The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160512111426/http://www.ksi.is:80/mot

Mótamál

Borgunarbikar karla – Forkeppninni lýkur í kvöld, miðvikudag - 11.5.2016

Forkeppni í Borgunarbikar karla lýkur í kvöld með áhugaverðum leikjum en í hádeginu á föstudag verður svo dregið í 32-liða úrslit þar sem lið úr Pepsi-deildinni bætast í hópinn.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar sunnudaginn 15. maí - 10.5.2016

Athygli félaga er vakin á því að félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti,  sunnudaginn 15. maí.  Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.  Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum.  Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí.

Lesa meira
 

Ítarleg umfjöllun um Pepsi-deild kvenna hjá 365 miðlum - 10.5.2016

Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. KSÍ, 365, Hagsmunasamtök félaga í  efstu deild kvenna og Sport TV undirrita í dag framleiðslusamning um Pepsi-deild kvenna sem gerir það að verkum að deildin fær ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Breiðablik spáð sigri í Pepsi-deild kvenna 2016 - 10.5.2016

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar kvenna og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum Breiðabliks spáð titlinum og Stjörnunni öðru sæti.  ÍA og KR er spáð falli í 1. deild. Lesa meira
 

Mót sumarsins - Staðfest niðurröðun - 10.5.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í keppni eldri flokks. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur – 5 manna bolti).

Lesa meira
 

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda og KSÍ - 8.5.2016

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár. Í ár fer 68. mótið fram í Helsinki. Reykjavík sendir úrvalslið með 41 keppanda, fjóra þjálfara og tvo farastjóra.

Lesa meira
 

Blikar eru meistarar meistaranna - 5.5.2016

Sonný Lára Þráinsdóttir var hetja Breiðabliks sem vann í kvöld leikinn um hver væri meistarar meistaranna þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks mættu Borgunarbikarmeisturunum Stjörnunnar.

Lesa meira
 

ÍBV Lengjubikarmeistari í A-deild kvenna - 4.5.2016

ÍBV varð í vikunni Lengjubikarmeistari í A-deild kvenna en liðið vann 3-2 sigur á Breiðablik á Hásteinsvelli. Leikurinn var eins og tölurnar gefa til kynna æsispennandi en það var ÍBV sem leiddi 3-1 í hálfleik.

Lesa meira
 

Knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð - 2.5.2016

Knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð og framundan eru fjölmargir leikir í meistaraflokkum karla og kvenna.  Yfirlit næstu leikja má sjá her á vef KSÍ - leiki í Lengjubikar, Pepsi-deild, Borgunarbikar, Inkasso-deild, 2. deild og Meistarakeppni KSÍ. Lesa meira
 

Breiðablik og Stjarnan mætast í meistarakeppni KSÍ kvenna í kvöld - 2.5.2016

Breiðablik og Stjarnan mætast í kvöld í leik um hver verður krýndur meistarar meistaranna. Blikarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og Stjarnan vann Borgunarbikarinn á seinasta tímabili og etja því þessi lið kappi í leiknum.

Lesa meira
 

Minningarsteinn um Lárus Jakobsson - 2.5.2016

Minningarsteinn um Lárus Jakobsson var afhjúpaður fyrir leik ÍBV og ÍA í Pepsi-deild karla á sunnudag. Lárus, sem lést langt um aldur fram, 36 ára gamall, var frumkvöðull að stofnun Tommamóts Týs. Minningarsteinninn stendur austan við Týsheimilið.

Lesa meira
 

Staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla - 29.4.2016

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. deild kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. Skoða má leiki félaga og þátttöku í mótum með ýmsum hætti á vef KSÍ. Lesa meira
 

Borgunarbikarinn rúllar um helgina - 29.4.2016

Það er leikið um helgina í Borgunarbikar karla en alls eru 20 leikir á dagskránni í Borgunarbikarnum á laugardag og sunnudag. Einum leik er lokið í 1. umferð, en þar KH vann sigur á Snæfelli.

Lesa meira
 

Pepsi-deild karla hefst í dag, sunnudag - 29.4.2016

Pepsi-deild karla hefst í dag en þá verða leiknir fjórir leikir. Fyrsti leikur tímabilsins en viðureign nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH og er sá leikur klukkan 16:00 á Þróttarvelli í Laugardal. Þegar blásið verður til leiks er Íslandsmótið formlega hafið og við tekur heilt tímabil af skemmtilegum leikjum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

FH spáð sigri í Pepsi-deild karla 2016 - 28.4.2016

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsideildar karla og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum FH spáð titlinum og KR öðru sæti.  Nýliðum Víkings Ólafsvíkur og Þróttar er spá falli í 1. deild.

Lesa meira
 

Kynningarfundur Pepsi-deildar karla er í dag, fimmtudag - 28.4.2016

Kynningarfundur vegna Pepsi-deildar karla verður í dag, fimmtudag, í Ölgerðinni á Grjóthálsi. Á fundinum munu fulltrúar allra félaga í deildinni mæta til að svara spurningum fjölmiðla um mótið sem framundan er en fyrsti leikur tímabilsins er leikur nýliða Þróttara og Íslandsmeistara FH.

Lesa meira
 

ÍBV og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna - 28.4.2016

ÍBV og Breiðablik mætast í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars kvenna í Vestmannaeyjum á laugardaginn, 30. apríl, og hefjast leikar klukkan 15:00. Að þessu sinni eru það ÍBV og Breiðablik sem leika til úrslita.

Lesa meira
 

Handbók leikja 2016 - 27.4.2016

Handbók leikja inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja.  Leiðbeiningarnar eru ætlaðar öllum félögum við framkvæmd leikja í meistaraflokki karla og kvenna.  Handbók leikja 2016 var samþykkt af stjórn KSÍ 22. apríl 2016 í samræmi við grein 1.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn 2016 hefst á miðvikudag - 26.4.2016

Alls eru leiknir 23 leikir í 1. umferð Borgunarbikars karla og fara þeir flesti fram um komandi Helgi.  KH og Snæfell taka þó forskot á sæluna og mætast að Hlíðarenda á miðvikudag.  Á laugardag fara svo fram 16 leikir, fimm leikir fara fram á sunnudag, og 1. umferð lýkur þriðjudaginn 3. maí með viðureign Berserkja og Afríku. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Vítaspyrnukeppni í úrslitaleikjum B og C deilda Lengjubikars karla - 26.4.2016

Úrslitaleikir B og C deilda Lengjubikars karla fóru fram á sunnudag. Í B-deildinni vann Grótta sigur á Magna og í C-deild unnu Hamarsmenn sigur á KFG.  Í báðum leikjum voru úrslit knúin fram með vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 



Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan