The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140824175829/http://www.ksi.is/frettir/2010/11

Fréttir

Akranesvöllur

Umhirða grasvalla - Myndband frá UEFA - 30.11.2010

Hér má sjá efni af nýjum mynddiski þar sem farið er yfir umhirðu og viðhald knattspyrnuvalla.  Í þessum hluta er fjallað um umhirðu grasvalla.

Lesa meira
 
Stjörnuvöllur

Umhirða knattspyrnuvalla - Myndbönd frá UEFA - 30.11.2010

UEFA hefur gefið út vandaðan mynddisk þar sem farið er yfir umhirðu og viðhald á knattspyrnuvöllum.  Diskurinn skiptist í tvennt þar sem annars vegar er fjallað um grasvelli og hinsvegar um gervigrasvelli.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar verða um helgina - 30.11.2010

Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni.  Tveir hópar eru valdir hjá U17 karla og mæta þeir einnig á æfingu á föstudeginum.

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Uppfærða afreksstuðla leikmanna má finna hér á síðunni - 30.11.2010

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Dregið í undankeppni EM hjá U17 og U19 karla - 30.11.2010

Í dag var dregið í undankeppni EM 2012 hjá U17 og U19 karla. Einnig var dregið í milliriðla hjá U17 karla fyrir EM 2011 en þar var Ísland einnig með í hattinum. Í undankeppninni hjá U17 mun Ísland leika í Ísrael, hjá U19 karla á Kýpur og í milliriðli hjá U17 karla verður leikið í Ungverjalandi.

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamnings Sparisjóðs Keflavíkur og KSÍ.  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn

Samstarfssamningur KSÍ og SpKef undirritaður - 26.11.2010

Knattspyrnusamband Íslands og Spkef Sparisjóðurinn í Keflavík undirrituðu á föstudag samkomulag um samstarf til næstu þriggja ára (2011-2013).  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson Sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn, en í honum felst stuðningur Sparisjóðsins við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Þórir eftirlitsmaður UEFA á White Hart Lane - 24.11.2010

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Tottenham og Werder Bremen í kvöld.  Leikurinn fer fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane, og er í A riðli Meistaradeildar UEFA.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Yfirlýsing frá Félagi deildadómara á Íslandi - 23.11.2010

Yfirlýsing frá Félagi deildadómara á Íslandi varðandi beiðni frá skoska knattspyrnusambandinu um dómgæslu í Skotlandi næstu helgi. Ástæða þessarar beiðni er verkfall skoskra knattspyrnudómara.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 23.11.2010

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið úrtakshópa fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli og í Egilshöll. 

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

U16 karla - Úrtaksæfingar á Norðurlandi um komandi helgi - 23.11.2010

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Að þessu sinni eru einungis valdir leikmenn úr félögum á Norðurlandi og fara æfingarnar fram í Boganum á Akureyri.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 2. desember - 23.11.2010

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 2. desember n.k. klukkan 20:00.

Lesa meira
 
IMG_4047

Súpufundur KSÍ verður haldinn mánudaginn 29. nóvember - 23.11.2010

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn mánudaginn 29. nóvember. Að þessu sinni mun Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands, halda erindi um börn með sérþarfir. Lesa meira
 
Frá fundi formanna- og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ

Hundraðasta Íslandsmótið framundan - 22.11.2010

Um helgina var haldinn fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ og fór fundurinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Fundinum lauk svo á því að dregið var í töfluröð í landsdeildum karla og kvenna.  Framundan er hundraðasta Íslandsmótið í knattspyrnu og er áætlað að það hefjist 1. maí 2011.  Lesa meira
 
Frá fundi formanna- og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ

1. og 2. deild karla - Leikjaniðurröðunin tilbúin - 20.11.2010

Í dag var dregið í töfluröð í 1. og 2. deild karla og er því ljóst hverjir mætast í hverri umferð.  Dregið var í töfluröð í höfuðstöðvum KSÍ í dag en þar fór fram fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Grindavík heimsækir Íslandsmeistarana í 1. umferð - 20.11.2010

Í dag var dregið í töfluröð í landsdeildum, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. deild karla.  Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar.  Í Pepsi-deild kvenna taka Íslandsmeistarar Vals á móti Grindavík.  Nýliðarnir í deildinni, ÍBV og Þróttur, hefja bæði leik á útivelli. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi deild karla - Íslandsmeistararnir taka á móti KR í 1. umferð - 20.11.2010

Í dag var dregið í töfluröð í landsdeildum, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. deild karla.  Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar.  Það er ljóst að í 1. umferðinni taka Íslandsmeistarar Breiðabliks á móti KR og nýliðarnir í deildinni, Víkingur og Þór etja kappi.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Konurnar niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA - 19.11.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem út kom í dag, þá fellur íslenska kvennalandsliðið niður um eitt sæti.  Ísland er í 17. sæti listans en það eru Bandaríkin sem tróna á toppnum.  Engar breytingar eru á 8 efstu sætum listans.

Lesa meira
 
Grindavík og Valur

Grindavík og Valur hafa skilað leyfisgögnum - 19.11.2010

Félögin sem undirgangast leyfiskerfið virðast ætla að halda uppteknum hætti frá síðasta ári hvað varðar skil á leyfisgögnum, og skila snemma.  Leyfisferlið hófst síðasta mánudag og á fimmtudag bárust gögn frá fyrstu tveimur félögunum - Grindavík og Val.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Tvö mörk en tap í Tel Aviv - 18.11.2010

Það voru heimamenn í Ísrael sem höfðu betur gegn Íslendingum í vináttulandsleik sem fram fór í gær.  Lokatölur urðu 3 - 2 Ísraelsmönnum í vil og var grunnurinn af sigrinum lagður í fyrri í hálfleik því heimamenn gengu til leikhlés með þriggja marka forystu.

Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlarnir standa í stað - 17.11.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í dag, stendur íslenska karlalandsliðið í stað.  Ísland er í 110. sæti listans.  Sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans en engar breytingar eru á níu efstu sætum listans.

Lesa meira
 
Bloomfield Stadium í Tel Aviv

A landslið karla - Byrjunarliðið gegn Ísrael - 16.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Ísrael í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram á Bloomfield Stadium í Tel Aviv og hefst kl. 17:35 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Slakað á í Ísrael

A landslið karla - Æft á keppnisvellinum í gær - 16.11.2010

Vel fer um landsliðshópinn sem staddur er þessa dagana í Tel Aviv.  Þar leika þeir vináttulandsleik gegn Ísrael á morgun, miðvikudag.  Í gær var æft á keppnisvellinum, Bloomfield Stadium og er hann í góðu standi. 

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Þátttökutilkynning fyrir Deildarbikarinn 2011 - 16.11.2010

Aðildarfélög KSÍ hafa fengið senda þátttökutilkynningu fyrir Deildarbikar KSÍ fyrir árið 2011  Þátttökufrestur er til 23. nóvember næstkomandi. Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2010 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2011 hafa heimild til að senda lið til keppni. 

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Mikið um að vera í fræðslumálum þjálfara um síðustu helgi - 16.11.2010

Mikið var um að vera í fræðslumálum fyrir þjálfara um síðustu helgi en á föstudaginn var í fyrsta sinn haldin ráðstefna um þjálfun barna og á laugardaginn hélt Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands upp á 40 afmæli með ráðstefnu um daginn og afmælisveislu um kvöldið.
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Spennandi riðlar framundan hjá U17 og U19 kvenna - 16.11.2010

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM hjá U17 og U19 kvenna og var dregið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.  Ennfremur var í dag dregið í milliriðla fyrir keppnina 2010/2011 og var Ísland í skálunum góðu í öllum dráttunum.

Lesa meira
 
Bloomfield Stadium í Tel Aviv

A landslið karla - Gylfi Þór meiddur - 15.11.2010

Ljóst er að Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið gegn Ísrael en íslenska karlalandsliðið leikur vináttulandsleik í Tel Aviv á miðvikudaginn.  Hann meiddist í leik um helgina og verður ekki leikfær á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2011 hafið - 15.11.2010

Samkvæmt Leyfisreglugerð KSÍ er hér með tilkynnt að leyfisferlið fyrir 2011 er hafið.  MInnt er á að ný reglugerð hefur verið tekin til notkunar og verða breytingar milli ára kynntar á fundi formanna og framkvæmdastjóra á laugardag. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

Dregið í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna - 15.11.2010

Dregið verður í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna á morgun, þriðjudaginn 16. nóvember.  Við sama tækifæri verður dregið í undankeppni EM U17 og U19 kvenna sem fram fer 2011/2012.  Ísland er í efsta styrkleikaflokki hjá U17 og í öðrum styrkleikaflokki hjá U19 þegar dregið verður í milliriðla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 og U19 karla - Ríflega 90 leikmenn boðaðir til æfinga - 15.11.2010

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara þessar æfingar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið ríflega 90 leikmenn til þessara æfingar.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

A landslið karla - Jón Guðni og Matthías inn í hópinn - 14.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingar á landsliðshóp sínum en framundan er vináttulandsleikur gegn Ísrael ytra.  Ragnar Sigurðsson fór ekki með hópnum í morgun vegna veikinda og hefur Matthías Vilhjálmsson FH verið valinn í hans stað.  Þá var Jón Guðni Fjóluson Fram einnig bætt í hópinn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Fyrri úrskurði hrundið - 12.11.2010

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur hrundið fyrri úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli nr. 5 2010.  Þar hafði Aftureldingu verið dæmdur sigur í leik liðsins gegn Keflavík í eldri flokki karla 30+ en leikurinn fór fram 19. september 2010 á Varmár velli.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

A landslið karla - Arnór Sveinn inn í hópinn - 11.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Ísrael í vináttulandsleik þann 17. nóvember næstkomandi.  Arnór Sveinn Aðalsteinsson kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafns Steinssonar sem er meiddur.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Ian Bateman með námskeið í þjálfun barna á Akureyri - 11.11.2010

Laugardaginn 13. nóvember mun Ian Bateman, tækniþjálfari hjá enska knattspyrnusambandinu, halda námskeið í þjálfun barna. Námskeiðið verður haldið í Hamri, félagsheimili Þórs, og í Boganum. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan.
Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 9.11.2010

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna en þessar æfingar fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

A landslið karla - Steinþór og Stefán Logi inn í hópinn - 9.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum sem mætir Ísrael í vináttulandsleik ytra, 17. nóvember næstkomandi.  Þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson og Stefán Logi Magnússon koma inn í hópinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Ísland leikur í Álaborg og Árósum - 9.11.2010

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U21 karla en úrslitakeppnin fer fram í Danmörku, dagana 11. – 25. júní.  Ísland er í A riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta Rússlandi..  Leikir Íslands fara fram í Álaborg og Árósum. Fyrsti leikur Íslendinga verður gegn Hvít Rússum, laugardaginn 11. júní.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

A landslið karla - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleik gegn Ísrael - 8.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Ísrael í vináttulandsleik miðvikudaginn 17. nóvember.  Leikið verður í Tel Aviv en þetta er í þriðja skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Algarve Cup fer fram 2. - 9. mars - 8.11.2010

Hið geysisterka mót Algarve Cup fer fram dagana 2. - 9. mars en kvennalandslið Íslands er þar á meðal þátttakenda.  Ísland er í B riðli og eru þar með Svíum, Kínverjum og Dönum.  Fyrsti leikur íslenska verður gegn Svíum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

Dregið í riðla hjá U21 karla þriðjudaginn 9. nóvember - 8.11.2010

Dregið verður í riðla í Álaborg í Danmörku, þriðjudaginn 9. nóvember og verður hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA.  Athöfnin hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Þjóðunum er raðað niður eftir árangri í undankeppninni og er Ísland í efri styrkleikaflokki ásamt gestgjöfum Danmerkur, Tékklandi og Spáni.

Lesa meira
 
Viðar Halldórsson

Viðar Halldórsson um gervigras - 8.11.2010

KSÍ með mannvirkjanefndina í forystu hefur verið vakandi yfir þróun gervigrass á undanförnum árum og er það af hinu góða. Gervigras hefur bætt aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Íslandi, gömlu malarvellirnir eru horfnir, en mannvirkjanefndin hefur einblítt allt of mikið á gervigrasið.

Lesa meira
 
Willum Þór Þórsson

Willum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í Futsal - 5.11.2010

Í dag var gengið frá ráðningu Willums Þórs Þórssonar sem landsliðsþjálfara Íslands í Futsal.  Ísland sendir í fyrsta skiptið landslið til keppni í Futsal og leikur í undankeppni Evrópumóts landsliða.  Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum, dagana 21. - 24. janúar.  Með Íslandi í riðli leika Grikkland, Armenía og Lettland.

Lesa meira
 
Frá fystu formlegu æfingu dómara 1. nóvember

Dómararnir komnir á fulla ferð - 5.11.2010

Íslenskir dómarar hafa hafið undirbúning sinn fyrir næsta keppnistímabil en formlegar æfingar hófust nú 1. nóvember.  Líkt og áður eru KSÍ og Háskólinn í Reykjavík í samstarfi varðandi þjálfun og undirbúning dómara og er mikil ánægja með þetta samstarf.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu árið 2010 í karlaflokki, Keflavík

Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu hefst um helgina - 5.11.2010

Um helgina hefst Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu en það er meistaraflokkur karla sem ríður á vaðið.  Nokkur fjölgun er í þátttöku að þessu sinni og er leikið í fjórum riðlum á suðvesturhorninu og einum á Norðurlandi.  Úrslitakeppnin fer svo fram 17. - 19. desember og er það fyrr en áður sem er vegna þátttöku Íslands í Evrópukeppni landsliða í Futsal í janúar.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir á Írlandi - 3.11.2010

Kristinn Jakobsson dómari mun dæma vináttulandsleik á milli Írlands og Noregs, miðvikudaginn 17. nóvember næstkomandi.  Honum til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Leikurinn fer fram á Aviva vellinum í Dublin.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 og U19 karla - 90 leikmenn boðaðir á æfingar um helgina - 2.11.2010

Um komandi helgi verða æfingar hjá landsliðum U17 og U19 karla og fara þær fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið 90 leikmenn til þessara æfinga en tveir hópar eru valdir hjá U17.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfing í Fjarðabyggðahöllinni - 2.11.2010

Næstkomandi laugardag mun fara fram landsliðsæfing í Fjarðabyggðahöllinni hjá landsliði U17 kvenna.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmenn af Austurlandi fyrir þessa æfingu og koma þeir frá sex félögum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Dagskrá afmælisráðstefnu KÞÍ 13. nóvember - Afmælisveisla KÞÍ - 2.11.2010

Í tilefni af 40 ára afmæli Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands blæs félagið til afmælisráðstefnu í samvinnu við KSÍ.  Ráðstefnan fer fram í höfuðstöðvum KSÍ, laugardaginn 13. nóvember og hefst kl. 10:00. Um kvöldið verður svo blásið til afmælisveislu.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_113

Námskeið í grasvallafræðum - 2.11.2010

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands tók höndum saman við KSÍ, GSÍ, SÍGÍ og ÍTR og setti saman námskeiðsröð í grasvallarfræðum.  Markmiðið er að nemendur verði betur í stakk búnir til að sjá um viðhald grasvalla til að hámarka endingu þeirra og gæði.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_054

Ný leyfisreglugerð samþykkt í stjórn KSÍ - 1.11.2010

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum síðasta föstudag nýja leyfisreglugerð KSÍ.  Í kjölfar samþykktarinnar hefur reglugerðin verið lögð fyrir UEFA og þegar það liggur fyrir verður reglugerðin gefin út og kynnt ítarlega fyrir aðildarfélögum KSÍ. Lesa meira
 
Platini í heimsókn á Íslandi 2010

Platini kom víða við í stuttu stoppi - 1.11.2010

Michel Platini, forseti UEFA, kom víða við í stuttri heimsókn hingað til lands í síðasta mánuði.  Hann heimsótti höfuðstöðvar KSÍ, átti fund með Katrínu Jakobsdóttur ráðherra íþróttamála og heimsótti knattspyrnuhallir í Kópavogi. Lesa meira
 
Birkir Sigurðarson, Gunnar Jarl Jónsson og Gylfi Már Sigurðsson á Core ráðstefnu í Sviss

Íslenskir dómarar á CORE námskeiði í Sviss - 1.11.2010

Þrír íslenskir dómarar eru þessa dagana í Sviss þar sem þeir sækja námskeið fyrir unga og efnilega dómara.   Er hér um að ræða áætlun um þjálfun og menntun dómara á aldrinum 25. - 30 ára.  Þetta eru dómarinn Gunnar Jarl Jónsson og aðstoðardómararnir, Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 5.-7. nóvember - 1.11.2010

Helgina 5.-7. nóvember mun KSÍ standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði. Námskeiðið er upphafið að KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu. Seta á þessu námskeiði framlengir einnig gildistíma KSÍ B skírteinis (UEFA B skírteinis) um þrjú ár.

Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-010