The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230173414/http://www.ksi.is/mot/2012/08

Mótamál

Skallagrimsvollur

Leikið í aukakeppni 3. deildar karla á laugardaginn - 30.8.2012

Næstkomandi laugardag, 1. september, verður leikið í aukakeppni 3. deildar karla en þá fara fram úrslitaleikir um tvö laus sæti í nýrri 3. deild karla 2013. Báðir leikirnir fara fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla hefst um helgina - 30.8.2012

Laugardaginn 1. september hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 3. deildar karla en barist er þar um sæti í landsdeildum.  Fjögur félög berjast um tvö sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta keppnistímabili en átta félög eru um hituna í baráttunni um tvö sæti í 2. deild karla.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sigurvegarar í Hnátumótum KSÍ 2012 - 29.8.2012

Um nýliðna helgi lauk úrslitakeppni í Hnátumótum KSÍ árið 2012 á Suð-Vesturlandi en áður hafði keppni verið lokið á Norð-Austurlandi. Þar með er Polla - og Hnátumótum KSÍ árið 2012 nú lokið en sigurvegarar í Hnátumótunum voru: Lesa meira
 
Stjarnan-bikarmeistari-2012i

Stjarnan bikarmeistari í fyrsta skiptið - 25.8.2012

Stjörnustúlkur tryggðu sér í dag sigur í Borgunarbikar kvenna þegar þær lögðu Val í úrslitaleik, 1 - 0. Leikurinn var spennandi en það var fyrirliðinn, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta bikarmeistaratitil.

Lesa meira
 
Valur---Stjarnan

Allt að verða klárt fyrir úrslitaleikinn - 24.8.2012

Undirbúningur er nú á fullu fyrir úrslitaleikinn í Borgunarbikar kvenna en leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 25. ágúst kl. 16:00. Það eru bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem að mætast og má búast við hörkuspennandi leik eins og ætíð þegar þessi lið mætast. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Ýmsar upplýsingar um úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 23.8.2012

Framundan er úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna en Valur og Stjarnan mætast á Laugardalsvelli, laugardaginn 25. ágúst kl. 16:00.  Hér að neðan má finna ýmsar upplýsingar um leikinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Sigurvegarar í Pollamótum KSÍ 2012 - 23.8.2012

Keppni er nú lokið í Pollamótum KSÍ árið 2012 en úrslitakeppni lauk í gær á Suð-Vesturlandi. Áður hafði farið fram úrslitakeppni Norð-Austurlands. Um helgina verður svo leikið í úrslitum í Hnátumótum KSÍ 2012

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild kvenna - Stjarnan mætir FK Zorkiy frá Rússlandi - 23.8.2012

Í dag var dregið í 32 og 16 liða úrslitum Meistaradeildar UEFA kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon. Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru í pottinum og leika þær gegn rússneska liðinu FK Zorkiy sem kemur frá Krasnogorsk.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Dregið í dag í Meistaradeild UEFA kvenna - 23.8.2012

Í hádeginu í dag verður dregið í 32 liða úrslitum og 16 liða úrslitum í Meistaradeild kvenna en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í pottinum en liðunum 32 er skipt í tvo styrkleikaflokka og er Stjarnan í þeim neðri.  Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu af heimasíðu UEFA Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna - Miðasala hafin á Valur - Stjarnan - 21.8.2012

Miðasala er hafin á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 25. ágúst. Þá mætast núverandi bikarmeistarar, Valur og handhafar Íslandsmeistaratitilsins, Stjarnan. Miðasala fer sem fyrr fram í gegnum miðasölukerfi mid.is en 1.000 krónur kostar fyrir 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Valur - VISA-bikarmeistari kvenna 2010

Yfir þúsund áhorfendur síðustu fjögur ár - 21.8.2012

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram laugardaginn 25. ágúst kl. 16:00. Síðustu fjögur ár hefur aðsókn að úrslitaleik bikarkeppni kvenna farið yfir eitt þúsund manns og er líklegt að svo haldi áfram í ár, enda var fjölmennasti úrslitaleikur síðustu 10 ára einmitt viðureign þessara sömu liða árið 2010.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Bikarúrslitaráðstefna KSÍ og KÞÍ í tengslum við Borgunar bikarúrslitaleik kvenna - 20.8.2012

KÞÍ og KSÍ standa fyrir árlegri ráðstefnu í tilefni úrslitaleiks í Borgunarbikarkeppni kvenna laugardaginn 25. ágúst. Úrslitaleikurinn, sem er milli Vals og Stjörnunnar, fer vitanlega fram á Laugardalsvelli og verður ráðstefnan haldin í höfuðstöðvum KSÍ. Lesa meira
 
KR

Þrettándi bikarmeistaratitill KR - 18.8.2012

Ekki kom til þess að nýtt nafn væri skráð á lista bikarmeistara karla eftir úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum í dag. Stjarnan, sem hafði aldrei áður leikið til úrslita, beið lægri hlut fyrir KR, sem hefur unnið bikarinn oftast allra félaga. Titillinn í ár er sá 13. í sögunni. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn 2012

KR-ingar Borgunarbikarmeistarar karla 2012 - 18.8.2012

KR-ingar fögnuðu sigri að loknum úrslitaleik Borgunarbikars karla, sem fram fór á Laugardalsvelli í blíðskaparveðri í dag. Stjörnumenn léku vel í leiknum og geta verið stoltir af sínu liði. Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir KR.

Lesa meira
 
DSCN0029

Hvað ætla margir að mæta á bikarúrslitin? - 17.8.2012

Hvað skyldu margir ætla sér að mæta á úrslitaleik Borgunarbikars karla á laugardag? Það er alltaf spennandi að velta þessu fyrir sér. Kannski er áhugavert að skoða töflu með yfirliti yfir aðsókn síðustu 20 ára.  Alla vega eitthvað til að ræða um ...

Lesa meira
 
Frá Laugardalsvelli

Ýmislegt um úrslitaleikinn - 17.8.2012

Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um úrslitaleik Borgunarbikars karla.  Hver verður heiðursgestur, í hvernig búningum leika liðin, hvorum megin eru stuðningsmenn, hvert er verðlaunaféð, o.fl?

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Vegna miðaverðs á úrslitaleik Borgunarbikarsins - 17.8.2012

Vegna fjölda fyrirspurna um verð á barnamiðum á úrslitaleik Borgunarbikars karla á laugardag skal áréttað að börn 10 ára og yngri fá frían aðgang á leikinn. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Ertu með miða á úrslitaleik Borgunarbikarsins á laugardaginn? - 16.8.2012

Eins og kunnugt er fer úrslitaleikur Borgunarbikars karla fram á Laugardalsvelli á laugardag og er miðasala í fullum gangi á midi.is. Félögin sem mætast eru Stjarnan og KR, sem hafa ansi ólíka sögu í bikarkeppninni. Stjarnan er í úrslitum í fyrsta sinn, en KR er sigursælasta félagið í sögu bikarkeppni karla.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar BÍ/Bolungarvíkur í 7 manna bolta 3. flokks karla

BÍ/Bolungarvík Íslandsmeistari í 3. flokki karla 7 manna - 14.8.2012

Keppni í Íslandsmóti 3. flokks karla í 7 manna bolta lauk á dögunum og þar fögnuðu sigri liðsmenn BÍ/Bolungarvíkur, sem unun alla leiki sína í riðlinum og luku því keppni með fullt hús stiga.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik Fylkis og FH breytt - 13.8.2012

Leik Fylkis og FH í Pepsi-deild karla, sem fara árri fram mánudaginn 27. ágúst, hefur verið flýtt um einn dag. Breytingin er tilkomin vegna þátttöku íslenskra félagsliða í UEFA-mótum. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum í Pepsi-deildinni breytt vegna bikarúrslitaleiksins - 7.8.2012

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla hefur verið breytt vegna úrslitaleiksins í Borgunarbikar karla.  Um er að ræða viðureignir FH og KR annars vegar og ÍA og Stjörnunnar hins vegar.  Báðir leikir haf averið færðir til 23. ágúst.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Metfjöldi félagaskipta í seinni glugganum - 3.8.2012

Eins og kunnugt er var síðasti dagur félagaskipta 31. júlí en ekki er hægt að hafa félagskipti innanlands eða til landsins eftir þann dag. Félagaskiptagluggarnir eru tveir, annars vegar frá 21. febrúar til 15. maí og hinsvegar frá 15. júlí til 31. júlí.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Stjarnan og KR í úrslitum - 3.8.2012

Það verða Stjarnan og KR sem mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 18. ágúst. KR lagði Grindavík á útivelli í gærkvöldi, 0 - 1, en Stjörnumenn höfðu betur gegn Þrótti í Garðabænum, 3 - 0. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Grindavík tekur á móti KR - 2.8.2012

Í kvöld kl. 19:15 mætast Grindavík og KR í undanúrslitum Borgunarbikars karla og hefst leikurinn kl. 19:15 á Grindavíkurvelli. Mikið er í húfi, sæti í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli sem fram fer laugardaginn 18. ágúst.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Stjarnan tekur á móti Þrótti í undanúrslitum - 1.8.2012

Fyrri undanúrslitaleikur Borgunarbikars karla fer fram í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Þrótti á Samsungvellinum í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 19:15 og má búast við fjörugum leik en hvorugt þessara félaga hefur komist í hinn eftirsótta úrslitaleik.  Hinn undanúrslitaleikurinn fer svo fram fimmtudaginn 2. ágúst, þegar Grindavík og bikarmeistarar KR mætast í Grindavík kl. 19:15.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan