The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160509112830/http://www.ksi.is/mot/nr/3251
Mótamál

Meðferð meiddra leikmanna

12.5.2005

Þegar leikmenn verða fyrir meiðslum, skal dómarinn ætíð hafa öryggi þeirra í fyrirrúmi. Að fengnu leyfi dómarans er tveimur fulltrúum viðkomandi liðs heimilt að koma inn á völlinn til þess eins að meta meiðslin, en alls ekki til að ræða atvik leiksins. Nánari upplýsingar er að finna í áhersluatriðum dómaranefndar. 

Úr áhersluatriðum dómaranefndar:

Í tveimur efstu deildum karla og bikarkeppni karla (frá 16 liða úrslitum) fær meiddur leikmaður ekki meðferð á leikvelli og skal hann skilyrðislaust fara út fyrir leikvöll til meðferðar.  Undantekning skal þó gerð, þegar markvörður á í hlut eða dómari telur að meiðsli séu alvarleg, t.d. höfuðmeiðsli.  Dómari kannar hvort leikmaður geti farið sjálfur af leikvelli, en lætur ella bera hann út á sjúkrabörum.

Í öðrum leikjum er hins vegar heimilt að leyfa stutta meðferð á leikvelli, en leikmaður skal að henni lokinni fara út fyrir leikvöll.

Dómari skal heimila leikmanni að koma aftur inn á leikvöllinn eins fljótt og unnt er að meðferð lokinni, en þó ekki fyrr en leikur er hafinn að nýju. Leikmenn skulu koma inn að nýju frá hliðarlínu leikvallar.

Dómarinn sér um að leikmaður með blæðandi sár fari af leikvelli. Hann má einungis koma aftur inn á eftir að hafa fengið merki frá dómaranum, sem verður að fullvissa sig um að blæðingin sé hætt.

 




Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan