The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20170731010110/http://www.ksi.is/mot/nr/8704
Mótamál
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR (Sportmyndir)

Fjögur mörk FH og bikartitill númer tvö

Tvær vítaspyrnur FH í fyrri hálfleik

14.8.2010

FH-ingar tryggðu sér í dag annan bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins með fjögurra marka sigri á KR í úrslitaleik á Laugardalsvellinum að viðstöddum 5.438 áhorfendum.  Fyrstu tvö mörk leiksins komu úr vítaspyrnum og var Matthías Vilhjálmsson að verki í bæði skiptin, fyrst á 35. mínútu og svo aftur á 41. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og þriðja mark leiksins leit dagsins ljós á 75. mínútu, þegar Atli Viðar Björnsson skoraði með skoti úr vítateignum.  Sigurinn innsiglaði svo Atli Guðnason með góðu marki eftir fyrirgjöf frá hægri kanti.

Stærsti sigur í úrslitaleik bikarkeppninnar var sigur Fram á Víði Garði árið 1987, 5-0.  Aðeins einu sinni áður hefur unnist fjögurra marka sigur í úrslitaleik, en það var árið 1964 þegar KR-ingar unnu Skagamenn 4-0.

FH-ingar fögnuðu gríðarlega í leikslok ásamt fjölmörgum stuðningsmönnum sínum sem skemmtu sér auðvitað konunglega og voru til fyrirmyndar í stúkunni.

VISA-bikarmeistarar karla 2010 - FH

VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR




Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan