The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160101025318/http://www.ksi.is/mot/2014/05

Mótamál

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir mæta KV - 30.5.2014

Dregið var í dag í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og var vettvangurinn höfuðstöðvar KSÍ.  Bikarmeistarar Fram sækja KV heim og mótherjar þeirra í úrslitunum í fyrra, Stjarnan, fá Þróttara í heimsókn.  Leikirnir fara fram 18. og 19. júní.

Lesa meira
 

Hvað mega vera margir varamenn skráðir á leikskýrslu? - 28.5.2014

Að gefnu tilefni skal áréttað að í keppni 11 manna liða skulu ekki vera fleiri en 5 varamenn og 5 í liðsstjórn skráðir á leikskýrslu. Undantekning á þessu er keppni í meistaraflokki þar sem varamenn mega vera allt að 7 og allt að 7 í liðsstjórn.  Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistararnir fá Hött í heimsókn - 28.5.2014

Í dag, miðvikudag, var dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Félögin 10 úr Pepsi-deildinni koma inn í keppnina núna ásamt þeim sex félögum sem komust í gegnum tvær fyrstu umferðirnar. Leikirnir fara fram 6. og 7. júní.

Lesa meira
 

Borgunarbikars-vika - 26.5.2014

Það er óhætt að segja að Borgunarbikarinn verði í öndvegi í vikunni.  Leikið verður í 32-liða úrslitum karla og 2. umferð kvenna á mánudag, þriðjudag og miðvikudag.  Auk þess fara fram tveir Borgunarbikarsdrættir, því dregið verður í 16-liða úrslit hjá konunum á miðvikudag og hjá körlunum á föstudag. Lesa meira
 

Íslandsleikar Special Olympics eru á sunnudaginn - 23.5.2014

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða á KR velli, sunnudaginn 25. maí kl. 12.00 – 14.00 Keppt verður í 7 manna blönduðum liðum fatlaðra og ófatlaðra skv. reglum Unified football. Liðin eru skipuð 4 fötluðum og 3 ófötluðum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur Þór og ÍBV færður fram um 2 klst - 22.5.2014

Breyting hefur verið gerð á leik Þórs og ÍBV í Pepsi-deild karla, sem fram fer þann 1. júní á Þórsvelli á Akureyri.  Upprunalegur leiktími var kl. 17:00, en leikurinn hefur nú verið færður fram um tvær klukkustundir og verður því kl. 15:00. Lesa meira
 
Flóð á Balkanskaganum

Flóð á Balkanskaga - Leggjum söfnun Rauða krossins lið - 22.5.2014

Fyrir alla leiki í Pepsi-deild karla í kvöld mun iðkandi frá félagi heimaliðs ganga inn á völlinn með liðunum merktur Rauða krossinum.  Á Balkanskaga hafa mikil flóð verið að undanförnu og vegna sérstakra tengsla íslenskrar knattspyrnu við knattspyrnumenn frá Balkanskaga vilja félögin sýna þeim stuðning í verki með því að leggja söfnun Rauða krossins vegna flóðanna lið.

Lesa meira
 
Merki ÍBR

Reykjavík hafði sigur í knattspyrnu höfuðborga Norðurlandanna - 22.5.2014

Reykjavík fór með sigur í knattspyrnukeppni Grunnskólamóts höfuðborganna en mótið fór fram í Laugardal að þessu sinni.  Reykjavík lék sinn síðasta leik í dag og gerði þá jafntefli, 1 - 1, gegn Osló sem tryggði efsta sætið.

Lesa meira
 
Ldv_2011_Atburdir-145

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Borgunar fyrir opin mót 2014 - 21.5.2014

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk sem er merktur KSÍ og Borgun - "Knattspyrna - leikur án fordóma".

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tímasetningu tveggja leikja í Pepsi-deild karla breytt - 21.5.2014

Tímasetningu tveggja leikja í Pepsi-deild karla hefur verið breytt þar sem báðir leikir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport.  Um er að ræða leikina Breiðablik-Stjarnan 2. júní og Stjarnan-KR 11. júní. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur Stjörnunnar og Vals kl. 19:15 á fimmtudag - 20.5.2014

Þar sem leikur Stjörnunnar og Vals í Pepsi-deild karla verður ekki í beinni útsendingu sjónvarps eins og áætlað var, hefur tímasetning leiksins verið færð í upprunalegt horf.  Leikurinn fer fram fimmtudaginn 22. maí eins og áætlað var, en hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
Leikskýrsla - Skjáskot

Leikskýrslur í yngri aldursflokkum sumarið 2014 - 19.5.2014

Nú þegar keppni í Íslandsmótum yngri aldursflokka er að fara af stað er gott að hafa í huga hverning skal fara með leikskýrslurnar.  Hér að neðan má finna upplýsingar um þetta en mikilvægt er að vanda til verks.

Lesa meira
 

Yfirlit félagaskipta - 19.5.2014

Á vef KSÍ eru birtar ýmsar upplýsingar um allt sem tengist knattspyrnunni og aðildarfélögum sambandsins.  Á meðal áhugaverðra upplýsinga eru félagaskipti, en eins og kunnugt er lokaði félagaskiptaglugginn þann 15. maí síðastliðinn.  Lesa meira
 

Ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi - 19.5.2014

Á vef KSÍ er hægt að skoða ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi.  Meðal annars er hægt að kalla fram yfirlitstöflu yfir alla leiki liðs á tilteknu ári, og sjá upplýsingar um leikmenn, skiptingar, mörk, fyrirliða, gul og rauð spjöld, o.s.frv. Lesa meira
 

Þremur leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 19.5.2014

Breytingar hafa verið gerðar á þremur leikjum í Pepsi-deild karla.  Annars vegar er um að ræða færslu á leik Fram og Breiðabliks af Laugardalsvelli á Gervigrasvöllinn í Laugardal, og hins vegar víxlun á heimaleikjum í viðureignum Fylkis og Þórs.

Lesa meira
 

Stórleikur KR og FH í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla - 15.5.2014

Dregið var í 32-liða úrslit Borgunarbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í dag, fimmtudag, að viðstöddu fjölmenni. Óhætt er að segja að framundan séu margir athyglisverðir leikir, en stórleikur umferðarinnar er klárlega viðureign KR og FH.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti fimmtudaginn 15. maí - 14.5.2014

Fimmtudagurinn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokks- eða samningsbundna leikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.  Félagaskipti þurfa að berast, fullkláruð, á skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti en mælst er til þess að þau berist fyrir kl. 16:00, fimmtudaginn 15. maí, svo hægt sé að ganga úr skugga um að þau séu fullnægjandi.

Lesa meira
 

Dregið í 32-liða úrslit Borgunarbikars karla á fimmtudag - 13.5.2014

Borgunarbikarinn er kominn á fulla ferð og leikir í 2. umferð karla fara fram í kvöld, þriðjudagskvöld, og á miðvikudag.  Dregið verður í 32-liða úrslit í höfuðstöðvum KSÍ á fimmtudag og þar koma Pepsi-deildarliðin inn í keppnina.

Lesa meira
 

Pepsi-deild kvenna - Stjörnunni spáð titlinum - 12.5.2014

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fór fram í dag í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar og að venju var þar birt spá forráðamanna félaganna. Stjörnunni er spá titlinum en Aftureldingu og ÍA er spáð falli.  Deildin hefst svo með krafti þriðjudaginn 13. maí þegar að fjórir leikir eru á dagskránni

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla - 9.5.2014

Breytingar hafa verið gerðar á leikjum í Pepsi-deild karla. Fylkir og ÍBV hafa komist að samkomulagi um að víxla heimaleikjum í Pepsi-deild karla. Leikur KR og FH færist á Gervigrasið í Laugardal. Eftirfarandi leikir breytast því: Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna á mánudag - 9.5.2014

