The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151231105207/http://www.ksi.is/mot/2005/05

Mótamál

VISA-bikarinn

RÚV fylgist með VISA-bikarnum - 31.5.2005

RÚV mun fylgjast vel með gangi mála í leikjum í 2. umferð VISA-bikars karla, sem fram fara á þriðjudag og miðvikudag.  Fylgst verður með leikjunum á Rás 2 og reglulega haft samband við fulltrúa RÚV á völlunum til að spyrja frétta.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

2. umferð VISA-bikars karla - 30.5.2005

2. umferð VISA-bikars karla fer fram á þriðjudag og miðvikudag og er von á mörgum fjörugum og spennandi leikjum.  Meðal áhugaverðra leikja má nefna Norðurlandsslag Tindastóls og KS, viðureign Hattar og Hugins á Egilsstöðum og leik Víkings Ó. gegn Reyni Sandgerði. Lesa meira
 

Úrskurður Dómstóls KSÍ - 30.5.2005

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru Augnabliks gegn Afríku vegna leiks í VISA-bikar karla, sem fram fór þann 20. maí síðastliðinn.  Kröfur kæranda voru teknar til greina og var Augnabliki dæmdur sigur í leiknum og Afríku gert að greiða sekt.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breyttur leiktími á KR - FH í Landsbankadeild karla - 27.5.2005

KR og FH mætast í Landsbankadeild karla á sunnudag.  Leiktíma hefur verið breytt. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Starfsreglur aganefndar - 26.5.2005

Af gefnu tilefni vill KSÍ minna á starfsreglur aganefndar KSÍ, grein 8.4. sem fjallar um leikbönn leikmanna sem spila með tveimur liðum (eða fleiri) sama félags. Lesa meira
 
FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið

Breytingar á knattspyrnulögunum 2005 - 24.5.2005

Árlegur fundur Alþjóðanefndar FIFA (IFAB) var haldinn í Wales 26. febrúar 2005. Lesa meira

 
VISA-bikarinn

Fyrsta umferð VISA-bikars kvenna - 24.5.2005

Fyrsta umferð VISA-bikars kvenna fer fram í vikunni.  Fyrsti leikurinn fer fram í kvöld, þriðjudagskvöld, en þá mætast Þór/KA/KS og Fylkir á Þórsvelli á Akureyri. Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 24.5.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 

Leik Hugins og Tindastóls frestað vegna ófærðar - 21.5.2005

Leik Hugins og Tindastóls í 2. deild karla, sem fara átti fram á Seyðisfjarðarvelli á sunnudag, hefur verið frestað vegna ófærðar.  Nýr leikdagur og leiktími verður gefinn út á mánudag.  Lesa meira
 

Landsbankamót Þórs fyrir 4. flokk karla - 20.5.2005

Dagana 2. – 4. september heldur Þór hið árlega knattspyrnumót fyrir 4. flokk karla í samvinnu við og með stuðningi Landsbanka Íslands.  Áætlað er að mótið hefjist föstudaginn 2. september að morgni og ljúki um miðjan dag á sunnudag. Lesa meira
 

Spá um lokastöðu í 2. deild karla - 20.5.2005

Íslenskar getraunir hafa árlega staðið fyrir spá þjálfara í 2. deild karla um lokastöðu liða.  Þjálfararnir búast við nokkuð harðri baráttu um efstu tvö sætin og þar með sæti í 1. deild að ári.  Leiknir R. og Stjarnan eru þau lið sem þeir telja líklegust til afreka.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Villa í reglugerð í Handbók KSÍ - 20.5.2005

Villa er í Reglugerð um búnað knattspyrnuliða í Handbók KSÍ, en þar vantar G-lið, sem á að vera h-liður. Reglugerðin er hins vegar rétt hér á vef KSÍ.  Aðildarfélögin eru vinsamlegast beðin um að koma þessum skilaboðum áfram innan sinna raða.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Sérstakt markahljóð í Landsbankadeild karla - 20.5.2005

Þegar tveir eða fleiri leikir fara fram á sama tíma í Landsbankadeild karla verður tilkynnt um mörk í öðrum leikjum í gegnum hátalakerfi viðkomandi vallar.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Atlaga gerð að aðsóknarmetinu í Landsbankadeild karla - 20.5.2005

Félögin í Landsbankadeild karla hafa gert metnaðarfullar áætlanir um að auka aðsókn að leikjum deildarinnar.  Ætlunin er að slá aðsóknarmetið í deildinni og rjúfa 100.000 áhorfenda múrinn í fyrsta sinn.  Félögin hafa sett upp áætlun sem byggir á samræmdum aðgerðum allra félaga og sértækum aðgerðum á hverjum heimavelli fyrir sig. Lesa meira
 

Skráning úrslita í gagnagrunn KSÍ - 20.5.2005

KSÍ minnir aðildarfélög sín á að senda upplýsingar um þá fulltrúa sem sjá um SMS-skráningu á úrslitum leikja fyrir hönd viðkomandi félags.  SMS-skráningin er einföld aðferð sem gerir knattspyrnuáhugafólki kleift að fylgjast með úrslitum leikja á skjótan og einfaldan hátt.  Um leið og úrslit hafa verið SMS-uð í gagnagrunninn birtast þau á vef KSÍ og gildir þá einu um hvaða aldursflokk er að ræða. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrsta umferð VISA-bikars karla - 19.5.2005

Grótta og Höttur voru fyrstu liðin til að tryggja sér sæti í 2. umferð VISA-bikars karla í ár, en þessi lið báru sigurorð af andstæðingum sínum í 1. umferð á þriðjudag.  KV tryggði sér síðan sæti í 2. umferð á miðvikudag.  Lesa meira
 
MasterCard

Prúðmennskuverðlaun - 18.5.2005

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk sem er merktur KSÍ og Mastercard - "Knattspyrna - leikur án fordóma". Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 18.5.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur. Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurðir aganefndar - 17.5.2005

Fyrsti fundur aganefndar KSÍ á knattspyrnusumrinu 2005 hefur farið fram, en nefndin fundar hvern þriðjudag allt keppnistímabilið.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður Dómstóls KSÍ - 17.5.2005

Dómstóll KSÍ hefur hnekkt úrskurði stjórnar KSÍ um leikbann Nóa Björnssonar, þjálfara Leifturs/Dalvíkur, en Nói var úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann af stjórn KSÍ þann 14. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 

Spá um lokastöðu í 1. deild karla - 17.5.2005

Íslenskar getraunir hafa árlega staðið fyrir spá þjálfara í 1. deild karla um lokastöðu liða.  Þjálfararnir búast við nokkuð harðri baráttu um efstu tvö sætin og þar með sæti í Landsbankadeild að ári. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Yfir 100 félagaskipti á síðustu dögum - 17.5.2005

Að venju var mikið um félagaskipti síðustu dagana áður en Íslandsmótið hófst.  Félög keppast við að styrkja lið sín á lokasprettinum fyrir mót og leikmenn leita nýra tækifæra með nýjum liðum.  Lesa meira
 

Deiglan hættir þátttöku - 15.5.2005

Deiglan hefur ákveðið að hætta þátttöku í 3. deild karla og VISA-bikar karla. Mótanefnd KSÍ hefur því ákveðið að færa Augnablik úr B-riðli í C-riðil í stað Deiglunnar. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir leiki í Landsbankadeild karla - 14.5.2005

Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um hefst Landsbankadeild karla á mánudag með fjórum leikjum og einn leikur fer síðan fram á þriðjudag.  Lesa meira
 

Nýr útvarpsþáttur á XFM 91,9 - 13.5.2005

Í dag, föstudag, hefur göngu sína á útvarpsstöðinni XFM 91,9 nýr íþróttaþáttur sem ber heitið Mín skoðun og verður á dagskránni alla virka daga frá klukkan 12:00 til 14:00.  Lesa meira
 

Mótin hefjast í byrjun næstu viku - 13.5.2005

Keppni í Landsbankadeildum og VISA-bikar hefjast í byrjun næstu viku, ásamt keppni í 1. og 2. deild karla og er eftirvæntingin mikil, enda allt útlit fyrir enn eitt spennandi knattspyrnusumarið.  Lesa meira
 

Meðferð meiddra leikmanna - 12.5.2005

Þegar leikmenn verða fyrir meiðslum, skal dómarinn ætíð hafa öryggi þeirra í fyrirrúmi. Að fengnu leyfi dómarans er tveimur fulltrúum viðkomandi liðs heimilt að koma inn á völlinn til þess eins að meta meiðslin, en alls ekki til að ræða atvik leiksins. Nánari upplýsingar er að finna í áhersluatriðum dómaranefndar. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Boðsmiðar fyrir 16 ára og yngri í útibúum Landsbankans - 12.5.2005

Landsbankinn stendur fyrir boðsmiðaleik í tengslum við Landsbankadeild karla í sumar fyrir krakka 16 ára og yngri, líkt og gert var á síðasta ári.  Krakkar 16 ára og yngri sækja boðsmiða í útibú Landsbankans og skila þeim við inngang á velli í deildinni.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Forsala aðgöngumiða í útibúum Landsbankans - 12.5.2005

Landsbankinn býður upp á forsölu aðgöngumiða á leiki í Landsbankadeild karla í útibúum sínum í sumar.  Miðaverð í forsölu er kr. 1.000 og gildir viðkomandi miði á leik að eigin vali í Landsbankadeild karla.  Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Af gefnu tilefni - Nýjar reglur varðandi lyfjamál - 11.5.2005

Af gefnu tilefni vegna þeirra lyfjaprófa sem gerð hafa verið eftir knattspyrnuleiki og - æfingar undanfarið er minnt á að í vetur voru kynntar nýjar reglur um lyfjamál hjá ÍSÍ og hjá UEFALesa meira
 

Pollamót Þórs - 11.5.2005

Pollamót Þórs fer fram helgina 1. - 3. júlí og verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.  Skráning þátttakenda verður með sama sniði og í fyrra, þátttökugjald er kr. 5.000 á hvern leikmann og þarf hvert lið að vera með alla leikmenn skráða áður en mót hefst. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Stuðningsmannakeppni - 11.5.2005

Hvaða lið í Landsbankadeild karla á bestu stuðningsmennina?  Í sumar mun Landsbankinn veita viðurkenningar til besta stuðningsmannahópsins fyrir umferðir 1-6, umferðir 7-12, umferðir 13-18 og loks fyrir mótið í heild.  Lesa meira
 

Veðurspá mótanefndar KSÍ 2005 - 11.5.2005

Knattspyrnuvertíðin er að hefjast og menn horfa með óþreyju fram á fjör og spennu á iðagrænum grundum. Flestir gera sér ljóst að veðrið getur haft áhrif á þróun leikja - og gott tíðarfar gerir fótboltann meira aðlaðandi fyrir áhorfendur sem og leikmenn. Lesa meira
 

Miklir yfirburðir Vals í Meistarakeppni kvenna - 11.5.2005

Valur hafði mikla yfirburði gegn ÍBV í Meistarakeppni kvenna í Egilshöll á þriðjudag. Þegar upp var staðið höfðu Íslandsmeistarar Vals skorað 10 mörk gegn engu marki bikarmeistara ÍBV og er þetta lang stærsti sigur liðs í Meistarakeppni kvenna frá upphafi. Lesa meira
 

Áhersluatriði dómaranefndar KSÍ 2005 - 10.5.2005

Áherslur dómaranefndar KSÍ 2005 eru svipaðar og verið hafa undanfarin ár og byggjast þær á eftirfarandi grunnatriðum:  Lesa meira
 

Breytingar á knattspyrnulögunum 2005 - 10.5.2005

Alþjóðanefnd FIFA gerði nokkar breytingar á knattspyrnulögunum fyrr á árinu. Þær taka gildi 1. júlí næstkomandi - en hér á landi við upphaf Íslandsmótsins mánudaginn 16. maí.  Lesa meira
 
meistarakeppni_karla_2005

FH-ingar höfðu betur í Meistarakeppni karla - 10.5.2005

Íslandsmeistarar FH-inga höfðu betur gegn bikarmeisturum Keflvíkinga í Meistarakeppni KSÍ, sem fram fór á aðalvellinum í Kaplakrika í gærkvöldi. Atli Viðar Björnsson og Freyr Bjarnason skoruðu fyrir FH í fyrri hálfleik og reyndust það einu mörk leiksins.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Samstarfssamningur Og Vodafone og félaga í Landsbankadeild karla - 9.5.2005

Á kynningarfundi Landsbankadeildar í Smárabíói í dag, mánudag, var undirritaður samstarfssamningur milli Og Vodafone og félaga í Landsbankadeild karla. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Ná Íslandsmeistararnir að verja titla sína? - 9.5.2005

Kynningarfundur Landsbankadeilda karla og kvenna fór fram í Smárabíói í Smáralind í dag.  Á fundinum fór fram hin árlega spá þjálfara karla og kvenna, fyrirliða karla og kvenna og forráðamanna félaganna um lokastöðu liða. 

Lesa meira

 

Leiknismenn sigruðu í B-deild karla - 8.5.2005

Leiknir R. lagði Fjölni á laugardag í úrslitaleik B-deildar Deildarbikars karla með tveimur mörkum gegn engu.  Leikurinn, sem var fjörugur og spennandi, fór fram á Leiknisvelli í Breiðholti.  Lesa meira
 

Jóhannes dæmir í Rússlandi - 8.5.2005

Jóhannes Valgeirsson og Gunnar Gylfason munu starfa við dómgæslu í 6. riðli EM U19 landsliða karla í Rússlandi dagana 11. - 15. maí næstkomandi. Allir leikirnir í riðlinum fara fram í Moskvu.

Lesa meira
 
Deildarbikarmeistarar kvenna 2005 - Valur

Valsstúlkur Deildarbikarmeistarar - 7.5.2005

Valur vann öruggan 6-1 sigur á KR í úrslitaleik A-deildar Deildarbikars kvenna, sem fram fór á Stjörnuvelli á föstudagskvöld.  Eins og tölurnar gefa var sigur Íslandsmeistaranna aldrei í hættu.  Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ - Leikbönn - 6.5.2005

Tveir leikmenn verða í leikbanni í Meistarakeppni KSÍ í karlaflokki í ár, en enginn í kvennaflokki.  Hér er um að ræða leikmenn sem úrskurðaðir voru í leikbann síðastliðið haust og eiga eftir að taka það út.  Leikbönn í Deildarbikarkeppni koma hér hvergi við sögu, enda er almenna reglan sú að refsingar í Deildarbikarkeppni KSÍ séu eingöngu teknar út í þeirri keppni.
 
Lesa meira
 

Breiðablik hefur oftast unnið Deildarbikar kvenna - 6.5.2005

Valur og KR mætast í úrslitaleik A-deildar Deildarbikars kvenna Á Stjörnuvelli í dag, föstudag, kl. 19:00. Lesa meira
 

Úrskurður Dómstóls KSÍ - 6.5.2005

Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Víkings og Vals í Reykjavíkurmóti 3. flokks kvenna sem fram fór 17. apríl síðastliðinn.

Lesa meira
 

Skráning úrslita í gagnagrunn KSÍ - 6.5.2005

Hvernig fór leikurinn? Þessa spurningu þekkja allir sem tengjast knattspyrnunni. KSÍ hefur lagt mikla áherslu á að veita fjölmiðlum, þátttakendum og áhugafólki um knattspyrnu sem bestar upplýsingar um úrslit leikja og móta. Lesa meira
 

Dómarar úrslitaleikja Deildarbikarsins - 5.5.2005

Í dag, uppstigningardag kl. 17:00, fer fram úrslitaleikur A-deildar Deildarbikars karla milli Þróttar R. og KR í Egilshöll. Lesa meira
 

KR-ingar Deildarbikarmeistarar í þriðja sinn - 5.5.2005

KR-ingar lögðu Þróttara í úrslitaleik A-deildar Deildarbikars karla Egilshöll í dag, fimmtudag, með þremur mörkum gegn tveimur. Lesa meira
 

Margir úrslitaleikir fram undan - 4.5.2005

Margir úrslitaleikir móta verða leiknir á næstu dögum. Lesa meira
 

Meistarakeppni KSÍ - 4.5.2005

Meistarakeppni KSÍ, bæði í karla- og kvennaflokki, fer fram í byrjun næstu viku. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan