The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230202956/http://www.ksi.is/mot/2015/01

Mótamál

Egilshöll

Vetrarmótin í fullum gangi - 21.1.2015

Vetrarmótin eru í fullum gangi í knattspyrnuhöllum landsins og er fullt af leikjum framundan næstu daga.  Leikið er í Reykjavíkurmótinu, Kjarnafæðismótinu, Fótbolti.net mótinu og Faxaflóamótinu.  Á ekki að skella sér á völlinn?  Smelltu hér að neðan og skoðaðu úrvalið. Lesa meira
 

Ekkitapa.is tilnefndur sem frumlegasti vefurinn - 21.1.2015

Vefurinn ekkitapa.is, sem er hluti af markaðsherferðinni, Ekki tapa þér, hefur verið tilnefndur sem frumlegasti vefur ársins af Samtökum vefiðnarins. Ekki tapa þér er markaðsátak til að minna mikilvægi góðrar hegðunar á knattspyrnuleikjum.

Lesa meira
 

Afturelding og Víkingur Ólafsvík meistarar innanhúss - 11.1.2015

Það voru Afturelding og Víkingur Ólafsvík sem að fögnuðu sigri í Íslandsmótinu innanhúss 2015 en úrslitaleikirnir fór fram í Laugardalshöllinni í dag.  Afturelding vann Álftanes í úrslitaleik kvenna og Víkingur Ólafsvík hafði betur gegn Leikni/KB hjá körlunum.ttur

Lesa meira
 

Afturelding og Álftanes mætast í úrslitum innanhúss í kvennaflokki - 10.1.2015

Eftir leiki dagsins er ljóst hvaða félög mætast í úrslitum Íslandsmótsins innanhúss en leikið verður  í Laugardalshöllinni, sunnudaginn 11. janúar.  Hjá konunum mætast Afturelding og Álftanes kl. 11:30 og strax á eftir, eða um kl. 13:00, leika Leiknir/KB og Víkingur Ólafsvík til úrslita í karlaflokki. Lesa meira
 

Undanúrslit Íslandsmótsins innanhúss í dag - 10.1.2015

Í dag, laugardag, fara fram undanúrslit í Íslandsmótinu innanhúss en leikið verður í Laugardalshöll.  Það eru konurnar sem byrja en kl. 10:30 mætast Afturelding og Þróttur og kl. 12:00 eigast við Grindavík og Álftanes. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Niðurröðun leikja í Lengjubikar 2015 lokið - 9.1.2015

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2015. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöldi - 9.1.2015

Reykjavíkurmót KRR hefst í kvöld þegar tveir leikir verða á dagskrá  í B riðli karla.  Það verða Leiknir og Þróttur sem ríða á vaðið kl. 19:00 í kvöld og kl. 12:00 mætast Valur og ÍR.  Allir leikir Reykjavíkurmótsins fara fram í Egilshöll en keppni í A riðli karla hefst föstudaginn 16. janúar og keppni í kvennaflokki sömu helgi.

Lesa meira
 

Bræður og vinur í fótbolta þótti besta myndin - 9.1.2015

Bræður og vinur þeirra að leika sér saman í fótbolta í Nauthólsvík þótti besta myndin í ljósmyndakeppni sem KSÍ stóð að í samstarfi við bakjarla Knattspyrnusambandsins. Um er að ræða leik þar sem fólk merkti myndir með merkinu #fotboltavinir á Instagram en myndirnar áttu að sýna einhver skemmtileg augnablik sem tengjast fótbolta. 

Lesa meira
 

Úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhúss framundan - 7.1.2015

Framundan er úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhúss, Futsal, en keppni í 8 liða úrslitum í karlaflokki hefst föstudaginn 9. janúar.  Undanúrslit í karla- og kvennaflokki fara svo fram í Laugardalshöll á laugardag og úrslitaleikirnir fara fram á sunnudag á sama stað.

Lesa meira
 
f27200612-valuria-12

Skila skal þátttökutilkynningum í síðasta lagi 20. janúar - 7.1.2015

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ í almennum pósti og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað í síðasta lagi 20. janúar næstkomandi. Lesa meira
 
Gylfi Þór Sigurðsson

Gylfi Þór Sigurðsson í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni ársins 2014 - 3.1.2015

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Swansea, varð í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni ársins en tilkynnt var um kjörið í kvöld.  Hann átti frábært ár með landsliðinu sem og félagsliði sínu á Englandi.  Það var körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem var kjörinn íþróttamaður ársins.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan