The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230095831/http://www.ksi.is/mot/2010/09

Mótamál

Pepsi-deildin

Mjög góð aðsókn á leiki Pepsi-deildar karla í sumar - 30.9.2010

Aðsókn á leiki Pepsi-deildar karla var með allra besta móti í sumar en 1.205 áhorfendur að meðaltali sáu leikina.  Aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á völlinn í það heila en 159.062 áhorfendur mættu á leikina 132 en þetta er þriðja tímabilið sem 12 félög skipa deildina.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik tryggði sér sigur í Pepsi-deild karla - 25.9.2010

Það var gríðarleg spenna í lokaumferðinni í Pepsi-deild karla en deildinni lauk í dag.  Þegar flautað hafði verið til leiksloka í öllum leikjum dagsins var ljóst að Breiðablik hafði tryggt sér titilinn.  Er þetta í fyrsta skiptið sem Blikar vinna Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Íslandsmótin innanhúss 2011 - Þátttökufrestur til 3. október - 24.9.2010

Skráning er þegar hafin í Íslandsmótin innanhúss 2011 en frestur til að skila inn þátttökutilkynningum er til sunnudagsins 3. október.  Leikið er eftir sama mótafyrirkomulagi og undanfarin ár en nánari upplýsingar má sjá hér að neðan sem og þátttökutilkynningu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar karla í beinni á SportTV.is - 24.9.2010

SportTV.is hefur náð samkomulagi við Sport Five og Stöð 2 Sport um að streyma útsendingu Stöðvar 2 Sport frá lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn út fyrir landsteinana. Íslendingar erlendis sem og aðrir staddir utan Íslands geta því horft á Íslandsmeistarabikarinn fara á loft í beinni útsendingu á SportTV. Lesa meira
 
Tómas Berg Dagsson er spenntur fyrir Pepsi-deildunum

Lokaumferðir Pepsi-deildanna um helgina - 24.9.2010

Um helgina fara fram lokaumferðirnar í Pepsi-deild karla og kvenna.  Karlarnir leika á laugardaginn en Pepsi-deild kvenna klárast á sunnudaginn með fjórum leikjum en einn leikur fer fram í dag, föstudag.

Þrjú félög eiga möguleika á að hampa titlinum í karlaflokki en hjá konunum stendur baráttan um annað sætið sem og baráttu þriggja félaga um fallið.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Þriggja marka tap hjá báðum liðum - 24.9.2010

Valur og Breiðablik léku bæði fyrri leiki sína í Meistaradeild UEFA kvenna í gær og biðu bæði lægri hlut.  Blikar töpuðu heima gegn franska liðinu Juvisy Essonne og Valur tapaði ytra gegn spænska liðinu Rayo Vallecano.  Báðir leikirnir enduðu sem sömu markatölu, 3 - 0.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Breiðablik og Valur leika í dag - 23.9.2010

Bæði Breiðablik og Valur verða í eldlínunni í dag þegar þau leika fyrri leiki sína í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.  Breiðablik tekur á móti franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Valstúlkur mæta spænska liðinu Rayo Vallecano ytra og hefst leikurinn kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir og Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki voru valin efnilegustu leikmenn ársins 2009.  Katrín Jónsdóttir úr Val og Atli Guðnason úr FH voru valin bestu leikmenn ársins 2009

Lokahóf knattspyrnumanna á Broadway 16. október - 22.9.2010

Ákveðið hefur verið að lokahóf knattspyrnumanna fari fram laugardaginn 16. október og fer fram á Broadway.  Þar verður keppnistímabilið 2010 gert upp og veitt verðlaun og viðurkenningar.  Dagskrá kvöldsins verður kynnt þegar nær dregur. Lesa meira
 
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á fleygiferð

Jafnir möguleikar til æfinga - 22.9.2010

Í kjölfar þeirra fullyrðinga sem fram koma í umfjöllun RÚV um æfingatíma stúlkna og drengja í knattspyrnu yngri flokka,  þar sem því er ítrekað haldið fram að félög mismuni stúlkum sem æfa knattspyrnu,  kannaði KSÍ málið hjá 5. aldursflokki þeirra 15 félaga sem eiga lið í Pepsi-deildum karla og kvenna, en umfjöllun RÚV var byggð á þeim hópi félaga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafnrétti í knattspyrnu - 21.9.2010

Knattspyrnusamband Íslands mótmælir harðlega ásökunum fréttastofu RÚV þess efnis að þriðjungur aðildarfélaga KSÍ mismuni börnum sem æfa knattspyrnu.  Knattspyrnuhreyfingin skapar stúlkum og drengjum jöfn tækifæri til þátttöku í knattspyrnu.

Lesa meira
 
Víkingur Reykjavík

Víkingur og Þór leika í Pepsi-deild karla að ári - 20.9.2010

Um helgina varð það ljóst að Víkingur Reykjavík og Þór Akureyri munu leika í Pepsi-deild karla að ári en lokaumferð 1. deildar fór fram síðastliðinn laugardag.  Víkingar höfðu reyndar áður tryggt sér sæti í efstu deild en fengu afhentan titilinn á heimavelli eftir sigur gegn HK. 

Lesa meira
 
UEFA

Knattspyrna kvenna á Íslandi kynnt fyrir þremur aðildarþjóðum UEFA - 20.9.2010

Í kvöld hefst ráðstefna á vegum UEFA þar sem knattspyrna kvenna á Íslandi er kynnt fyrir þremur aðildarþjóðum UEFA.  Er þetta í annað skiptið á einu ári sem UEFA sér ástæðu til þess að senda hingað þjóðir til að kynna sér uppbyggingu og framþróun í knattspyrnu kvenna hér á landi og þá starfsemi sem fram fer innan KSÍ og hjá aðildarfélögum

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Framhaldsskólamótið í knattspyrnu 2010 - 15.9.2010

Frestur til að tilkynna þátttöku í ofangreindu móti er til og með 20. september. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Tilkynna ber þátttöku í fax 568 9793 eða á netfangið [email protected].

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Opið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga fyrir árið 2010 - 14.9.2010

Aðildarfélögum Knattspyrnusambandsins er bent á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ferðasjóð Íþróttafélaga.  Til úthlutunar vegna ársins 2010 verða 57 milljónir króna.  Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um í sjóðinn vegna ferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf íþróttamót á árinu 2010. 

Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Pepsi-deild karla - Góð aðsókn á leiki deildarinnar - 14.9.2010

Mikil spenna er í Pepsi-deild karla en fjögur félög eru í baráttunni um titilinn þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.  Spennan er einnig mikil á hinum enda deildarinnar og hefur þessi jafna deild skilað sér í góðri aðsókn á leikina í sumar.

Lesa meira
 
Tindastóll

3. deild karla - Sigurlaunin á Sauðárkrók - 13.9.2010

Skagfirðingar tryggðu sér um helgina sigurlaunin í 3. deild karla þegar Tindastóll lagði Dalvík/Reyni í úrslitaleik.  Sauðkrækingar höfðu betur með einu marki gegn engu en leikið var á Ólafsfirði.  Bæði félögin höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í 2. deild að ári.

Lesa meira
 
Víkingur Ólafsvík

Víkingar Ólafsvík sigurvegarar 2. deildar - 13.9.2010

Víkingar frá Ólafsvík fengu um helgina afhent sigurlaunin í 2. deild karla og var það gert eftir leik þeirra gegn Víði Garði.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Víkinga og þýddu þau úrslit að Víðismenn leika í 3. deild að ári.  Þegar ein umferð er enn eftir í 2. deild karla þá eru Víkingar ennþá taplausir í deildinni, hafa unnið sautján leiki og gert fjögur jafntefli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

TIndastóll og Dalvík/Reynir upp í 2. deild - 9.9.2010

Í gærkvöldi varð ljóst að norðanliðin Tindastóll og Dalvík/Reynir leika í 2. deild karla að ári.  Þau tryggðu sér sæti með því að sigra í viðureignum sínum í undanúrslitunum.  Tindastóll og Dalvík/Reynir leika til úrslita um 3. deildar titilinn og er sá leikur fyrirhugaður á laugardaginn. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Hvaða félög fara upp í 2. deild? - 8.9.2010

Í kvöld ræðst það hvaða félög munu tryggja sér sæti í 2. deild að ári en þá fara fram seinni leikir undanúrslita úrslitakeppni 3. deildar.  Tindastóll tekur á móti Árborg á Sauðárkróki og á Dalvík mætast Dalvík/Reynir og KB.  Báðir leikirnir hefjast kl. 17:15.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fimm leikir í Pepsi-deild karla færðir fram um 30 mínútur - 7.9.2010

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa þá fimm leiki sem eru í Pepsi-deild karla nk. sunnudag fram um 30 mínútur. Er þetta gert vegna birtuskilyrða.  Eftirfarandi leikir verða því kl. 17:30.

Lesa meira
 
ÍBV

1. deild kvenna - ÍBV tryggði sér sigur - 6.9.2010

ÍBV tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í gær þegar Eyjastúlkur lögðu Þrótt með þremur mörkum gegn einu en leikið var á Þorlákshafnarvelli.  ÍBV tryggði sér þar með sigurinn í deildinni en bæði félögin höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.

Lesa meira
 
Valur

Valsstúlkur tryggðu sér sigur í Pepsi-deild kvenna - 6.9.2010

Valsstúlkur tryggðu sér um helgina sigurinn í Pepsi-deild kvenna þrátt fyrir að tvær umferðir séu ennþá eftir af mótinu.  Valur vann öruggan sigur á Aftureldingu á útivelli en á meðan töpuðu helstu keppinautarnir, Breiðablik og Þór/KA, sínum leikjum og geta ekki lengur náð Valsstúlkum að stigum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

ÍBV og Þróttur leika til úrslita í 1. deild kvenna - 3.9.2010

Sunnudaginn 5. september leika ÍBV og Þróttur til úrslita í 1. deild kvenna en þessi félög hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári.  Leikurinn fer fram á Þorlákshafnarvelli og hefst kl. 12:30.

Lesa meira
 
UEFA

UEFA bannar Vuvuzelas lúðra - 1.9.2010

UEFA hefur frá og með deginum í dag, bannað svokallaða „Vuvuzelas“ lúðra á öllum leikvöngum þar sem leikir á vegum UEFA fara fram.  Á þetta bæði við um landsleiki sem og leiki félagsliða í Evrópukeppnum.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan