gerðu jafntefli í dag í lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var á Kýpur.  Lokatölur urðu 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Sigur hefði nægt liðinu til þess að tryggja sér sæti í milliriðlum en liðið hlaut tvo stig í leikjunum þremur.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Noreg í dag - 26.10.2011

Strákarnir í U19 leika í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn á Kýpur. Ísland mætir Noregi í dag og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Ísland verður að vinna þennan leik til þess að eiga möguleika á sæti í milliriðlum en önnur úrslit þýða að Ísland situr eftir.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Norður Írum - 25.10.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norður Írum á morgun, miðvikudag, í undankeppni EM.  Leikið verður á Oval vellinum í Belfast og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Guðrún Fema Ólafsdóttir

Guðrún Fema dæmir í Noregi - 24.10.2011

Guðrún Fema Ólafsdóttir verður með flautuna á morgun, þriðjudaginn 25. október, þegar hún dæmir leik Noregs og Svíþjóðar en þarna leika U23 kvennalið þjóðanna.  Þá munu þeir Þorvaldur Árnason og Birkir Sigurðarson vera að störfum í Lúxemborg en þar verður leikinn riðill í undankeppni EM U17 karla.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Jafntefli við heimamenn hjá U19 karla - 24.10.2011

U19 landslið karla gerði á sunnudag 1-1 jafntefli við Kýpur í undankeppni EM 2012, en riðillinn er leikinn þar í landi.  Staðan er ekki ósvipuð og hjá U17 karla fyrir skömmu, þar sem Ísland er í neðsta sætinu fyrir lokaumferðina, en kemst áfram í milliriðla með sigri á Noregi í lokaleiknum.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið gegn Kýpur í dag - 23.10.2011

Strákarnir í U19 leika í dag annan leik sinn í undankeppni EM en leikið er við heimamenn í Kýpur.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla. hefur tilkynnt byrjunarliðið

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Þrjú dýrmæt stig flutt frá Ungverjalandi - 22.10.2011

Íslenska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Ungverjum í dag en leikurinn var í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 0 - 1 og var það Dóra María Lárusdóttir sem að skorað mark Íslands á 68. mínútu.  Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki litu mörg færi dagsins ljós.  Það er skammt stórra högga á milli því liðið heldur á morgun til Belfast en leikið verður við Norður Íra í undankeppni EM á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjum - 21.10.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Ungverjum í undankeppni EM.  Leikið er í Pápa í Ungverjalandi og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Þetta er fjórði leikur Íslands í undankeppninni og hefur liðið 7 stig eftir sigur leiki gegn Búlgaríu og Noregi ásamt jafntefli gegn Belgíu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Leikið við Ungverja á morgun - 21.10.2011

Á morgun leika Ísland og Ungverjaland í undankeppni EM og fer leikurinn fram ytra.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma en íslenska liðið hefur 7 stig eftir þrjá leiki í riðlinum.  Ungverjar hafa tapað báðum viðureignum sínum til þessa en þetta er fyrsti heimaleikur þeirra í keppninni.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Lettum í fyrsta leik - 21.10.2011

Lettar lögðu Íslendinga í fyrsta leiknum í undankeppni EM en riðillinn er leikinn á Kýpur.  Lokatölur urðu 2 - 0 Lettum í vil og komu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.  Næsti leikur íslenska liðsins er á sunnudaginn þegar leikið verður gegn heimamönnum í Kýpur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Leikið við Letta í dag - 21.10.2011

Strákarnir í U19 eru nú staddir á Kýpur en þar leika þeir í undankeppni EM.  Fyrsti leikur Íslands er í dag þegar þeir mæta Lettum og hefst sá leikur kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Gunnhildur Yrsa og Hannes valin bestu leikmennirnir - 20.10.2011

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2011 og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni og Hannes Þór Halldórsson úr KR voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildanna en það eru leikmenn sjálfir er velja. Efnilegustu leikmennirnir voru valin þau Hildur Antonsdóttir úr Val og Þórarinn Ingi Valdimarsson úr ÍBV.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2011 - 19.10.2011

Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2011 fer fram í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 20. október næstkomandi kl. 17:00.  Afhent verða öll þau verðlaun sem að öllu jöfnu eru afhent á lokahófi leikmanna, en slíkt lokahóf fer ekki fram í ár.  Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um 2 sæti - 19.10.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er karlalandslið Íslands í 108. sæti og fellur niður um tvö sæti frá síðasta lista.  Spánverjar eru í efsta sæti listans og hafa þar nokkuð gott forskot.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 18.10.2011

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum og koma leikmennirnir frá 20 félögum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Strákarnir áfram eftir sigur á Ísrael - 17.10.2011

Strákarnir í U17 unnu gríðarlega sætan sigur á jafnöldrum sínum frá Ísrael í dag en leikurinn var í lokaumferð undankeppni EM.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Stefán Þór Pálsson sigurmarkið þegar þrjár mínútur lifðu eftir af venjulegum leiktíma.  Strákarnir tryggðu sér því sigur í riðlinum og komast áfram í milliriðla. Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla - 17.10.2011

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 2. flokk karla starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.

Lesa meira
 
2011-U17-karla-gegn-Sviss

U17 karla - Leikið við Ísrael kl. 10:00 - 17.10.2011

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en leikið er í Ísrael.  Heimamenn eru mótherjarnir í leik dagsins og hefst hann kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Sigur fleytir íslenska liðinu áfram í milliriðla en riðillinn er galopinn, öll liðin hafa þrjú stig að loknum tveimur leikjum.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
2011-U17-karla-gegn-Sviss

U17 karla - Góður sigur á Grikkjum - 14.10.2011

Strákarnir í U17 unnu góðan sigur á Grikkjum í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Lokatölur urðu 1 - 0 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Páll Olgeir Þorsteinsson skoraði mark Íslendinga á 48. mínútu og tryggði dýrmæta sigur.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

Lars Lagerbäck ráðinn þjálfari A landsliðs karla - 14.10.2011

Svíinn Lars Lagerbäck var í dag kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari A landsliðs karla.  Einnig var Heimir Hallgrímsson kynntur sem aðstoðarmaður hans.  Samningur þeirra er til ársloka 2013 en Lars tekur til starfa 1. janúar 2012.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Nánari umfjöllun um leikinn gegn Skotum - 14.10.2011

Stelpurnar í U17 tryggðu sér sæti í milliriðlum með því jafntefli gegn Skotum í gær og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins.  Tómars Þóroddsson var á staðnum og sendi okkur umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið gegn Grikkjum í dag - 14.10.2011

Strákarnir í U17 leika gegn Grikkjum í dag í undankeppni EM en leikið er í Ísrael.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en strákarnir töpuðu gegn Sviss í fyrsta leiknum.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6747

Aðsókn 2011 – Flestir mættu á leiki KR í Pepsi-deild karla - 13.10.2011

Aðsókn á leiki í Pepsi-deild karla var góð í sumar en alls mættu 148.163 áhorfendur á leikina 132.  Þetta gerir 1.122 áhorfendur að meðaltali á hvern leik.  Flestir áhorfendur mættu á heimaleiki KR en 2.148 áhorfendur mættu að staðaldri á KR völlinn.  FH var með næstbestu aðsóknina, 1.686 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki.  

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Ungverjalandi og Norður Írlandi - 13.10.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn er mætir Ungverjum og Norður Írlandi í undankeppni EM.  Leikirnir fara báðir fram ytra.  Leikið verður gegn Ungverjum í Pápa, laugardaginn 22. október og gegn Norður Írum í Belfast, miðvikudaginn 26. október.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Stelpurnar áfram í milliriðla - 12.10.2011

Stelpurnar í U17 gerðu í dag jafntefli gegn Skotum í undankeppni EM.  Leikið var í Austurríki og lyktaði leiknum með því að hvor þjóð gerði tvö mörk.  Íslensku stelpurnar leiddu í leikhléi, 1 - 0.  Þessi úrslit þýða að Ísland varð í efsta sæti riðilsins, með 7 stig, og tryggðu sér með því sæti í milliriðlum keppninnar.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tap í fyrsta leik - 12.10.2011

Strákarnir í U17 töpuðu sínum fyrsta leik í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Mótherjarnir í Sviss reyndust sterkari í dag og höfðu sigur, 5 - 1, eftir að staðan hafði verið 3 - 1 í leikhléi.  Emil Ásmundsson skoraði mark Íslendinga á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sektir vegna leikja 2011 - 12.10.2011

Mótanefnd KSÍ hefur tekið saman sektir vegna leikja á keppnistímabilinu 2011 samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.  Aðildarfélögum hefur verið sent bréf þess efnis og eru þau beðin um að kynna sér innihald bréfsins vandlega. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum - 12.10.2011

Stelpurnar í U17 leika lokaleik sinn í dag í undankeppni EM en leikið er í Austurríki.  Mótherjarnir eru Skotar og berjast þessar þjóðir um efsta sætið í riðlinum sem gefur sæti í milliriðlum.  Jafntefli dugi Íslandi sem hefur sex stig en Skotland er með fjögur stig.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið tilbúið fyrir leikinn gegn Sviss - 11.10.2011

Strákarnir í U17 hefja leik í undankeppni EM á morgun, miðvikudaginn 12. október, þegar þeir mæta Sviss.  Riðillinn er leikinn í Ísrael en leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Riðillinn er sterkur en ásamt þessum þjóðum skipa Ísrael og Grikkland riðilinn.

Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Ein minniháttar athugasemd - 11.10.2011

Í ágúst síðastliðnum framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins (UEFA Licensing Audit). 

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði - 11.10.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 18.-20. nóvember. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig tímanlega.  Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst síðar. Námskeiðsgjald er kr. 15.000,

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið í október - 11.10.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 21.-23. október og tvö helgina 28.-30. október.  Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 35 laus pláss helgina 21.-23. október og 70 laus pláss helgina 28.-30. október. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Hópurinn valinn sem leikur á Kýpur - 10.10.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn er leikur í undankeppni EM.  Leikið verður á Kýpur, dagana 21. - 26. október.  Mótherjar ásamt heimamönnum eru Lettar og Norðmenn.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Lettum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Umfjöllun um sigurleikinn gegn Kasakstan - 10.10.2011

Stelpurnar í U17 lögðu lið Kasakstan í öðrum leik sínum í undankeppni EM en leikið er í Austurríki.  Lokatölur urðu 3 - 0 en Skotar verða mótherjarnir í síðasta leik liðsins á miðvikudag. Tómas Þóroddsson er með hópnum úti ásamt fleirum og hefur hann sent okkur meðfylgjandi umfjöllun um leikinn gegn Kasakstan

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Sigur gegn Kasakstan í öðrum leiknum - 9.10.2011

Stelpurnar í U17 lögðu stöllur sínar frá Kasakstan í dag en leikurinn var liður í undankeppni EM.  Riðill Íslands er leikinn í Austurríki en íslensku stelpurnar skoruðu tvö mörk án þess að Kasakstan hafi komist á blað.  Þetta er annar sigur íslensku stelpnann í riðlinum en þær lögðu heimastúlkur í fyrsta leik 2 - 1.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Kasakstan - 9.10.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Kasakstan í dag.  Þetta er annar leikur liðsins í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Sviss.  Í fyrsta leiknum höfðu okkar stelpur sigur á heimastúlkum, 2 - 1.  Leikurinn í dag hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Nánari umfjöllun um sigurinn á Austurríki - 8.10.2011

p>Íslensku stelpurnar unnu fyrsta leik sinn í undankeppni EM í gær en riðill Íslands er leikinn í Austurríki.  Íslensku stelpurnar lögðu heimastúlkur með tveimur mörkum gegn einu.  Tómas Þóroddsson er á staðnum og tók saman nánari umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
EURO 2012

Átta marka leikur í Portúgal - 7.10.2011

Íslendingar töpuðu lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var gegn Portúgal í Porto.  Lokatölur urðu 5 - 3 fyrir heimamenn sem leiddu 3 - 0 í leikhléi.  Íslendingar léku sérstaklega vel í síðari hálfleik og gerðu þá þrjú mörk, tvö frá Hallgrími Jónassyni og eitt frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Sigur í fyrsta leik - 7.10.2011

Stelpurnar í U17 unnu Austurríki í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.  Riðillinn er leikinn í Austurríki og því dýrmætur sigur á heimastúlkum í höfn.  Í hinum leik riðilsins voru það Skotar sem lögðu Kasakstan með þremur mörkum gegn engu.  Ísland mætir Kasakstan á sunnudaginn í öðrum leik liðsins í undankeppninni.

Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Þátttökutilkynningar í Íslandsmótið innanhúss 2012 - 7.10.2011

Þátttökutilkynningar fyrir Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu - Futsal hafa verið sendar út til félaganna.  Þátttökufrestur er til 14. október en félög eru beðin um að vera tímanlega í að tillkynna þátttöku til að flýta fyrir vinnu við niðurröðun.

Lesa meira
 
EURO 2012

A landslið karla - Portúgal tekur á móti Íslandi í kvöld - 7.10.2011

Íslendingar leika í kvöld lokaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar leikið verður við Portúgal.  Leikurinn fer fram á Estadio do Dragao vellinum í Porto og hefst kl. 20:00.  Ísland er með fjögur stig í riðlinum í fjórða sætinu en Portúgalir eru í harðri baráttu á toppnum, hafa 13 stig líkt og Danir og Norðmenn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Austurríki - 6.10.2011

Stelpurnar í U17 leika sinn fyrsta leik í undankeppni EM á morgun, föstudaginn 7. október.  Riðillinn er leikinn í Austurríki og eru heimastúlkur einmitt fyrstu mótherjar liðsins.  Hin liðin í riðlinum eru Kasakstan og Skotland.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Valsstúlkur úr leik - 6.10.2011

Valsstúlkur eru úr leik í Meistaradeild kvenna en þær töpuðu á Vodafonevellinum í dag, 0 - 3.  Fyrri leiknum í Glasgow lauk með jafntefli, 1 - 1 en þessar viðureignir voru í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Englendingar höfðu betur í Laugardalnum - 6.10.2011

Englendingar fóru með þrjú stig og þrjú mörk úr Laugardalnum í kvöld þegar þeir mættu Íslendingum í undankeppni EM.  Lokatölurnar urðu 0 - 3 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 0 - 2.  England hefur því 6 stig í riðlinum eftir tvo leiki en íslenska liðið er með 3 stig eftir þrjá leiki.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Guðmundur Þórarinsson kemur inn í hópinn - 6.10.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Englendingum í dag á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Eyjólfur hefur valið Guðmund Þórarinsson í hópinn en hann kemur í stað Björns Jónssonar sem er veikur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Ísland tekur á móti Englandi í kvöld - 6.10.2011

Strákarnir í U21 karla mæta Englendingum í kvöld í undankeppni EM U21 karla og verður leikið á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:45 en miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 16:00.  Miðasala er einnig í gangi á www.midi.is.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Valur tekur á móti Glasgow á Vodafonevellinum - 5.10.2011

Íslensku liðin í Meistaradeild kvenna eru í eldlínunni en Þór/KA mætir þýska liðinu Potsdam í kvöld ytra.  Valur tekur á móti FC Glasgow á morgun, fimmtudaginn 6. október.  Leikurinn fer fram á Vodafonevellinum og hefst kl. 16:00.  Þetta eru síðari leikir liðanna í 32. liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Brynjar Gauti í hópinn - 5.10.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Englandi í undankeppni EM.  Brynjar Gauti Guðjónsson kemur inn í hópinn í stað Egils Jónssonar en Egill á við meiðsli að stríða..

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Þjálfarastyrkir ÍSÍ 2011 - 5.10.2011

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir árið 2011.  Styrkirnir eru ætlaðir fyrir þá sem hafa sótt eða munu sækja námskeið eða aðra menntun erlendis á árinu 2011.  Umsóknir verða að berast á sérstöku eyðublaði sem finna má á isi.is og sendist á ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, merkt "þjálfarastyrkir". 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Frítt fyrir börn, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – England - 4.10.2011

KSÍ býður börnum 16 ára og yngri, öryrkjum og ellilífeyrisþegum, ókeypis aðgang að landsleik Íslands og Englands í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli fimmtudaginn 6. október kl. 18:45.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

U21 karla - Ísland mætir Englandi - A passar gilda við innganginn - 4.10.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Englands  í undankeppni EM U21 karla. Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Laugardalsvellinum. Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 18:45, fimmtudaginn 6. október.

Lesa meira
 
EURO 2012

A landslið karla - Breytingar á hópnum fyrir leikinn gegn Portúgal - 3.10.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingar á hóp sínum er mætir Portúgal í undankeppni EM næstkomandi föstudag.  Inn í hópinn koma þeir Arnór Smárason, Baldur Sigurðsson og Guðmundur Kristjánsson.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum á Laugardalsvelli

U17 karla - Hópurinn valinn sem leikur í Ísrael - 3.10.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn er leikur í undankeppni EM nú í október en leikið verður í Ísrael.  Mótherjarnir eru, auk heimamanna, Sviss og Grikkland.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Sviss, miðvikudaginn 12. október.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Eva Lind kemur inn í hópinn - 3.10.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum er tekur þátt í undankeppni EM.  Þorlákur hefur valið Evu Lind Elíasdóttur, Selfossi, í hópinn og kemur hún í stað Elínar Mettu Jensen úr Val.

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - Kjartan Henry valinn bestur í umferðum 12 - 22 - 3.10.2011

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir seinni helming Pepsi-deildar karla eða umferðir 12 - 22.  Kjartan Henry Finnbogason úr KR var valinn leikmaður umferðanna og þjálfari Fram, Þorvaldur Örlygsson, fékk viðurkenningu sem þjálfari umferðanna.  Þá var Erlendur Eiríksson valinn besti dómarinn og stuðningsmenn KR heiðraðir sem stuðningsmenn umferðanna.

Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Kjartan Henry valinn í hópinn - 2.10.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er mætir Portúgal í undankeppni EM.  Ólafur hefur valið Kjartan Henry Finnbogason í hópinn og kemur hann í stað Alfreðs Finnbogasonar sem á við meiðsli að stríða.

Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-010