The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230101643/http://www.ksi.is/mot/2011/09

Mótamál

Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistardeild kvenna - Ágætir möguleikar hjá Val - 29.9.2011

Eftir fyrri leikina í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna er ljóst að róðurinn hjá Þór/KA verður mjög erfiður en möguleikar Vals eru hinsvegar ágætir.  Þór/KA tók á móti hinu geysisterka Potsdam frá Þýskalandi og höfðu gestirnir sigur, 0 - 6. Valur lék gegn FC Glasgow ytra og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1.  Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Þór/KA mætir Potsdam í dag kl. 16:15 - 28.9.2011

Þór/KA taka á móti þýska liðinu Turbine Potsdam í dag og hefst leikurinn kl. 16:15 á Akureyrarvelli.  Þetta er fyrri viðureign liðanna í 32. liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en seinni leikurinn fer fram ytra eftir rétta viku.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan fulltrúi Íslands í næstu keppni - 26.9.2011

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út þátttökulista fyrir næstu keppni í Meistaradeild kvenna.  Þar kemur í ljós að Ísland mun verða með eitt lið í þeirri keppni en nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar verða fulltrúar Íslands í keppninni.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar karla - 26.9.2011

Mánudaginn 3. október kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar karla, eða umferðir 12-22.  Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7 - 11 í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Merki Pepsi-deildanna 2011

Pepsi-deild karla - KR Íslandsmeistari í 25. skipti - 25.9.2011

KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í dag með því að leggja Fylki af velli.  Á sama tíma töpuðu ÍBV gegn FH þannig að fyrir síðustu umferðina hafa KR fimm stiga forystu á FH sem er í öðru sætinu.  Baráttan um Evrópusæti er ennþá í algleymi ásamt því að mikil barátta er um fallið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Framhaldsskólamót í knattspyrnu - Skráningarfrestur til 22. september - 21.9.2011

Minnt er á að frestur til að tilkynna þátttöku í Framhaldsskólamótið í knattspyrnu rennur út á morgun, fimmtudaginn 22. september.  Þátttökugjald er 15.000 kr. á lið og ber að greiða um leið og þátttaka er tilkynnt..

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Valur og Þór eini leikur dagsins í Pepsi-deild karla - 18.9.2011

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að fresta fimm af sex leikjum 20. umferðar Pepsi-deildar karla vegna veðurs.  Eini leikurinn sem fer fram á tilsettum tíma er leikur Vals og Þórs sem hefst á Vodafonevellinum kl. 17:00 í dag, sunnudaginn 18. september.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

ÍBV - KR og Grindavík - FH frestað fram á mánudag - 18.9.2011

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að fresta leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla um einn dag.  Leikurinn átti að fara fram í dag á Hásteinsvelli en fer fram á morgun, mánudaginn 19. september, kl. 17:00.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, Andri Þór Guðmundsson frá Ölgerðinni og Phillip Männer frá Sportfive

Pepsi-deildin til 2015 - 17.9.2011

Undirritaður hefur verið fjögurra ára samningur á milli Ölgerðarinnar og Sport Five (sem er rétthafi sjónvarpsréttar og nafnaréttar efstu deilda KSÍ í knattspyrnu) og verður hann í gildi út keppnistímabilið 2015. Efstu deildir karla og kvenna mun því vera Pepsi-deildir næstu fjögur árin að minnsta kosti. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Gunnhildur Yrsa valin best í umferðum 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna - 12.9.2011

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru áberandi en besti leikmaðurinn var valin Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni.  Þá var þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, valinn besti þjálfarinn sem og að stuðningsmenn Garðbæinga fengu viðurkenningu.  Besti dómarinn var svo norðanmaðurinn Valdimar Pálsson.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar kvenna - 8.9.2011

Mánudaginn 12. september kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna seinni helmings Pepsi-deildar kvenna, eða umferðir 10-18.  Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitaleikur 1. deildar kvenna og undanúrslit 3. deildar karla - 2.9.2011

Laugardaginn 3. september fer fram úrslitaleikur 1. deildar kvenna þegar FH og Selfoss mætast á Kaplakrikavelli og hefst leikurinn kl. 17:00.  Sama dag fara einnig fram fyrri leikir undanúrslita 3. deildar karla.  Þar mætast KV og Magni á KR velli kl. 12:00 og svo KFR og KB á Hvolsvelli kl. 17:00. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan