
2. umferð VISA-bikars karla
Leikið á þriðjudag og miðvikudag
2. umferð VISA-bikars karla fer fram á þriðjudag og miðvikudag og er von á mörgum fjörugum og spennandi leikjum. Meðal áhugaverðra leikja má nefna leik Tindastóls og KS á Króknum, viðureign Hattar og Hugins á Egilsstöðum og leik Víkings Ó. gegn Reyni Sandgerði í Ólafsvík.
Dregið verður í 32-liða úrslit á Hótel Nordica fimmtudaginn 2. júní kl. 12:00