The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317123918/http://www.ksi.is/mot/2009/12

Mótamál

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár - Áramótakveðjur frá KSÍ - 30.12.2009

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.  Skrifstofa KSÍ opnar aftur á nýju ári, mánudaginn 4. janúar.

Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2010 - 29.12.2009

Í dag voru póstlagðar þátttökutilkynningar til aðildarfélaga KSÍ og munu þær því berast til félaganna á næstu dögum.  Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi Lesa meira
 
Jólakveðja frá KSÍ

Gleðileg jól! - Hátíðarkveðjur frá KSÍ - 23.12.2009

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum kærar jólakveðjur með von um að allir eigi góða daga yfir hátíðirnar.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Drög að niðurröðun Lengjubikarsins 2010 - 17.12.2009

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2010 en leikið er í þremur deildum í karla- og kvennaflokki.  Hægt er að nálgast niðurröðunina hér á vefnum og eru félög beðin um að skila inn athugasemdum við leikdaga í síðasta lagi sunnudaginn 3. janúar 2010.

Lesa meira
 
UEFA

Fjármagn frá UEFA til íslenskra félagsliða 2009 - 15.12.2009

Líkt og áður rann hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeildinni til félaga í aðildarlöndum sambandsins.  Greiðslur UEFA fara annars vegar til þeirra félaga er taka þátt í Meistarakeppni UEFA og Evrópudeildinni og hins vegar til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga í þeim deildum sem hafa innleitt leyfiskerfi .

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Eiður Smári og Þóra knattspyrnufólk ársins 2009 - 14.12.2009

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Þóru B. Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2009.  Þetta er í sjötta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.  Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. 

Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2010 - 14.12.2009

FIFA hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010.  Einnig hefur FIFA staðfest tilnefningu á fyrsta íslenska alþjóðlega Futsal dómaranum.  Íslenskir FIFA dómarar fyrir árið 2010 eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Deildarbikarkeppni KSÍ 2010 - Riðlaskipting - 13.12.2009

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu og fyrirkomulag Deildarbikarkeppni KSÍ árið 2010.  Leikið er í þremur deildum, jafnt í körlum og konum.  Riðlaskptinguna má sjá hér að neðan sem og mótfyrirkomulagið.

Lesa meira
 
Frá kynningu Bikardrauma - Skapti Hallgrímsson, Katrín Jónsdóttir, Kári Ársælsson, Gunnar Guðmannsson og Geir Þorsteinsson

Bikardraumar - Fyrsta eintakið afhent - 13.12.2009

Í gær var haldin kynning á bókinni Bikardraumar en það er saga bikarkeppni KSÍ en fimmtugasta keppnin fór fram á þessu ári. Það var Gunnar Guðmannsson sem veitti viðtöku fyrsta eintakinu úr hendi höfundar, Skapta Hallgrímssyni. Gunnar var fyrirliði KR sem vann fyrsta bikarmeistaratitilinn árið 1960.

Lesa meira
 
Forsíða Bikardrauma, saga bikarkeppni KSÍ í 50 ár

Bikardraumar – Kynning á bókinni um bikarkeppni KSÍ í 50 ár - 10.12.2009

Í ár var leikið í bikarkeppni karla í 50. skiptið og af því tilefni hefur Skapti Hallgrímsson ritað sögu bikarkeppninnar.  Í þessari veglegu 368 síðna bók er fjallað um bikarkeppni karla og kvenna frá upphafi.  Í tilefni af því að bókin er komin út verður efnt til kynningu á bókinni á morgun, föstudaginn 11. desember, í höfuðstöðvum KSÍ kl. 15:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

64. ársþing KSÍ - Laugardaginn 13. febrúar 2010 - 8.12.2009

64. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið í húsakynnum KSÍ laugardaginn 13. febrúar 2010. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu:

Lesa meira
 
Einar Már Guðmundsson

Sigur í tapleik - Heimildarmynd um fótboltalið SÁÁ - 7.12.2009

Út er komin á DVD heimildarmynd Einars Más Guðmundssonar, "Sigur í tapleik".  Myndin fjallar um fótboltalið SÁÁ og baráttu liðsmanna þeirra innan vallar og ekki síst utan vallar.  Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson sekkur sér í líf þessara persóna sem deila með áhorfendum sínum sætustu sigrum og verstu ósigrum.

Lesa meira
 
Fram-Fylkir_Futsal_des2006_2

FH - Fram frá 2003 í Bestu Leikirnir í kvöld - 3.12.2009

Eins og síðastliðin fimmtudagskvöld mun Stöð 2 Sport sýna frá leik undir heitinu "Bestu leikirnir".  Í kvöld verður leikur frá keppnistímabilinu 2003 á dagskrá en það er leikur FH og Fram.  Þátturinn er á dagskrá kl. 22:00 í kvöld. Lesa meira
 
Atli Guðnason, Guðmundur Benediktsson, Tómas Þóroddsson og Gunnar Örn Jónsson með viðurkenningar.  Mynd: Hafliði Breiðfjörð - www.fotbolti.net

Viðurkenningar veittar á kynningarfundi um Íslenska knattspyrnu 2009 - 3.12.2009

Í gær var haldinn kynningarfundur í höfuðstöðvum KSÍ í tilefni af því að Íslensk knattspyrna 2009 eru komin út.  Þetta er 29. bókin í þessari frábæru ritröð um knattspyrnu og veitti formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, fyrsta eintakinu viðtöku.

Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Dregið í riðla í úrslitakeppni HM 2010 - 3.12.2009

Föstudaginn 4. desember, verður dregið í riðla í úrslitakeppni HM 2010 í Suður Afríku.  Ríkissjónvarpið sýnir beint frá drættinum og hefst útsendingin kl. 17:00.  Það ríkir jafnan mikil spenna fyrir þessa athöfn en Heimsmeistarakeppnin í Suður Afríku hefst svo með pompi og prakt, föstudaginn 11. júní.

Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2009

Íslensk knattspyrna 2009 komin út - 2.12.2009

Íslensk knattspyrna 2009 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann er 29. bókin í samnefndum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981.  Bókin er 240 blaðsíður, þar af 80 í lit, og í henni er fjallað um allt sem viðkemur fótboltanum á Íslandi á árinu 2009.  Bókaútgáfan Tindur gefur bókina út. Lesa meira
 
Merki FIFA

Alþjóðleg félagaskipti í gegnum félagaskiptakerfi FIFA - 1.12.2009

Nýtt félagaskiptakerfi FIFA (TMS) hefur verið tekið í notkun en þetta kerfi heldur utan um öll félagaskipti "professional" leikmanna á milli landa.  Félagaskipti milli landa verða ekki afgreidd í framtíðinni nema að TMS kerfið sé notað af viðkomandi félögum. Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


Mottumars