The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160119195938/http://www.ksi.is:80/frettir

Fréttir

23 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum - 18.1.2016

Af þeim 24 félögum sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2016, þ.e. félögin í efstu tveimur deildum karla, hafa 23 þegar skilað leyfisgögnum, en eitt félag fékk framlengdan skilafrest.  Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á. Lesa meira
 

Umsóknarglugga fyrir miða í svæði stuðningsmanna Íslands á EM-leiki lokað - 18.1.2016

Það er búið að loka umsóknarglugganum vegna miða á leiki Íslands á EM í Frakklandi, þ.e. í þau svæði sem ætluð eru stuðningsmönnum íslenska liðsins. Þúsundir Íslendinga sóttu um miða en UEFA mun svara þeim sem sóttu um fyrir 29. febrúar.

Lesa meira
 

Úrtaksæfingar U19 kvenna - 16.1.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Lesa meira
 

Ísland tapaði seinni leiknum í SAF - 16.1.2016

Íslenska karlalandsliðið tapaði seinni vináttulandsleik sínum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag en mótherjarnir í dag voru heimamenn. Niðurstaðan í leiknum, sm fram fór í Dubai var, 2-1.

Lesa meira
 

Fimm breytingar á byrjunarliði A karla - 15.1.2016

A landslið karla leikur seinni vináttuleik sinn í æfingaferðinni til Sameinuðu arabísku furstadæmanna á laugardag. Leikið er gegn heimamönnum, leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefst hann kl. 14:15 að íslenskum tíma. Fimm breytingar eru gerðar á byrjunarliði Íslands milli leikja.

Lesa meira
 

Unglingadómaranámskeið 21. janúar - 15.1.2016

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Fylki og hefst kl. 17:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Lesa meira
 

Laugardalsvöllur heflaður vegna klaka - 15.1.2016

Það er ekki oft sem stórvirkar vinnuvélar fá að keyra um á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn sjá almennt til þess að sem minnstur átroðningur sé á grasinu en þar sem þykkur klaki er nú yfir vellinum þá þarf að grípa til örþrifaráða.

Lesa meira
 

Frumdrög að Íslandsmótinu 2016 fyrir eftirtalin mót - 15.1.2016

Mótanefnd KSÍ hefur birt frumdrög að leikjaniðurröðun í Pepsi-deild karla og kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla. Sem og leikdagar í Borgunarbikar karla og kvenna.

Lesa meira
 

A karla - Ísland mætir Noregi í júní - 14.1.2016

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Noregs hafa gert samkomulag um að A-landslið karla leiki vináttulandsleik 1. júní.

Lesa meira
 

Umsóknarglugginn fyrir miða á EM lokar klukkan 11:00, í dag (mánudag) - 14.1.2016

Í dag, mánudag, er lokadagur til að sækja um miða á EM í Frakklandi en miðasalan fer fram á vef UEFA (www.euro2016.com). Hægt er að sækja um miða til klukkan 11:00 og hvetjum við alla sem eiga eftir að sækja um miða að fara á vef UEFA og ganga frá umsókn.

Lesa meira
 

Opnað hefur verið á starfsskýrsluskil í Felix - 14.1.2016

Opnað hefur verið fyrir árleg starfskýrsluskil í Felix - félagakerfi íþróttahreyfingarinnar. Samkvæmt 8. grein í lögum ÍSÍ skulu allir sambandsaðilar, íþróttafélög, íþróttahéruð og sérsambönd skila skýrslu inn eigi síðar en 15. apríl ár hvert.

Lesa meira
 

Íslenskur sigur gegn Finnlandi í Abu-Dhabi - 13.1.2016

Íslenska karlalandsliðið vann í dag 1-0 sigur á Finnlandi í vináttulandsleik en leikið var í Abu-Dhabi. Þar sem ekki er um ræða alþjóðlega landsleikjadaga þá er íslenska liðið skipað leikmönnum frá Norðurlöndunum, Kína og Rússlandi.

Lesa meira
 

Æfingahópur A landsliðs kvenna 21. – 24. janúar - 13.1.2016

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdar í æfingahóp A landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar landsliðsþjálfara.

Lesa meira
 

Byrjunarliðið gegn Finnum í Abu Dhabi (uppfært) - 13.1.2016

A landslið karla mætir Finnlandi í vináttuleik á Military Sports Complex leikvanginum í Abu Dhabi í dag, miðvikudag.  Leikurinn, sem er í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV, hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað.

Lesa meira
 
Abu Dhabi

Leikið við Finna í Abu Dhabi á miðvikudag - 11.1.2016

A landslið karla er nú statt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF), þar sem liðið er í æfingabúðum, og mun leika tvo vináttuleiki.  Fyrri leikurinn er við Finna á miðvikudag, en finnska liðið mætti Svíum á sunnudag og tapaði með þremur mörkum gegn engu.

Lesa meira
 

Víkingur Ólafsvík og Selfoss Íslandsmeistarar í innanhúsknattspyrnu - 10.1.2016

Selfoss vann 7-4 sigur gegn Álftanesi í úrslitaleik kvenna. Selfossliðið reyndist öflugra á lokasprettinum eftir að staðan hafði verið jöfn 4-4. Í karlaflokki vann Víkingur Ólafsvík öruggan 13-3 sigur á Leikni/KB.

Lesa meira
 

Breytingar á niðurröðun Lengjubikarsins 2016 - 10.1.2016

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2016. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning.

Lesa meira
 

Árlegur vinnufundur um leyfismál - 9.1.2016

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á föstudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 
Futsal-Vikingur-Ol

Úrslitakeppnin innanhúss fer fram um helgina - 8.1.2016

Í kvöld, föstudagskvöld, hefst úrslitakeppni Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu en leikið verður í 8 liða úrslitum karla í kvöld.  Undanúrslitin fara svo fram í Laugardalshöll á laugardaginn og á sunnudag verður leikið til úrslita, á sama stað, í karla- og kvennaflokki. Lesa meira
 

Úrtaksæfingar hjá U17 karla - 8.1.2016

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla fara fram 15. - 17. janúar. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs karla.

Lesa meira
 



Fréttir