Kynningarfundur Pepsi-deildar kvenna fer fram mánudaginn 12. maí kl. 16:30 í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Á fundinum verður kynnt markaðs- og kynningarstarf fyrir deildina í sumar og hin sívinsæla spá um lokastöðu liða verður að sjálfsögðu á sínum stað. Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Staðfest niðurröðun í yngri aldursflokkum og eldri flokki 2014 - 7.5.2014

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur – 5 manna bolti). Lesa meira
 

Pepsi-deild karla - Breiðablik tekur á móti KR á Samsung vellinum - 6.5.2014

Leikur Breiðabliks og KR í 2. umferð Pepsi-deildar karla hefur fengið nýjan leikvöll. Leikurinn verður leikinn á Samsung vellinum í Garðabæ en ekki á Kópavogsvelli vegna vallaraðstæðna þar. Leikdagur og leiktími er sá sami, fimmtudaginn 8. maí kl. 19:15. Lesa meira
 

Pepsi-deild karla - Valur mætir Keflavík á Gervigrasinu í Laugardal - 6.5.2014

Mótanefnd hefur ákveðið að leikur Vals og Keflavíkur í Pepsi-deild karla verður leikinn á Gervigrasinu í Laugardal, fimmtudaginn 8. maí kl. 20:30. Tveir leikir verða því á vellinum þetta kvöld og hefur tímasetning á leik Víkings og Fram því einnig verið breytt.

Lesa meira
 

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag - Fimm leikir í Pepsi-deild karla - 4.5.2014

Langþráður dagur er runninn upp, Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag, sunnudaginn 4. maí, þegar fimm leikir fara fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Umferðinni lýkur svo á morgun, mánudaginn 5. maí, þegar að FH tekur á móti Breiðablik á Kaplakrikavelli. Lesa meira
 

Breiðablik vann meistarakeppni KSÍ kvenna - 3.5.2014

Breiðablik vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturunum Stjörnunnar í gær og tryggði sér um leið nafnbótina meistarar meistaranna. Eina mark leiksins kom strax á 6. mínútu en þá skoraði Telma Hjaltalín Þrastardóttir eftir mistök í vörn Stjörnunnar.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar 15. maí - Erlendir leikmenn - 2.5.2014

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar fyrir 15. maí fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Félögum er bent á að vera tímanlega í félagaskiptunum og á það sérstaklega við um félagaskipti leikmanna erlendis frá.  Félagaskipti þaðan taka sinn tíma og á það sérstaklega við þegar leikmenn koma frá löndum utan EES.  Lesa meira
 
Handshake of peace

"Handshake for Peace" - 2.5.2014

Handshake for Peace er verkefni sem er á vegum FIFA og Friðarverðlauna Nóbels. Verkefnið snýst um að leikmenn sýni strax að leik loknum vinskap og virðingu sem felst í því að takast í hendur eftir leik. Með þessari táknrænu athöfn skilja liðin sem vinir og jafningjar.

Lesa meira
 

Meistarakeppni kvenna - Stjarnan og Breiðablik mætast í kvöld - 2.5.2014

Stjarnan og Breiðablik mætast í kvöld, föstudaginn 2. maí, í Meistarakeppni kvenna en leikurinn hefst kl. 19:15 á Samsung vellinum í Garðabæ.  Í þessum árlega leik mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Breiðablik og FH víxla á heimaleikjum - 1.5.2014

Breiðablik og FH hafa komist að samkomulagi um að víxla á heimaleikjum sínum en félögin mætast í 1. umferð Pepsi-deildar karla, mánudaginn 5. maí kl. 19:15.  Upphaflega átti leikurinn að vera á Kópavogsvelli en verður þess í stað á Kaplakrikavelli og verður því heimaleikur FH. Lesa meira
 



Mótamál


Mót félagsliða




Mót félagsliða




Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan