The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231185144/http://www.ksi.is:80/agamal

Agamál

Fylkir

Úrskurður í máli Selfoss gegn Fylki

Á fundi sínum þriðjudaginn 29. september tók aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál nr. 5 / 2015, knattspyrnudeild Selfoss gegn knattspyrnudeild Fylkis.  Selfoss taldi lið Fylkis í viðureign liðanna í 2. flokki kvenna hafa verið ólöglega skipað.  

Lesa meira
 
Fjölnir

Úrskurður í máli Fjölnis gegn HK/Víkingi

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál nr. 1/2015, Fjölnir gegn HK/Víkingi.  Kærandi taldi kærða hafa teflt fram ólöglegum leikmanni í leik 2. flokks kvenna þann 21. júní.  Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði kæranda í hag.

Lesa meira
 

Óúttekin leikbönn 2015

Allir úrskurðir aganefndar 2014 um leikbönn voru tilkynntir félögunum með tölvupósti. Ef leikmaður hefur ekki tekið út leikbann sitt 2014 vegna brottvísunar flyst leikbannið í fyrsta eða fyrstu leiki í Íslandsmóti, bikarkeppni KSÍ eða Meistarakeppni KSÍ í viðkomandi flokki.  Þessi listi er hvorki tilkynning um leikbann né leysir hann leikmann undan leikbanni. Lesa meira
 

Sjálfkrafa leikbönn í Lengjubikarnum

Lengjubikarinn er nú í fullum gangi í knattspyrnuhúsum landsins og því rétt að minna á ákvæði reglugerða KSÍ um agamál í þeirri keppni.  Félögin sjálf þurfa að fylgjast vel með spjaldasöfnun leikmanna sinna, því leikbönn í Lengjubikar eru sjálfkrafa.  Lesa meira
 
FH

Úrskurður í máli stjórnar KSÍ gegn FH

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál sem stjórn KSÍ vísaði til nefndarinnar vegna meints brots FH á lögum og reglugerðum KSÍ.  Aga- og úrskurðarnefnd fór nú með málið öðru sinni en Áfrýjunardómstóll KSÍ hafði vísað málinu aftur til nefndarinnar til efnislegrar umfjöllunnar. Lesa meira
 

Vísað aftur til aga- og úrskurðarnefndar til efnislegrar meðferðar

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál stjórnar KSÍ gegn knattspyrnudeild FH.  Stjórn KSÍ áfrýjaði fyrri úrskurði aga- og úrskurðarnefndar.  Hinn áfrýjaði úrskurður er felldur úr gildi og málinu vísað til aga-og úrskurðarnefndar KSÍ til efnismeðferðar. Lesa meira
 

Aga- og úrskurðarnefnd vísar máli gegn FH frá

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir mál sem stjórn KSÍ vísaði til nefndarinnar vegna meints brots FH á lögum og reglugerðum KSÍ.  Aga- og úrskurðarnefnd vísar málinu frá. Lesa meira
 
FH

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurðir aganefndar staðfestir

Áfrjýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurði Aga- og Úrskurðarnefndar í tveimur málum sem knattspyrnudeild FH skaut til til dómstólsins.  Úrskurðir nefndarinnar varðandi sekt vegna framkvæmd leiks annars vegar og leikbanns leikmanns FH hinsvegar standa því óhaggaðir.

Lesa meira
 

FH og Stjarnan sektuð

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar, sem fram fór 8. október, var samþykkt að sekta FH um 100.000 krónur og Stjörnuna um 50.000 krónur.  FH var sektað vegna atvika sem upp komu í framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla þann 4. október síðastliðinn og Stjarnan var sektað vegna framkomu stuðningsmanna sinna í sama leik.

Lesa meira
 
Grindavík

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar varðandi leikbann leikmanns 2. flokks Grindavíkur vegna atviks í leik hjá liðinu þann 19. ágúst siðastliðinn. Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Leikbann stytt og sekt felld niður

Þann 21. ágúst tók áfrýjunardómstóll KSÍ fyrir mál Víkings Ólafsvík gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna úrskurðar nefndarinnar frá 12. ágúst um leikbann leikmanns félagsins og sektargreiðslu. Áfrýjunardómstóllinn féllst á kröfur Víkings. Lesa meira
 

Tvö félög sektuð

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 12. ágúst síðastliðinn voru ÍBV og Víkingur Ólafsvík sektuð.  ÍBV var sektað vegna framkomu stuðningsmanna á leik gegn KR í Borgunarbikar karla og Víkingur Ól. vegna framkomu leikmanns eftir leik gegn Grindavík í 1. deild karla.

Lesa meira
 
Breiðablik

Úrskurður í máli Stjörnunnar gegn Breiðabliki

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Stjörnunnar gegn Breiðabliki vegna leik félaganna í bikarkeppni 2. flokks karla sem fram fór 19. júlí síðastliðinn. Kært var á grundvelli þess að um ólöglega skipað lið væri um að ræða. Lesa meira
 
FH

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar varðandi leikbann leikmanns FH vegna atviks í leiks Breiðabliks og FH í Pepsi-deild karla sem fram fór 21. júlí síðastliðinn. Lesa meira
 

Áfrýjunardómstóll KSÍ - Úrskurður aganefndar staðfestur

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefurt staðfest úrskurð Aga- og úrskurðarnefndar varðandi leikbann leikmanns Augnabliks vegna atviks í leiks Vatnaliljanna og Augnabliks í Lengjubikar karla sem fram fór 16. apríl síðastliðinn. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Reglugerð KSÍ um aga – og úrskurðarmál - Mismunun

Í janúar 2014 voru sett inn ný ákvæði í reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál vegna tilskipunar FIFA og áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum.  Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður Augnabliks úrskurðaður í tímabundið bann

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 23. apríl 2014, var Hrafnkell Freyr Ágústsson, Augnabliki, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 6 vikna vegna brottvísunar í leik Vatnaliljanna og Augnabliks í mfl. karla 16. apríl 2014.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður Ísbjarnarins úrskurðaður í tímabundið bann

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 15. apríl 2014, var Andri Rúnar Gunnarsson, leikmaður Ísbjarnarins, úrskurðaður í tímabundið leikbann til 2 mánaða vegna brottvísunar í leik Víðis og Ísbjarnarins í Lengjubikar karla sem fram fór 5. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 
Vidir

Leikmaður Víðis úrskurðaður í 5 leikja bann

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 15. apríl 2014, var Gylfi Örn Á Öfjörð úrskurðaður í 5 leikja bann í vegna brottvísunar í leik Víðis og Ísbjarnarins í Lengjubikar karla sem fram fór 5. apríl síðastliðinn. 

Lesa meira
 
Fylkir

Áfrýjunardómstóll úrskurðar í máli Fylkis gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir mál knattspyrnudeildar Fylkis gegn aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, þar sem úrskurði nefndarinnar frá 24. september er áfrýjað, en þar samþykkti aga- og úrskurðarnefndin að sekta Fylki um 35.000 krónur vegna framkomu starfsmanna  félagsins í leik Fylkis og Víkings Ólafsvíkur, 22. september.
Áfrýjunardómstóllinn staðfesti fyrri úrskurð.
Lesa meira