The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160508152405/http://www.ksi.is/mot/nr/10336
Mótamál
Borgunarbikarinn_01

Ertu með miða á úrslitaleik Borgunarbikarsins á laugardaginn?

Ef ekki er rétt að skella sér á midi.is strax í dag

16.8.2012

Eins og kunnugt er fer úrslitaleikur Borgunarbikars karla fram á Laugardalsvelli á laugardag og er miðasala í fullum gangi á midi.is.  Félögin sem mætast eru Stjarnan og KR.

Þessi tvö félög eiga ólíka sögu í bikarkeppni þar sem Stjarnan leikur nú til úrslita í fyrsta sinn í meistaraflokki karla í sögu félagsins, en KR hefur hampað bikameistaratitlinum oftar en nokkurt annað félag (12 sinnum) og er núverandi bikarmeistari.

Leikurinn fer sem fyrr segir fram á Laugardalsvelli á laugardag og hefst kl. 16:00, og fólk er hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.  Smellið hér að neðan til að komast á miðasöluvefinn.

http://midi.is/ithrottir/5/91

Borgunarbikar karla 2012

Úrslitaleikur í meistaraflokki karla

Stjarnan – KR

Laugardalsvöllur

Laugardaginn 18. ágúst kl. 16.00

Miðaverð (ónúmeruð sæti)

  • 17 ára og eldri kr. 1.500
  • 11 til 16 ára kr. 500
  • 10 ára og yngri fá ókeypis aðgang

 




Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan