The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230110150/http://www.ksi.is/mot/2010/08

Mótamál

Knattspyrna á Íslandi

Mikil spenna framundan í 3. deild karla og 1. deild kvenna - 30.8.2010

Það er mikil spenna framundan í úrslitakeppni 3. deildar karla og 1. deildar kvenna.  Síðari leikir í 8-liða úrslitum 3. deildar fara fram á þriðjudag og síðari leikir í undanúrslitum 1. deildar kvenna fara fram á miðvikudag, og þar er sæti í Pepsi-deildinni í húfi.

Lesa meira
 
Úr leik Álftaness og Berserkja í 3. deild karla 2007

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla hefst á laugardag - 23.8.2010

Um helgina varð ljóst hvaða félög mætast í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla.  Úrslitakeppnirnar hefjast næstkomandi laugardag og er, að venju, boðið upp á hörkuviðureignir.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Breiðablik mætir Juvisy Essonne að nýju í 32-liða úrslitum - 19.8.2010

Dregið hefur verið í 32-liða úrslit UEFA Meistaradeildar kvenna og voru tvö íslensk lið, Valur og Breiðablik á meðal liðanna þar.  Íslandsmeistarar Vals drógust gegn spænska liðinu Rayo Vallecano de Madrid, en mótherjar Breiðabliks eru kunnuglegir, FCF Juvisy Essonne. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

UEFA Meistaradeild kvenna:  Dregið í 32-liða úrslit í dag - 19.8.2010

Dregið verður í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna í höfuðstöðvum UEFA í dag kl. 12:00.  Í hattinum eru tvö íslensk lið, Valur og Breiðablik.  Valur komst beint í 32-liða úrslit, en Breiðablik komst í gegnum undanriðil sem haldinn var hér á landi eins og kunnugt er.

Lesa meira
 
UEFA Futsal 2010

Lokaumferðin í UEFA Futsal mótinu fór fram á þriðjudag - 18.8.2010

Keflvíkingar töpuðu lokaleik sínum í Evrópukeppninni í Futsal, 5-16 gegn hollenska liðinu Eindhoven.  Eindhoven varð að vinna með átján marka mun til að komast áfram og liðið sótti hressilega að marki Keflvíkinga allan tímann. Lesa meira
 
UEFA Futsal 2010

Stórt tap í öðrum leik í Futsal - 16.8.2010

Keflvíkingar töpuðu stórt öðrum leik sínum í Evrópukeppninni í Futsal, sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudag.  Lokatölur 5-17 fyrir KBU France.  Keflavík komst þó í 2-0, en þá tóku Frakkarnir öll völd á leiknum og röðuðu inn mörkum. Staðan 2-10 í hálfleik. 

Lesa meira
 
Valur - VISA-bikarmeistari kvenna 2010

Titill númer tólf hjá Val - 15.8.2010

Valur vann í dag sinn tólfta bikarmeistaratitil í meistaraflokki kvenna þegar úrslitaleikur VISA-bikarsins fór fram á Laugardalsvelli.  Ekkert félag hefur unnið bikarinn jafn oft í kvennaflokki.  Eina mark leiksins var sjálfsmark Stjörnunnar þegar um stundarfjórðungur var liðinn. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup á Ásvöllum- Fyrsti Evrópusigurinn í höfn - 15.8.2010

Keppni í G riðli undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal (Futsal Cup) hófst í gær á Ásvöllum með tveimur leikjum.  Keflvíkingar urðu fyrsta íslenska liðið til að vinna Evrópusigur í Futsal þegar þeir lögðu sænska liðið í Vimmerby, 10 - 6.  Keflvíkingar mæta í dag, sunnudag, franska liðinu KB France.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR (Sportmyndir)

Fjögur mörk FH og bikartitill númer tvö - 14.8.2010

FH-ingar tryggðu sér í dag annan bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins með fjögurra marka sigri á KR á Laugardalsvellinum að viðstöddum 5.438 áhorfendum.  Fyrstu tvö mörk leiksins komu úr vítaspyrnum, báðar í fyrri hálfleik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Ólík bikarsaga liðanna sem mætast - 13.8.2010

Það eru jafnan hörkuleikir þegar Stjarnan og Valur mætast í meistaraflokki kvenna og allt útlit er fyrir að svo verði einnig á sunnudag þegar þessi lið mætast í úrslitaleik VISA-bikars kvenna.  Saga liðanna í bikarkeppninni er ólík. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Verður aðsóknarmetið slegið? - 13.8.2010

FH og KR mætast í úrslitaleik VISA-bikarsins á laugardag, í leik þar sem aðsóknarmet að bikarúrslitaleik gæti verið slegið.  Metið var sett árið 1999 þegar ÍA og KR mættust á Laugardalsvellinum og 7.401 áhorfandi mætti á völlinn. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikir VISA-bikarsins um helgina - 12.8.2010

Úrslitaleikir VISA-bikarsins fara fram á Laugardalsvelli um helgina.  Úrslitaleikur karla verður á laugardag kl. 18:00 og úrslitaleikur kvenna á sunnudag kl. 16:00.  Mikil spenna er fyrir báða leikina og von á góðri aðsókn.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Íslendingar erlendis geta séð úrslitaleik VISA-bikarsins á SportTV.is - 12.8.2010

SportTV.is hefur komist að samkomulagi við Sportfive um að senda útsendingu Stöðvar 2 Sport á úrslitaleik VISA-bikars karla út svo Íslendingar erlendis geti séð þennan frábæra leik sem er í uppsiglingu á þjóðarleikvangi Íslendinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðar fyrir handhafa A passa á FH-KR - 12.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á úrslitaleik VISA-bikarsins milli FH og KR afhenta föstudaginn 12. ágúst frá kl. 09:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 14. ágúst og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Evrópukeppnin í Futsal - Keflavík leikur riðil á Ásvöllum - 11.8.2010

Laugardaginn 14. ágúst hefja Keflvíkingar þátttöku sína í Evrópukeppninni í Futsal (Futsal Cup) og verður riðill Keflavíkur leikinn á Ásvöllum í Hafnarfirði.  Fyrsti leikur Keflavíkur er gegn Vimmerby frá Svíþjóð og hefst hann kl. 17:30 en á undan leika CF Eindhoven frá Frakklandi og KBU France frá Frakklandi og hefst þeirra leikur kl. 15:00.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Bráðfjörugur sex marka leikur - 10.8.2010

Breiðablik og FCF Juvisy Essonne gerðu 3-3 jafntefli í bráðfjörugum leik á Kópavogsvelli í lokaumferð riðilsins í undankeppni UEFA Meistaradeildar kvenna.  Franska liðið hafnaði með þessum úrslitum í efsta sæti riðilsins, en Breiðablik hafnar í 2. sæti.  Bæði lið komast áfram í 32-liða úrslit.  Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Hreinn og klár úrslitaleikur í Meistaradeildinni hjá Blikum - 9.8.2010

Lokaumferðin í riðli Breiðabliks í forkeppni UEFA Meistaradeildar kvenna fer fram á þriðjudag og hefjast báðir leikirnir kl. 16:00.  Breiðablik tekur á móti franska liðinu FCF Juvisy Essonne á Kópavogsvelli og er það hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðasala hafin á úrslitaleik VISA-bikars kvenna - 9.8.2010

Opnað hefur verið fyrir sölu aðgöngumiða á úrslitaleik VISA-bikars kvenna, sem fram fer á Laugardalsvelli á sunnudag kl. 16:00, en þar mætast Stjarnan og Valur.  Salan fer fram á midi.is og er fólk hvatt til að tryggja sér miða. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA bikars karla - Leikurinn hefst kl. 18:00 - 6.8.2010

Ákveðinn hefur verið nýr leiktími á úrslitaleik VISA bikars karla en þar mætast FH og KR á Laugardalsvelli, laugardaginn 14. ágúst.  Leikurinn hefst kl. 18:00 en ekki kl. 14:00 eins og áður var áætlað.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Breiðablik hefur leik í Meistaradeild kvenna í dag - 5.8.2010

Blikastúlkur standa í stórræðum næstu daga því hér á landi fer fram riðill þeirra í forkeppni Meistaradeildar kvenna og fara fyrstu leikirnir fram í dag á Kópavogsvelli.  Blikar mæta Levadia Tallinn frá Eistlandi kl. 18:00 en á undan leika Juvisy Essone frá Frakklandi og Targu Mures frá Rúmeníu kl. 15:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA bikars karla - Miðasala hafin á FH - KR - 4.8.2010

Það er sannkallaður risaslagur sem boðið er uppá þegar FH og KR mætast í úrslitaleik VISA bikars karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 14. ágúst og hefst kl. 18:00.  Það er jafnan mikið fjör á vellinum þegar þessi félög mætast.  Ekki er síður mikil stemning utan vallar enda eru bæði þessi félög ákaflega vel studd í sínum leikjum.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan